Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Tillögur FSN: Frumkvœöi heimaaðila að iðnþróun Iðnpróunarfélög með aðild sveitarfélaga Eitt aðalmál 20. fjórðungs- þings Norðlendinga, sem háð var að Blönduósi 29.—31. októ- ber sl., var iðnþróun í lands- fjórðungnum. Gerði þingið ályktun um iðnþróunaráætlun, sem vinna á í nánu samstarfi við heimaaðila, sem og fjár- magnsöflun til að hrinda hag- nýtum hugmyndum í fram- kvæmd. I ályktun þingsins er lögö áherzla á frumkvæði heimamanna og eru sveitarfé- lög hvött til þátttöku í stofnun iðnþróunarfélaga, er vinni að athugun á tiltækum iðnaðar- tækifærum. Iðnþróunarnefnd er falið að boða til fundar með fulltrúum frá þeim sveitarfé- lögum, sem áhuga hafa á stofnun slíkra undirbúningsfé- laga. I ál.vktun þingsins um iðn- aðarmál er lýst stuðningi við hugmyndir um jöfnunarverð á raforku og skorað á Rafmagns- veitur ríkisins að flýta sem kostur er tengingu Skeiðsfoss- virkjunar í Siglufirði við aðra hluta raforkukerfis Norður- lands, annað tveggja með teng- ingu við Skagafjörð eða um Ólafsfjörð til Dalvíkur. Staðgreiðsla opinberra gjalda Fjórðungsþing fagnar frum- varpi um staðgreiðslu opin- berra gjalda, en staðgreiðsla tryggir sveitarfélögum tekjur í samræmi við verðlag á hverjum tíma. Þingið leggur áherzlu á innheimtufyrirkomulag, er tryggi sveitarfélögum þeirra hlut í skattheimtunni, þannig að greiðslur berist þeim ekki sjaldnar en vikulega. Inn- heimtufé verði lagt inn á sérstaka reikninga í viðskipta- bönkum í hverju gjaldheimtu- héraði. Fasteignamat sem gjaldstofn Fjórðungsþingið taldi fast- eignamat í núverandi mynd ekki ákjósanlegan grundvöll að ákvörðun fasteignagjalda. Mik- ið ósamræmi sé milli matsupp- hæða eftir landshlutum. Eðli- legra sé að fasteignagjöld miðist við veitta þjónustu sveitarfélaga og séu í samræmi við hana. Þar geti stærð húss ráðið meiru en verðmæti. Jöfnunarsjóður FSN taldi nauðsynlegt að endurskoða Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga. Úthlutunarreglum þurfi að breyta þann veg, að hlutverk sjóðsins verði að stuðla að auknu tekjujafnvægi þeirra sveitarfélaga sem ekki ná meðalálagningartekjum eft- ir að hafa nýtt tekjustofna sína eins og lög leyfa. SímaÞjónusta Þingið gerði ályktun um að skrefafjöldi, sem innifalinn er í afnotagjaldi verði aukinn á minni stöðum og teljaraskref á milli stöðva innan sama svæðis lengd. — Stytztu teljaraskref verði lengd. Tekin verði upp tímamæling símtals innan svæðis hverrar stöðvar. — I gögnum sem fram komu á þinginu kemur í ljós að síma- kostnaður fólks er þeim mun hærri sem heimabyggð er minni og þjónusta lakari. Hér að framan hafa verið raktir efnisþræðir úr fáeinum af fjölmörgum ályktunum þingsins. Loftur Jónsson: / Oskabam — dekurbarn í viðtalsgrein við Óttarr Möller í blaðinu 27. þ.m. segir forstjóri Eimskipafélagsins: „Fullyrt hefur verið, að Eim- skipafélagið sé einokunarfyrjr- tæki. Aður en gefin eru svör við fyrri lið fullyrðingarinnar, verður að minnast þess, að einokun er óskorðaður réttur til að fyrirmuna öðrum að koma til samkeppni í þeirri atvinnugrein, sem um er rætt hverju sinni. Því spyr ég, hvenær hefur Eim- skipafélagi íslands verið veittur sá réttur? — Aldrei." — Þar sem hér er ákveðið spurt, Óttarr, og jafnframt ákveðið svarað, hlýt ég að minna þig á veturinn 1967, þegar þú sást ofsjónum yfir bílainn- flutningi fyrirtækis míns, Jón Loftsson hf., o.fl., með bíla- skipum beint frá framleiðslu- stöðvum við vatnaleiðina í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var flutningskostnaður per bíl til New York $85.00 og greiddum við sama flutningsgjald frá vötnunum og frá New York. Sparnaður hvers bílkaupanda á þeim tíma var því um kr. 14.000.00 og munaði um þá upphæð á þeim tíma. Þessu vildir þú ekki una og í skjóli forréttindaaðstöðu „óskabarns- ins“ varð fjármálaráðuneytið við beiðni þinni og lagði fyrir tollstjóra, með bréfi sínu frá 20. febrúar 1967, að ... „skuli allt að einu reikna með í fob-verðinu venjulegan flutningskostnað innanlands í framleiðsluland- inu, enda þótt bifreiðar séu settar um borð í skip á fram- leiðslustað og fluttar farm- flutningi til Islands. Er hér með lagt fyrir yður, herra tollstjóri, að innheirpta. bifreiðagjald á framangreindan hátt“. Leggi svo hver út af þessu fyrir sig. Þar með féllu þesssir „sam- keppnisflutningar“ niður. — Eg minni þig einnig á, Óttarr, að ég skrifaði þér á sínum tíma ítarlega greinargerð vegna þessa máls og skoraði á þig að láta afturkalla þessa, að mér fannst, óréttlætanlegu „reglugerð", en án árangurs eða svars. Ekki hefi ég borið neinn kala til þín, né geri nú, vegna þessa máls, né annarra, enda hefi ég sjálfur barist við þau skuggaöfl, sem eru að verki í hinum rangláta mammon og keyra okkur áfram nauðuga viljuga í þeim blindingsleik, sem við erum þátttakendur í. Sá, sem sáir þvælu, uppsker þvælu. — Mér hefur sýnzt þetta „óskabarn", sem þú tókst við uppeldinu á, verða að hálfgerðu dekurbarni á þroskagöngu sinni. En nú, er það er að komast í burðarliðinn, óska ég þér alls góðs við að koma því í þá höfn sem framundan er: Frjálst, sjálfstætt og sterkt félag án forréttindaaðstöðu dekurbarns. Þá verður ekki lengur nauðsyn á reglubundnum fjölmiðlarullum um eigin ágæti, einokunarleysi og lóðaleysi. — Þar sem samkeppni er nú loks komin í Ameríku- siglingarnar, vænti ég þess fastlega, að þú sjáir félagi þínu fært að greiða 5% ársafslátt af flutningsgjöldunum tilsvarandi og gert hefur verið af flutnings- gjöldunum frá Evrópu um ára- raðir^ — Að lokum vænti ég þess fastlega, að loks komi viðunandi stór skip í Ameríkusiglingarnar, enda nú norsku firðirnir fullir af lögðum skipum, eins og ég hefi séð eftir þér haft (og heyrt) og væri ráð að saga af Flug- leiðagreinina til að fjármagna þau kaup, enda verð lág nú. Svo mætti selja ríkisskip nokkur af þessum litlu. — Óska þér svo alls hins bezta í lofti, á láði sem legi. 31. október. 1978. Loftur Jónsson. „Eimskipafélagið er líftrygging frjálsrar verzíunar í landinuy’ — segir Óttar Möller, forstjóri ^ O'j £ fólairsins. samlali við Mhl. 'r 7.80 AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005 Þú getur sparað 20—30% af hitakostnaði heimilisins með því að nota Danfoss ofnhitastilla. Danfoss ofnhitastillar og Danfoss þrýstijafnarar hafa sannað kosti sína um allt land. Tækniþjónusta okkar hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum með raunhæfa þekkingu. Leitið upplýsinga um Danfoss. Lækkun hitakostnaðar er nauðsyn það er augljóst! = HÉÐINN 5 VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.