Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 37 Minning: Stefán Jóhannsson frá Hafnarfirði Fæddur 17. júlí 1917 Dáinn 22. október 1978 Stefán Jóhannsson frá Hafnar- firði lést að heimili sínu-,j Los Angeles hinn 22, október s.l. Eoreldrár Tians voru Jóhann Tómasson og kona hans Margrét Jónsdóttir að Austurgötu 32, Hafnarfirði. Jóhann lést árið 1955 en Margrét á síðastliðnu ári. Systkin Stefáns eru Sigfús, gæslu- maður við barnaskólann í Hafnar- firði, Jón vélgæslumaður hjá Skipaútgerð ríkisins og systurnar Jóhanna, Eva, Anna, Steinunn, Þuríður og Matthildur. Stefán kvæntist árið 1943 Dað- ínu Þórarinsdóttur ættaðri frá ísafirði, hún átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Höllu Guð- mundsdóttur, og tók Stefán hana sem sína eigin dóttur. Ég kynntist Stefáni fyrst er hann hóf störf hjá rafverktakafyr- irtækinu Ekkó í Hafnarfirði árið 1942, en áður hafði hann verið sjómaður, lengst af vélgæslumað- ur á togurum frá Hafnarfirði. Með okkur og fjölskyldum okkar tókust fljótlega góð kynni og áttum við saman margar góðar stundir, bæði við störf og einnig er tími gafst til skemmtana. Fórum við saman í smá ferðir og fjallgöngur>em gott er að minnast síðar. HaJlargiTtist árið 1950, amerísk- um manni, Hal Linker kvikmynda- gerðarmanni og fluttist með hon- um til Bandaríkjanna og settust þau að í Los Angeles. Þetta mun hafa ráðið því að þau Stefán og Daðína fluttust þangað einnig árið 1953. Fyrstu árin í Kaliforníu stund- aði Stefán ýmis störf og var ákveðinn í því að hasla sér völl í nýja landinu. Síðan réðst hann til fyrirtækisins Ampex Corporation og starfaði þar síðustu 15 árin við góðan orðstír sem samviskusamur og dugandi starfsmaður þar til hann veiktist alvarlega í júlímán- uði síðastliðnum. Við hjónin áttum þess kost að heimsækja og dvelja hjá Daðínu og Stefáni í Los Angeles. Þau áttu fallegt heimili og gestrisni þeirra og hlýhugur verður okkur ógleym- anlegur. Heimili þeirra var alís- lenskt og þar var alltaf sagt „heim til íslands". En þó langt sé milli landa gátu þau Stefán og Dadda komið fjórum sinnum til Islands að heimsækja vini og vandamenn. Einnig var þá vitjað kærra staða Jóhanna Jóhannsdótt- ir — Minningarorð Fædd 27. september 1891 Dáin 15. október 1978 Nú er hún amma mín horfin, horfin á vit þeirra sem hún unni og frá þeim sem hún unni hér. Amma hafði nýlokið við að fylla áttugasta og sjöunda aldursár sitt. Hún var kona hávaxin, bar fastan og sterkan svip. Þegar ég man fyrst eftir ömmu var hún farin að bogna í baki enda orðin sjötug. í fullu fjöri var hún samt þar til síðustu mánuðina sem hún lifði. Að vísu farin að tapa minni, en sjón hafði hún fulla og notaði aldrei gleraugu. Jóhanna amma fæddist að Nýja- bæ í Krísuvík. Hún var dóttir vinnukonu og sjómanns. Föður sinn Jóhann Björnsson sá hún aldrei og Gróa Gísladóttir móðir hennar varð að senda hana frá sér. Amma var send í fóstur út á Alftanes. Vistin hefur verið slæm, „sárari en tárum taki“, enda tekin úr fóstrinu af Halldóru ömmu sinni, sem kom henni fyrir hjá ekkjunni Guðrúnu Ilannesdóttur, í bænum Eiðikoti sunnan við Straumsvík. Þar lifði amma sín bestu æskuár og kallaði fóstru sína oft mömmu. Þannig að hennar eigin börn héldu sam- kvæmt því að þau ættu líka að eiga tvær mömmur. Seinna fór Jóhanna í vist eins og títt var um unglingsstúlkur í þá daga. Hún naut þá þess veganestis sem Guðrún fóstra hennar gaf henni. Þeir eiginleikar sem Guðrún rækt- aði hjá Jóhönnu gerðu hana að því sem hún var. Trúrækni hennar var þó sennilega sá þáttur sem átti eftir að fleyta henni í gegnum þá erfiðleika sem hún átti í vændum. Jóhanna amma átti sjö börn, fjóra drengi, þrjár stúlkur, og þrjá drengi missti hún unga. Þeir hétu Guðni, Guðvarður og Sigurbjörn Guðlaugur. Þrátt f.vrir batnandi lífskjör hélt amma áfram að nýta „allt“ eins og hún lærði í æsku. Ég sá ömmu sjaldan verklausa. Hún var listfeng og á kyrrlátu ævi- kveldi gafst henni nægur tími til að sinna þeim verkefnum. Hannyrðir hennar prýða ótal heimili, bæði innan lands og utan og vekja óskipa aðdáun. Þeim verkum voru engin takmörk sett varðandi form og efnisval, en Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. svo sem Þingvalla, Gullfoss og margra annarra. í síðustu ferðinni „heim“ í maí 1977 er ég hræddur um að Stefán hafi ekki gengið heill til skógar, en hann lét lítið á því bera og harkaði af sér. Hann var að eðlisfari dulur og reyndi jafnan að slá á léftari strengi. Hann var góður félagi og mikill harmur er kveðinn að vinum hans og vandamönnum við fráfall hans. Sárastur er þó harmur eftirlif- andi konu hans, dóttur og fjöl- skyldu hennar og viljum við hjónin votta þeim okkar innilegustu samúðar. Blessuð sé minning Stefáns Jóhannssonar. Ríkharður Sigmundsson. sameiginlegt var með því öllu að það var ekki einungis vel unnið heldur og fallegt og smekklegt. Hina hugprúðu konu, sem var gædd velvild og hlýhug til þeirra sem minna máttu sín, sjáum við ekki lengur hér í þessu jarðlífi. Einkunnarorð hennar voru: „Sælla er að gefa en þiggja.“ Ég þakka Jóhönnu ömmu minni þær stundir sem hún gaf mér. Minningarnar seiða fram bros og einstakt tár. Vinum og venslafólki sendi ég samúðarkveðjur. Þó sérstaklega Lilju og Halla sém önnuðust hana af alúð og um- hyggju frá því hún fluttist úr Firðinum inn í Kópavog. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fvrir allt og allt. Guðfinna Halldóra Friðriks- dóttir. Teitur Bogason Brúarfossi — Kveðja Fæddur 2fi. júní 1891. Dáinn 9. október 1978. Teitur Bogason fæddist að Laxárholti, en fluttist að Brúar- fossi á öðru ári með foreldrum sinum, þeim Guðbjörgu Jóhannes- dóttur og Boga Helgasyni, þar sem var hans heimili ætíð upp frá því. Þegar Teitur komst á mann- dómsárin lagði hann stund á ýmiss konar handverk og þá helzt járnsmíði, vatnsvirkjun og pípu- lagnir. Svo og alls konar viðgerðir á hinum óskyldustu hlutum. Er þaö mál manna að eftir að hann hafði farið um þá höndum væru þeir jafngóður ef ekki betri en nýir. Teitur var organisti um nokkurt árabil við Staðarhrauns- kirkju svo og við Kolbeinsstaða- kirkju. Undirritaður kynntist Teiti fyr- ir um 13—14 árum, er ég kom fyrst að Hítará til veiða, en þar hef ég verið viðloðandi á hverju sumri síðan. Teitur kunni góð skil á laxveiði, og þekkti hann Hítará betur en nokkur annar, hvern hyl, hverja holu, hvern þann stað þar sem vænta mátti að lax eða bleikja myndu bíta á krókinn. Urðu því margir til þess að fá leiðbeiningar og góð ráð hjá honum. Eða ef einhver festi bílinn sinn við ána, þá voru hæg heimatökin að fá hjálp hjá Teiti, hann kom umsvifa- laust á Landrovernum sínum og veitti fúslega umbeðna aðstoð. Teitur hafði ríkan skilning á fegurð náttúrunnar, fuglalífi landsins að ógleymclum laxinum, sem áður getur. Hann hafði yndi af tónlist og lék oft á gamla orgelið sitt, sér og öðrum til hugarhægðar. Hann las mikið af bókum, fræðirit og ljóð, var stálminnugur og gleymdi aldrei neinu, sem hann hafði fest sér í minni. Ef hann sá sólskríkju á steini minntist hann gjarnan hendinga Páls Ólafssonar: „Hlær við sínum hjartans vini/ honum Páli Ólafssyni —Nú hlær sólskríkjan ekki lengur við vini sínum, Teiti Bogasyni, og nú hefur fækkað að Brúarfossi. Þar hefur verið höggvið skarð í hóp vina minna og fjölskyldu minnar, er við kveðjum eitt þeirra hógværu, hjartahlýju ljúfmenna, sem vand- fundin eru nú á dögum hraða og krafna. Ég votta Jóhannesi, Soffíu og Boga samúð mína og fjölskyldu minnar og bið Guð að blessa minningu mikils heiðursmanns. Teitur var jarðsettur 14. október frá Akrakirkju. Friðrik Eiríksson. FÆST í BLAÐASÖLUNNl ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI SJÖN ER SÖGU RÍKARI ITT Schaub-Lorenz, vestur-þýsku litsjónvarpstækin eru þekkt fyrir skýra mynd, góöa liti og endingu. Spyrjið þá sem eiga ITT litsjónvarpstæki, þeir eru okkar besta auglýsing. GELLIR hefur verið umboðsaðili fyrir vestur-þýsk ITT tæki í meira en áratug, og hefur reynslu i meðferð þeirra. Tæknimenn okkar, sem eru menntaðir hjá framleiðanda í Vestur-Þýskalandi, sjá um viðgerðar- og stillingaþjónustu. Bræóraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.