Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 7 Þrjár höfuö- staöreyndir Ijósar Dagblaðið Vísir fjallar í leiðara á laugardag um 1. desembersamkomulag stjórnarflokkanna. Þar segir að þrjár höfuðstað- reyndir liggi Ijósar fyrir eftir Þetta samkomulag: • — í fyrsta lagi að kosningakrafa AlÞýöu- flokks og AlÞýðubanda- lags um „samningana í gildi“ hafi aldrei átt við nein efnahagsleg rök aö styðjast. Hún hafi veriö lýðskrum af ómerkileg- asta tagi. Það hafi nú verið endanlega afhjúp- að. • — í annan staö að samkomulagið feli ekki í sér viðvarandi viðnám eða beina atlögu gegn verðbólgumeinsemdinni Meö Þessari verðbóta- skerðingu sem nú hefur verið ákveðin er í hæsta lagi gerö tilraun til að stöðva enn frekari aukn- ingu verðbólguhraðans. • — Í Þriðja lagi atað- festir Þetta samkomulag að AlÞýðuflokkurinn hef- ur beðið pólitískan ósig- ur. Grundvallarstefna flokksins varðandi ráö- stafanir í efnahagsmálum hefur algjörlega verið hunzuð og vísaö frá í ríkisstjórninni Beygöur flokk- ur — frestun vandans Vísir segir orðrétt: „Þessi pólitíska hlið sam- komulagsins er mjög athyglisverð. Fyrir löngu var Ijóst, að Þessí ríkis- stjórn gæti ekki tekizt á við hinn raunverulega efnahagsvanda. Hún get- ur með samkomulagi sem Þessu skotið vanda- málum á frest á Þriggja mánaða fresti. Það er hins vegar einber blekk- ing að um sé að ræöa lausn á vandamáli. Hér er aðeins um að ræöa frest.“ Enn segir Vísir: „Flest bendir til Þess, að Ólafur Jóhannesson hafi verið búinn, aö semja um Þessa frestun vandans við Lúðvík fyrir flokks- ráðsfund AlÞýöubanda- lagsins, sem haldinn var um síðustu helgi ... í Þessu stjórnarsamstarfi hefur AIÞýðuflokkurinn verið beygður undir vilja Framsóknar og AlÞýöu- bandalags, allt frá Því að samstarfsyfirlýsingin var gefin út ... Útkoman bendir til Þess að Vilmundur hafi eins og Benedikt í haust gengið bláeygur til samningavið- ræðna viö forystumenn AlÞýðubandalagsins og Framsóknar Aftur á bak eini vegurinn Vísir segir stefnu „AlÞýöuflokksins innan ríkisstjórnarinnar mun raunhæfari" en hinna flokkanna. Sjónarmið AlÞýöuflokksins „hafi verið ábyrg'*. En hann komi einfaldlega éngu fram. Sé stööugt að eta ofan í sig stefnuatriði sín Vilmundur. og kyngja sjónarmiðum Lúðvíks og Ólafs. Látið er að pví liggja að AlÞýðu- flokkurinn sé í hlutverki gólfklútsins í stjórnar- samstarfinu og hann hafi ekki nema einn virkan gír í stjórnarfarkosti sínum: aftur á bak gír. Þess vegna sé hann að glutra niður einum“ mesta kosningasigri sem um getur"' og koma sér í pólitískt skrúfstykki, sem Ólafur og Lúövík herði á, hvenær sem Þurfa Þykil Ferill AlÞýðuflokksins allt frá stjórnarsátt- málanum — um bráða- birgðalög — til núverandi stjórnarfrumvarps um frestun vandans, án pess að nokkuð liggi fyrir „um gjörbreytta efnahags- stetnu", „kjarasáttmála" eða „nýjan vísitölugrund- völl“ er sorgarsaga, sem lengi veröur í minnum höfð. Það er lítílfjörlegur endir á upphafi, er gaf „stór fyrirheit“. Já, það verður oft lítið úr Því högginu sem hátt er til reitt. VISIR Vilmundur með bláu augun Benedikts Sama á hverju gengur? Þar sem mikið er gengið, hef- ur- BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. BY6GINGAV0RUVERZLUN BYKO KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000 Þar sem fagmennimir verzla, er yöur óhætt Aöalstræti 4 Bankastræti 7 Heimsþekkt gæöavara — fáanlegar í meöal- löngum og extralöngum ermalengdum og í miklu efnis- og litaúrvali. Nýtt — Nýtt Síö pils — stutt pils — skyrtublússur — kvöldblússur — heilar peysur — hnepptar peysur — skinnhúfur — skinnkragar — ullarhúfur og ullartreflar. Fjölbreytt úrval. Glugginn, Laugavegi49. Ný Þjónusta Demantsborun Algerlega ryklaust nær hljóðlaust Skerum jánbenta steinsteypu eins og „smjör“ Vinnum meö fullkomnum tækjum Tökum aö okkur aö gera göt fyrir: Vatns og skolpleiöslum Loftræstistokkum Hurðum — Gluggum — Stigaopum Hagkvæmt og fljótvirkt Demantsborun Ólafur Kr. Sigurðsson HF Tranavogi 1 sími 83499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.