Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Sigurður Antonsson: Lönfíum hefur fréttatími Sjón- varps verið það efni sem, hlustendur ok sjáendur vildu síst án vera úr dagskrá Sjónvarps. Sat;t er að í Bandaríkjunum romsi þulirnir fréttunum út úr sér á þrem mínútum. Á Norður- löndunum ok Þýzkalandi 5—15 mínútum. En hér sjáum við allt milli himins ojí jarðár á hálftíma. Annar hver fiskimaður hefur fenuið viðtal svo ojí bæjarstjórar úr um landsb.víítíðina, síðan Sjónvarpið tók til starfa. For.vstumenn verkalýðsfélafía og kröfufíerðarhópa, eru Of; tíðir viðmælendur í fréttatíma Ríkis- sjónvarps. En hvað er eðlileí'ra í landi þar sem svo mikið byfífíist á sjósókn of; aflabrögðum, víðsvegar krinnum landið. Fréttamenn Sjónvarps vita að fiskur of; aflabrögð eru undirstaða velmefíunar Of; sýna jafnan hversu miklu sé von á í sameifjinlefían eyðslukassa. Síðan er farið á önnur mið of< haft samband við forvstumenn hópa, sem h.vfígja á auknar f;reiðsiur úr kassanum. Venjulega hafa þeir þá „drefíist aftur úr“ öðrum kröfugerðarhóp- um eða ríkisstjórnin hefur skert meira laun þeirra en hinna. Fiskað er eftir lanfílundarneði viðkomandi hóps oj; í lokin klykkt út með að hann hafi verið seinn til vandræða, en óvíst hve lenf;i sú staða vari ef tyaldkerar kassans opni hann ekki eilítið betur. Eyöslugeta Áður fyrr höfðu menn það meir á tilfinninf;unni, hversu miklu mætti eyða. Gott sumar boðaði einfaldlega meira feitmeti, mikill heyfenfíur vænlegri vetur. Öll veraldlef; auðæfi fóru í gef;num hendur manna eða voru áþreifan- leg. Menn fyörþekktu e.vðsluf;etu sína og að fara vel með eigur sínar eða afrakstur erfiðis síns kom af sjálfu sér. Nú fáum við upplýsinf;ar um væntanlega eyðslumöguleika í fíegnum Ríkissjónvarp, sem og aðra fjölmiðla. Fréttnæmi starfs- manna er að þessu leyti frábært, enda margur fréttamaðurinn til- vonandi þinf;mannsefni éins Of; dæmin sanna. Hinsvef;ar er sjaldan spurt um álit þeirra, sem eiga að borga nýjar kröfuf;erðir. Marf;ir þeirra eru hvort eð er ekki í félaf;i og hafa engan formann. Hvar eru félög sparifjár- eigenda, skattgreiðenda, tollgreið- enda, gamalmenna, ungra barna og ófæddra borgara, sem aldrei eru spurðir ráða. Einstöku ráðuneytisstjóri eða ráðherra segir meiningu sína og spyr hver endanlega borgi brúsann og hvað komi fjölmiðlum til að draga ávallt taum kröfugerðar- manna. Aldrei er spurt um hvað þetta eða hitt kosti skattborgara. Hr. ritstjóri! Vegna greinar Ellerts Schram í Morgunbl'aðinu í dag, 1. nóvember, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingfararkaup, óskast eftirfarandi tekið fram: 1. Þingfararkaupsnefnd Alþingis, sem ekki verður beinlínis sagt um að starfað hafi fyrir opnum tjöldum, hafði vart verið kosin en hún kom saman til fundar. Voru þar lagðar fram tillögur um hækkanir á hliðar- greiðslum til þingmanna, en um slíkar greiðslur fjallar nefndin. Fulltrúar Alþýðuflokksins í nefnd- inni skýrðu þingflokki frá þessum Jafnvel undrast menn eftir á að útgjöld hækki þegar öllu hefur verið dembt á ríkið, og æ færri verða til áð veita aðhald í meðferð fjármuna. Verðbólgan er höfuðóvinur íslenzka þjóðfélagsins í dag. Flest- ir vita að hún stafar af óraunhæf- um kröfum og meiri eyðslu en möguleg er á hverjum tíma. Samt sem áður halda flestir áfram uppteknum háttum og síðastliðinn laugardag mátti heyra í Sjónvarp- inu ekki minna en um þrjá óánægða hópa, sem allir hygðust grípa til viðeigandi aðgerða. Á sama tíma hyggja fjölmargir skattgreiðendur á minni afköst og sumir hátekjumenn eru fyrir löngu farnir að taka sér frí mikinn hluta úr ári, samanber skip- stjórnarmenn sem margir vilja meina að síst megi án vera við verðmætasköpunina. Steinsteypubankastjórar Sparifjáreigendur leggja æ minna fé í banka vegna óraun- hæfra vaxta eða ríkisskuldabréf eru keypt í staðinn. Fasteignasalar eru komnir í stað bankastjóra, þar sem æ meira sparifé fer í steinsteypu. Húsaleiga fer hækk- andi og er það þó ein góð afleiðing. Þeim fer fjölgandi steinsteypu byggingunum, sem standa auðar uppi, vegna þess að leigjandi fyrirfinnst ekki. Eigendur þessa ónotaða atvinnuhúsnæðis verða samt sem áður að greiða eignar- skatt, viðbótareignarskatt, fast- eignaskatt''og lóðarleigu, þrátt f.vrir að enginn arður sé af eigninni. Gæti nokkur hugsað sér að ríkið færi nú að styðja við bakið á þessum skattgreiðendum sínum og borga þeim lágmarks húsaleigu fyrir auðu fermetrana. Varla í dag. Ef þeir stofnuðu nú með sér félag og sýndu fram á það í fjölmiðlum að einnig þeir væru ómissandi í þjóðfélagskeðjunni. Þeir gætu borið því við, að hættu þeir að byggja skapaðist atvinnu- leysi hjá fjölda manna í verzlun og b.vggingariðnaði. Atvinnuleysi þýddi auknar atvinnuleysisbætur og minni tekjur fyrir ríki og bæ. Allt yrði þetta þá raunverulegra og engu ólíkindalegra en hjá öðrum hópum, sem fá styrki og uppbætur á sína framleiðslu úr ríkissjóði. tillögum, og var það álit þingmanna að svo mjög sem þessi mál hafa verið gagnrýnd að undanförnu væri ófært að Alþýðuflokkurinn stæði að leyni- legum hækkunum af þessu tagi. Var fulltrúum Alþýðuflokksins í nefnd- inni falið að kynna þessa afstöðu meirihluta þingflokksins, en gera jafnframt grein fyrir því, að nokkrir þingmenn flokksins myndu endur- flytja frumvarp, sem Gylfi Þ. Gíslason hefði verið fyrsti flutnings- maður að og flutti í fyrra ásamt Ellert B. Schram. Kemur þar fram stefna þingflokksins að því er tekur til launamála þingmanna. Leikið á verðbólguna Verðmætamat brenglast allt í verðbólgu og ríkisumsjóa. Allir, sem kaupa eitthvað með afborgun- um eða jafnvel kjöt til fleiri mátíða en þeirrar næstu, eru orðnir verðbólgubraskarar. Talað er um að menn spili á verðbólguna, þótt vitað sé að íslendingar hafa verið verðbólguspilafífl allt frá stofnun lýðveldisins. Jafnvel ríkið er farið að „leika“ á verðbólguna. Með því að leyfa hæfilegt gengissig, hækka allar innfluttar vörur og skapa auknar tolltekjur. „Hæfileg umboðslaun" erlendis auka einnig tolltekjur ríkisins. Skapa aukna fjármagns- þörf hjá innflutningsfyrirtækjum og hjálpa til að viðhalda óraun- hæfri álagningarprósentu á ýmsar innfluttar vörur. Bæjar- og sveitarfélögin hafa ekki getað hækkað tekjuliði sína í takt við aukna verðbólgu. Utsvörin eru að hluta innheimt ári síðar en þau eru lögð á og 3% dráttarvextir á mánuði halda engan veginn í við 50% verðbólgu. Framkvæmdir eru ogéftir því. Á meðan stóri bróðir, ríkið, heldur óbreyttri fram- kvæmdagleði, verður litli bróðir að halda að sér höndum. Verðbólgubálið I Bretlandi setti forsætisráð- herrann, Callaghan, hnefann í borðið og hótaði bölvun þeim fyrirtækjum, sem hækkuðu laun um meira en 10% árið 1977. Slökkviliðsmenn komust heldur ekki upp með neinar refjar, þegar þeir gerðu verkfall. Englendingar hugsuðu sem svo að betra væri að fórna eigum og jafnvel mannslíf- um í eldsvoða heldur en að búa við afleiðingar verðbólgubáls. 2. í greinargerð með frumvarpinu er það kyrfilega tekið fram, að hér sé endurflutt frumvarp Gylfa Þ. Gísla- sonar og Ellerts B. Schram. Eru þeir því höfundar lagafrumvarpsins að réttu. 3. Greinargerð með frumvarpinu er hins vegar mjög breytt og færð til samræmis við þá gagnrýni, sem einstakir frambjóðendur fyrir kosn- ingar í vor héldu á lofti um launakjör þingmanna. Um þetta verða væntanlega umræður, þegar frumvarpið verður tekið fyrir. í greinargerðinni er vikið að því að sjálf launakjörin hafi vart haldið í Hvað skeði? Meirihluti kjósenda stóð með Callaghan. Staða pundsins stór- batnaði á alþjóðamarkaði. Callaghan hefur og sagt að hann fálli og standi með þessum sjónar- miðum sínum. Hámark launa- hækkana takmarkast nú við 5% . Á Islandi hafa flestar kaupkröf- ur verið samþykktar, enda þótt þær hafi kostað 50%, verðbólgu á ársgrundvelli. Vinnuveiténdur hafa talað um nauðungarsamn- inga og afarkosti en skrifa undir samt. Hingað til hefur það verið talið fyrirhafnarminnst, þar sem stjórnmálamennirnir lagfærðu allt með gengisfellingu eftir á. Að lýðræðið skuli geta boðið upp á slíkar nauðungarundirskriftir, er eitt útaf fyrir sig ærið um- hugsunarefni og að ekki skuli verr fara. Gott og vel ef aðstandendur lýðræðisins tækju út þroska og lærðu af reynslunni, en því er tæpast að heilsa, þar sem sama saga hefur endurtekið sig allt frá stríðslokum. Samþykkt júnísamninganna 1977 og samningar ríkis- og bæjarstarfsmanna, sem fylgdu í kjölfarið urðu raunverulega til að skapa stórt fylgistap hjá fyrrver- andi stjórnarflokkum í kosningun- um í sumar. Oraunsæ afar- kosta-undirskrift kjarasamninga hefur þannig óbeint veikt stöðu lýðræðisins og orðið þess valdandi að nú er komin til valda ríkis- stjórn skattheimtunnar með sósíalískar úrlausnir á öllum fingrum. Aukin ríkisumsvif eru nú rétt- lætt með því hversu illa tókst til í f.vrra með tekjuskiptinguna hjá aðilum vinnumarkaðarins. Hringrás kröfugerðanna Og enn eru ekki öll kurl komin til grafar, enn knýja stéttarfélög á um úrbætur í launamálum, sem eiga rætur að rekja til kjarasamn- inga ríkisstarfsmanna. Skrúfan heldur áfram og vindur upp á sig. Stjórnmálamaðurinn, sem oft á tíðum er alþingismaður og for- ystumaður í verkalýðsfélagi, verð- ur að gera miklar kröfur. Það er hans lifibrauð. Hann lofar um- bjóðanda sínum aukinni verald- legri velsæld fyrir minni vinnu, sem sótt skal til atvinnurekandans við fyrsta tækifæri. Atvinnurekandi, sem vill ná árangri, verður síðan að gera auknar kröfur til sjálfs sín, en einnig til starfsfólksins, sem hefir verið svo lánsamt að eiga að þennan harðduglega verkalýðs- Vilmundur Gylfason við verðbólgu síðari ára. Við umræðu á væntanlega eftir ao koma fram, að þingmenn hafa bætt sér þetta upp með öðrum hætti, nefnilega í gegn- um svokallaða þingfararkaupsnefnd, sem fjallar um hliðargreiðslurnar margfrægu. Sumar þeirra eru auð- mann er ekki lætur sitja við orðin tóm. Hvað fá svo menn í sinn hlut, 40—60% verðbólgu sem eyðileggur allt verðmætamat en aðeins 3—4% aukningu kgupmáttar, aðallega vegna aukinnar tækni. Ennfremur streitu vegna aukins hraða véla og handa. Þeir, sem ekki þola álagið fá sjúkrahúsvist og heilsuleysi, um óákveðinn tíma, nokkrir ná sér aldrei aftur á strik. Forystumaður verkalýðsfélagsins fær líka allt þetta og meira til, áframhaldandi vinnu við aukna kröfugerð þar sem verðbólgan og enn meiri kröfur keppinautanna átu upp seinustu kjarabót, þótt ekki sé talað um kjarabótakjötið, sem hvarf eins og dögg fyrir sólu. Verkefni hans verða því ærin, en óneitanlega minna starfshættir hans á Bakkabræður. Hefur hinn almenni meðlimur í verkalýðsfé- lagi eða stjórnmálaflokki óskað eftir þessum kjarabótasirkus? Eflaust jákvæðu hliðunum, ef þær eru þá nokkrar. Sýndargæða, sem ekki skapa honum aukna hamingju og eru jafnvel tekin aftur með hinni hendinni, hefur hann varla óskað sér. Hefði hinn sami launþegi getað haft jákvæðari áhrif á gang mála með því að mæta betur á fundum? Kjósa hreinlega í meirihluta kosningum félagsmanna um ábyrgar aðgerðir verkalýðsfélags- ins. Svari hver fyrir sig. Fundarsókn hjá verkalýðs- og stjórnmálafélögunum, hefur verið í lágmarki. Stefnumótandi mál eru ráðin af fámennum hópi kröfu- hörðustu atvinnumanna innan launþegasamtakanna eða í stjórn- arklíkunum hjá flokkunum. Lýð- ræðið, sem við búum við, byggist á að meirihlutinn fái ráðið mestu um gang mála, það er aftur á móti óvirkt á margan hátt vegna þátttökuleysis fjölda félagsmanna. Rómverskur heimspekingur sagði að þjóðir fengju þau stjórnvöld, sem þar ættu skilið. Stjórnmála- og efnahagsástand- ið endurspeglar getu og stjórn- málaþroska þegnanna. Almenn og mikil einkaneysla alls þorra manna ber vitni um auðlegð hins nýríka lýðveldis. En lítil reisn er yfir stjórnarstofnunum og stærri framleiðslufyrirtækjunum. Margir borgarar hafa fundið afskiptaleysi sínu af stjórnmálum þá afsökun að stjórnmál væru óaðlaðandi, siðspillandi og þess vegna ekki nálægt þeim komandi. Um leið hafa þeir hinir sömu kvartað undan getuleysi réttkjör- inna stjórnmálamanna við að leysa vandamál líðandi stundar. Stjórnarskráin er í endurskoð- un. Tilvalið baráttumál fyrir lýðræðissinnaða stjórnmálaflokka er að sameina kjósendur sína í þeirri viðleitni að endurbæta stjórnarskrána, þannig að hægt verði að stjórna landinu í framtíð- inni. Koma þannig í veg fyrir að vinstri öflin, með tilheyrandi allsherjarríkisforsjá og skerðingu á mannréttindum, fái fest rætur í því öngþveiti sem nú ríkir vegna óðaverðbólgu. Sigurður Antonsson. vitað fullkomlega eðlilegar, aðrar orka mjög tvímælis, svo sem kunn- ugt er. Helzta gagnrýnisefnið hefur verið, að Alþingi hefur ekki séð sér fært að fara að skattalögum með því að gefa þessar hliðartekjur upp til skatts. Ættu Pétur eða Páll í hlut hétu þetta skattsvik. Um þetta fjölluðu Gylfi og Ellert ekki í greinargerð, en um þetta fjöllum við Eiður Guðnason í greinargerð með frumvarpinu. Þá hefur verið gagn- rýnd sú leynd, sem umlukið hefur téð laun. í greinargerð er um það fjallað, að Kjaradómur ætti á hverjum tíma að veita borgurum allar upplýsingar, sem þeir kynnu að óska um bein og óbein laun þingmanna og önnur hlunnindi. Þá er um það fjallað, að það se vafasöm regla að laun þingmanna bætist við laun ráðherra, svo sem nú er. Þó frumvarp þeirra Gylfa og Ellerts sé flutt óbreytt, og þess kyrfilega getið, má búast við að það taki nokkrum breytingum í meðferð nefndar, meðal annars vegna þessara ábendinga. Er þess að minnsta kosti fastlega vænzt. Virðingarfyllst, Vilmundur Gylfason. Kröfugerd og lýðræðið Vilmundur Gylfason: Athugasemd um þingfararkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.