Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 3 Sjö með loðnuafla SJÖ loðnuskip tilkynntu Loðnunofnd um afla í gær. en veður var alisæmileKt á loðnu- miðunum í fyrrinótt. Eftirtal- in skip tilkynntu um afla< Hrafn 650. Gísli Árni 640, Pétur Jónsson 650. Óskar Halldórsson 410. Eldborg 540. Jón Finnsson 550. Bjarni Ölafsson 900. BlaðafuUtrú- inn óráðinn „NEI. Þetta mál er ekki komið á dagskrá," sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann hvort búið væri að ráða mann til starfa sem blaðafulltrúa ríkisstjórn- arinnar, en í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir fjárveit- ingu til þess embættis. Þegar Mbl. spurði, hvort hann hefði sérstakan mann í huga svaraði Ólafur: „Nei. En ég býst við að ég fari að hugsa málið fljótlega, ef allt gengur samkvæmt áætlun.“ Enginn skylduspam- aður ráðgerð- ur nœsta ár „ÞAÐ er ekki gert ráð fyrir skyldusparnaði áfram." sagði Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra er Mbl. spurði hann um þetta atriði í gær. „Skyldu- sparnaðurinn er 10% í ár,“ sagði forsætisráðherra. „en það er ekki reiknað með framlengingu á honum." -----♦ ♦ ♦- Brjóstbirta fannst í Birtingi SMYGLVARNINGIJR fannst í togaranum Birtingi frá Nes- kaupstað þegar togarinn kom til heimahafnar í fyrrakvöld. Tollverðir í Neskaupstað fundu 122 flöskur af áfengi, 80 lengjur af sígarettum og 50 vindla um borð og var varningurinn falinn í vélarrúmi. Fyrsti olíufarmurinn kominn frá Portúgal Fyllti kvót- ann í tveimur veiðiferðum SÍLDVEIÐARNAR suðaustur af landinu hafa gengið frekar erfið- lega undanfarna daga vegna veðurs. I gær komu þó nokkrir bátar með afla til Hornafjarðar og Vestmannaeyja. en sumir þeirra höfðu beðið veðurs á síldarmiðunum, en ekki komið inn að morgni eins og síldar- bátarnir gera. í gær var síld bæði söltuð og fryst á Ilornafirði. Með mestan afla reknetabát- anna komu Freyr og Illugi, báðir með um 100 tunnur. Þá kom hringnótabáturinn Sigþór með 800 tunnur og mun hann hafa fyllt kvóta sinn, 210 tonn, í aðeins tveimur veiðiferðum. FYRSTI olíufarmurinn sem keyptur hefur verið frá Portúgal kom til lands- ins í gær og átti að hef jast losun á hluta hans í Hafn- arfirði. Er hér um að ræða nálægt 7.000 tonn af bensíni og um 10.000 tonn af gasolíu. Lækkun á fiskimjöli mið- að við sama tíma í f yrra VERÐ á fiskimjöli heíur lækkað töluvert í verði á þessu ári, en undanfarið hefur próteineiningin selst á 6.30 dollara. A sama tíma í fyrra seldist hún hins vegar á allt að 6.90 dollara. Verð á fiskimjöli er reiknað í dollurum og vegna falls dollarans að undanförnu hefur fiskimjölið í raun lækkað meira í verði en þessu nemur, en það ber þó að hafa í huga að krónan hefur nokkurn veginn haldið verðgildi sfnu gagnvart dollara, eða e.t.v. er réttara að segja að krónan hafi fallið með dollarnum. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Bernharð Petersen hjá samnefndu fyrirtæki í gær. Hann sagði að verð á mjöli hefði þó verið nokkuð stöðugt undanfarið og mjölútflytjendur hefðu fengið sama í íslenzkum krónum og áður, en eðlilega hefðu þeir, sem greiddu með t.d. gyllin- um eða dönskum krónum, fengið mjölið ódýrara og það hefði því lækkað gagnvart þessum gjald- miðlum. Bernharð sagði að um miðjan októbermánuð hefði verið töluvert framboð af mjöli frá Perú og Chile og einnig Ekvador og þessir aðilar hafi boðið mjölið á lægra verði en íslenzkir aðilar. Hafi þeir farið allt niður í 5.77 dollara á próteinein- ingu á meðan aðrir seldu á 6.30 dollara. Þetta hefði þó aðeins verið tímabundið og ekki skapað varan- lega verðlækkun á mjölinu og síðustu 10 daga hefði verið heldur aukin eftirspurn á mjöli. Verð á soyaafurðum t.d. soyamjöli hefði farið heldur hækkandi og það bætti stöðu fiskimjölsins, hvort sem það hækkaði einnig eða ekki. Að sögn Vilhjálms Jónssonar forstjóra Olíufélagsins hf. verða ekki fleiri farmar fluttir til iandsins á þessu ári, en samið hafði verið um meira magn. Vegna seinkana hjá Portúgölum var ekki unnt að afgreiða allan farminn fyrir áramót og sagði Vilhjálmur að nú yrði að semja aftur og myndu samningaviðræður væntanlega hefjast nú fyrir ára- mót um áframhaldandi kaup. Kvaðst Vilhjálmur gera ráð fyrir að reynt yrði að auka enn olíukaup frá Portúgal þar sem yfirvöld teldu nauðsynlegt að auka þessi viðskipti vegna þess hve Portúgal- ir keyptu mikið af okkur. Verð þessarar olíu er svipað og verið hefur á olíunni Sem keypt er frá öðrum löndum. Kanna fjölmiðla- notkun íslendinga Verð útvarps- og sjón- varpsauglýsinga hækkar hækkaði verð fyrir hvert orð úr 180 kr. í 220, í öðrum flokki úr 290 í 350. í þriðja verðflokki hækkaði verð úr 340 kr. í 410 og í fjórða og dýrasta verðflokknum fór verðið úr 680 kr. í 820, en það er fyrir auglýsingar sem lesnar eru að loknum kvöldfréttum kl. 19.20. Verð sjónvarsauglýsinga hækk- aði 1. október sl. en að sögn auglýsingastjóra sjónvarpsins hefur það verið venja undanfárin ár að hækka einu sinni á ári, hinn 1. október, og sagði hún að hækkanirnar yrðu þá e.t.v. í stærri stökkum en þegar hækkað væri oftar. Verð fyrir einnar mínútu auglýsingu er nú 140 þúsund kr. en var 102 þúsund kr. og er því hækkunin um 37%. IIINN fyrsta nóvember sl. hækk- aði verð auglýsinga í útvarpi um 20% að meðaltali, en verðflokkar eru fjórir. í fyrsta verðflokki UM ÞESSAR mundir er Ilag- vangur hf. að kanna íjölmiðla- notkun íslendinga. en sendir hafa verið út spurningalistar til 2.600 einstaklinga þar sem spurt er um ýmis atriði varðandi lestur hlaða og tímarita. og hlustun á útvarp og sjónvarp. Að sögn Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra Hagvangs eru það stærstu auglýsingastofur landsins, sem óskuðu eftir að könnun þessi yrði gerð — í því skyni að átta sig á því hvernig Islendingar umgangast fjölmiðla og nota þá, sagði Sigurður, og hefur könnunin fengið góðar viðtökur og skil virðast ætla að verða allgóð. Sigurður sagði ekki vitað hvernig eða hvort niðurstöð- ur þessarar könnunar yrðu kynnt- ar opinberlega, en það væri á valdi verkkaupenda, þ.e. auglýsingastof- anna, að ákveða það. lúxusbílf inn á lága verðinu MAZDA 9291 LEGATO MAZDA 929 Legato býður upp á eitt sem flestum framleiðendum lúxusbíla hefur ekki tekist að bjóða: Það er viðráðanlegt verð. Ný gjaldskrá innanlands- flugs í gildi Ný gjaldskrá innanlands- fluRS tók gildi í gær í samræmi við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að hcimila rúmlega 5% hækkun til viðbótar 15% hækkun á dögunum. Hjá Flugleiðum fékk Mbl. þær upplýsingar í gær, að farmiði aðra leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar hækkaði úr 9.200 í 9.650 krónur, farmiði til Egilsstaða hækkaði úr 12.410 í 13.080 krónur, farmiði til Vestmannaeyja hækk- aði úr 6.080 í 6.350 krónur og farmiði til ísafjarðar hækkaði úr 8.540 í 8.970 krónur. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 slmar: 81264 og 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.