Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 48
r í sérVerzlun m«ð \
litasjónvörp og hljómtsaki;
<;IAKIM1ASÍMINN KK:
22480
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
Stórhækkun á
benzíni um
næstu áramót
FYRIRSJAANLEGAR eru stór-
ha'kkanir á hcn/íni ok oliuviirum
á næstu mánuðum. Forsondur
hækkunar oru fyrst <»? frcmst
þrjár. erlendar verðhækkanir.
sla'm staóa dollarans <>k stór-
ha'kkun ve>;a>{jalds. sem hoóuó er
í fjárlagafrumvarpinu <>>; á aö
taka KÍldi um áramótin. en
ve>;a>;jaldiö er 29% af útsöluverði
henzíns.
Óvíst um
lækkun á nið-
urgreiðslum
næsta ár
„1>AÐ ER ekkert fariö að ræða
það. hvar hekkunin á niður>;rciðsl-
unum á næsta ári kemur niður <»;
reyndar alls ekki víst að hún komi
fram,“ sagði Svavar Gcstsson
viðskiptaráðherra er Mbl. spurði
hann um þctta atriði í kut cn í
fjária>;afrumvarpinu kemur fram
að niðurgreiðslur eigi að lækka um
2.8 milljarða á næsta ári frá því
sti>;i scm þær vcrða á í desember
n.k. Svavar sagði að niður>;reiðsl-
urnar væru eitt þeirra mála. sem
ekki væru að fullu af>;reidd innan
stjórnarflokkanna.
I fjárlagafrumvarpinu segir að
niðurgreiðslur á vöruverði verði
samtals röskir 18 milljarðar króna
á næsta ári, sem er hækkun um
röska 11 milljarða eða 164%.
í fjárlagafrumvarpinu stendur
eftirfarandi um fyrirhugaða
hækkun benzíngjalds:
„Innflutningsgjald af bensíni er
á þessu ári áætlað 4.680 milljónir
króna eða 220 m.kr. umfram
fjárlagatölur. Stafar það bæði af
meiri bensínsölu og heldur meiri
hækkun bensíngjalds um mitt ár
en reiknað var með í fjárlagaáætl-
un. í áætlun fyrir árið 1979 er
reiknað með svipaðri aukningu í
bensínsölu og í ár eða 5—6%. Þá
er áætlað að bensíngjald hækki í
samræmi við verðlagsforsendur
frumvarpsins (43% innskot Mbl.)
þ.e. hækki um áramót með bygg-
ingarvísitölu og síðan örlítið á
miðju næsta ári. A þessum for-
sendum er áætlað að heildartekjur
af bensíngjaldi verði 7.480 m.kr.
1979 eða 2.800 m.kr. meiri en í ár.“
Sem fyrr segir er vegagjald, þ.e.
benzíngjald, nú 29% af útsöluverði
benzíns eða 48.40 krónur af þeim
167 krónum, sem benzíniítrinn er
nú seldur á. Þetta gjald rennur til
ríkisins en í allt fær ríkið 60% af
útsöluverði benzíns í formi vega-
gjalds, tolla, bankakostnaðar,
landsútsvara, söluskatts og vöru-
gjalda. Innkaupsverð er 26.7%,
verðjöfnunargjald 1.5%, dreifing-
argjald 7.1% og sölulaun 4.7%..
Olíufélögin hafa lagt fram
beiðni til verðlagsyfirvalda um að
benzínlítrinn hækki úr 167 í 178
krónur vegna erlendra verðhækk-
ana en þessi beiðni mun vera úrelt
nú þegar og önnur og hærri
væntanleg.
Þá er ennfremur í fjárlagafrum-
varpinu gert ráð fyrir stórhækkun
bifreiðaskatts þ.e. mælagjalds og
árgjalds af dieselbifreiðum úr 1300
milljónum króna í 2050 milljónir.
í kvöld frumsýnir íslenzki dansflokkurinn nýtt ballettverk,
„Rokkballettinn 1955“ í Þjóðleikhúsinu. Jafnframt sýnir
flokkurinn tvo aðra balletta, „Pas de Quatre“ og „Sæmund
Klemensson“. Myndin er tekin á æfingu hjá dansflokknum og
sýnir þau Ingibjörgu Pálsdóttur og Orn Guðmundsson í
„Rokkhallettinum 1955“. Sjá bls 20 - - Ljósm.. Kristján.
Banaslys í
Berufirði
ÞAÐ sviplega slys varð skammt
frá bænum Urðarteigi í Berunes-
hreppi síðastliðinn mánudag. að 7
ára gamall drengur beið bana í
dráttarvélarslysi. Ilann hét
Sverrir Ilelgason og var frá
Urðarteigi.
Tildrög slyssins voru þau. að
vegkantur gaf sig undan þunga
dráttarvélarinnar. Drengurinn
kastaðist af vélinni og lenti undir
öryggisgrind hennar. Sjúkraflug-
vél var send frá Egilsstöðum til
Djúpavogs. en drengurinn lést
áður en hann komst undir læknis
hendur.
ísland vann
Venezuela 3—1
í 6. UMFERÐ Ólympíuskákmótsins
vann íslenzka karlasveitin Vene-
zuela með 3 gegn 1 og hefur hún nú
15 vinninga. Friðrik gerði jafntefli
við Ostos, Guðmundur jafntefli við
Fernandez, Helgi vann Dias og
Ingvar vann Gamboa. Kvennasveit-
in tefldi við Dani og gerði Guðlaug
jafntefli við Hojbcrg, en ólöf og
Birna töpuðu fyrir Haahr og
Larsen. Fékk sveitin því >/2 vinning
gegn 2>/2 Dana og hefur samtals 4>/2
vinning að lokinni 6. umferð.
Sjá bls. 26.
Vantar um 700 millj.
svo endar nái saman
Skuttogaranum Fonti ÞH lagt og lokun blasir við
hjá hraðfrystihúsinu á Þórshöfn vegna ábyrgða
— VIÐ ERUM svartsýnni en
nokkru sinni áður og sérstaklega
vegna þess að það er eins og
rikisstjórnin vilji ekki taka á
þessum vanda. sagði Óli Þor-
steinsson. hreppsnefndarmaður
og formaður stjórnar Ilraðfrysti-
stöðvarinnar á Þórshöfn, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Skuttogaranum Fonti hefur verið
lagt vegna gífurlegra skulda og
lokun blasir við frystihúsinu á
Vísitalan hækkar um 12—14% 1. des.:
12,2 milljarða vantar í gjalda-
hlið fjárlagafrumvarpsins
— segir Matthías A. Mathiesen
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ í þeirri mynd. sem það hefur verið lagt
fram, mun auka á ríkisumsvif, dregur ekki úr verðból^u og hefur í
för mcð sér halla á ríkisbúskapnum, sagði Matthías Á. Mathiesen,
fyrrverandi fjármálaráðherra. þegar Morgunblaðið ræddi við hann
í gær um fjárlagafruntvarp það, sem ríkisstjórnin lagði fram i
fyrradag. Ríkisútgjöldin munu vaxa sem hlutfall af þjóðarfram
leiðslu miðað við spá. sem gerð hefur verið fyrir árið 1979. og nema
um 30,5% en tekizt hafði að koma hlutfalli þeirra niður í 27—28% á
árunum 1976 og 1977. Þá er fyrirsjáanlegt, að verðbólgan mur
þróast á þann veg í byrjun næsta árs, að hún nemi um 40—50%.
I útgjaldahlið frumvarpsins rökstuðningur fylgi með því. Þá
vantar um 12,2 milljarða miðað
við verðlags- og launaforsendur
þess, sagði Matthías Á. Mathie-
sen ennfremur. Samkvæmt
þeim upplýsingum, sem ég hef,
mun verðbótavísitalan hækka
um 12—14% hinn 1. desember
n.k., nánar tiltekið um 13>/4% í
stað 10% eins og frumvarpið
byggir á, þannig að í fjárlaga-
frumvarpið vantar um 5,2 millj-
arða í niðurgreiðslur, auk þess,
sem niðurgreiðslur eru sagðar
munu lækkaðar á næsta ári um
2,8 milljarða án þess að nokkur
er ekki gert ráð fyrir í launalið
frumvarpsins 2 milljarða út-
gjöldum vegna launahækkana
opinberra starfsmanna hinn 1.
apríl n.k. og þar sjálfsagt vitnað
í stjórnarsáttmálann og ógert
samkomulag við opinbera
starfsmenn.
Ráðstöfunartekjur Byggða-
sjóðs eru tryggðar með framlagi
úr ríkissjóði og lántöku að
upphæð kr. 1,2 milljarðar, sem
lögum samkvæmt eiga að koma
úr ríkissjóði. Síðan hefur fjár-
málaráðherra gert ráð fyrir því,
Matthías Á. Mathiesen
að fjárveitinganefnd komi með
tillögur um hækkun á útgjalda-
liðum, sem nemi 1 milljarði.
Samtals er hér um 12,2 millj-
arða að ræða, sem breyta
afkomu ríkissjóðs úr 8,3 millj-
arða tekjuafgangi eins og frv.
gerir ráð fyrir í 4 milijarða
halla og greiðsluafkomu ríkis-
sjóðs úr 4 milljarða afgangi í 4
milljarða halla.
Það er ljóst, að frv. þetta ber
þess merki, að um það ríkir
ósamkomulag og ekki möguleiki
að ná þeirri samstöðu sem þarf
miðað við þær aðstæður, sem
ríkja í efnahagsmálum okkar í
dag. Óraunhæft fjárlagafrv.
með mörgum fyrirvörum er
einsdæmi í sögu Alþingis síð-
ustu áratugi. Sjálfsagt er það
ávöxtur óraunsærrar stefnu
þeirrar ríkisstjórnar, sem
mynduð var og tók við völdum
hinn 1. september sl. og gerði þá
bráðabirgðaráðstafanir, sem nú
er ætlunin að framlengja og
íþyngja skattborgurunum á
næsta ári án þess að nokkuð
raunhæft hafi séð dagsins ljós
af því, sem núverandi valdhafar
boðuðu og höfðu á stefnuskrá
sinni í síðustu kosningum, sagði
Matthías Á. Mathiesen að lok-
staðnum. Á fundi ríkisstjórnar-
innar í fyrradag var m.a. rætt um
þetta mál og þar mun hafa verið
ra'tt um að hætta með öllu
skuttogaraútgerð frá Þórshöfn.
en stuðla frekar að smábátaút-
gerð þaðan og útvega Þórshaín-
arbúum afla úr öðrum skuttogur-
um þegar mest hráefnissvelti er
þar yfir vetrarmánuðina.
Að sögn Óla Þorsteinssonar er
bókfært verð skuttogarans Fonts 900
milljónir króna með öllum skuldum,
en hins vegar gerðu norskir aðilar
tilboð í skipið fyrir nokkru og voru
þeir fúsir að greiða 220 milljónir
króna fyrir skipið. Þýðir það að um
700 milljón króna skuld hvílir á
skipinu. Hugmynd Þórshafnarbúa
var að kaupa Júlíus Geirmundsson
IS 270 af þessum norsku aðilum, en
þeir hafa tekið þann skuítogara upp
í kaup á nýjum skuttogara, sem
væntanlegur er í desembermánuði.
Nú er horfið frá þessum hugmynd-
um.
Skuldir vegna reksturs og viðhalds
á Fontinum eru mestar gagnvart
Fiskveiðasjóði. En einnig er um
aðrar skuldir að ræða og m.a. er
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn í
ábyrgð fyrir um 200 milljónum
króna og Þórshafnarhreppur er með
ábyrgðir fyrir um 30 milljónir króna.
Lokun hraðfrystistöðvarinnar á
Þórshöfn er yfirvofandi, en það hefði
í för með sér að um 150 manns
misstu atvinnuna.
Sjá nánar á blaðsíðu 24.
Bílasalan-
um sleppt
BÍLASALANUM, sem setið hefur
í gæzluvarðhaldi grunaður um
stórfelld svik f bflaviðskiptum,
var sleppt f gærkvöldi. Hann
hafði setið f Sfðumúlafangelsinu f
rétta viku.