Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 47 Mario Victoria (t.v.) hlustar á börn úr nágrenninu syngja jólalög í garðinum fyrir utan heimili hans í E1 Monte í Kaliforníu. Á myndinni má sjá myndarlegan snjókarl sem börnin bjuggu til úr snjó sem ekið var frá nálægum fjöllum. Mario litli á við heilaskemmdir að etja og segja læknar að hann eigi aðeins um tvo mánuði eftir ólifaða. Símamynd - AP. Úganda-Tanzanía: Áframhaldandi skærur á landa- mærum ríkjanna Olía hækkar um 8% á næsta ári Dar es Salam. 27. nóvember. AP. . EKKI linnir látum á landamær- um Úganda og Tanzaníu. Skærur voru milli herja landanna um helgina og féllu nokkrir úr liði beggja segir í frétt útvarpsins í Tanzaníu. Jafnframt hafði útvarpið eftir hermönnum Tanzaníu setn nýverið náðu aftur á sitt vald bæ einum á landamærum ríkjanna, að aðkom- an þar hefði verið heldur nöturleg. Fólk hefði verið bundið á höndum og fótum og hengt upp í tré eða upp í rjáfur húsa og höfðu margir látið lífið úr vosbúð vegna þessa. í Úgándaútvarpinu í morgun sagði að bardagar geysuðu á landamærum ríkjanna og hefði orðið töluvert mannfall í liði Tanzaníumanna. Tanzaníumenn hafa aftur á móti sagt að mannfall í liði þeirra hafi verið hverfandi um helgina og síödegis hafi allt verið með kyrrum kjörum. Kuwait, 27. nóvember AP. RÍKIN í samtökum olíuút- flutningsríkja, OPEC, hafa ákveðið að hækka verð á olíu um 2% fyrir hvern ársfjórðung á árinu 1979 eða um 8% segir í frétt eins stærsta og virtasta dagblaðs Kuwait í dag. Veöur víðaumheim * Akureyri 8 Amsterdam 4 Aþena 19 Barcelona 12 Berlin 4 Brtlssel 6 Chicago 4 Frankfurt 5 Genf 3 Helsinki 0 Jerúsalem 16 Jóhannesarborg 26 Kaupmannahöfn 5 Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Mallorca Miami Moskva New York Ósló París Reykjavík Rio De Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Tel Aviv ^ Tókýó Vancouver Vínarborg 15 7 17 8 14 11 25 -1 1 -2 6 -1 36 14 0 20 12 7 0 skýjaó rigning skýjaó heiðskírt léttskýjaö skýjaó snjókoma rigning skýjaó snjókoma lóttskýjaó skýjaó léttskýjaö léttskýjaó léttskýjað heióskírt heiöskírt léttskýjaó léttskýjaó skýjaó skýjaó snjókoma skýjað téttskýjaó skýjaó léttskýjaö skýjaó snjókoma léttskýjaö rigning skýjaó skýjaó Blaðið, Al Watan, segir enn- femur að þessi 8% hækkun verði formlega tilkynnt eftir fund rikjanna í næsta mánuði sem haldinn verður í Abu Dhabi. Blaðið segir að 8% hækkun hafi verið ákveðin til að brúa bilið milli þeirra ríkja sem mesta hækkun vilja og þeirra sem litla eða enga hækkun vilja. Saudi- Arabar hafa lýst þeirri skoðun sinni að þeir vilji halda olíuverði óbreyttu allt næsta ár en hinsvegar vilja ríki- eins og Kuwait og írak hækka verðið um 10-15%. Talið er að fundur Michaels Blumenthal, fjármálaráðherra Bandaríkjanna með ráðamönnum nokkurra stærstu olíuframleiðslu- ríkja heims fyrir skömmu hafi Evensen hættir Ósló, 27. nóvember. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. SKÝRT hefur verið frá því að Jens Evensen láti af embætti hafréttarráðherra um næstkom- andi áramót. Lengi hefur sá kvittur verið á ferðinni að Evensen mundi láta af embætti þar sem ekki væri lengur þörf fyrir sérstakt ráðuneyti um hafréttarmálefni. Evensen mun þó halda áfram að vinna að hafréttarmálum og mál- um sem varða fiskveiðilögsögu Norðmanna. Verður hann gerður að deildarstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Arne Treholt aðstoðar- maður Evensens tekur að líkind- um við starfi á vegum sendinefnd- ar Noregs hjá Sameinuðu þjóðun- um um áramótin. ráðið miklu um þessa ákvörðun, en hann fór gagngert til fundanna til að þrýsta á viðkomandi ríki til að halda hækkunum í algjöru lágmarki. ERLENT Mengistu í A-Berlín Austur-Berlín, 27. nóvember. Reuter. MENGISTU Haile Mariam hers- höfðingi og leiðtogi Eþíópíu átti í gær viðraAur 'við Erich Honecker leiðtoga kommúnistaflokks Aust- ur-Berlínar í gær. Frá því að herinn komst til valda í Eþíópíu 1974 hafa Austur-Þjóðverj- ar verið einir helztu bandamenn Eþíópíumánna. Margir ráðgjafar hafa verið sendir frá Austur-Þýzka- landi til að hjálpa til við uppbygg- ingu í Eþíópíu. Auk þess hafa sex viðskiptasamningar milli landanna verið gerðir frá 1974. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum að undirritaður hafi verið vináttusáttmáli Austur-Þýzkalands og Eþíópíu meðan Mengistu dvelur í Austur-Þýzkalandi. Mengistu undir- ritaði 20 ára vináttusáttmála Sovét- ríkjanna og Eþíópíu í Moskvu í síðustu viku. Misrétti kyn janna vandamál Rússa Moskvu, 27. nóvember. AP. SOVÉTMENN hafa opinberlega viðurkennt að misrétti kynjanna sé meiri háttar vandamál þar í landi. í tímariti stjórnarinnar um hagfræði og skipulag iðnfram- leiðslu í Sovétríkjunum, segir að flestar sovéskar konur verði enn að sætta sig við hefðbundnar skoðanir þess efnis að konum einum beri að sinna heimilisstörf- um og að þeim beri að lúta yfirstjórn karlmanna á vinnustöðum. Tímaritið segir að 92 af hundr- aði þeirra kvenna sem séu við nám eða störf í Sovétríkjunum sinni öllum heimilisstörfum og annist uppeldi barna. Ennfremur segir að í mjög mörgum tilfellum fái konur minni laun en karlmenn fyrir sín störf. Blaðið segir að þó að stjórnarskráin veiti konum og körlum jafnan rétt sé ábyrgðinni oft á tíðum ekki skipt jafnt á milli manna. Adam er i hörkuformi þessa dagana enda aldrei verið eins vel búinn til vetrarins. Nú erúrvalið af kuldaflikum,hvers konar,alveg einstakt. Kuldaúlpur, tweed- og vendiblússur jafnt sem höfuðföt. Littu inn og kynntu þérnýju linuna hjá Adam. Hún er glæsileg. LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.