Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 27 Landbúnaóarmál rædd á Alþingi: Búvöruframleiðsl- an samhæfð mark- aðsstaðr ey ndu m Verðjöfnunargjald af framleiðslu sauðfjárafurða Steingrímur Hermannsson. landbúnaðarráðherra, mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi þess efnis, að ríkisstjórninni verði heimilt að greiða úr ríkissjóði verðjöfnunar- gjald það, sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að taka af framleiðslu sauðfjárafurða haustið 1977. Vegna vaxandi mun- ar framleiðslu og sölu innanlands á sauðfjárafurðum, sagði StH. hefur orðið að innheimta verðjöfn- unargjald af framleiðslu sauðfjár- afurða bænda frá haustinu 1977 sem áætlað er nemi um 1300 m. kr. Verðábyrgð ríkissjóðs á út- fluttum sauðfjárafurðum hefur reynst lægri en þurft hefur fyrir framleiðslu sauðfjárafurða haust- ið 1977, sem áðurnefndum mismun nemur, og hefur framleiðsluráð orðið að grípa til töku verðjöfnun- argjalds af grundvallarverði sauð- fjárafurða til að greiða með útflutningnum. í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar eru ákvæði um að verðjöfnunargjaldið endurgreiðist úr ríkissjóði. Er gert ráð fyrir að greiða 1000 m. kr. á þessu ári. Ráðherra ræddi ítarlega fram- leiðsluvanda landbúnaðar. Ljóst væri að draga þyrfti úr umfram- framleiðslu, miðað við innlendan markað, en svigrúm og aðlögunar- tími væri nauðsynlegur í því efni. I meginatriðum yrði stefnan að vera þessi: 1) Bændur hefðu sambæri- leg lífskjör og aðrar starfsstéttir. 2) Takmarka þyrfti framleiðslu sem mest við innlendan markað en gera hana jafnframt fjölbreyti- legri. 3) Landbúnaður væri horn- steinn byggðar í stórum landshlut- um og byggðasjónarmið yrðu að koma inn í landbúnaðarstefnu næstu framtíðar. Einni milljón dilka var slátrað á sl. hausti. Steingrfmur ilermannsNon Þegar eitt penna- strik stórjók tekjur bænda Pálmi Jónsson (S) sagðist í höfuðatriðum sammála efnisatrið- um frumvarpsins en hefði fyrir- vara um framkvæmd. — Engin ríkisstjórn, við ríkjandi aðstæður, hefði getað gengið skemmra til móts við bændastéttina en hér væri ráðgert. En þessar ráðstafan- ir væru aðeins drættir í heildar- myndinni. Viðmiðun við lífskjör annarra starfsstétta og skatta- stefna ríkisstjórnarinnar skipuðu þar og mikilvægan sess. Núverandi ríkisstjórn hefði tekizt með einu penriastriki að stórauka tekjur bænda gegnum bráðabirgðalög, og Siííhvatur Björtrvinsson færa bændur — á pappírnum — nær tekjujöfnuði við viðmiðunar- stéttir. Þetta hefði verið gert með því að draga fyrningarliði á skattframtölum bænda frá frá- dráttarliðum eða bæta þeim við tekjur. Þetta legði bændum skatt- bagga á herðar, en fyrningar væru nauðsynlegar til að mæta nauð- synlegu viðhaldi og endurnýjun tækja og aðstöðu allrar. Þá spurði Pálmi, hvort ríkis- stjórnin hygðist bæta halla bænda á þessu verðlagsári, hvort ríkis- stjórnin hefði í handraðanum breytingartillögur á framleiðslu- ráðslögum og hvern veg fyrirhug- að væri að skapa bændum aðstöðu og svigrúm til að aðlaga fram- Ný þingmál — ný þingmál — ný þingmál — ný þingmál — Hæstaréttardómarar verði 7 Þrír dómarar skipi dóm í minni málum FRAM er komió á Alþingi stjórnarfrumvarp um fjölgun hæstaréttardómara úr 6 í 7. Þá er lagt til að áfrýjunarfjárhæð sé hækkuð úr 25.000 krónum í 200.000 krónur. Gert er ráð fyrir því að 3. 5 eða 7 dómarar skipi dóm, eftir eðli og mikilvægi mála. Frumvarpið er lagt fram af dómsmálaráðherra. Fjöldi mála, sem til hæstaréttar hefur verið skotið, hefur farið mjög vaxandi. Árið 1974 vóru málin 223, 1975 185, 1976 244 og 1977 240. Einkamál eru í miklum meirihluta en fjöldi opinberra mála er breytilegur. Á síðustu árum hefur Hæstiréttur kveðið upp efnisdóma í u.þ.b. 120—125 málum ár hvert: um 80 einkamálum, 15 opinberum málum og 25—30 kærumálum. Þegar þessar tölur eru bornar saman við þann fjölda máia, sem Hæstarétti berast, segir í greinargerð með frv., er ekki að undra, þótt allnokkur töf verði á að mál sem tiibúin eru til málflutnings verði tekin til meðferðar. Frumvarpið kveður á um fjölgun hæstaréttardómara um 1. Jafnframt er gert ráð fyrir því að 3 dómarar skipi dóm í kærumálum nema þau séu sérstaklega vandasöm úrlausnar. Ætti með því að skapast möguleiki á þvi að dómurinn fjalli um kærumál, svo og minni háttar einkamál og opinber mál, í tveimur 3ja dómara deildum. Yrði þetta til að hraða meðferð slíkra mála fyrir dómstólnum. Frv. þetta er endurflutt frá síðasta þingi. Jöfnun hitunar- kostnaðar í skólum Egill Jónsson (S) flytur tillögu til þingsályktun- ar um jöfnun upphitunarkostnaðar í skólum, sem sveitarfélög annast rekstur á. Áður deildist þessi kostnaður að jöfnu milli ríkis og viðkomandi sveitarfélags. Með breytingum á lögum — 1967 — var þessi kostnaður færður yfir á sveitarfélög. Þessi breyting fól í sér visst ósamræmi í rekstri skólanna innbyrðis, segir í greinargerð, m.a. vegna mismunar á verði þeirrar orku, sem notuð var til upphitunar. Sérstaklega var þessi breyting óhagstæð stórum heimavistarskólum, sem nýta þurfa mikið húsnæði, vegna hækkunar olíu, sem víða er notuð. Félagsmálaskóli alþýðu Karl Steinar Guðnason, (A), Helgi F. Seljan (Abl.), Guðmundur H. Garðarsson (S), Jón Helgason (F) o.fl. þingmenn flytja frv. um félagsmálaskóla alþýðu. Skv. frv. skal stofna á vegum félagsmálaráðuneytis skóla, er nefnist Félagsmálaskóli alþýðu. Skólinn skal taka við hlutverki samnefndrar stofnunar, sem starfrækt er á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Hlutverk: að mennta og þjálfa fólk úr launþegasamtökum til félagsmálastarfs og fag- legrar starfsemi. leiðslu sína markaðsaðstæðum, sem bersýnilega væri nauðsynlegt. Eru umboðslaun greidd af niðurgreiðslum? Albert Guðmundsson (S) sagðist verða að nýta þennan ræðustól til að afla sér upplýsinga, vegna þess að hann skorti annan vettvang til þess. Hann beindi þeirri spurningu til landbúnaðar- ráðherra, hvort rétt væri, að álagning eða söluþóknun — kommissjón — væri greidd af kostnaðarverði landbúnaðaraf- urða en ekki af því verði, sem fæst fyrir vöruna (söluverði) erlendis. Ef framleiðslukostnaður söluein- ingar er 100 krónur. en söluverð erlendis 25 eða 50 krónur. fá þá útflutningsaðilar umhoðslaun af 100 krónunum og þar með niður- greiðslunum? Ef þetta er svo, þá er hér um mjög alvarlegt mál að ræða, þótt löglegt kunni að vera. Það getur naumast verið eðlilegt að þiggjá umboðslaun af niður- greiðslu söluverðs. AIG óskaði þess að ráðherra svaraði, ef ekki nú, þá við aðra umræðu frv. Landbúnaðarstefnan hefur löngum verið röng Sighvatur Björgvinsson (A) vitnaði til þeirra ákvæða í stjórn- arsáttmála, að landbúnaðarstefn- an yrði tekin til endurskoðunar. Hún hefur verið röng um áratugi, Albert Guðmundsson sagði hann. Hann varpaði fram þeirri spurningu til ráðherra, hvort kjarnfóðurskattur yrði framreiknaður í búvöruverð og yrði þann veg skattur á neytendur til að greiða niður umframfram- leiðslu. SBj sagði útfl.bætur hafa komið einvörðungu til góða tveimur búgreinum, sauðfjárbúskap og nautgriparækt, og stuðlað að vaxandi umframframleiðslu í þeim. Útflutningsbætur hefðu aukizt í jafnvirðiskrónum (gull- krónum) um hvorki meira né minna en 71.8% frá 1963/64 — 1966/67. Hann taldi líklegt að til að mæta að fullu útflutningsbóta- þörf 1977 og 1978 þyrftu útflutn- ingsbætur að verða 13.8% af heildarverðmæti landbúnaðar- afurða, eða 3.8% umfram lögleyfð- ar bætur. Hann vék að birgðasöfn- un og söluerfiðleikum á smjöri og ostum. Til þess að framleiða 1 kg af smjöri þyrfti meiri gjaldeyri til fóðurbætiskaupa en fengist fyrir smjörkílóið á erlendum markaði. Ekkert fengist upp í innlendan kostnað. Hann taldi útflutnings- bótaþörf 1979, að óbre.vttu, kalla á 5.5 milljarða króna úr ríkissjóði, sem næmi meir en öllum tekjum ríkissjóðs af sjúkratryggíngar- gjaldi nú. Hann sagði að 1 milljón dilka hefði verið slátrað í haust. Þar af myndu um 600 þús. skrokkar seljast innanlands. Um- framframleiðslan væri 400 þús. dilkar. Allt bæri að sama brunni, að breytinga væri þörf í landbún- aðarstefnu. Obreytt stefna myndi um það er lyki koma harðast niður á bændum sjálfum. Ekki íyrri ríkis- stjórn — heldur framleiðsluráð. Páll Pétursson (F) þakkaði núv. ríkisstjórn framkomið frumvarp. Það hefði verið framkvæmdanefnd framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem lagði umrætt verðjöfnunar- gjald á, ekki fv. ríkisstjórn. Réttara hefði e.t.v. verið að knýja þegar á þáv. ráðherra og ríkis- stjórn. Sín trú væri að slík málaleitan hefði borið árangur. PáP sagði SBj hafa flutt sömu ræðu og sl. vor og með sömu Þegar rík- isstjórnin jók laun bænda á pappírnum Eru útflutn- ingsbætur greiddar af niður- greiðslum? Fer kjarn- fóðurskatt- ur í neyt- endaverð? tilþrifum. Nógur tími gæfist sjálf- sagt fyrir þá, hann og Sighvat, stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, til að ræða landbúnaðarmál, og vissulega væri nauðsyn að taka höndum saman um nauðsynlegar úrbætur. En skapa yrði bændum svigrúm og aðstæður til að laga framleiðslu sína að eftirspurn og aðstæðum. Páll Pétursson sagði viðbótar- skattlagningu smáframleiðenda hafa komið út með öðrum hætti en hann hugði fvrirfram; embættis- menn hefðu útfært skatt- lagningarhugmyndir á þann veg, að athuga mætti í þingdeild, hvort ekki mætti betrumbæta. Samræmd stefna til lengri tíma Steingrímur Ilermannsson. landbúnaðarráðherra, sagði. ekki ákveðið, hvort bændum yrði bætt- ur halli á þessu verðlagsári, breyting á framleiðslulögum væri í athugun en ekki ákveðin, þótt nefndarálit þar um væri í athugun hjá ráðherrum, og ekki lægi heldur fyrir, hvern veg bændur yrðu aðstoðaðir til að mæta viðblasandi markaðsstaðreyndum. Ljóst væri að þetta tæki allt sinn tíma. Ef fóðurbætisskattur yrði greiddur til samtaka bænda ætti hann ekki að koma fram i vöruverði. Fyrirspurnum Al.G. yrði svarað við aðra umræðu. Ánægjulegt væri að Alþýðuflokks- menn vildu ekki ganga af bændum dauðum — en nauðsynlegt væri að setja launamarkmið fyir bænda- stétt samhliða ákvörðunum til samdráttar í framleiðslu þeirra. Hér þyrftu til aö koma samræmd- ar aðgerðir. — Umræðu var frestað síðdegis í gær en framhaldsumræður ákveðnar í gærkveldi, kl. 8.30. AIMIKil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.