Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 47 l Irslit í Evr ópuleikjunum í gærkvöl di: Asgeir sökkti Manchester C! ÁSGEIR Sigurvinsson var sannar- lega í sviðsljósinu, er lið hans, Standard Liege, lék gegn Manchester City í 2. umferð UEFA-keppninnar. City hafði unnið fyrri leikinn 4—0 og var næstum öruggt í næstu umferð. Standard vann góðan og öruggan sigur í leiknum, án þess þó að ógna forskoti MC. Ásgeir skoraði bæði mörk Standard í leiknum, það fyrra snemma í fyrri hálfleik og það síðara úr vítaspyrnu 4 mínút- um fyrir leikslok. Ensku liðunum gekk upp og ofan. Everton er úr leik eftir tap á útivelli gegn Dukla Prag. Everton vann fyrri leikinn 2—1, en það voru aðeins 2 mínútur til íeiksloka, þegar Gajdusek skoraði sigurmark Dukla. Og það gekk mikið á á Highbury, heimavelli Arsenal. Arsenal hafði tapað fyrri leik sínum gegn Hadjuk Split 1—2. Um miðjan síðari hálfleik var Liam Brady og einum Júgóslava vísað af leikvelli fyrir hnefaleika. Einni mínútu fyrir leikslok skoraði Willy Young síðan markið dýrmæta með langskoti. Og þá var annar Júgóslavi rekinn af leikvelli, þessi fyrir illan munnsöfnuð. UEFA-BIK ARKEPPNIN: AC Mílan — Levski Spartak (Búlg.) 3—0 Mörk ACM: Maldera, Bigon og Chiodi Áhorfendur: 25.000. ACM vann samanlagt 4—1. — o — o — o — Politechnika Timosauru (Rúm) — Honved (Ung.) 2—0 Mörk Poli: Rosca og Paltínisan Áhorfendur: 15.000. Honved vann samanlagt 4—2. — o — o — o — VFB Stuttgart — Moskow Torpedó 2—0 Mörk Stuttgart: Hansi MUIIer og Volkert. Áhorfendur: 65.000. Stuttgart vann samanlagt 3—2. — o — o — o — Dukla Prag — Everton 1—0 Mark Prag: Gajdusek. Áhorfendur: 26.000. Dukla sigraði á útimarkareglunni, samanlögð markatala var 2—2. — o — o — o — Borussia Mönchengladbach — Benfica 2—0 Mörk Mönchengladbach: Bruns og Klinkhammer. Mönchengladbach vann samanlagt 2—0. — o — o — o — Esbjerg — Kaupio Pallusera (Finn.) 4— 1 Mörk Esbjerg: Berthelsen, Thorsen, Östergard og Bach. Mark Kaupio: Loikkanen. Áhorfendur: 4800. Esbjerg vann samanlagt 6—1. — o — o — o — Valencia — Arges Pitesti (Rúm.) 5— 2 Mörk Valencia: Kempes (2), Bonhof, Saura og Sosolna. Mörk Arges: Moiceanu og Nicolea. Áhorfendur: 60.000. Valencia vann samanlagt 6—4. — o — o — o — Dynamó Tiblisi (Sov.) — Hertha Berlin 1—0 Mark Dynamó: Burnovski. Áhorfendur: 39.000. Hertha vann samanlagt 2—1. — o — o — o — Rauða Stjarnan — Sporting Gijon 1-1 Mark Stjörnunnar: Petrovik Mark Sporting: Borovnica sj.m. Stjarnan vann samanlagt 2-1 — o — o — o — Standard Liege — Manchester City 2-0 Mörk Standard: Asgeir Sigurvins- son 2 (1. víti) Áhorfendur: 30.000 Manchester City vann samanlagt 4-2 Lausanne Sport (Sviss) — Ajax 0-4 Mörk Ajax: Clarke (2), Erkens og Arnesen Áhorfendur: 16.000 Ajax vann samanlagt 5-0 — o — o — o — WBA (Englandi) — Sporting Braga (Port) 1-0 Mark WBA: Ally Brpwn Áhorfendur: 26.019 WBA vann samanlagt 3-0 — o — o — o — Arsenal — Hadjuk Split (Júg) 1-0 Mark Arsenal: Young Áhorfendur: 43.275 Markatala liðanna var jöfn, 2-2, en Arsenal vann á marki skoruðu á útivelli. — o — o — o — Hibernaian — Stassburg (Fra) 1-0 Mark Hibs: McCleod Áhorfendur: 14.662 Stassburg vann samanlagt 2-1 — o — o — o — MSV Duisburg — Carl Zeiss Jena 3-0 Mörk Duisburg: Dietz, Jara og Frock Duisburg vann samanlagt 3-0 eftir framlengingu. • Ásgeir var ga'rkvöldi. í essinu sinu t Eyjamenn leika í kvöld NÚ ER aðeins einn leikur eftir í Evrópumótunum í knattspyrnu, leikur Slask Wrocklow og ÍBV, en hann fer fram í Wrocklow í Póllandi í kvöld. Pólverjarnir unnu sem kunnugt er Eyjamenn í fyrri leik liðanna 2:0, en sá leikur fór fram á Melavellinum. — o — o — o — KR—Ármann í kvöld TVEIR leikir fara fram í íslandsmótinu í handbolta í kvöld, báöir í Laugar- dalshöll. Klukkan 20.00 leika ÍR og Þróttur í 2. deild kvenna og strax aö þeim leik loknum leika KR og Ármann í 2. deild karla. Síðari leikurinn kann aö veröa einn af úrslitaleikjum deildarinnar. — O — O — O — Aöalfundur AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar Stjörnunnar fer fram í kvöld klukk- an 19.30. Vettvangurinn verður barnaskólinn, eða öllu heldur annað smáhýsanna á skólalóðinni. Stórlióin stráféllu ÞAÐ VAR mikið um óvænt úrslit í Evrópukeppnunum að þessu sinni, en leikin var síðari umferð í 2. umferð keppnanna. í keppni meistaraliða kom gifurlega á óvart sigur Malmö FF gegn Dynamó frá Kænugarði. 18 ára strákur, Jan Olof Kinnvall, var maðurinn á bak við sigurinn, hann „átti“ fyrra markið sem Tore Cervin skoraði á 9. mínútu leiksins og sjálfur skoraði hann annað markið á 36. mínútu eftir hornspyrnu Bo Lar- sons. Malmö FF hefur enn ekki fengið á sig mark í keppninni, en í 1. umferð sló liðið út frönsku meistarana frá Monaco. Þá vakti ekki síður athygli útisigur Rangers gegn hollenska risaveldinu PSV Eindhoven, sem margir ætluðu að myndi vinna keppnina að þessu sinni. PSV náði tvívegis forystu í leiknum, en Skotarnir jöfnuðu jafn oft og gerðu einu betur. Sigurmarkið kom á 88. mínútu. Tvö mörk Claude Sulder skutu Real Madrid vægast sagt óvænt út Anderlecht úr leik! ÚRSLIT dagsins í keppni bikar- hafa voru tvímælalaust sigur Barcelona gegn Anderlecht, að viðstöddum um 100.000 áhorfend- um. Anderlecht vann fyrri leik iiðanna 3—0 og virtist standa með pálmann í höndunum. En svo var þó ekki, Krankl skoraði snemma leiks fyrir heimaliðið og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks bætti Heredia öðru marki við. Zuviria skoraði jöfnunarmarkið aðeins 4 mínútum fyrir leikslok. Hvorugt liðanna uppskar mark í fram- lengingu og fengu bæði lið þá 4 vítaspyrnur. Barcelona skoraði úr öllum, en Anderlecht aðeins úr einni. Leikur Ipswich var ekki sann- færandi nú frekar en fyrri leikur þess gegn Insbruck. Oberacher skoraði fyrir heimamenn um miðjan síðari hálfleik og stóðu liðin því jöfn eftir venjulegan leiktíma, því að Ipswich vann einnig 1—0 heima. En í fram- lengingu, nánar tiltekið á 100. mínútu, tókst George Burley að skora markið sem gerði út um leikinn. Evrópukeppni bikarhafa: Shamrock Rovers — Banik Ostrava 1— 3 Mark Rovers: Giles Mörk Banik: Licka (2) og Albrecht Áhorfendur: 2000 Banik vann samanlagt 6—1 Ferencvaros (Ung) — Magdeburg 2— 1 Mörk Ferencvaros: Puszai og Szokolai Mark Magdeburg: Stahman Áhorfendur: 30.000 Sampnlögð markatala var 2—2, en Magdeburg vann á útimarks- reglunni — O — SSW Insbruck — Ipswich 1—1 Mark Insbruck: Oberacher Mark Ipswich: Burley Áhorfendur: 18.000 Barcelona — Anderlecht 3—0 Mörk Barcelona: Krankl, Heredia og Zuviria Markatalan var jöfn, 3—3, en Barcelona vann í vítakeppni — O — Beveren — Rijeka (Júg) 2—0 Mörk Beveren: Baecke 2 Áhorfendur: 16.000 Beveren vann samanlagt 2—0 — O — Aberdeen — Fortuna Dusseldorf 2—0 Mörk Aberdeen: McCleland og Jarvie Áhorfendur: 20.000 Fortuna vann samanlagt 3—2 — O — Nancy — Servette 2—2 Mörk Nancy: Zenier og Umpierres Mörk Servette: Elia og Schnyder Áhorfendur: 20.000 Servette vann samanlagt 4—3 — O — Bodö Glint — Inter Milan 1—2 Inter vann samanlagt 7—1 • Tore Cervin kastar sér fram og skorar fyrra mark Malmö gegn Dynamo Kiev. Úti á vellinum má sjá unglinginn Kinnvall, en pað var skot hans sem hrökk af pverslánni og á kollinn á Cervin. Símamynd AP úr keppninni. Real vann fyrri leik liðanna 3—1 og þessi úrslit nú eru mjög óvænt. Forest var í engum vandræðum með lið AEK frá Aþenu, leikmenn liðsins nánast skoruðu að vild sinni, Needham, Woodcock og Anderson skoruðu í fyrri hálfleik, en Birtles bætti tveimur við í síðari hálfleik. EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA: Dynamó Dresden (A-Þýzkal.) — Bohemians (írl.) 6—0 Mörk Dynamó: Traytmann (2), Dörner, Riedle, Schmuck og Kotte. Áhorfendur: 32.000 Dýnamó vann samanlagt 6—0 0 0 0 Wisla Krakow (Pól.) — Zbrojovka (Tékk.) 1—1 Mark Wislu: Kapka Mark Zbrojovka: Dosek Áhorfendur: 35.000. Samanlögð markatala var 3—3, en Wisla vann á fleiri útimörkum. 0 0 0 1. FC Köln — Lokomotiv Soffia 4—0 Mörk Kölnar: Dieter MUIIer (2), Glowacs og Van Gool Áhorfendur: 15.000. Köln vann samanlagt 5—0. 0 0 0 Lilleström — Austria Vín 0—0 Áhorfendur: 2000. Vínarliðið vann samanlagt 4—1 0 0 0 Malmö FF — Dynamó Kiev 2—0 Mörk Malmö FF: Kervin og Kindvall Áhorfendur: 13.600. Malmö vann samanlagt 2—0 0 0 0 PSV Eindhoven — Glasgow Rang- ers 2—3 Mörk PSV: Lubse og Dejkers Mörk Rangers: McDonald, Johnstone og Russek Áhorfendur: 28.000. Rangers vann samanlagt 3—2 0 0 0 Grasshoppers (Sviss) — Real Madrid 2—0 Mörk Grasshoppers: Sulser 2 Áhorfendur: 30.000. Samanlögð markatala var 3—3, en Grasshoppers fer áfram á útimarka- reglunni. 0 0 0 Nottingham Forest — AEK Apena 5—1 Mörk Forest: Needham, Woodcock, Anderson og Birtles (2) Mark AEK: Bayevits Áhorfendur: 38.069 Forest vann samanlagt 7—2 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.