Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 15
MORGt'NBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 15 Á KLEPPSVEGI 68 hér í borginni var fyrir nokkru efnt til hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfshjörgu. iandssamband fatlaðra. bessir krakkar stóðu fyrir henni og söfnuðu þeir 10.000 krónum. — bau heita Bjarni Viðar Sigurðsson og Sædís Halidórsdóttir. EFNT var til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna að Lynghaga 18. Rvík. — Stóðu fyrir því þessar télpur en þær heita> Sesselja Ilausmann. systir hennar Kata María. bóra Ilermannsdóttir og Ásta Kristjana Sveinsdóttir. FYRIR nokkru efpdu þessir strákar til hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfél. íslands og var hún haldin í Kríuhólum 2. bar söínuðust rúmlega 11.600 krónur. — Strákarnir heitai Óskar Sveinsson og Engilbert Imsland. bESSAR telpur. Elín Gunnarsdóttir og Lára Pétursdóttir. héldu fyrir nokkru hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra of fatlaðra. Söfnuðu þær 10.200 krónum til félagsins. m J ■ Hjálmar R; Bárðarson: Reykköfunar- tæki í skipum í dagblöðum hefur nú nýverið birst um það frétt, að Slysavarna- félag Islands hafi fengið að gjöf reykköfunartæki til kennslu og notkunar, frá framleiðanda og um- boðsmanni tækjanna. Slík gjöf er að sjálfsögðu þökkuð af Slysavarna- félagi Islands, en í fréttinni gætir nokkurs ranghermis sem telja verð- ur rétt að leiðrétta. I fréttinni segir, að reykköfunar- tæki frá þessum aðilum séu nú í notkun um borð í öllum íslenzkum togurum auk flutningaskipa, sam- kvæmt reglugerð Sjávarútvegsráðu- neytisins. Umboðsmanni ætti hins- vegar að vera um það kunnugt, að Siglingamálastofnun ríkisins hefur haft með höndum viðurkenningu þessara tækja, til notkunar í íslenzk- um skipum, o'g að það er samgöngu- ráðherra, sem sett hefur þá reglu- gerð sem um ræðir, samkvæmt tillögum siglingamálastjóra (áður skipaskoðunarstjóra). Ekki er kunn- ugt um að Sjávarútvegsráðuneytið hafi sett neina reglugerð um þetta efni. Þá segir einnig frá því í fréttinni, að það sé m.a. fyrir ábendingar sjóslysanefndar, að reykköfunartæki séu nú í íslenzkum skipum. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að reykköfunartæki voru komin í íslenzk skip, og samkvæmt reglu- gerð, löngu áður en rannsóknarnefnd sjóslysa tók til starfa. Þá segir enn í fréttinni, að á undanförnum árum hafi orðið alvar- leg slys um borð í íslenzkum skipum vegna eldsvoða og reyks og þá orðið umtalsvert fjárhagstjón á dýrum og flóknum búnaöi íslenzkra skipa af þessum sökum. Þetta er því miður satt og rétt, en síðan segir í fréttinni að í mörgum tilfellum bendi líkur til að hægt hefði verið að bjarga mannslífum og verðmætum, ef slík tæki hefðu verið fyrir hendi. Sjálf- sagt er að nota reykköfunartæki í skipum til að reyna að bjarga mannslífum, og þegar aðstæður leyfa til að re.vna að slökkva eld. Miklu þæpnara verður að telja, eins og virðist gefið til kynna í fréttinni, að gera ráð fyrir að menn bjargi verðmætum tækjum úr brennandi skipi, með því að fara inn í reykfyllt rými í skipum búnir reykköfunar- tækjum og fjarlægja tækin. Þessar athugasemdir rýra að sjálfsögðu á engan hátt þann góða hug, sem felst í gjöf þessara tækja til Slysavarnafélags íslands, en fréttin hefði verið jafn góð auglýsing fyrir framleiðendur og umboðsmenn tækjanna, þótt rétt hefði verið skýrt frá staðreyndum málsins. Iljálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri. Óvissa framundan í fjármálunum? Oft skiptast á skin og skúrir ífjármálum fólks. Tekjur og gjöld eru breytileg frámánuðitilmánaðar.Kannski ererfið afborgun framundan, en fjármunir af skornum skammti. Útlitið virðist ekki of bjart. Fyrirhyggja er lausnarorðið í slíkum vanda. Við bendum á IB-lán okkar. Þau byggjast á reglubundnum sparn- aði sem gefur rétt til lántöku. IB-lánin gætu lyft mörgum yfir erfiðan hjalla, en það krefst fyrirhyggju. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankmn Aðalbankiogútibú Gs*BB)ánssonl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.