Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Ekki linnir w látum í Iran Tehoran. 1. nóvember — AP STARFSMENN olíustöðvarinnar í Abadan við Pcrsíaflóa sncru aftur til vinnu sinnar í morgun en starfsfclagar þcirra í öðrum stöðv- um hcldu verkfalli því áfram er hófst í gaer og er talið valda um 20 milljarða tapi daxlcsa. I nokkrum stöðvum reyndi herinn að grípa til sinna ráða og senda hermenn til starfa en það gafst ekki jafn vel og við var búist þar sem þeir gátu engan vegið komið í stað tæknimenntaðs starfsliðs stöðvanna. Þá bættust starfsmenn flugvalla í íran í hóp þeirra sem nú eru í verkfalli í landinu. Starfsmenn flugvallanna krefjast þess að allir pólitískir fangar verði leystir úr haldi ella mæti þeir ekki tii starfa aftur. Allt flug stöðvaðist vegna þessa í dag. Þá héldu kærur víða um landið áfram þó í minna mæli en á undanförnum vikum. Klofningurá fundíAraba Bagdad, 1. nóvember. Reuter. ERFIÐLEIKAR risu í kvöld á mikilvægum fundi utanríkisráð- herra Arabaríkja þar sem reynt er að ná samstöðu gegn friðarumleitununum í Miðausturlöndum og fréttir bárust af djúpstæðum klofningi á fundinum. Ileimildir á fundinum herma, að kröfur um hefndaraðgerðir hafi valdið klofningi á fundinum sem er haldinn til undirbúnings fundi æðstu manna Arabaríkjanna. Sá fundur á að hefjast á morgun. Því er neitað samkvæmt heimildunum að nokkuð sé hæft í þrálátum orðrómi þess efnis, að sumar sendinefndir hafi haft í hótunum um að ganga af fundi en ljóst var að látin voru í ljós mjög andstæð sjónarmið í fundarsölun- um. Fundinn sitja ráðherrar og Lyf við liðagigt New York, 1. nóvember — AP NÝTT lyf scm kom á' mark- aðinn í dag gctur gcrt 25 milljónum iiðagitarsjúklinga í Bandaríkjunum klcift að Icggja aspirintöflur sínar til hliðar. Nýja lyfið hcitir Sulindac og kcmur í staðinn fyrir aspirin. scm cr aðallyíið við liðagigt. Sulindac þarf aðeins að taka tvisvar á dag, en ekki þrisvar eða fjórum sinnum eins og aspirin og flest önnur lyf. Lyfið veldur ekki eins mikl- um mpgaverkjum og aspirin og notkun þess hefur ekki í för með sér eins mikla hættu á magasári. Rannsóknir sýna að 19,4'/í sjúklinga sem nota aspirin lengi frá magaverk niiað við 10,27/ sem nota sulindac. embættismenn allra 22 aðildar- ríkja Arababandalagsins nema Egyptalands og þeim var falið að leggja drög að sundurliðaðri áætl- un um aðgerðir sem yrði tekin til ítarlegrar meðferðar á leiðtoga- fundinum sem hefst á morgun. Heimildirnar á ráðstefnunni hermdu að almennt samkomulag væri ríkjandi um að þörf væri á því að efla hernaðarviðbúnað meðfram landamærum Israels. En snörp orðaskipti fóru fram um kröfur um að Anwar Sadat forseta yrði refsað fyrir umdeildar friðar- tilraunir sínar. Ráðherrarnir hafa einnig rætt um margra milljarða dollara sjóð sem í ráði er að koma á fót til stuðnings Arabaríkjum er standa í fremstu víglínu í baráttunni gegn Israel og Egyptum verður boðið að eiga aðild að þótt fullvíst sé talið að þeir muni hafna því boði. Arabískir diplómatar segja, að utanríkisráðherrarnir séu ósam- mála um upphæð hinnar fjárhags- legu aðstoðar sem auðug Arabaríki skuli leggja fram. Lögreglumenn í Washington handtaka mann, er tók þátt í mótmælum, sem efnt var til við komu Rez krónprins írans til Hvíta hússins í gær. Símamynd-AP. CaUaghan aðvarar verkalýðsfélögin London. 1. nóvcmber — Reuter JAMES Callaghan (orsætisráðherra varaði í dag herská verkalýðsfélög alvarlega við því að hann ætlaði að berjast fyrir þvf, að halda kaupgjaldi niðri og sagði, að í ljós kæmi f vetur hvort barátta hans gegn verðbólgunni tækist eða ekki. Þrátt fyrir kröfur verkalýðsfélaga um miklar launahækkanir sagði Callaghan, þegar hann flutti stefnuyfirlýsingarræðu í þinginu, að hann mundi í engu hvika frá þeim ásetningi sínum að takmarka launahækkanir við fimm af hundraði. Hann sagði, að ef þessi stefna hans mistækist mundi hann grípa til annarra harkalegra ráðstafana sem fælu í sér aukna skatta, niðurskurð ríkisútgjalda og vaxtahækkanir. Callaghan hélt uppi harðri vörn fyrir baráttu sína gegn verðbólgunni á fyrsta fundi þingsins eftir sumarleyfi og skoraði á verkalýðshreyfinguna að heyja ekki verkföll í vetur og sagði, að hún hefði aldrei haft eins mikil völd og nú. Hann varaði Ford-fyrirtækið við því að veita verkfallsmönnum 15% kauphækkanir eins og það hefur boðizt til og vildi ekki útiloka þann möguleika að gripið yrði til hefndarráðstafana gegn fyrirtækinu þar sem það væri skylda þess að halda sig við 5% mörkin. Aður hafði Elísabet drottning gert grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í hásætisræðu sinni við setningu þingsins og eins og við var búizt var skýrt tekið fram að baráttan gegn verðbólgunni yrði að sitja í fyrirrúmi. ERLENT Callaghan Rúmeníuforseti í biörgunarstarfi Búkarest. 1. nóvember — AP. NÍU BIÐU bana og margir særðust í gífurlcgri sprcngingu í stórri cfnavcrksmiðju í borginni Pitesti 110 km norðvestur af Búkarcst á mánudagskvöld að því cr blijð í Búkarcst skýrðu frá í dag. Mikið tjón varð á mannvirkjum í sprcngingunni scm olli miklum cldsvoða scm sást í margra kílómctra fjarlægð. Nefnd flokksleiðtoga og ráð- herra undir forystu Nicolae Ceausescu forseta fór á slysstað- inn strax og fréttir bárust af sprengingunni. í opinberri til- flt Ccausescu kynningu segir, að tekizt hafi að takmarka afleiðingar sprenging- arinnar á nokkrum klukkustund- um vegna ráðstafana sem hafi verið gerðar og skeleggrar fram- göngu slökkviliðsmanna. Ceausescu fyrirskipaði að tafar- lausar ráðstafanir yrðu gerðar til hjálpar fjölskyldum þeirra sem slösuðust segir ennfremur í til- kynningunni. Nefnd á vegum flokksins og ríkisins var skipuð til að rannsaka orsakir sprengingar- innar. Mikið tjón varð í annarri sprengingu í sömu verksmiðju í Pitesti 1974. Akureyri Amsterdam Apena Berlín BrUssel Chicago Frankfurt Genf Helsinki Jóhannesarb. Kaupmannah. Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Miami Moskva New York Ósló Palma, Mallorca Paris Reykjavík Róm Stokkhólmur Tel Aviv Tokyo Vacouver Vínarborg 0 skýjað 12 skýjaó 18 heiðskírt 10 heiðskírt 12 skýjað 13 heiðskírt 10 heiöskírt 10 skýjaö 9 skýjað 27 skýjaö 12 skýjaö 20 heiðskírt 16 rigning 19 skýjað 21 heiðskírt 18 léttskýjað 27 skýjað 0 heiðskírt 17 heiöskírt 7 heiðskírt 17 skýjað 13 heiðskírt 1 él 16 heióskírt 9 skýjað 24 skýjaó 21 heiöskírt 12 skýjað 13 poka Veður víða um heim ítalir vilja tvöfalt gengi Siena, ítalfu. 1. nóv. — Reuter. ÍTALIR lögðu til í dag að fyrirhug- að gjaldeyriskcrfi Evrópu (EMS) yrði tvöfalt, annars vegar þröngt og samsvarandi „Snáknum", núver- andi kerfi, og hins vegar vítt og meira „fljótandi". Þannig vilja ítalir forðast að líran verði of nátengd sterkum gjaldmiðlum eins og þýzka markinu. Bankastjóri Ítalíubanka, Paolo Baffi, gerði grein fyrir þessari tillögu þegar Guilio Andreotti for- sætisráðherra og Helmut Schmidt kanzlari ræddust við í dag. Samkvæmt ítölsku tillögunni er gert ráð fyrir að gengi geti flotið á bilinu 4.5 til 6% í stað 2.5% eins og Snákurinn gerir ráð fyrir. Gert er ráð fyrir því að aðildar- ríkjum sé frjálst að láta gengi sitt fljóta hvort heldur er innan hinna þrengri eða víðari marka gjaldeyris- kerfisins, allt eftir því hvernig ástandið er í efnahagsmálum og gjaldeyrismálum hverju sinni. Schmidt fer á morgun til Parísar þar sem hann ræðir við Valery Giscard d'Estaing forseta. Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hafa beitt sér fyrir gjaldeyriskerfi Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.