Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Ekki óalgengt að skipin fylli sig í einu kasti LOÐNUVEIÐI var mjög góð um hclgina og undanfarið hefur það ekki vorið óalgengt að skipin fylii sig í cinu kasti. A föstudag fékk Víkingur um 1200 tonn í einu kasti og á sunnudag fékk Sigurð- íbúðarhús skemmdist af eldi ELDUR kom upp í eldhúsi íbúðarhússins Hlaðavellir 12 á Selfossi laust eftir hádegi á sunnudag. Húsráðendur voru ekki heima en maður í næsta húsi tók eftir eldinum og gerði slökkviliðinu viðvart. Kom það strax á staðinn og tókst reyk- köfurum fljótlega að komast fyrir eldinn og slökkva hann. Talið er að kviknað hafi í eldavél. Var mikill eldur í eldhúsinu og það stórskemmt á eftir. Einnig urðu mjög miklar skemmdir á innbúi af sóti og reyk. ur risakast. en reif nótina. Loðnan. sem vciðist er gott hrácfni. cn undanfarið hafa skipin ckki komist til Faxaflóa- hafna ycgna hvassrar suðvestan- áttar. í gærmorgun var um 4000 lestum landað í Siglufirði, en mörg skipanna fóru austurfyrir með afla sinn. Veður var gott á milli um hclgina á loðnumiðunum um 80 — 90 mflur norður af Horni. Frá hádegi á laugardag þar til síðdegis í gær tilkynntu cftirtalin skip um afla. Laugardaguri Ljósfari 180, Náttfari 530. Sunnudaguri Guðmundur 750, Pétur Jónsson 680, Huginn 500, Albert 620, Helga II 520, Sigurður 250, Sæberg 600, Hilmir 550, Súlan 760, Gígja 630; Skarðsvík 620, Hrafn 650, Faxi 170, Magnús 470, Húnaröst 580, Harpa 500. Mánudagur: Víkurberg 220, Jón Finnsson 500, Stapavík 550, Gull- berg 590, Sæbjörg 530, Óskar Halldórsson 410, Gunnar Jónsson 200. Jón P. Emils látinn JÓN P. Emils lögfræðingur andað- ist á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfararnótt 16. október s.l. 55 ára að aldri. Útfór hans fór fram í gær. Jón var fæddur að Stuðlum í Reyðarfirði 23. október 1922, sonur Emils bónda þar og konu hans Hildar Bóasdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1944 og lögfræði- Sex skip selja ytra í vikunni SEX íslenzk fiskiskp selja afla sinn erlendis í þessari viku. Drangey og Birtingur seldu í Hull og Cuxhaven í gær og í dag selur Otur í Bremerhaven. Á morgun selur Snæfugl í Bremerhaven og á fimmtudag selja Vestri og Rauði- núpur í Cuxhaven og Hull. prófi lauk hann frá. Háskóla Islands 1951. Jón P. Emils stund- aði málflutningsstörf um árabil en einnig var hann um hríð fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík, bæjar- fógetans í Vestmannaeyjum og yfirborgarfógetans í Reykjavík. Jón lét félagsstörf mikið til sín taka og átti hann m.a. sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins 1944-'58. Andri Heiðberg látinn ANDRI Heiðberg þyrluflugmaður og kafari andaðist í Reykjavík á laugardagsmorguninn, 48 ára að aldri. Andri fæddist í Reykjavík 14. apríl 1930, sonur Þóreyjar Eyþórsdóttur Heiðberg og Jóns Heiðbergs stór- kaupmanns. Hann lauk vélsmíða- prófi í Reykjavík og rak um hríð eigin vélsmiðju. Andri byrjaði fljót- lega að stunda köfun og hann stundaði það starf um árabil, mest fyrir vélsmiðjuna Hamar. Árið 1964 urðu þáttaskil hjá Andra er hann festi kaup á þyrlu og rak hann síðan þyrluflugfyrirtæki til dauðadags. Varð hann þekktur sem þyrluflug- maður en einnig var hann mjög þekktur sem kafari, enda starfaði hann um allt land. Andri slasaðist allmikið s.l. sumar er þyrla hans nauðlenti uppi á öræfum. Lá hann lengi á sjúkrahúsi eftir það slys. Eftirlifandi eiginkona Andra er Elín Högnadóttir. Þau eignuðust fimm börn og eru fjógur þeirra á lífi. Fullt steypusíló f ótbraut dreng ÞAÐ slys varð á Áltanesí síðdegis í gær að steypusíló fullt af steypu féll niður og lenti á fæti 12 ára gamals drengs, sem var að hjálpa til við steypuvinnuna. Drengurinn fótbrotnaði og þykir mesta mildi að hann skyldi ekki stórslasast, Versnandi færð VEÐURSTOFAN spáði norðanátt í gær og búist er við versnandi færð á vegum landsins, samkvæmt því sem vegaeftirlitið tjáði Mbl. í gær. I gær voru vegir hvergi ófærir nema á Vestfjörðum að sögn vega- eftirlitsins en víða var mjög hált, sérstaklega á fjallvegum. T.d. var flughálka á helstu heiðum norðan- lands í gærmorgun og áttu bílar í erfiðleikum af þeim sökum. Sömu- leiðis var flughált á Hellisheiði í gær. því að fullt steypusíló vegur þrjú tonn. Verið var að steypa plötu nýbyggingar við Háakotstún 6 á Álftanesi þegar óhappið varð klukkan 3.45 í gær. Einhverra hluta vegna féll sílóið niður á plótuna, en krani hýfði það þangað upp. Drengurinn, sem var að hjálpa föður sínum varð fyrir sílóinu. Svo mikið var höggið að uppslátturinn undir plötunni brotnaði. Vinnuslys VINNUSLYS varð í loðnubræðsl- unni Lýsi og mjöl hf. í Hafnarfirði í fyrrinótt. Maður, sem þar vann, missti framan af löngutöng hægri handar er hann var við störf í verksmiðjunni. FUJ á Suðurnesjum: Alþýðuflokkur segi sig úr ríkisstjórn — verði efnahagsstefnu ekki breytt AÐALFUNDUR Félags ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum var nýlega haldinn í Keflavík. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: „FUJ á Suðurnesjum skorar á Alþýðuflokkinn og ríkisstjórnina að beita öllum skynsamlegum ráðum í baráttunni við verðbólg- una. Einnig vill félagið minna á, að Alþýðuflokkurinn gaf út „ger- breytta efnahagsstefnu" til að ráðast gegn verðbólgunni og ef þeim aðferðum sem þar er greint frá er ekki beitt, telur félagið að Alþýðuflokkurinn eigi að segja sig hið fyrsta úr ríkisstjórninni, því meðan efnahagsstefna Lúðvíks Jósepssonar verði leiðarljós ríkis- stjórnarinnar sé sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar í stórhættu. Því skorar félagið á ríkisstjórn- ina og þingflokk Alþýðuflokksins að ráðast gegn verðbólgunni af fullri hörku eða gefa kjósendum tækifæri á að velja á milli „gerbreyttrar efnahagsstefnu" jafnaðarmanna eða „glötunar- stefnu" kommúnista. Könnun á lyfseðlum lækna í Reykjavík: Engir lyfseðlar á hormónalyf til íþróttamanna hérlendis EKKERT bendir til þess að íslenskir læknar geíi út lyfseðla á hormónalyf til handa íslensku íþróttafólki, segir í yfirlýsingu sem landlæknir, Ólafur Ólafs- son, hefur látið frá sér fara. Segir í yfirlýsingu landlæknis, að gerð hafi verið könnun á lyfseðlum lækna í ReykjaVík fyrir nokkru, og hafi engar lyfjaávísanir fundist yfir hor- mónagjafir til yngri manna. Landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að könnun þesi hefði verið gerð vegna umræðna um hormóna- gjafir hér á landi og fullyrðingar í fjölmiðlum um að þær ættu sér stað. Sagði landlæknir að eðli- legt hefði þótt að gera athugun á málinu, að gefnu þessu tilefni.. Fjármálaráðherra ítrekar afstöðu sína á Alþingi: Ekki ástæða til að ræða fjár- lagafrumvarpið við aðra aðila EINN þingmanna Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær og gerði að umtalsefni frétt f Morgunhlaðinu sfðastliðinn laugardag, sem hann sagði „villandi fréttafrásögn" af samráðsfundi þriggja ráðherra með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins sfðastliðinn föstudag. Vildi þingmaðurinn gefa f jármálaráðherra, Tómasi Árnasyni, tækifæri til að „Ieiðrétta þá villandi lýsingu á þvf, sem þarna hefur væntanlega gerzt," sagði þingmaðurtnn. I frétt Morgunblaðsins á laugar- dag sagði að fundurinn hefði verið haldinn til þess að ráðgast við fulltrúa vinnumarkaðarins um það, hvernig frekara samráði yrði háttað og hafi niðurstaða fundar- ins orðið sú að haldnir yrðu mánaðarlegir fundir. Síðar segir í fréttinni og las Ólafur Ragnar upp þann hluta fréttarinnar: „All- margir aðilar, sem boðaðir voru á fundinn höfðu vænzt þess, að ráðherrar gerðu grein fyrir fjár- Iagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem enn hefur ekki verið lagt fyrir Alþingi. Tómas Arnason sagði á fundinum að svo væri ekki, slíkt væri ekki við hæfi, þar sem frumvarpið yrði fyrst að leggja fyrir Alþingi. Kristján Thorlacius formaður BSRB lýsti á fundinum furðu sinni á ummælum Tómasar, að ekki væri við hæfi að ræða fjárlagafrumvarpið, þeir væru einmitt komnir til þess að ræða það þar." Fjármálaráðherra svaraði Ólafi Ragnari og sagði að umræddur viðræðufundur hefði fyrst og fremst verið til að ræða þessi samráð nánar, hvern veg hagað skyldi. Ráðherrann sagði: „Ég veit það, að háttvirtum þingmanni er það Ijóst, að það er ekki við hæfi að ræða einstök atriði fjárlaga- frumvarps, fyrr en það er lagt fram á Alþingi. Það er sú samkoma, sem fyrst fær að sjá fjárlagafrumvarpið næst á eftir ríkisstjórninni, og þess vegna ekki ástæða til þess að gera það við neina aðra aðila." Þá las ráðherra það, „sem skrifað hefði verið niður af þessum fundi", að hann hefði kynnt meginstefnu fjárlagafrum- varpsins, en ekki farið út í einstök atriði þess. Ólafur Ragnar kvaddi sér aftur hljóðs og þakkaði ráðtierra þá lýsingu, sem fram hefði komið í orðum hans og nauðsynleg hefði verið vegna „villandi fréttafrá- sagnar Morgunblaðsins". Fleiri tóku til máls, m.a. Sverrir Her- mannsson, sem ekki kvaðst hafa fengið botn í það, hvort eitthvað hefði verið rangt í Morgunblaðinu og óskaði hann skýrra svara við því — ef frásögnin væri ekki rétt, hvað væri þá rangt við hana. Þessu svaraði fjármálaráðherra ekki. Aðspurður af þingfrétta- manni Morgunblaðsins sagðist ráðherra ekki vilja bæta neinu við orð sín, menn yrðu að ráða í þau, hvað satt væri í málinu. Framhaldsumræður um þetta mál hafa verið boðaðar í þinginu í dag. Sjá nánar á þingfréttasíðu í dag, bls: 31. Búinn að skila svörunum VERÐLAGSSTJÓRI hefur svar- að skriflega þremur spurningum, sem lögfræðingar Dagblaðsins og Vísis lögðu fyrir hann vegna verðlagsmála dagblaðanna, en kæra á hendur fyrrnefndum tveimur blöðum er nú til með- ferðar hjá Verðlagsdómi Reykja- víkur. Svörunum skilaði verðlags- stjóri skriflega eins og venja er með embættismenn. Albert haínaði boði Ellerts ALBERT Guðmundsson alþingis- maður hafnaði boði Ellerts B. Schram, sem Ellert gerði honum á þingflokksfundi í síðustu viku, að hann viki sæti fyrir Albert í fjárveitinganefnd Alþingis. Albert tók ekki boði Ellerts, þar sem hann taldi sig ekki hafa tíma til þess að starfa í nefndinni. Á Alþingi í gær var kjörið í fjárveitinganefnd og eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni Pálmi Jónsson, Lárus Jónsson og Ellert B. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.