Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 45 TT& VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ^ ^ r/jjunrtV'utt'un beinu framhaldi af stofnun þessar- ar nefndar búið að siga henni eins og froðufellandi lögregluhundi á nokkur helztu. fyrirtækin í landinu. Áskorun mín til þingmanna lýðræðisflokkanna er: Að fram fari sérstök umræða um það í sölum Alþingis, sem ákjósaniegt væri að útvarpa (þó kannski sé þar verið að gera kommúnistum full- hátt undir höfði), um hvort það „gæfu og gjörvileika“-ástand sé raunverulega ríkjandi í þessu landi að knýjandi þörf sé á því að Alþingi hafi yfir slíkri nefnd að ráða. Friðþjófur S." • Vandlæting á veiðimönnum? „Kæri Velvakandi. Við og við skýtur upp greinum í þáttum þínum um veiðimennsku. Menn þeir, sem stunda stangar- veiði og gæsa- og rjúpnaveiðar eru úthrópaðir sem lymskufullir „sad- istar“ og illmenni. Greinunum fylgja gjarnan biblíutilvitnanir til áréttingar vandlætingunni. Menn hafa auðvitað rétt til sinna skoðana, en dæmið ekki svo þið verðið ekki dæmdir. Eg tel skoðanir þessara greinar- höfunda algerlega á misskilningi byggðar og að mér sýnist á stundum, mest til að auglýsa þeirra eigin hjartagæsku og góð- leik. Veiðihvötin er ein af frumeðlis- hvötum mannsins og verður því ekki breytt. Veiðar eru ekki löngun til að drepa, heldur til að sigra eða að ná bráðinni. Hún getur ásamt þessu líka verið all gott búsílag. Fiskur eða fugl úr frystikistu getur verið herramannsmatur og heilnæmur og hygg ég að greinarhöfundar fúlsi ekki við slíku fæði. Þeir halda e.t.v. að fiskur veiddur úr sjónum i vörpu eða á línu fái betri dauðdaga en fiskur dreginn á stöng og rotaður strax á bakkanum. Engan skotmann veit ég um, sem ekki gerir sitt ýtrasta til að ná særðum fugli. Veiðimennskan er ekki hættu- laus íþrótt og gjalda sumir hana dýru verði, sem sé með lífi sínu. Stundum af slysni og stundum því miður af óforsjálni og er það miður. Að endingu þetta til fyrrnefndra greinahöfunda. Ef auga þitt hneykslar þig, sting þú það út. Slátrið ekki alikálfi mín vegna, því að ég fer að huga að veiðibún- aðinum svo að hann sé í lagi er til á að taka. Árnl ísleifsson." Þessir hringdu . . Hvað er með morgunútvarpið? Ein á ferð vildi koma eftirfar- andi á framfæri: „Hvað er búið að gera við morgunútvarpið? Hefur einhver gaman af þessum svokallaða morgunpósti? Það er misnotkun að láta ágæta dagskrárgerðarmenn þvælast í að halda uppi samræðum við fólk úti í bæ til flutnings í útvarpið á þessum tíma sólar- hrings. Það eina sem hefst upp úr því er að viðkomandi verða óþol- andi fyrir hlustendur. Og efnisvalið — draga okkar ágæta Þorvald Guðmundsson alsaklausan til þess að lýsa dísætum kvöldverðarrétti fyrir grútsyfjaða hlustendur. Hugsar einhver um kvöldmatinn á þessum tíma? Fólk er almennt að þreifa sig að kaffikönnunni með stírurn- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlega skákmótinu i Kikinda í Júgóslavíu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Lim, Singapore, sem hafði hvítt og átti leik og Gutierrez, Kólumbíu. 28. IIxd5! - Rxd5 (Ef 28... Hxe5 þá 29. Hd8 mát) 29. Bxd5+ - Kh8. 30. RÍ7+ - Kg8, 31. Dxe8+! og svartur gafst upp. Eftir 31... Bxe8 kemur 32. Re5+. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Spassov, Búlgaríu 12 v. af 15 mögulegum. 2. Nemet, Júgóslavíu 11 '/a v. 3—5. Kirov, Búlgaríu, Popovic, Júgóslavíu og Lim, Singapore 10 v. ar í augunum eða á leið í vinnu og það eina sem það langar til að heyra er tónlist með góðlátlegu rabbi morgunþular sem ívafi. Það má vel vera að þetta sé mjög fróðlegt allt saman, en fráleitt að bjóða svona efni á þessum tíma. Þótt ég sé einlægur hernámsand- stæðingur get ég ekki annað en þakkað „kanaútvarpið" þangað til ég hef ráð á að kaupa kasettutæki í bílinn minn.“ Ekki voru fleiri orð höfð um það, en hafa ekki einhverjir lesendur annað álit á umræddum þætti? • Athugasemd Ingólfur Sveinsson lögreglu- maður, sem flutti erindi í útvarp sl. mánudagskvöld og var lítillega til umræðu hjá Velvakanda í gær bað fyrir þá leiðréttingu að hann hefði ekki rætt í erindi sínu um að banna ætti sólarlandaferðir, síður en svo, en hann hefði hins vegar stungið upp á því að gamalt fólk og lasburða ætti að hafa að þeim forgang. Að öðru leyti þakkaði hann bréfritara fyrir vinsamleg orð í sinn garð. HÖGNI HREKKVISI /Ó-X4 © McNtijkt Sjrad., lac. KOMbl 'AÐUR EM HOn VAie CbÚlNN AÐ FARÐA S\Ö! ” MANNI OG KONNA EIOENDUIl! Við viljum minna ykkur á að það er áríðandi að koma með bílinn I skoðun og stillingu á 10.000 km. fresti eins og framleiðandi Mazda mælir með. Nú er einmitt rétti tíminn til að panta slíka skoðun og láta yfirfara bílinn. Notið ykkur þessa ódýru þjónustu og pantið tíma strax. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Verkstæði sími 81225 Fullt hús matar Af nýslátruðu: Folaldabuff ................ 2980 kr. I Folaldagullasch ............ 2850 kr. I Folaldamörbrá............... 3200 kr. Folaldafillet............... 3200 kr. Folaldahakk................. 1150 kr. 10. kg. folaldahakk............ 995 kr. Saltaö folaldakjöt .......... 990 kr. ’/z folaldaskrokkar í frystirinn ................ 930 kr. Ódýra lambasaltkjötið............ 880 kr. Ærhakk ...................... 915 kr. Kindahakk .................. 1210 kr. Nautahakk .................. 1980 kr. 10 kg. nautahakk ........... 1670 kr. Kálfahakk ................. 1233 kr. Saltkjötshakk ..............1210 kr. Svínahakk.................. 2195 kr. Nautahamborgari ............ 110 kr. í Úrvals fucjlakjöt Holdakjúklingar ............ 1790 kr. 10 stk. í kassa ............ 1470 kr. Aliendur .................... 2475 kr. Unghænur ................... 1208 kr. 10 stk. í kassa ............ 1075 kr. Holdakalkún ................. 2850 kr. Villigæsir.................. 2500 kr. i Kjúklingalæri .............. 2200 kr. Kjúklingabringa.................. 2200 kr. Nýtt grænmeti Atti. Lokað í hádegi milli kl. 12.30—14. Opid til kl. 7 föstudaga og laugardaga kl. C^PTTöatlDIDg-ir^DaiRO LAUOALÆK 2. aiml 35020 Ssl HAGTRYGGING HF ififlk Hvaderiu AÐ6EPA V'lÐ BÍLINN MÍNN ? öRRF'ANN N'|00R þil SASÐlRSÓHLfOR RB EN6ÍNN e>ÍU_ MÆTti VERA A RÓUÓ LEIKVELLIR ERU ÖRUGGUSTU SVÆÐIN FYRIR BÖRNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.