Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 13 Afmœliskveðja: Guðbjörg Guðmunds- dóttir frá Seyðisfirði Á síöari áratugum hefur hug- takið stéttaskipting á Islandi stundum borið mjög á góma i opinberum umræðum hérlendis. Sýnist þá oftlgea sitt hverjum eins og gengur, og hafa menn skipzt í tvo mjög andstæða hópa í afstöðu sinni til þess, hvort þetta annars- alkunna evrópska þjóðfélagsfyrir- brigði sé yfirleitt til hér á landi. Sumir fullyrða, að íslenzkt þjóð- félag skiptist nákvæmlega í stéttir eftir atvinnu manna rétt eins og tíðkast í öllum öðrum Evrópulönd- um og reyndar víðar. Oft hefur þó mátt ráða vissa pólitíska ósk- hyggju bak við þær fullyrðingar. Aðrir og gætnari menn vilja aftur meina, að starfsskipting íslend- inga stíi þjóðinni engan veginn sundur í slíka andstæða hópa eins og enn þann dag í dag tíðkast í stéttskiptum þjóðfélögum ekki einungis i Evrópu heldur víðast hvar í heiminum. Þar er enn algengt og þykir eðlilegt, að mannleg og menningarleg sam- skipti verði sáralítil eða alls engin milli fólks af ólíkum þjóðfélags- stéttum, þótt af sama þjóðerni sé. Sú íslenzka hefð og það lífsvið- horf að meta einstaklinginn fyrst og fremst eftir manngildi hans, eðliskostum og persónuleika, en síður eftir atvinnu og tekjuöflun, hefur verið þessari þjóð hin mesta gæfa, og þetta íslenzka viðhorf gæti sannarlega verið mörgum öðrum þjóðfélögum til beinnar fyrirmyndar. í dag er Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Austurgerði 10 hér í borg, áttræð. Hún er íslenzk alþýðukona og íslenzkur höfðingi í einni og sömu persónu; henni hefur alls ekki orðið skotaskuld úr því að sanna það dagsdaglega bæði í atgervi og verki á löngum starfs- ferli, að allar tilraunir þjóðfélags- fræðinga og pólitíkusa til að skipa íslendinga í þjóðfélagsstéttir eða -hópa stranda á persónuleikanum sjálfum. Þau störf, sem Guðbjörg hefur stundað um ævina, eru þæði mörg og margvísleg, og alltaf unnin af trúmennsku og af djúpri virðingu fyrir vinnunni sjálfri. Fyrir utan það lítilræði að sjá um sitt eigið stóra heimili á Seyðis- firði og koma 6 börnum til manns, voru sífelld störf á heimilum annarra, fiskvinna á reitunum, ræstingar sem fast starf, stór- þvottar á mörgum mannmörgum heimilum, fæðissala og sífelld störf að félagsmálum ýmiss konar í meira en 5 áratugi. Og inn á milli var svo tekið eitt og eitt barn í fóstur í eitt ár, tvö eða þrjú, eftir því sem ástæður aðstandenda barnsins voru. Hún hefur alla tíð unnið hörðum höndum. Vinnan er henni í senn nautn, skylda og nauðsyn. Æðsta köllun Guðbjarg- ar í þessari jarðnesku tilveru er að gera öðrum allt það gagn og allt það gott sem kraftar hennar frekast leyfa. En hvað þá með hana sjálfa og hennar eigin hagsmuni? kynni einhver að spyrja. Guðbjörg mundi áreiðanlega hlæja dátt, ef þessi spurning væri borin upp við hana: „Verið ekki áhyggjufullir um líf ykkar, hvað þið eigið að eta eða hvað þið eigiö að drekka eða hverju þið eigið að klæðast. Gefið gaum að liljum vallarins, hvérsu þær vaxa; þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur, en jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki búinn sem ein þeirra ... Fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en í morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða ykkur, þið lítiltrúaðir?" Foreldrar Guðbjargar voru þau hjónin Arnbjörg Jónsdóttir, ættuð frá Melshúsum á Akranesi og Guðmundur Erlendsson bátasmið- ur, sonur Erlends stórbónda á Jarðlangstöðum í Borgarhreppi á Mýrum. Þau hjón stofnuðu heimili á Seyðisfirði skömmu fyrir alda- mótin og varð 8 barna auðið, en af þeim komust aðeins tvö til fullorðinsára, hin 6 dóu flest í æsku, en ein dóttir þeirra, Guðrún, andaðist rétt um tvítugsaldur. Guðbjörg er fædd á Seyðisfirði 2. nóvember 1898, en Erlendur bróðir hennar, nú búsettur í Kópavogi, er nokkrum árum yngri. Þau systkin- in voru alin upp á góðu og guðhræddu heimili og þágu þar sitt aðal veganesti fyrir síðari lífsleið: guðsótta, trú á göfgi mannsins, vinnusemi og aftur vinnusemi, sparnað og nýtni. Þetta var þeim innrætt rækilega, systkinunum. Sem barn var hún send til sumardvalar upp í Finnsstaði í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði, og hjá Jóni á Finnsstöðum og fjöl- skyldu hans átti hún góðu einu að mæta og hefur minnst Finnsstaða- fjölskyldunnar æ síðan með mikilli hlýju og vinsemd, og Héraðið sjálft á alltaf sérstök ítök í huga hennar. Daginn eftir að hún fermdist hjá síra Birni á Dvergasteini í Seyðisfirði, var hún ráðin til starfa á heimili Friðriks Wathnes, sem bæði var með fjölmennari og menningarlegri heimilum í Seyðis- fjarðarkaupstað á þeim árum. Á því heimili mótaðist Guðbjörg líkt og í góðum skóla, nam þar margt bæði til munns og handa, og öðlaðist sennilega meiri félagsleg- an þroska og meira víðsýni hjá þessari góðu og velmenntuðu fjölskyldu heldur en margt ungt fólk á hennar reki, þótt gengið hefði í formlegri skóla innanlands eða utan. I því umhverfi og samfélagi, þar sem Guðbjörg ólst upp sem barn og unglingur, var hvorki að finna deyfð né drunga. Á áratugunum um og eftir aldamótin síðustu átti Seyðisfjörður allmarga mikla og glöggskyggna athafnamenn; at- vinna var þar næg og bæjarlífið fjörugt og fjölbreytt. Strax sem unglingur sá Guðbjörg fyrir sér hverju dugnaður og þor einstakl- ingsins gat áorkað við að þoka íslenzkum atvinnuvegum stöðugt í framfaraátt og gera þá þjóðar- heildinni arðbærari. Séyðisfjörður var á þessum árum í beinni og nánari tengslum við meginland Evrópu en flestir aðrir staðir á íslandi, því skipin sigldu oftast beint á milli Seyðisfjarðar og hinna ýmsu hafna í Evrópu. Margs konar menningarlegar hræringar bárust því furðu fljótt til Aust- fjarða yfir pollinn frá Evrópulönd- um, og þá einkum til Seyðisfjarð- ar: Ný pólitísk viðhorf, félagsleg samtök verkamanna, ný tækni, nýr hugsunarháttur og — ný tízka. Atorkumenn frá frændþjóð okkar, Norðmönnum, höfðu sezt að á Seyðisfirði og boðuðu austfirðing- um nýja tíma í útvegs-, verzlunar- og öðrum atvinnumálum. I broddi fylkingar var Wathne fjölskyldan, sem Guðbjörg átti eftir að hafa náin og góð kynni af. Hjá Wathnesfjölskyldunni var Guð- björg alls um 6 ára skeið eða allt til tvítugs. Þau bönd gagnkvæmr- ar vináttu og virðingar, sem hún á unga aldri tengdist þessu góða fólki, hafa aldrei rofnað síðan. Árið 1918 giftist Guðbjörg Jóni Árnasyni skipstjóra, og bjuggu ungu hjónin fyrstu búskaparár sín á Seyðisfirði, um 1921 fluttust þau búferlum til Mjóeyrar við Eski- fjörð, en Jón var þá skipstjóri á skipi, sem gert yar út þaðan. Eftir um þriggja ára búsetu á Eskifirði fluttust þau aftur heim til Seyðis- fjarðar, og árið 1929 keyptu þau hjónin húseignina Austurveg 13 á Seyðisfirði, og þar bjó þessi stóra og glaðværa fjölskylda í 18 ár. Enn þann dag í dag muna eldri Seyðfirðingar þetta hús sem hið gamla heimili Jóns og Boggu. Þau hjónin eignuðust 6 börn, sem öll komust upp og urðu góðir og nýtir menn. Elzti sónur þeirra, Geir, fæddist 1919, hann er nú búsettur í Seattle í Bandaríkjunum. Jakobína, f. 1921, Arnbjörg, f. 1923, Guðmundur, f. 1925, Bjarni, f. 1928, — hann er einnig'búsettur í Seattle —, yngstur er Jónas, f. 1942. Öll eru börnin fædd á Seyðisfirði, nema Arnbjörg, sem fæddist á Eskifirði. Fjögur þeirra eru búsett hér í borginni. Guðbjörg hóf snemma afskipti af félagsmálum og vann þegar sem ung kona mikil störf fyrir verka- lýðsfélagið Fram á Seyðisfirði, auk starfa í kvenfélagi bæjarins. Þau Guðbjörg og Jón fluttust búferlum til Reykjavíkur árið 1946 og bjuggu fyrstu tvö árin hér í bæ að Vesturgötu 22, en um tveim árum síðar fluttust þau í nýbyggt hús á Nesvegi 50, sem þau byggðu ásamt Guðmundi syni sínum. Eftir að til Reykjavíkur kom urðu afskipti Guðbjargar af félagsmálum enn meiri en áður. Hún gekk í verkakvennafélagið Framsókn, Alþýðuflokksfélagið og Kvenfélag Alþýðuflokksins og öll þessi félög hafa notið mikils góðs af störfum hennar gegnum árin. Þá hefur hún um langt árabil verið virkur meðlimur í Félagi aust- firzkra kvenna í Reykjavík og verið formaður í basarnefnd þess félags í marga áratugi. Þing Alþýðusambands Islands hefur hún setið í um 20 ára skeið. I félaginu Vernd hefur hún verið frá upphafi þess. Allt hennar líf hefur verið eins konar krossferð gegn rangsleitni innaa þjóðfélagsins og gegn hvers konar kúgun á þeim, sem á einhvern hátt mega sín minna í samfélaginu. I þeirri ævilöngu baráttu fyrir göfugum málstað hefur Guðbjörg aldrei látið deigan síga, og alltaf þótt það sjálfsögð skylda sín að hlaupa persónulega undir bagga með þeim, sem á einhvern hátt stóðu höllum fæti. Hvar sem var og hvenær sem var. Vafalaust fylla vinir þessarar konu og kunningjar um land allt þúsundin tvö og vel það, en engum þeirra mundi svo mikið sem koma til hugar að reyna að marka Guðbjörgu Guðmundsdóttur ein- hvern þjóðfélagslegan bás eða stétt. Það væri þá helzt að menn teldu þessa konu vera nokkurs konar þjóðfélagslega stétt út af f.vrir sig, engri annarri lík. Til þess er persónan nægilega stór í sniðum, svo margþætt hennar ævistarf, svo margslungin þau tengsl sem liggja á milli hennar og fjölda landa hennar, fátækra sem ríkra, mektugra sem lítils megandi í þessu litla þjóðfélagi okkar. Á áttræðisafmælinu í dag er Guðbjörg enn sem fyrr óvenju fríð kona, hávaxin og beinvaxin, höfðingleg í fasi og kvik í hreyf- ingum. Af allri hennar persónu stafar birtu og lýsir óendanleg góðsemi, sem laðar alla, jafnt unga sem aldna, að henni og hennar heimili. Hún treystir Guði og berst sífellt hinni góðu baráttu við að milda allt sitt umhverfi, líkna öðrum og bæta mannlífið. Megi Island ætíð eignast margar svo góðar dætur sem hána og svo hollar hendur sem hennar. Lif þú heil, góða frændkona! H.V. Morgunhaninn f rá philips

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.