Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
272. tbl. 65. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 28. NÖVEMBER 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stjórnarfrumvarp um vísitöluskeróingu:
8% „kauprán” og
6,12% kauphækkun
Stefnt að 5% hámarkshækk-
un launa 1. marz „í samráði
við aðila vinnumarkaðarins”
RÍKISSTJÓRN Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks lagði fram á Alþingi í
gær lagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir 8% „kaupráni“ og 6,12% kauphækkun hinn 1. desember
nk. Svo sem kunnugt er átti kaupgjaldsvísitalan að hækka um rúmlega 14% hinn 1. desember
nk. samkvæmt gildandi kjarasamningum en ákvæði þessa frumvarps, sem stefnt er að
afgreiðslu á frá Alþingi fyrir mánaðamót munu valda því, að kaupgjaldsvísitalan hækkar um
6,12% um mánaðamót í stað rúmlega 14%. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
spurði á Alþingi í gær hvar nú væru viðbrögð þeirra manna, sem í vetur hefðu efnt til ólöglegra
verkfalla og útflutningsbanns og bætti því við að breytt afstaða þeirra þjónaði nú öðrum
stjórnvöldum. I Iagafrumvar
eftirfarandi hættii
• Ríkisstjórninni er heimilt að
auka niðurgreiðslur sem svar
ar 3% af verðbótavísitölu
þeirri, sem gildi fram að 1.
desember 1978.
• Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir lagasetningu til
lækkunar skatta og gjalda á
lágtekjufólki, sem metnar eru
sem 2% af verðbótavísitölu.
• Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir aðgerðum og laga-
setningu til félagslegra um-
bóta, sem metnar verði til
kjarabóta, sem svarar 3% af
verðbótavísitölu.
• Bætur almannatrygginga aðr
tiu er lagt til, að þessu 8%
ar en fæðingarstyrkur skulu 1.
des og 1. marz nk. hækka um
sama hlutfall og laun verka-
manna þessa daga. Fjárhæð
uppbótar á lífeyri, tckjutrygg-
ingar og hcimilisuppbótar skal
hækka um 9% 1. desember.
I greinargerð með lagafrum-
varpinu kemur fram, að ríkis-
stjórnin stefnir að því að beita sér
fyrir áframhaldandi „kaupráni"
hinn 1. marz nk. þannig að laun
hækki þá ekki um meira en 5% að
því er virðist án tillits til þess hver
vísitöluhækkun verður þá. Þess er
getið, að þetta skuli gert í samráði
við aðila vinnumarkaðarins. í
„kaupráni" verði mætt með
greinargerðinni er ennfremur lýst
yfir því, að breyta eigi vísitölu-
viðmiðun launa fyrir 1. marz nk.
„að höfðu samráði við
fjölmennustu heildarsamtök
launafólks", og gert er ráð fyrir, að
vísitölunefnd skili tillögum fyrir
15. febrúar n.k. „sem unnt verði að
byggja á í þessu sambandi".
Þá kemur fram í greinargerð, að
beita eigi áfram ströngu verðlags-
eftirliti og að fleiri vörutegundir
verði settar undir hámarksverð-
ákvæði. Sagt er að heimilaðar
verðhækkanir eftir 1. des. n.k.
verði miðaðar við 4—4%%
kauphækkun hið mesta.
þessu tilefni var: „Ég virði
ákvörðun Fukuda."
Sérfræðingar telja að í kjölfar
yfirlýsingar Fukuda verði eftir-
leikurinn léttur fyrir Ohira og
hann verði kosinn formaður
flokksins og verði forsætisráð-
herra.
Símamynd AP.
Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er um þessar
mundir í París og var þessi mynd tekin þegar forsetinn
fyrrverandi hélt til Charles de Gaulle stofnunarinnar.
Tokyo, 27. nóvembor. AP
ALLAR líkur benda nú til þess að
nýr forystumaður taki við í
Frjálslynda flokknum í Japan, í
kjölfar yfirlýsingar Takeo
Borgarstjóri
San Francisco
myrturígær
San Francisco. 27. nóvember. AP.
GEORGE Moscone, borgar-
stjóri San Francisco, og einn
ráðgjafa hans, Ilarvey Milk,
voru skotnir til bana á borgar
stjórnarskrifstofunum í dag,
segir í frétt frá borgaryfirvöld-
um.
Vegna þessa handtók lögregl-
an fyrrverandi ráðgjafa borgar-
stjórans, Dan White, sem sagði
upp störfum fyrr í mánuðinum
en snérist síðan hugur og bað
Moscone um endurráðningu.
Moscone hafnaði beiðni hans og
ætlaði að tilnefna eftirmann
hans seinna í vikunni.
Fukuda íorsætisráðherra þess
efnis, að hann muni ekki sækjast
eftir formennsku í flokknum og
forsætisráðherraembætti vegna
óvænts ósigurs hans í prófkjöri
innan flokksins sem fram fór um
helgina.
í prófkjöri flokksins um helgina
sem er hið fyrsta í sögu japanskra
stjórnmála varð Fukuda að láta í
minni pokann fyrir keppinaut
sínum, Masayoshi Ohira.
Strax og úrslit lágu fyrir í
prófkjörinu sagði Fukuda á fundi
með fréttamönnum að hann myndi
draga sig út úr kosningunum um
formannsstöðu flokksins sem fram
fara á föstudag innan þing-
flokksins, sem telur 378 þingmenn.
— Hinn 73 ára gamli forsætisráð-
herra sagði: „Ég var mjög undrandi
á úrslitunum, en herforingi sem
tapað hefur orustu talar ekki um
hana.“
í prófkjörinu fékk Ohira 748
atkvæði en Fukuda 638 og nokkur
atkvæði féllu Yasuhiro Nakasone í
skaut. — Eina sem hinn nýbakaði
sigurvegari Ohira vildi segja af
Fukuda víkur úr
ráðherraembætti
Teng verður ekki
forsætisráðherra
Pekinx, 27. nóv. Reuter. AP.
TENG Hsiao Ping. aðstoðarfor-
sætisráðherra Kína, sagði í við-
tali við handarískan blaðamann í
dag að honum hefði vcrið boðin
staða forsætisráðherra í stað Ilua
Kuo-Fengs en neitað henni sakir
aldurs.
Ekki vildi Teng ræða um það
hvort honum hcfði verið boðin
staða formanns kínverska komm-
únistaflokksins í stað Hua en
mjög sterkar raddir þar að
lútandi hafa heyrzt að undan-
förnu.
Barátta þessara tveggja valda-
mestu manna í Kina hófst fyrir
um viku síðan þegar veggspjöld
fóru að birtast í Peking með
áletrunum þess efnis að ef til vill
hafi sú ráðstöfun að setja Hua í
embætti formanns og forsætisráð-
herra við fráfall Maos verið á
misskilningi byggð.
í viðtalinu við Teng sagði hann
ennfremur að æðsta forysta
flokksins m.vndi koma saman
innan tíðar og ræða framtíðarmál
flokksins og landsins sjálfs.
Sjái Valdabarátta á vegg-
spjöldum bls. 29.