Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Mannoa J. Matthíasdóttiri ILEGARA PÆLT EN KÝLT. SkáldsaKa. Almonna hókalólajfió 1978. í tólfta kafla Hægara pælt en kýlt er fjallað um eiturlyfjasölu, hassvið- skipti. Kaflinn er innskot í því skyni að fræða lesandann um þann heim Og æskan svælir sitt hass og starir sýrðum augum á dansana og söngvana á meðan pússjerar þeirra tíma selja eitthvert ennþá óupp- fundiö, óupphugsað efni og labba ábúðarmiklir milli staða“. Hægara pælt en kýlt er saga sem gerist i senn í ævintýraveröld og meðal ungs stórborgarafólks sem lifir kommúnulífi. I þessu sambýli gegna áfengi og eiturlyf veigamiklu hlutverki; þetta er fólk sem stendur utan við þann raunveruleik sem flestir verða að sætta sig við. Sumir myndu eflaust halda að það sem einkenndi kommúnulífið væri eymd og volæði. En svo er ekki í sögu Magneu J. Matthíasdóttur. Allir skemmta sér vel, njóta lífsins út í æsar. Þegar peninga þrýtur er gripið til þeirra ráða að hafa náungann að Ævintýriogveruleiki í nýstárlegri skáldsögu sem sagan gerist í. Meðal annars stendur: „Eftir 10 ár, 20 ár, 100 ár gera menn „Gatsby the Great" glansmyndir um hið ljúfa tímabil þegar hassið var bannað og pabbi, afi, langafi voru hasssalar í hinni stóru borg við sundin. Breiðtjalds- myndir, sjálfsagt 3-D, með brotum úr einkalífi fléttuðum inní söluna, kryddað með hnífamönnum og byssumönnum og nokkrum morðum. ginningarfífli eða stunda hasssölu. Út úr þessum heimi virðist samt ekki undankomuleið. Hversdagslífið býður ekki upp á neina lausn. Sá sem einu sinni er orðinn fastur í neti eitursins sleppur ekki. Magnea J. Matthíasdóttir hefur ekki samið neina móralska sögu með Hægara pælt en kýlt. Þeir fáu kaflar bókarinnar þar sem eru eins konar ábendingar til lesandans teljast ekki til þess sem er styrkur höfundar. Frásagnargleðin sem er til dæmis ríkjandi í ævintýrunum er kostur sögunnar. Bókin er prýðilega skrif- uð. Lýsingar á kommúnulífinu eru sannferðugar. Það má eflaust deila um það hvort ævintýri og veruleiki eigi samleið innan marka sögunnar, hvort ekki verði skil milli hins raunsæja frásagnarmáta og ljóð- rænu ævintýrsins. Mér virðist þetta Magnea J. Matthíasdóttir aftur á móti hafa tekist. Þegar sýran fer að verka á kommúnufólkið er það skyndilega statt í ævintýrinu sem öðru hverju er látið rjúfa gang sögunnar. Þessi aðferð höfundar er snjöll. Sagan endar á mörkum veruleika og draums líkt og hún byrjaði. Engu að síður getur athugull lesandi ráðið framvindu hennar. Vítahringurinn heldur áfram. Engin leið liggur til baka fyrir prinsessu sögunnar eða aðrar persónur. Samræður eru nýstárlegar. Málfar er með þeim hætti að höfundur hefuí séð sig tilneyddan að birtá aftast í bókinni Orðasáfn að engu leyti tæmandi (6 bls.). Eg er að vísu ekki dómbær á það hvernig ungt fólk af því tagi sem lýst er í bókinni talar saman. Óneitanlega er það skoplegt að heyra ástarjátningu á borð við þessa: „Ég þrælfíla þig.“ Hugsanlega er of mikið gert úr slangi í sögunni, samanber tal þeirra Leifs og Óla. En að því hlýtur að koma að fólk tali saman í sögum öðruvísi en það kunni Kviður Hómers í íslenskri þýðingu utanað. Þetta er fyrsta skáldsaga Magneu J. Matthíasdóttur. Með það í huga er hér á ferð athyglisverð bók skrifuð af kunnáttu. Að henni mætti að sjálfsögðu ýmislegt finna. En það sem vel er gert hefur vinninginn. Þess vegna er ástæða til að fagna hér nýjum höfundi. Síðast en ekki síst er þeim sem hafa gaman af skáldsögum ráðlagt að lesa bókina sér til ánægju eða hneykslunar eftir innræti hvers og eins. Veitinga- menn óánægð- ir með sölu- skattsmál AÐALFUNDUR Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda var nýlega haidinn og kom á fundin- um m.a. fram. að mikil óánægja rfkir með að viðskiptamenn matsöluhúsa „skuli einir neyt- enda þurfa að greiða söluskatt af mat“, eins og segir í frétt fpá, • SVG og samþykkti fundurinn áskorun til . íjármálaráðherra þess- cfnis, að samræmd yrði söluskattsinnheimta af þeim, er neyta matar í heimahúsum eða mötuneytum. og hinum, sem skipta við matsöluhús. Stjórn sambandsins var öll endurkjörin og eiga sæti í henni Bjarni I. Árnason formaður, Einar Olgeirsson, Emil Guðmundsson, Jón Hjaltason, Skúli Þorvaldsson, Steinunn Haf- stað og Tómas Guðnason. í frétt frá SVG segir m.a., að veitingamenn hafi um árabil knúið á um frjálslegri skemmtanalöggjöf og almennt rýmri ramma til reksturs sinna fyrirtækja og „þrátt fyrir að flest þau atriði sem veitingamenn hafa beðið um lagfæringu á kosti ríkiskassann hvorki fjárútlát né tekjumissi hefur engu fengizt um þokað. Virðist eina skýringin á tregðu þeirri, sem ræður gangi málsins, vera algjört áhugaleysi yfirvalda," segir orðrétt í frétt SVG. I.jósm. Mbl.i I'úrlrifur Olaísson. ÆélagsheimiUjafnnauðsyrdeg og skólar íhverjum kaupstað” Seyðisfjörður „Ég hef húið á nokkrum stiiðum á landinu. en til Seyðis- fjarðar kom ég um s.l. áramót. þá frá Selfossi. en áður hafði ég búið í Reykjavík og þar áður á Akranesi. þar sem ég er fæddur og uppalinn. Ég hef kunnað ákaflega vel við mig á Seyðis- firði. enda er mjiig gott að búa hér. „Sá sem þetta mælir. er Guðmundur R. Lúðvíksson framkvæmdastjóri félags- heimilisins Ilerðubreiðar á Seyðisfirði og eina hótelsins á staðnum. Guðmundur tók við þessum rekstri ásamt eigin- konu sinni Oddnýju strax og þau komu austur. Guðmundur var fyrst spurður hvort ekki væri sama sagan upp á teningnum á Seyðisfirði og víðast hvar annars staðar úti á landi. að erfitt væri að standa í hótelrekstri. „Það er víst óhætt að segja að það er ærið þröngur „bisnes“ að reka hótel úti á landsbyggðinni. Yfirleitt er mjög rólegt yfir veturinn, nema á meðan háloðnuvertíðin er, en síðan glaðnar heldur yfir á sumrin. Reksturinn hefur alls ekki gengið nógu vel þetta árið, ekki hvað sízt eru það útlendingar sem hafa dregið úr korrlum sínunr á íslenzk hótel. Þá er það orðið svo, að útlendingar eru skíthræddir við að heimsækja ísland af ótta við að verða hér innlyksa vegna verkfalla. Þá eru margir hræddir við vegakerfið hér, a.m.k. þeirútlendingar sem ég hef komist í kynni við. p]g hef sjáifur skoðað vegi úti i Noregi og þar eru aðstæður til vegagerðar ekki síður erfiðar en á íslandi, nema síður væri.“ Hafa ferðamenn sem koma með Srnvrli aldrei viðkomu hér á hótelinu? ;,F’ólkið sem kemur með Smyrli fer héðan beint út á land, en það stefnir að því að vera komið hingað á ný á föstudegi eða laugardagsmorgni, áður en Smyrill fer út. Það er oft rætt um að Smyrill eigi að koma að landi fyrir sunnan, en sjálfur er ég þar algjörlega á öndverðum meiði. Ef Smyrili færi eingöngu að hafa viðkomu á Suðurlandi, þýddi það einfaldlega að ferða- fólk sem kæmi með skipinu skoðaði aðeins Gullfoss, Geysi, Reykjavík og Þingvelli og ef til vill einhverja fleiri staði á Suður- og Sv-landi. Af viðræðum mínum við þá ferða- menn sem hingað koma með Smyrli, hefur komið í Ijós, að þeir stefna allir á að koma við í Reykjavík, og fara þeir annaðhvort norður- eða suður- leiðina. Þegar þeir koma til Reykjavíkur, þá hafa þeir farið helming hringvegarins og því fara þeir hinn hluta hringsins í bakaleiðinni. Þetta þýðir að fólkið kynnist meirihluta lands- ins og með þessu móti næst viss jöfnun í ferðamannastraumn- um. Ef Smyrill hættir að hafa viðkomu hér fyrir austan eyði- leggst þessi þáttur ferða- mennskunnar." — Ef við snúum okkur að rekstri félagsheimilisins, hvernig gengur hann? „Það er ákaflega erfitt að reka félagsheimili svo vel sé víðast hvar á landinu. Á hverjum stað er það ákveðinn prósentuhluti sem sækir skemmtistaði og það verður eðlilega alltaf erfitt að reka félagsheimili í bæjum landsins. Ég vil engu að síður taka mér í munn orð annars manns, sem sagði að félags- heimili væru jafn nauðsynleg í hverju bæjarfélagi og skólar, og það er hverju orði sannara. Hins Guðmundur R. Lúðvíks- son íyrir framan hótelið á Seyðisfirði. vegar er kostnaðurinn orðinn svo gífurlegur að það er erfitt að halda þessu gangandi.“ — Hefur þú hugsað þér að vera á Seyðisfirði eitthvað til frambúðar? „Ég ætla mér að vera hér eitthvað áfram, en annars veit maður aldrei hvað verður. Það liggur geysileg vinna á bak við svona rekstur og maður getur aldrei verið eins og venjulegt fólk, — er að vinna þegar aðrir eru í fríi. Annars er það svo, að hér á Seyðisfirði er alltof mikil vinna, en sem betur fer er staðurinn á hraðri uppleið. Þá er oft gaman að sinna þessu starfi yfir sumartímann. Þá er dálítið „rennerí" ferða- manna gegnum bæinn. Þeir koma hingað til að staldra aðeins við. Seyðisfjörður er líka forvitnilegur bær og hér er hægt að sjá tímana tvenna, aldamóta- og nútímabæinn.“ — Nú er hótelið hér orðið u.þ.b. aldargamalt, er ekki erfitt að halda uppi hótelrekstri í því? „Það getur hver maður ímyndað sér að það er ekki létt verk að reka hótel í rétt um 100 ára gömlu húsi, sem lítið hefur verið gert við, og raunar er það illmögulegt. Við vonum að sjálf- sögðu að einhver fyrirgreiðsla fáist til að bæta aðstöðuna, en óvíst er hvernig það gengur, en annars er hótelaðstaða sem þessi svipuð víða annars staðar á landinu." — En að lokum. Nota hin ýmsu félagasamtök hér á Seyðisfirði sér eitthvað hótelið og félagsheimilið? „Félagasamtökin nota hótelið töluvert, en annars er hótelið í það minnsta fyrir starfsemi félaga og það ber brýna nauðsyn til, að koma upp aðstöðu fyrir félagasamtökin í Herðubreið. Það hefur gleymst að koma upp félagsaðstöðu í þessu húsi eins og í fleiri félagsheimilum. Það virðast fæstir hugsa út í það að þegar verið er að byggja félags- heimili, þarf að byggja upp fyrir þarfir samfélagsins og síðan á að halda áfram að b.vggja utan um þær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.