Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 + ARTHÚR EYJÓLFSSON frá Akraneai er látinn. Guörún Jónsdóttir og böm. + Móðir okkar og tengdamóðlr VALGEROUR EINARSDÓTTIR, Hávallagötu 39, lést í Borgarspítalanum aöfararnótt miövikudagsins 1. nóvember. Ellen Sigurðardóttír Björn Þorlákaaon Guðrún Þórðardóttir Einar Þorlákaaon Bróöir okkar + STEFÁN B. GUÐMUNDSSON frá Þórshamri, Fáskrúósfiröi, sem andaöist 28. þessa mánaöar, veröur jarösettur frá Bústaöakirkiu laugardaginn 4. Nóvember. Svanhvít Guómundsdóttir Auðbjörg Guömundsdóttir Sveinn Kr. Guömundsson. Eiginmaður minn og faðir okkar GUÐMUNDUR ELÍSSON, fiakmatamaður, fré Keflavík, verður jarösunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeönlr, en þeír sem vildu minnast hins látna er he"' á Hjartavernd. Sígný jéhann^fóttir og böm hina látna. + Konan mín HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, sem andaöist á heimili sínu Hringbraut 83, Keflavík aöfararnótt 27. fyrra mánaöar, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afbeöin. Kriatófer Jónaaon. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug vegna fráfalls SIGRUNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Skipholti, Guö blessi ykkur öll. Þórunn Jónsdóttir, Magnús Bergoórsson, Kristrún Jónsdóttir, Guömundur Kristmundsson, Valgeröur Jónsdóttir, Siguröur Kristmundsson, Guómundur Þór Jónsson, Harpa Bjarnadóttir. + Þökkum sýnda samúö viö fráfall EIRÍKS GUÐLAUGSSONAR, frá Meiðaatöðum, Hagaflöt 3, Fyrir hönd móöur, barna, tengdabarna og barnabarna. Aðalheiður Halldóradóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu SÖRU HERMANNSDÓTTUR. Erla H. Þorateinadóttir Þorateinn Sígurðsaon Margrét Þorateinadóttir Benedikt Bachmann barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum viö öllum, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför systur okkar, GUDLAUGAR GÍSLADÓTTUR. Einnig þökkum viö þeim, sem réttu henni hjálþarhönd í veikindum hennar. Fyrir hönd vandamanna, Gialína Saemundadóttir, Elín Saamundadóttir. Minningarorð um mœðgin- in Björgu Guðlaugsdótt- ur og Tobías Tryggvason frá Bjarnastöðum í Garði Björg Guðlaugsdóttir Fædd 2. nóvember 1913. Dáin 27. júní 1978. Nú er elsku amma mín látin, ég vissi að hún munði deyja bráðum, en ekki svona snöggt. Hún var mikið búin að vera veik og ég vissi að hún mundi aldrei fá heilsuna eins og hún var áður. Hún var alltaf svo kát þangað til hún dó. Öllum finnst þetta mjög sárt því að hún var góð kona. En henni líður miklu betur núna uppi á himpi en þegar hún lifði. Guð mun vernda hana alveg þangað til að ég fér upp til himna og ég ætla þá alltaf að vera með henni. Guð varðveiti hana. Eg þakka svo elsku ömmu minni innilega fyrir hvað hún var góð við mig. Guð blessi elsku afa og ættingja hans. Blessuð sé minning hennar. Kristbjörg Eyjólf.sdóttir. Björg Guðlaugsdóttir I dag fimmtudaginn 2. nóvem- ber, hefði amma orðið 65 ára hefði hún lifað. Foreldrar hennar voru þau Guðlaugur Gíslason og Guðrún Salbjörg Björnsdóttir, en amma ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona að Lamba- stöðum í Garði. eins og áður var getið. I sorginni hafði amma verið stoð og stytta okkar hinna og staðið sig svo vel að undrunar og aðdáunar gætti. En er hún leit Tobba augum hinsta sinn brast hið veika hjarta hennar og hún hneig niður meðvitundar- laus. Hún var flutt samstundis á sjúkrahúsið í Keflavík og þar lést hún skömmu síðar. Við minnumst hennar öll með sárum söknuði en hinar miklu sorgarstundir afa og okkar allra ,væri búinn aö taka Tobba frá okkur úr þessum heimi aðeins 42 ára gamlan. Hann var allt frá barnæsku mjög lífsglaður. Hann byrjaði ungur að vinna, enda með afbrigð- um duglegur. Hann fékkst við margskonar störf á sinni stuttu ævi og það var sama hvar hann starfaði, dugnaður og kraftur hans urðu til að vekja athygli og aðdáun þeirra, sem með honum voru. Tobbi giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Hafdísi Svavarsdóttur, 20. október 1956. Þau eignuðust tvö börn, þau Kolbrúnu og Magnús. Kolbrún býr í Grindarvík ásamt eiginmanni sínum, Ægi Ágústs- syni, og þremur dætrum. Magnús býr hjá móður sinni í Keflavík, þar sem hún rekur verslun. Þau Tobbi og Haddý eins og þau voru oftast kölluð byrjuðu sinn búskap í Garðinum en þar byggðu þau sér hús. Síðan fluttu þau í Innri-Njarðvík þar sem þau Amma fór 18 ára gömul að búa með afa, Tryggva Einarssyni, frá Valbráut og bjuggu þau fyrsta árið í Neðri-Gerðum, en fluttust síðan að Bjarnastöðum árið 1932. Þau eignuðust 7 börn, þau Einar, Helgu, Ástu og Ólaf, sem búa í Garðinum, Kristínu sem býr á Hvolsvelli, Tryggva Björn sem býr í Keflavík og Tobías sem einnig bjó í Keflavík en hann lést á sviplegan hátt aðeins viku á undan ömmu. Amma var alla ævi mjög starf- söm og vann hún mikið með afa er hann stundaði sjómennsku með bróður sínum Guðmundi. Hún lét sig ekki muna um aðgerð að kvöldi, þótt hún ynni allan daginn sín mörgu og erfiðu störf á heimilinu. Auk þessa hjálpaði hún ýmsum við þvotta er tími gafst aflögu. Amma var mjög barngóð og undi sér aldrei betur en meðal barna. Það voru margar ánægju- stundirnar sem við barnabörnin áttum með henni. Hún bæði lék við okkur og miðlaði okkur af þekkingu sinni og þá að gera gott úr öllu sem miður fór, enda lét hún aldrei sjást ef henni leið illa eða mislíkaði eitthvað. Þess ber einnig að geta að hún kenndi flestum barnabörnum sínum, sem eru orðin ansi mörg, að lesa. Árið 1970 veiktist amma alvarlega af kransæðastíflu og var henni ekki hugað líf í iangan tíma. En vegna mikillar lífslöngunar og þreks yfirsteig hún þessi veikindi að mestu eða þannig að það sem eftir var varð hún að fara mjög varlega með sig. Alltaf var það þó viðkvæðið þegar hún fann til lasleika: „Hvað, það er ekkert að mér,“ og „ég er alveg stálhraust". En kall hins almáttuga kemur fyrirvaralaust og án þess að nokkur fái að gert. Kall ömmu kom 27. júní við kistulagningu Tobba, næstelsta sonarins, sem viku áður hafði verið tekinn frá okkur svo skyndilega og óvænt, eru léttbærari vegna tilhugsunar- innar um það að amma hræddist ekki að mæta dauðanum. Minning- in um líflegan persónuleika og mikla lífselsku hennar býr ávallt í hugum okkar sem eftir lifum og léttir sorgina. Megi algóður guð styrkja afa í sorg hans og söknuði. Blessuð sé minning ömmu. Gísli Eyjólfsson. Tobías Tryggvason Fæddur 1. júlí 1935. Dáinn 20. júní 1978. Eg var að koma úr vinnu þegar mér bárust þau sorgartíðindi að Tobbi frændi væri látinn. Mig setti hljóðan og ég trúði ekki að það gæti verið að „sá sem valdið hefur“ Fæddur 2. descmber 1961 Dáinn 12. október 1978 Eitt sinn skal hver deyja, segir máltækið og víst er þetta hið eina, sem maður veit að henda muni hvern þann mann, sem yrkir jörðina okkar. En öll stöndum við eftir hrygg í huga, er við sjáum á eftir stórvini okkar og skóla- bróður. Hann var yngsti sonur Tordisar Jónasson til heimilis að Sogavegi 74. Það er skrítið, að vinur okkar sé tekinn í burtu og komi aldrei aftur, svo ungur sem hann var. Getur það verið, að það sé búið að taka hann frá okkur og að við fáum aldrei að sjá hann aftur? Já, við verðum að trúa því. Hann var með okkur í skóla og reyndist bjuggu, þar til fyrir u.þ.b. ári síðan er þau fluttust til Keflavíkur. Tobbi var lengi verkstjóri í Innri-Njarðvík, en seinni ár var hann vörubifreiðarstjóri á Vöru- bifreiðastöð Keflavíkur. Hann var við vinnu suður í Sandgerði þegar hann var kallaður úr þessum heimi. Þegar minningin um Tobba kemur iram í huga mér er það minning um léttleika og kátínu. Því alltaf var hann kátur og skemmtilegur. Aldrei minnist ég þess að hafa séð Tobba reiðan, enda var smitandi kátína, brjóst- gleði og jafnaðargeð helstu ein- kennin.' Ég votta Haddý, Magga, Kollu og öllum öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð og vona að minningin um góðan dreng slaki á taki sorgarinnar. Gísli M. Eyjólfsson. okkur alltaf sem besti og tryggasti bróðir. Alltaf var hann glaður innan um sinn stóra vinahóp. Við vorum öll eins og systkini og ef eitthvaÓ bjátaði á var hann alltaf fyrstur að laga það. Nú að leiðarlokum þökkum við góðum vini góð kynni og viljum þakka honum fyrir allt það, er hann gerði fyrir okkur og við viljum votta foreldrum, systkin- um, ættingjum og vinum hins látna innilegustu samúð og blessum minningu hans. Dóra, Millý og Veiga. + Þökkum innilega sýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför JÓFRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Suöurgötu 45, Hafnarflröi, Guömundur Bryde, Steinunn Jóhanneadöttír, Ragnar Jóhanneaeon, Guömundur Jóhanneaaon, Helgi S. Guömundason. Kveðja — Jónas Hreinn Hreinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.