Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Tillögur um skipulag orkumála Skipulagsnefnd orkumála í janúar 1977 skipaði þáveranði iðnaðarráðherra, Gunnar Thor- oddsen, nefnd til að endurskoða orkulög og gera tillögur um heildarskipulag og yfirstjórn orkumála. I nefnd þessa voru skipaðir eftirtaldir menn: Aðal- steinn Guðjohnsen, formaður Sambands ísl. rafveitna, Gísli Blöndal, hagsýslustjóri, Helgi Bergs, formaður stjórnar Raf- magnsveitna ríkisins, Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. sveit- arfélaga, Páll Flygenring, ráðu- neytisstjóri, Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins og Þor- valdur Garðar Kristjánsson, for- maður Orkuráðs og var hann jafnframt skipaður formaður nefndarinnar. Hinn 5. janúar 1978 skipaði ráðherra Þórodd Th. Sigurðsson settan orkumálastjóra í nefndina til 28. febrúar 1978, í stað orkumálastjóra, sem þá var í orlofi erlendis. Nefndin lauk störfum í byrjun októbermánaðar 1978 og hafði þá samið frumvarp til nýrra orkulaga ásamt frumvarpi til laga um Rafmagnseftirlit ríkisins og frum- varp til laga um jarðboranir ríkisins. Viðfangsefni nefndarinnar var að gera tillögur um skipulag orkumála. Störf nefndarinnar tóku mið af mikilvægi þessara lögð sé fyrir Alþingi og gegna á mikilvægu hlutverki við stefnu- mótun í orkumálum. Orkuvinnsla og orkudreifing Tillögur nefndarinnar, sem varða orkuvinnslu og orkudreif- ingu, hafa það meginmarkmið að komið verði við sem mestri hag- kvæmni í framkvæmdum og rekstri í orkubúskap þjóðarinnar. Tiigangurinn með því er að stuðla að sem beztri hagnýtingu orkulinda landsins, svo að full- nægt verði orkuþörf með innlend- um orkugjöfum og við sem lægstu og jöfnustu orkuverði um allt land. Mismunandi skoðanir v ru á því, hvaða skipulag raforkuvinnslunn- ar stuðli bezt að þessum markmið- um. Hins vegar voru nefndarmenn sammála um, að fyrirtæki sveitar- félaga eða sameignarfélög ríkis og viðkomandi sveitarfélaga hafi á hendi raforkudreifingu og rekstur hitaveitna hvert í sínu umdæmi. Ekki er þó útilokað, að þessi landshlutafyrirtæki annist einnig raforkuvinnslu. Mismunandi skoð- anir voru á því, í hve ríkum mæli slíkt væri æskilegt, svo sem ég mun síðar koma að. Landshlutafyrirtæki Nefndin gerði ekki tillögur um skipulag eða form landshlutafyrir- tækja né um bein fyrirmæli í lögum um, að þau skuli sett á fót. Leiðir það af eðli málsins. Þátt- taka sveitarfélaga í landshlutafyr- Orkumálaáætlun Er þá fyrst til að taka að lagt er til, að meginmarkmið í orkumál- um þjóðarinnar skuli sett fram í sérstakri orkumálaáætlun, er taki til tíu ára tímabils hið minnsta. Ráð er fyrir gert, að ráðherra leggi slika áætlun fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu og skuli áætlunin endurskoðuð á fjögurra ára fresti eða oftar, ef ráðherra þykir tilefni til. I orkumálaáætlun skal gerð grein fyrir orkunotkun þjóðarinnar á áætlunartímabilinu, nýtingu á orkulindum landsins, innflutningi orkugjafa og verð- lagningu á orku. í áætluninni skal í megindráttum gerð grein fyrir fjármagnsþörf á timabilinu, bæði til fjárfestingar í orkumannvirkj- um, til rekstrar þeirra og til innflutnings á orkugjöfum. Þar skal ennfremur rekja önnur þau atriði, er máli skipta við ákvarð- anatöku um áætlunina. Þá skal ráðherra árlega leggja fyrir Al- þingi skýrslu um framvindu orku- málaáætlunar. Hér er um að ræða nýmæli í orkulögum, þar sem gert er ráð fyrir, að meginmarkmið í orku- málum þjóðarinnar verði sett fram í sérstakri orkumálaáætlun til langs tíma. Með tilliti til reynslunnar má halda því fram, að á fáum eða engum sviðum opin- berra fjármála sé þörfin brýnni fyrir vandaðan undirbúning ákvarðanatöku en í orkumálum og kemur þar einnig til, að einstakar orkuframkvæmdir eru oft mjög fjárfrekar. Löggjafinn hefur áður starfsháttum Orkustofnunar. Er þar um að ræða ýmis nýmæli, auk þess sem við kemur orkumálaáætl- uninni og áður getur. Þar er t.d. um að ræða bein ákvæði um, að við rannsóknir um hagkvæma nýtingu orkugjafa skuli sérstök áherzla lögð á aðgerðir til orkusparnaðar. Ennfremur að rannsaka skuli með hverjum hætti innfluttir orkugjaf- ar verði hagnýttir í orkubúskap þjóðarinnar með sem mestri hag- kvæmni. Þá er það og nýmæli, að Orkustofnun skuli uppfræða al- menning um það, sem orkunotend- um má koma að gagni. Gert er ráð fyrir, að þessi þjónusta Orkustofn- unar sé veitt í samvinnu við orkuveitur og samtök þeirra. En jafnframt því sem lögð eru ný verkefni á herðar Orkustofnunar þá er hún leyst undan öðrum verkefnum. Þannig er lagt til, að Rafmagnseftirlit ríkisins verði tekið undan Orkustofnun, sem hefir haft í umboði ríkisstjórnar- innar yfirumsjón með eftirliti af hálfu ríkisins með því, að fullnægt sé ákvæðum laga um varnir gegn hættu og tjóni af raforkuvirkjun- um. þy^ic þetta umsjónarstarf ekki eiga heima í verkahring Orkustofnunar og ekki sam- ræmast þeirri stefnu, sem nefndin vill hafa, þ.e. að hnitmiða störf stofnunarinnar við meginhlutverk hennar. Þá eru Jarðboranir ríkis- ins teknar undan rekstrarstjórn Orkustofnunar. í stað þess að Orkustofnun annist rekstur Jarð- borana ríkisins, eins og verið hefur, er gert ráð fyrir að stjórn ráðsins, en hin verkefni þess. Gert er ráð fyrir, að Orkuráð verði skipað sjö mönnum í stað fimm, sem verið hafa, og sjö varamönnum, sem engir hafa verið. Þá er Orkuráði ætlað að fylgjast með gerð og hafa eftirlit með framkvæmd orkumála- áætlunar þeirrar, sem áður getur, auk þess sem Orkuráð hafi á hendi stjórn Orkusjóðs, svo sem verið hefur. Ennfremur er að finna tillögur til breytinga á starfs- háttum og valdsviði Orkuráðs. Rafmagnsveitur ríkisins Ein af meginbreytingum þeim, sem felast í tillögum nefndarinnar er sú, að heimilað verði að afhenda raforkuver og dreifikerfi Raf- magnsveitna ríkisins til annarra orkufyrirtækja. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að Rafmagnsveit- ur ríkisins verði lagðar niður jafnóðum og aðstæður leyfa. Leiðir þetta af því, að rétt þykir, svo sem áður greinir að lands- hlutafyrirtæki hafi á hendi raf- orkudreifinguna. Verður þá ekki ástæða til að halda áfram rekstri Rafmagnsveitna ríkisins til orku- vinnslu, þar sem önnur orkufyrir- tæki með aðild ríkisins verði fær um slíkt. Með tilliti til þessa er ríkisstjórninni veitt heimild til þess að láta af hendi eignir Rafmagnsveitna ríkisins til annarra orkufyrirtækja í landinu með þeim skilmálum sem um semst. Mismunandi skoðanir eru á því, hver þau orkufyrirtæki skuli Ræða flutt á vetrarfundi Sambands íslenzkra rafveitna — Fyrri hluti mála fyrir þjóðarbúskapinn í bráð og lengd. Tillögur þær, sem gerðar voru, mótast og af víðfeðmi þess viðfangsefnis, sem hér er við að fást. Greinast þessar tillögur í tvo meginþætti, annars vegar þær sem varða rannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýtingar þeirra, hins vegar þær sem varða orkuvinnsluna og dreifingu orkunnar. Rannsóknir og stefnumótun Það hefur verið hlutverk Orku- stofnunar að annast þann þátt orkumála, sem við kemur rann- sóknum og skyldum viðfangsefn- um. Taldi nefndin það vera grund- vallaratriði í framkvæmd orku- málanna, að þau verkefni, sem Orkustofnun væri falið að sjá um, færu vel úr hendi. Nefndin vildi því, að Orkustofnun hefði sem bezt tök á að gegna sínu mikilvæga hlutverki. Þær tillögur nefndar- innar, sem varða Orkustofnun miða í meginatriðum að því tvennu, að 1) hnitmiða verksvið stofnunarinnar við rannsóknar á orkulindum landsins, áætlunar- gerð um orkubúskapinn og aðstoð og ráðgjöf um stefnumótun í orkumálum, 2) efla áhrifavald stofnunarinnar og þátt hennar í heildarstjórn orkurnála. Með tilliti til þessa lagði nefndin annars vegar til, að sú starfsemi, sem nú heyrir undir Orkustofnun í einu eða öðru formi, en varðar ekki meginhlutverk stofnunarinnar, verði látin öðrum aðilum í hendur. Hins vegar er lagt til, að Orku- stofnun sé fengið í hendur veiga- mikið verkefni við gerð orkumála- áætlunar, sem gert er ráð fyrir, að Þorvaldur Garðar Kristjánsson irtækjum þýðir, að þau verða ekki stofnuð nema að vilja þeirra. Ennfremur hljóta viðkomandi sveitarfélög að hafa um það að segja, hvernig fer um eignaraðild, hlutverk, stjórnun og almenna uppbyggingu hvers landshlutafyr- irtækis. Slík fyrirtæki geta því orðið með mismunandi móti eftir aðstæðum og viðhorfum í hinum einstöku landshlutum. Þess vegna var ekki unnt að setja almenn ákvæði í lög, sem kveða á um þessi efni. Það ber og að hafa í huga, að hvert landshlutafyrirtæki fyrir sig hlýtur að vera stofnað með sérlög- um. Skal ég nú gera grein fyrir þeim meginbreytingum og nýmælum, sem felast í tillögum nefndarinn- ar. talið ástæðu til að ákveða slíka málsmeðferð um einstaka mikil- væga málaflokka, svo sem vega- mál, hafnamál og raunar einnig framkvæmdir á sviði heiibrigðis- mála. Þar sem einstakir áfangar orkumálaframkvæmda eru einatt mjög umfangsmiklir, þykir rétt að miða hér við 10 ára áætlunartíma- bil, en með hliðsjón af óstöðug- leika íslenzks efnahagslífs þykir jafn sjálfsagt að gera ráð fyrir, að breytingar aðstæðna krefjist end- urskoðunar á áætluninni á fjög- urra ára fresti eða oftar. Gert er ráð fyrir, að Orkustofnun og virkjunaraðilar vinni saman að gerð orkumálaáætlunar í umboði ráðherra. Þetta eru þeir aðilar, sem ætlað er að hafa á hendi þau verkefni, er mestu máli skipta um framtíðarstefnumörkun á þessu sviði. Að sjálfsögðu yrði leitað til annarra aðila við gerð áætlunar- innar, eftir því sem aðstæður gæfu tilefni til. Sérstaklega er gert ráð fyrir, að gætt sé samræmis milli orkumálaáætlunar og annarrar áætlunargerðar til langs tíma á vegum ríkisins. Orkumálaáætlun- inni er ætlað að setja fram leiðir til þess að fullnægja skynsamlegri orkunotkun þjóðarinnar á áætlun- artímabilinu á sem hagkvæmastan hátt og gera í því sambandi grein fyrir nýtingu á orkulindum lands- ins, innflutningi á orkugjöfum og verðlagningu á orku. Þá skal í áætlun sett fram fjármagnsþörf á áætlunartímabilinu og gerð grein fyrir því, hvernig staðið skuli undir fjármagnsútgjöldum, þ.e. afborgunum og vöxtum af lánsfé. Orkustofnun Nefndin leggur til ýmsar breyt- ingar á hlutverki, verksviði og fyrirtækið lúti sérstökum fram- kvæmdastjóra, sem ráðherra skip- ar. En vegna náinna starfstengsla jarðborana og rannsókna til undir- búnings borun, meðan á henni stendur og að henni lokinni, er gert ráð fyrir að dagleg starfsemi Jarðborana ríkisins fari fram í nánum tengslum við Orkustofnun. Þá er Orkustofnun leyst undan því hlutverki að annast hagnýtar jarðfræðilegar kannanir, m.a vegna neyzluvatnsleitar. Orkusjóður Þá gerir nefndin tillögur, er varða Orkusjóð. Þannig er lagt til, að hlutverk Orkusjóðs sé að stuðla almennt að hagkvæmum orku- búskap þjóðarinnar auk hagnýt- ingar orkulinda landsins, svo sem nú segir í lögum. Er gert ráð fyrir, að Orkusjóður verði efldur eftir því sem með þarf til að tryggja framkvæmd orkumálaáætlunar þeirrar sem áður getur. Það er og nýmæli, að fjárhagslegur stuðningur Orkusjóðs skuli ná til rannsókna á sviði orkumála auk framkvæmda sem verið hefur. Þá er í tillögum nefndarinnar Orku- sjóði fengin almenn heimild til þess að veita orkuveitum lán til hitaveituframkvæmda, en- nú er ekki gert ráð fyrir slíku í orku- lögum, þótt Orkusjóður hafi haft nokkurt fjármagn til slíkra lána á tveimur síðustu árum. Ennfremur er það nýmæli, að lagt er til, að Orkusjóði sé heimilt að veita einstaklingum lán til hitaveitu- framkvæmda. Slík heimild hefur sérstaka þýðingu fyrir hagnýtingu jarðvarma á einstökum sveita- bæjum. Orkuráö Lagðar eru til tvær meginbreyt- ingar á Orkuráði. Varðar önnur vera, sem taki við orkuverum Rafmagnsveitna ríkisins og verður vikið að því síðar. Hverju fram vindur í þessu efni fer fyrst og fremst eftir því, hvort landshlutafyrirtækjum eða sveitarfélögum verði gert kleift að taka við eignum Rafmagnsveitna ríkisins í viðkomandi landshluta. Starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins getur hvergi orðið lögð niður nema þar sem tryggt er, að fyrir hendi sé annar aðili fær um að halda uppi þeirri þjónustu, sem um er að ræða. Þess vegna verða Rafmagnsveitur ríkisins ekki lagðar niður í- einum áfanga heldur smám saman eftir því sem aðstæður leyfa. Stofnlínur Þá gerir nefndin tillögur um ráðstöfun og afhendingu á þeim 132 kV stofnlínum, sem ríkið hefur látið byggja og hefur nú í bygg- ingu, þ.e. Norðurlínu, Austurlínu og Vesturlínu. Lagt er til, að þessar stofnlínur verði í eigu eins fyrirtækis og gjaldskrá fyrir raforkusölu verði hin sama frá öllum útsölustöðum stofnlínu- kerfisins. En mismunandi viðhorf eru innan nefndarinnar til þess, hvaða fyrirtæki skuli taka við línunum eða hvers eðlis það skuli vera og verður vikið að því síðar. Tvær tillögur um raforkuvinnslu Nefndarmenn standa allir að tillögum þeim, sem nefndin gerir, þó Þannig að tvær tillögur eru gerðar um þann kafla frumvarps til orkulaga, er fjalla um orku- vinnslu. Annars vegar er kafli,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.