Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Askell Einarsson, framkv.stj. FSN: Starfsmannahald ríkisins eykst um- fram þjóðarfjölgun 71% ríkisstarfsmanna búsett á höfuðborgarsvæðinu í SKÝRSLU Iramkvæmdastjóra Fjóróunj;ssamhands Norðlend- intía- Askels Einarssonar, kom m.a. fram, að rétt til þingsetu nú ættu 40 fulltrúar. sem ekki áttu sa-ti á síðasta fjórðunjísþin>;i. Sýndi þetta verulega endurnýjun í sveitarstjórnum nyrðra cn um 90 fulltrúar áttu sæti á fjórðungsþinginu. P'jórðunKssamband Norðlendinsa. nær til yfir 60 sveitarfélaKa ok 6 sýslufélaKa. Það hefur starfað í 33 ár og þetta er 20. þing þess. I>inKhaldið er flutt milli héraða árlega. Sama hefð er komin á um val formanna samhandsins. Æðsta stjórn samhandsins á milli þinga cr í hiindum fjórðunKsráðs, sem skipað er 12 mönnum. sex úr hvoru kjiirda'mi fjórðungsins. Innan fjórðunKsráðs starfar fjórðunKsstjórn þrÍKgja manna. Ilvert fjórðunssþinK kýs ok milliþinKanefndir í málaflokkum. sem hverju sinni eru efst á baugi Framkvæmdastjórinn rakti síöan í ítarlegu máli starfssvið sambandsins liðið starfsár. Þeir málaflokkar, sem hæst bar í greinargerð hans, voru: byggða- þróun, dreifing þjónustustarf- semi, könnun á stöðu þjónustu og viðskiptagreina, iðnþróun á Norðurlandi, starf fræðsluskrif- stofa, safnamál, ferðamál, sam- starf landshlutasamtaka, starfsreglur Jöfnunarsjóðs, verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga og gerð fjárhagsáætlana og reikninga FSN. Dreifing pjónustustarfsemi Um þetta atriði sagði framkv.stj. efnislega: Þriðjung- urinn af því vinnuafli, sem kemur á vinnumarkað, leitar til opinberrar þjónustu. Þetta hlut- fall fer yfir 40% í Reykjavík. Stöðugildum hjá ríkinu, sem ná yfir fastráðið starfsfólk, hefur fjölgað um 918 eða 7,8% á árabilinu 1975—1978. Á þessu tímabili fjölgaði þjóðinni um í starfsemi FSN. 2,7%. Fastráðnum starfsmönn- um ríkisins fjölgar þvi um þrefalda þjóðarfjölgun. íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði á þessum árum um 1,6% en fastráðnum ríkisstarfsmönnum um 6,8%. — Þetta er fjórföld aukning miðað við íbúahlutfall. Þetta sýnir tvennt. I fyrsta lagi að ríkisbáknið dregur til sín meira vinnuafl en nemur eðli- legri aukningu í vinnuafli og í öðru lagi að Reykjavik dregur til sín um 62% af nýju vinnuafli á vegum ríkisins. Rakti fram- kvæmdastjórinn hvern veg þessi aukning skiptist á milli ráðu- neyta. Sagði hann að 71% ríkisstarfsmanna hafi búsetu á höfuðborgarsvæðinu en þar væru búsett 53,2% þjóðarinnar. Það væri því ekki óeðlilegt þótt strjálbýlið gerði vaxandi kröfu til dreifingar opinberrar þjón- ustu, til samræmis við eðlilegt byggðajafnvægi og þjónustu- þarfir þess. Þá kom fram í máli Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri FSN. framkv.stj. að dr. Vilhjálmur Lúðvíksson hefði verið ráðinn til að annast iðnþróunaráætlun fyrir Norðurland, sem nú er í undirbúningi. Með tilliti til þess að hann gegni nú störfum framkv.stj. Rannsóknaráðs rík- isins geti svo farið að einhver röskun verði á þessu verkefni. Gagnasöfnun verði á vegum FSN. Önnur vinna verður í höndum samstarfshóps, undir leiðsögn Vilhjálms. Með honum í þessum hópi verða: Hörður Jónsson, verkfr. hjá Iðntækni- stofnun (sem flutti erindi á þinginu um þetta efni) og Sigurður Guðmundsson hjá byggðadeild Framkvæmda- stofnunar. Fjórðungsráð Norðlendinga: Sveitarstjórinn á Skagaströnd formaður LÁRUS Ægir Guðmunds- son, sveitarstjóri á Skaga- strönd, var kjörinn formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga á fjórðungsþinginu á Blönduósi, sem háð var dagana 29,—31. október sl. Aðrir kjörnir fulltrúar í fjórðungsráð voru: • 1) Úr Norðurlandskjör- dæmi vestra: Þorður Skúlason, Hvammstanga, Jón ísberg, Blönduósi, Jóhann Salberg Guðmundsson, Sauðárkróki, Jón Karlsson, Sauðárkróki, og Lárus /E. Guðmundsson formaður FSN. Bjarni Þór Jónsson, Siglu- firði. • 2) Úr Norðurlandskjör- dæmi eystra: Pétur Már Jónsson, Ólafsfirði, Valdimar Bragason, Dalvík, Helgi M. Bergs, Akureyri, Bjarni Aðalgeirsson, Húsavík, Sigurður Gizurarson, Húsavík, og Björn Guðmundsson, Lóni, N-þing. Þingið kaus að venju allnokkrar milliþinga- nefndir, er starfa ásamt fjórðungsstjórn og fjórðungsráði milli fjórðungsþinga. Form. Samb. ísl. sveitarfélaga: Jón Tómasson, nýlega kjörinn formaður Sambands ísl. sveitar- félaga, sótti heim fjórðunKsþing Norðlendinga. Hann ávarpaði sveitarstjórnarmenn við þing- setningu. Niðurlag ávarps hans fer hér á eftir. Sveitarfélögin eiga nú að mín- um dómi fyrst og fremst einn óvin og nú, sem gjarnan fyrr, aöallega einn mótherja. Óvinurinn er verðbólgan, mótherjinn er ríkis- valdiö. Verðbólgan er enginn einka- óvinur sveitarfélaganna. Hún er einnig höfuöóvinur ríkisvaldsins og raunar alls þorra landsmanna. En verðbólgan leikur þó sveitar- félögin verr en flesta aðra. Tekjur sveitarfélaga fylgja ekki verðlags- þróun nema að óverulegum hluta. Helztu tekjustofnarnir, útsvörin og aðstöðugjöldin og raunar einn- ig fasteignagjöldin, eru á verð- bólgutímum miðuð við löngu-úrelt Jón Tómasson, formaður Sam- bands fsl. sveitarfélaga. r „Ovinurinn er verdbólgan — mótherjinn er ríkisyaldið,, verðlag. Hér skilur á milli og verðtryggðra tekjustofna ríkis- sjóðs og jafnvel einnig lands- manna flestra, sem að jafnaði fá ýmist vísitölubætur á laun sín eða hækkað verðlag á þjónustu sinni eða framleiðslu. Sveitarfélögin hafa því öðrum aðilum fremur orðið að takast á við verðbólguna og skera niður fjárveitingar til að brúa bil gjalda og tekna, þótt víst verði að viðurkenna, að víða hafi verið stofnað til skulda og sums staðar jafnvel úr hófi. Af þessum sökum eiga nú mörg sveitarfélög, og e.t.v. einkum hin stærri meðal þeirra, við veruleg fjárhagsvandamál að stríða. Á það hefur verið bent, að hámarks- heimild til útvarpsálagningar, sem 1972 var ákveðin 11%, þýddi í raun miðað við verðbólguna frá síðasta ári og eftiráinnheimtu milli 7 og 8% álagningu, og rætt hefur verið um að veitt verði heimild til hækkunar á álagn- ingarhlutfallinu í samræmi við verðlagsþróun hvers árs. Þá hefur einnig verið bent á, að tekjur Jöfnunarsjóðs skerðast verulega, eða um rúml. 100 millj. kr., á þessu ári og sennilega um 450 millj. kr. á næsta ári, eða um 2 þús. kr. á hvern íbúa, vegna niðurfellingar á söluskatti af ýmsum vörutegund- um. Til að bæta þennan tekjumissi hefur verið itrekuð sú skoðun sveitarstjórnarmanna, að Jöfnunarsjóður fái hlutdeild í öllum söluskattsstigunum 20 i stað 18 stiga eins og nú er. Afstaða sveitarstjórnarmanna til staðgreiðslu opinberra gjalda hef- ur verið mörkuð, en Ijóst er, að á verðbólgutímum mun slíkt álagn- ingar- og innheimtufyrirkomulag mjög bæta fjárhagsstöðu sveitar- félaga að því tilskildu, að kerfið reynist virkt í framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn telja því jákvætt, að málinu hafi verið hreyft á Alþingi, en eru samt í grundvallaratriðum ósammála lagafrumvarpinu, eins og það var lagt fram s.l. vor, og telja m.a. með öllu óaðgengilegt að fela rjkisvaldinu alla framkvæmd og stjórn innheimtunnar, án þess að sveitarfélögunum verði jafnframt tryggð skil á hlutfallslegum greiðslum samkvæmt fjárhags- áætlunum sínum, að sjálfsögðu þó með þeim fyrirvara, að slíkar áætlanir séu í takt við raunveru- leikann. Eg sagði áðan, að helzti mótherji sveitarfélaganna nú sem oft fyrr væri ríkisvaldið. Þetta var ekki sagt í neikvæðri merkingu, heldur leiðir það nánast af eðli máls, að um flest hagsmunamál sín, hvort heldur er á sviði verkefna eða tekjuöflunar verða sveitarfélögin að eiga glímu við ríkisvaldið. Og um þau mál, sem ég nú hef rakið og varða fjármál sveitarfélaga og raunar mörg önnur, sem til umfjöllunar voru á landsþingi sambandsins í síðasta mánuði og ég ætla ekki að rekja nánar nú hefur stjórn sambands- ins þegar átt viðræður við fulltrúa ríkisvaldsins og mun halda þeim áfram á næstunni. Sveitarstjórnarmönnum eru öllum ljóst, að ríkissjóður á einnig við verulegan fjárhagsvanda að glíma, og út af fyrir sig er það ekki okkar mál að fjalla um á hvern hátt þar verður brugðist við svo fremi að það verði ekki gert á kostnað hagsmuna sveitarfélaga, hvorki með því að ganga á þær fjáröflunarleiðir eða á þá tekju- stofna, sem sveitarfélögin hafa haft að lögum, eða með því að velta ákveðnum þáttum ríkisút- gjalda að öllu eða hluta yfir á sveitarfélög, án þess að ætla þeim tekjur á móti og jafnvel í andstöðu við markaða stefnu í verkefna- skiptingarmálum, og heldur ekki með því að gera sveitarfélögin að innheimtuaðilum fyrir vissa tegund ríkistekna. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að um þessi mál öll verða sveitarstjórnarmenn að vera á varðbergi og um leið og við æskjum að sjálfsögðu góðs samstarfs við ríkisvaldið um lausn þeirra, hljótum við einnig að efla stöðu okkar og styrk með því að standa saman, með því að milli hagsmunasamtaka okkar, hvort sem þau starfa á landsvísu eða í þágu einstakra landshluta, ríki gagnkvæmt traust og samvinna. Með þessum orðum óska ég fjórðungsþinginu heilla í störfum um leið og ég færi því kveðjur og árnaðaróskir Sambands ísl. sveitarfélaga og endurtek þakkir mínar fyrir boðið að vera hér á meðal ykkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.