Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978
Sr. Eiríkur
J. Eiríksson:
„Frelsið
Ekki átti Alþingi á Þingvelli þá
að vísu einn þeirra daga
.... er faxur
frelsisröðull á fjoll ok hálsa
faKurleiftrandi Keislum steypti". —
en Vídalín túlkar í fyrrnefndri
ræðu þá hugsun, er ætla má að
Jónas Hallgrímsson láti Skjald-
breið einnig vera tákn fyrir og
Þingvölí varnarvirki um: frelsisins
gegn ofstjórn og vanstjórn. Biskup
segir:
„í einu orði að segja, það sem
skipið er fyrir utan stýri, það sem
einn galinn hestur er fyrir utan
beizli, og það sem manneskjan er
fyrir utan rænuna, það er veröldin
fyrir utan lögin og þá sem
lögunum stjórna eiga.“
Frelsið á enn sem fyrr í vök að
verjast og fer því fjarri, að þar sé
um að ræða úrelt viðfangsefni
fyrri alda.
Og Jesús segir við lama mann-
inn:
„Vertu hughraustur barnið mitt,
syndir þínar eru fyrirgefnar —
statt upp, tak rekkju þína og far
heim til þín.“
Og hér eru ekki orðin tóm:
„Og hann stóð upp og^fór heim
til sín.“
Fyrirgefning syndanna er að
vísu eitt grundvallaratriði trúar-
innar, en þó tengir Jesús ekki
saman sjúkdóma og syndir á sama
hátt og samtímamenn hans gerðu.
Fangelsi ófrelsisins er næsta
mjög allsherjarhlutskipti okkar
mannanna. Okkur ber að leysa það
á menningarlegum, viðskiptaleg-
um og þá um leið stjórnmálalegum
vettvangi, en fyrst og síðast
hugarfarslegum, trúarlegum. Þá
veitist hið fyrra að auki.
Meðbræðurnir hjálpsömu námu
ekki staðar fyrr en að þeir voru
komnir með manninn í fangelsi
Einar reisti þjóð sína í guðs
nafni upp af sæng lömunarveiki
framtaksleysis og hugarvíls í anda
Jónasar Hallgrímssonar:
-Þú fólk með eymd í arf!
snautt ok þyrst við Knóttir Kfsins linda
litil þjóð sem Keldur stóra synda.
reistu í verki
viljans merki
vilji er allt, sem þarf."
Einar keypti aldrei Öxará, en
hann kemur við s'cgu Sogsvirkjun-
ar og átti Nesjavelli hér við vatnið
um hríð með öllum möguleikum
þeirrar jarðar.
En auðsins ríki fyrir Einari var
fyrst og fremst, að „hugarvalsins
öld“ næði að taka völdin okkar á
meðal, eins og hann óskar í sínu
mikla framtíðarkvæði „Detti-
fossi“.
Samtíð okkar á völ margra
kosta, en á hugstefnuna skortir,
hugarhreystina, sjálfan viljann, að
og manndáðin best”
XIX sd. e. trin.
Guðspjall Matth. 9.1—8.v.
Smávægileg atvik geta gert geð
dapurt, en vakið mann um leið til
nokkurrar íhugunar.
Dóttur okkar hjóna var gefinn í
sumar lítill erlendur fugl í búri.
Okkur fannst gaman að honum,
en nokkur efi læddist að manni, að
vesalingur þessi ætti þarna heima
— í fangelsi.
Svo var það í fyrradag, einii
fegursta dag haustsins, að fuglinn
fékk að fara út úr búrinu og njóta
flugrýmis stofunnar.
En ofurlítil smuga var á glugga,
og á augabragði smeygði fuglinn
sér út.
Skömmu síðar sást hann í
trjátoppunum hér sunnar við
kirkjuna og allan daginn þar á
flögri.
Búr hans var borið út til hans
með mat og drykk, en hann virtist
ekki vilja vinna svo mikið til
þessara gæða að fara inn í búrið.
Fyrsta frostnótt haustsins kom.
Nú hvílir fuglinn undir úrgum
himni og senn vetrar — andvana
— ofursmátt brot bænastefs hinn-
ar miklu hljómkviðu lífsins um
frelsið.
Fyrsta bókin, sem ég eignaðist
og á enn, byrjar á:
„ísland farsælda-frón
ok haKsælda hrimhvfta móðir,
hvar er þfn fornaldarfræKÖ
frelsið ok manndáðin bezt?"
Eiginlega er aðeins eitt orð í
þessu kvæði svo mikilvægt og
óhlutkennt, að það verður aðeins
notað í eintölu: frelsið. Svo stórt
að inntaki, að inntak þess skiptir
ekki mestu.
Fjölnismenn boðuðu frelsið í
anda nýs tíma, er þá reis.
Sól frelsisins skín um tind
Skjaldbreiðar, en fjallið er einnig
tákn þess að eldar frelsisins þurfa
stuðla við bergsins.
Fákar eldsins verða að lúta
taumhaldi guðs laga og réttar, ella
verður af vargur, er eyðir fold og
fólki.
Frumstef lífsins er frelsið og
þjóðaróðsins einnig.
Alþjóð, Alþingi og Þingvöllur
áttu sér þá eina fortíð, er framtíð
yxi upp af.
Þannig er vakningarþörf enn í
dag. Frelsis er vant.
Forfeður okkar hættu að halda
við brúnni, er lá yfir Öxará hér
fyrir kirkjudyrum. Þeir gerðu sér
stillur yfir ána með því að velta
goðasteinum ofan af Lögbergi, þar
sem þeir svo týndust í gjám eða
bárust á vatnið út.
Islandsklukkan brotnaði og
týndist og það varð að grípa til
minnstu klukkunnar hér í turn-
inum til þess að Lögrétta yrði
kvödd saman.
I þessum predikunarstóli, lík-
lega 10. júlí 1718 — fyrir réttum
260 árum, flutti Jón biskup — ef
til vill, mestu predikun allra
íslands alda — „um lagaréttinn",
um varðveislu þess frelsis, sem við
þó áttum þá eftir.
Það er merkilegt, að ekki
merkilegri predikunarstóll en
þessi skyldi vera ætluð slík ræða
og að sú smíði, fátækleg, skyldi
þola þá yfirbyggingu snilldar
skapsmuna og andríkis, er þar
reis.
Ekki vitum, við hversu bjart var
um Skjaldbreið þennan dag.
Frelsið sætir víða blóðugri
kúgun. Víða veitist því varaþjón-
ustan ein.
Ekki má einangra frelsi^ frá rót
þess, né tilgangi.
Frelsið má ekki verða þræll
geðþóttans, er fari með okkur eldri
sem yngri út á Hallærisplan
tómsins, tjáninga- og tilgangsleys-
is; að ekki sé að því vikið, er stéttir
manna eða starfshópar slíta lögin
og um leið friðinn, verða eigin
löggjafar, svo að borgarastyrjaldir
spretta upp af og þjóða í milli.
Spurning frelsisins er ekki fyrst
og fremst frá hverju vil ég vera
frjáls, heldir til hvers.
Aður en ég lærði að lesa varð
mér guðspjall þessa helgidags
Ijóslifandi, af mynd út frá þessari
frásögn eins og Markús skráir
hana.
Þar hafa 4 menn komið með
lama manninn „og er þeir gátu
ekki komizt nær honum fyrir
mannfjöldanum, rufu þeir þakið,
þar sem hann var, og er þeir voru
komnir inn, láta þeir síga niður
sængina, sem hinn lami lá í“
(Mark 2.4).
Nýlega sá ég þess getið, að hér
kæmi fram „húmor" guðspjalla-
mannsins.
Er við stöndum í biðröð vildum
við geta flogið yfir mannþröngina.
Tiltæki mannanna þarna skýrir
orð guðspjallanna.
„Og er Jesús sá trú þeirra...“
Þegar mennirnir hjálpsömu
rjúfa þakið yfir Jesú, eru þeir að
brjótast með hinn lama mann út
úr fangelsi ráðþrotanna andspæn-
is sjúkdómi og þar sem þeir byrja
tekur Jesús við og opnar til fulls
fangelsisdyrnar.
hans fram fyrir þann, er allir
fengelsismúrar falla fyrir —
Jesúm Krist, Frelsarann.
„Vertu hughraustur!" sagði Jes-
ús við manninn í fangelsi lömun-
arinnar.
„Vertu bjartsýnn!" segir Jesús
við þjóð, sem er um of hugarlama,
hugsjónasljó, án sannrar lífstján-
ingar og sem skyldi.
„Sól skín á tinda.
Vaskir menn“.
Svo yrkir Jónas Hallgrímsson,
er hann sér í anda Alþingi koma
saman, þar sem fjallið Skjald-
breiður er eins og rið anddyris.
Hann nefnir og Þingvallavatn
Bjartavatn. Hann veit að sjálf-
sögðu, að áður en það tók að renna
fram um Þingvöll hét það Myrka-
vatn. Hann vissi og að Þingvalla-
vatn var eitt sinn að verulegum
hluta Langjökull, þar sem hann rís
í kaldri lífvana eins og myrkri
tign.
Oft hvarflar hugurinn til þess að
hér er að kirkjubaki hvílir Einar
Benediktsson.
Á Þingvelli dreymdi hann einnig
vökudrauma, þjóðarvakningar.
Að vísu þótti hann ekki þess
verður að sitja konungsveislu í
Valhöll árið 1930.
Fyrir tilstilli góðra manna
(annar þeirra var Benedikt Sveins-
son forseti neðri deildar Alþingis,
hinn minnir mig að að væri Ólafur
Thors), flutti Kristján Albertsson
minni Einars Benediktssonar á
Lögbergi.
Þá var Einar farinn í bæinn, en
daginn eftir kvaddi hann Kristján
á sinn fund og þakkaði honum með
fögrum tárum.
hugvavaldsins öld verði, manns-
sálin verði virkjuð og leyst úr
fangelsi andlegrar lömunarveiki.
Fangelsisfjötrar vanmenningar í
nafni vísinda, einatt, á margvís-
legum vettvangi mannlegra sam-
skipta, stjórnarfarslegir og efna-
hagslegir leggjast mjúklega um
okkur fyrir áróður þröngra ein-
staklingssjónarjniða og oft í nafni
einhverra meirihluta, sem þó vart
þjóna heildarvelferð!
Þó eru þeir fangelsismúrar
hættulegastir hér, að menn taka
að halda, að frelsið sé þeirra
einkaeign.
Menn gleyma því þá, að frelsið
er eitt og ávallt samt við sig, að
það er eina hugtakið í „Island
farsælda — frón“, sem ekki verður
notað í fleirtölu, að frelsið má
aldrei verða séreign einstaklinga,
flokka, né stétta, né ríkisstjórnar,
né stjórnarandstöðu, heldur ein og
söm hugsjón og réttur og skylda í
senn, sameiginlegur grundvöllur
velferðar okkar allra. Frelsi eins
má aldrei verða ánauð annars.
Frelsið er eitt og allsherjar og
ein og söm framkvæmd þess.
Við dulbúum oft ófrelsið
skrautklæðum frelsisins.
Þannig látum við vesalings
lítinn fugl vera stofuprýði og
höldum, að okkar skemmtun af
fangelsun hans sé honum hugbót.
Við mennirnir höldum milljón-
um manna í gaddavírsbúrum
vegna einhverra hágöfugra kenn-
inga, er þeir telja sé ánauð að
aðhyllast.
Mönnum er varnað að velja og
hafna í viðskiptum og annars
staðar, skoðanamyndun er um
sumt algjörlega vanrækt og hins
vegar einokuð, og þannig fær
frelsið of sjaldan að styðjast við
Prédikun í Þingvallakirkju sunnudai^inn 1. október sl.
Próf. Sigurður Nordal sagði eitt
sinn, að ekkert ljóð frá 19. öld
hefði stuðlað eins að frelsi íslands
og framförum og Fjallið Skjald-
breiður.
Þó er þetta ekki venjulegt
ættjarðarkvæði.
Kvæðið rís hér hæst:
„Hver vann hér hvo að með orku?
Aldrei neinn svo víkí hlóð.
Búinn er úr hálastorku
herKkaslali írjálsri þjóð.
Drottins hönd þeim vörnum veldur.
Vittu, barn, sú hönd er sterk.
Gat ei nema Kuð ok eldur
Kjört svo dýrðleift furðuverk."
Þingvöllur, þar sem Alþingi var
háð og skyldi fram haldið þar, var
varnarvirki og vígi þjóðar, er
stefndi fram á veg til frelsis.
Það er dirfska að láta guð og eld
standa saman hér. En þar er að
því vikið, að frelsið á sér sín bönd
eins og Jón Sigurðsson lagði
áherslu á.
Eins og smiðurinn stendur við
aflinn og mótar í eldi hans
efniviðinn, þannig skapar guð
einnig.
þroska, ef sprettur upp af sjálf-
stæðu mati.
En eins og frelsið er eitt og
allsherjar og verður aldrei bundið
á bása eins og gripum er ætlað,
þannig er manneskjan ein og sjálf
af einum og eigin tilverugrunni að
leita höfundar frelsisins, fyrir því
að einn er höfundur frelsisins og
það er guð, sem skapar og hættir
aldrei að skapa, en heldur því
áfram með því að leita að mannin-
um í hans leit að honum til þess að
frelsa manninn fyrir guðs blessað-
an son Jesúm Krist, Frelsara
okkar mannanna.
Beinist því til hans bænir okkar
og viðleitni.
Blessist hver samtök, er vilja við
það markmið móta stefnuskrár
sínar og störf.
Þökk sé ykkur, er sækið í dag
Þingvallakirkju.
Blómgist ykkar viðleitni í þeim
mæli, er hún horfir til frelsis og
framfara, farsældar og manndáða.
Leitum öll þíns frelsis, ó, guð.
— Amen.