Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 5 Ræda skattamál og ríkisumsvif STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efnir í kvöld til umræðufundar um skattamál og ríkisumsvif og verður fundurinn á Hótel Sögu kl. 20=30. Framsöguerindi flytjai Lúðvík Jósepsson alþingismaður. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og Sveinn Jónsson, löggiltur endur- skoðandi. Að framsöguerindunum loknum er gert ráð fyrir að fundarmenn varpi fram fyrirspurnum og segir í frétt frá Stúdentafélagi Reykja- víkur að fyrst og fremst verði leitast við að svara þeim spurning- um hvort skattheimta ríkisins sé eðlileg og sanngjörn og hvort hún komi réttlátlega niður á skattborgurum. Yísitöluráðstefna BSRB hefst í dag FRÆÐSLUNEFND BSRB gengst fyrir vísitöluráðstefnu dagana 2.-4. nóvember næstkomandi og er þátttaka heimil öllu áhuga- fólki innan samtakanna og eru aðrir vclkomnir eftir því sem húsrúm leyfir. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 20 á fimmtudag og ræðir þá Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB spurninguna: Hvað er vísitala? Á föstudag kl. 14 ræðir Hrólfur Ástvaldsson viðskiptafræðingur um vísitölugrundvöll og neyzlu- rannsóknir og Ásmundur Stefáns- son ræðir kl. 16:15 um vísitölu og verðbólgu og verða fyrirspurnir leyfðar að erindunum loknum. Á laugardag fjalla starfshópar um ákveðna þætti vísitölunnar og safnað verður fyrirspurnum íhringborðsumræður sem fram fara eftir hádegi þann dag. Ráðstefnunni lýkur með því að kl. 16 á laugardag gerir hver hópur grein fyrir starfi sínu og almennum umræðum. HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS1978 ti í V '! 1 i. t 'JlIl i i jr’ ^ ! M ú 1 ;;:1 \ \\ \ \feALÁNV'árg«rð ÍS76 Vta ðfta. S'inahlMi 4-ð3t>ittpO^ ' v-3VÁLSvferð tM MáHorkáfyrlK.2 .V\.. .\\. .\\Jsr. x.'ÍWð.OOO;- VÁLS %ð WJbi#,tyrtr-2 V.\. .>X.. Ns 34&;ÁO.ð,- . HEiír DREGIÐ 18. NÓVEM8ER 1978 Upofysír*9a» í &S*aXi Atb Miðtnn ogtkltjí' fré 18. nóv. 1979. Sjálfstæðisflokkurinn er um þetta leyti að hrinda af stokkun- um hausthappdrætti í fjáröflun- arskyni og er verið að ganga frá útsendingu á happdrættismið- um til stuðningsmanna flokks- ins. Vinningar verða að þessu sinni GALÁNT-fólksbifreið og utanlandsferðir til Matlorka og Ibiza. Vinningsverðmæti er kr. 4.710.000- Dregið verður í happdrættinu 18. nóvember n.k. og má því segja, að hér sé um skyndihapp- drætti að ræða. Þar sem timinn er svo skammur er mikils um vert, að þeir sem fá miða heimsenda geri vinsamlegast skil sem allra fyrst og auðveldi þar með skrifstofu happdrættis- ins það mikla starf, sem þar þarf að vinna. Afgreiðsla happdrættisins er í Valhöll. Iláaleitisbraut 1. og síminn er 82900. I bréfi formanns, varafor- manns og framkvæmdastjóra flokksins, sem látið er fylgja til þeirra, sem fá senda miða, segir: „Mikil straumhvörf hafa nú orðið í íslenzkum stjórnmálum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu bæði á vett- vangi landsmála og borgarmála. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu er mikilvægt. Gerðar verða miklar kröfur til flokksins um þróttmikið starf, viðamikla upplýsingamiðlun og frumkvæði í stefnumótun jafn- framt því sem flokkurinn verður að gera landsmönnum ljóst þegar stjórnvöld eru á villigöt- um. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að endurskipuleggja starf sitt til að geta hafið gagnsókn í íslenzk- um stjórnmálum. En vegna tvennra kostnaðarsamra kosn- inga á þessu ári á flokkurinn við fjárhagsörðugleika að etja, sem kunna að há honum í því starfi, sem framundan er. Sjálfstæðis- flokkurinn heitir því á alla, sem vilja styðja flokkinn til góðra verka, að taka höndum saman um það, að fjáröflun þessi megi bera sem beztan árangur.“ Símag jöld hafa hækkað um 70% á árinu segir formaður gjaldskrárnefndarinnar MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Guðmundar Ágústsson- ar íormanns gjaldskrárnefnd- ar og innti eítir þeim rökum. sem nefndin byggði á þær tillögur sínar að skorin skyldi niður hækkunarbciðni Pósts og síma úr 45% í 12%. Auk Guðmundar eiga sæti í nelnd- inni Finnur Torfi Steíánsson <)g Gísli Árnason. Guðmundur Ágústsson svaraði eftirfarandii „Þarna var reynt að koma til móts við kostnaðarauka hjá Pósti og síma, sem orðið hefur frá því að síðasta hækkun varð á gjaldskrá stofnunarinnar og verður út þetta ár. Nefndin sá sér ekki fært að leggja til hærri tillögu með hliðsjón af því, að símagjöld í Reykjavík hafa þegar hækkað um 70% á þessu ári. Einnig ber að hafa það í huga, að nefndinni er uppálagt með hliðsjón af stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að gæta sér- staklega aðhalds við hækkun á gjaldskrám fyrir opinbera þjón- ustu. Verðlagsmál Pósts og síma verða skoðuð nánar seinna og þá einnig í sambandi við fjárlaga- frumvarpið enda koma mál Pósts og síma þar inn í.“ Gerhardsen segir frá æsku sinni Reykjavíkurdeild Norræna félagsins er nú að hefja vetrar- starfsemi sína. Fyrsta verkefni deildarinnar er, að efnt verður til samkomu í Norræna húsinu sunnudaginn 5. nóvember kl. 20.30. Þar mun Einar Gerhardsen fv. forsætisráðherra Noregs verða gestur deildarinnar og segja endurminningar frá æsku- og bernsku sinni. Þá mun Ólöf Harðardóttir syngja íslensk og norsk lög við undirleik Kristínar Cortes. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þá er hugmyndin síðar í þessum mánuði eða í byrjun desember að efna til kynningarfundar þar sem norrænir sjóðir verða kynntir og möguleikar á styrkveitingum úr þeim. Síðar í vetur er ætlunin að efna til nýs kynningarfundar og kynna þá möguleika skólafólks til náms á Norðurlöndum. Þá má geta þess að Reykjavíkur- deildin hefur mikinn áhuga á að efna til nánari samskipta Reykja- víkur við hinar höfuðborgir Norðurlanda, en Reykjavík hefur Einar Gerhardsen verið nokkuð afskipt í því sam- starfi. Höfuðborgirnar mynda sérstaka vinabæjarkeðju. Núveerandi formaður Reykja- víkurdeildar Norræna félagsins er Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. Nýja saumavélin, sem gerir alla saumavinnu auðveldari en áður: NECCHI NECCHI SlLTJia saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga. Með NECCHI SILLÍO saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum teygjuefnum til þykkra gallabuxnaefna. NECCHI SILTJia saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir- komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast. NECCHI SILOia saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem ncest fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafnvel mjög þykk efni á litlum hraða. NECCHI SILOia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því sérlega létt í meðferð og flutningi. Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi NECCHI saumavéla. •>v55;? H H NECCHI SILTJIO saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald. Útsölustaðir víða um land. r Einkaumboð á Islandi: FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 Þekkina teynsla Þjonust. Sendum bæklinga, ef óskað er VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ AI GLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LYSIR I MORGINBLAÐINL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.