Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Geir Hallgrímsson: Framlenging vandans fremur en lausn hans Stefnt” að árangri, sem gat [ér fer á eftir lausleera rakinn efnisbráður ræðu Geirs Hér fer á eftir lauslega rakinn efnisþráður ræðu Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann flutti síðdegis í gær við fyrstu umræðu um stjórnarfrumvarp um viðnám gegn verðbólgu, þ.e. frumvarp þess efnis, að verðbætur á laun, skv. kaupgjaldsvísitölu 1. desember nk. komi aðeins að hluta til til greiðslu, en verði að hluta til „bættar með öðrum hætti“. hendi Bráðabirgðalögin frá í september. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf mál sitt með því að lýsa yfir að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi ekki tefja meðferð frumvarpsins. Hins vegar áskildi flokkurinn sér allan rétt til að fjalla um efnisatriði þess á þinglegan og málefnalegan hátt. Enn er hér til umfjöllunar frum- varp til staðfestingar á bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar frá í september sl. Þau lög áttu, að sögn höfunda þeirra, að tryggja efndir kosningaloforðsins: „samningarnir í gildi". En hvað fólst í þeim lögum kjarasamninga varðandi. Hinir hæstlaunuðu fengu 10—12% kaup- hækkun. Fólk í fiskvinnslu með venjubundna eftirvinnu fékk 3‘/4%— 4% launabætur. Láglauna og millitekjufólk fékk hins vegar ekkert, umfram það, sem fólst í febrúar- og maíákvörðunum fyrri stjórnvalda. Og samningar voru ekki settir í gildi, enda launaþaki haldið, þó lítillega væri lyft. — Fjármögnun niðurgreiðslna til að ná niður kaupgjaldsvísitölu, var í formi aukinnar skattheimtu annars vegar og hallareksturs ríkissjóðs hins vegar. Landsmenn voru sjálfir látnir greiða niður eigið kaup. Þann veg voru glamuryrði kosningabaráttunn- ar afhjúpuð strax og stjórnin var setzt á valdastóla. mannasambands íslands þá? Friður til að ná tilgangi aðgerða, viðnám gegn verðbólgu? Nei, ólögleg verkföll og útflutningsbann til að trufla atvinnustarfsemi í landinu og eyði- leggja hugsanlegan árangur í verðbólguviðnámi. Værum við ekki betur sett nú, ef þau lög, sem ég hefi hér gert að umtalsefni, hefðu fengið að ná tilgangi sínum? Það er sagt mark þessara aðgerða að koma verðbólguvexti niður í 30% í lok árs 1979. Hefðu febrúarlög fyrri stjórnar fengið að ná tilgangi sínum (ekki mætt skemmdargjörðum) þá hefðum við þegar við komandi áramót verið komnir með verðbólgu niður á þetta 30% stig. Vegna aðgerða núverandi stjórnarflokka tveggja höfum við glatað heilu ári í þessari viðleitni, — með tilheyrandi skaða fyrir þjóðarheildina. Hvað fólst í kosningaloforðinu? Hvað þýddi „samningar í gildi“ í raun er krafan var fram sett? Ef miðað væri við grunntöluna 100 í upphafi árs — hefur meðaltal kaupmáttar verið 92 að meöaltali á síðasta ári og með kjarasamningum 1977 stefnt ír 112 í lok þess árs ,og síðan a.m.k. ekki lægri á næsta ári. Bráðabirgðalögin 1. september færðu kaupmáttinn í 108. Sá kaup- máttur hrapar hins vegar um 8% skv. þessu frumvarpi eða niður í það Geir Hallgrímsson. — til að ná hallalausum ríkisbúskap. Útgjaldaliðir þessa frumvarps, ef alvarlega eru teknir, þýða allt að 15 milljarða króna útgjöld. Það er því stefnt í algjöra botnleysu í ríkisfjár- málum. Eg spurði áðan: er stefnt í nýja gengislækkun, þrátt fyrir gagnstæð orð Alþýðubandalagsins. Alþýðu- bandalagið hefur jafnan talað fjálg- lega gegn gengislækkun. Það var þó ekki fyrr komið í ríkisstjórn en gengið var lækkað um 15%. Sú lækkun var að vísu nauðsynleg, en engu að síður andstæð orðum sumra ráðherra. Síðan hefur gengið sigið um 5%. Það eru ekki bara „vondir áætluð 5,1 milljarður, skv. 2. gr. 6 milljarðar og skv. 3. gr. 6 milljarðar eða samtals rúmir 17 milljarðar. Þetta er ekki smávaxinn tekjuvandi — til viðbótar 8 milljarða gati í framlögðu fjárlagafrumvarpi. En fæstir gera hins vegar ráð fyrir fullum efndum á fyrirheitaköflum frumvarpsins, þó að ekki verði fram hjá því gengið, að þeir hljóta að fela í sér umtalsverð ríkisútgjöld. Vísitöluviðmiðun launa Geir vék að 3. tbl. í athugasemdum frv., sem fjallar um vísitöluviðmiðun launa. Hann sagði vísitölunefnd þegar hafa skilað álitsdrögum, sem tekjuöflunarleið — meðan eðlileg ávöxtunarkjör sparifjár (lánsfjár) eru ekki tryggð. Eðlilegra er að viðurkenna raunhæfan fjármagns- kostnað. Viss fjárfesting er og ætíð nauðsynleg, til að auka á framleiðni og verðmætasköpun í þjóðfélaginu, sem er undirstaða bættra lífskjara. • Eignaskattar draga úr eiginfjár- myndun í atvinnurekstri og auka á lánsfjárþörf og spennu, er slíkri þróun fylgir. Ýmsar spurningar Geir Hallgrímsson sagði lækkun beinna skatta, tekjuskatts og sjúkra- tryggingargjalds, góðra gjalda verða. Spurningin væri hinsvegar, hvern veg lækkun tekjuskatts kæmi heim og saman við skattvísitölu fjárlagafrumvarpsins — 143. Þá væri og áleitin spurning, hvern veg ná ætti boðuðum markmiðum í búvöruframleiðslu, þ.e. að draga úr umframframleiðslu og útflutnings- bótum. Á að breyta framleiðsluráðs- lögum, jarðræktarstyrkjum, lána- kjörum stofnlánadeildar landbúnað- ar? Þessum spurningum þarf land- búnaðarráðherra að svara, áður en frv. verður afgreitt. Geir fagnaöi áformum um að draga úr fjárfestingu í 24—25% af vergri þjóðarframleiðslu. Fyrrv. stjórn hefði tekizt að lækka þetta hlutfall úr 34% í 27%. Hins vegar þyrfti arðsemi að ráða ferð um fjárfestingu. Hann væri andvígur fjárfestingarhöftum. Þau leiddu til spillingar. Réttmætt endurgjald fyrir lánsfé gæti hins vegar komið að gagni við aðhald af þessu tagi. Þær félagslegu umbætur, sem tæpt væri á í frumvarpinu, hefðu flestar verið í athugun um sinn. Hins vegar væri fróðlegt að heyra hvern veg ætti að meta einstakar umbætur Kosninga- loforðin afhjúpuð Ekki skal greiða kaup samkvæmt kaup- gjaldsvísitölu Og meðan staðfesting bráða- birgðalaganna er enn til meðferðar kemur nýtt stjórnarfrumvarp um „tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu". Það er nýstárlegt bæði að formi og efni. Kjarni þess er hins vegar sá að ekki skuli greitt kaup samkvæmt kaup- gjaldsvísitölu hinn 1. desember n.k. „Samningarnir í gildi" er horfin heitstrenging. Nú á að skerða útborgað kaup um 8%. Hver eru nú viðbrögð manna eins og Eðvarðs Sigurðssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar? Mannanna, sem sögðu til skamms tíma að launa- þáttur skipti engu máli í viðnámi gegn verðbólgu, rekstrarstöðu at- vinnugreina eða varðandi atvinnu- öryggi í landinu. Viðhorf þeirra virðast hafa breytzt, ekki vegna þess að málsatvik hafa breytzt, heldur vegna þess að nú þjónar breytt afstaða öðrum stjórnvöldum. Viðnám fyrri stjórn- valda og núverandi Það er fróðlegt að bera þetta frumvarp saman við febrúaraðgerðir fv. ríkisstjórnar og maílögin í framhaldi af þeim. Þá voru fullar verðbætur tryggðar á lægstu launin. Helmingsskerðing vísitölu kom ekki til fyrr en vissu launamarki var náð. Löggiltar voru sérstakar láglauna- bætur. Er eitthvað hliðstætt að finna í þessu frumvarpi. Aldeilis ekki. En hver voru viðbrögð Verka- Gátum náð verðbólgu niðurí30% fyrir áramót sem hann var í upphafi ársins. Þá skal stefnt að því, skv. greinargerð frumvarpsins, að laun lækki ekki um meir en 5% 1. marz n.k. Spár um verðlagshækkanir eru hins vegar frá 8—10% á þessu tímabili. Það falla því niður 13% af kaupgjaldi á 3ja mánaða tímabili. Þetta er sjálfsagt nauðsynlegur liður í verðbólguvið- námi. Ég deili ekki á hann út af fyrir sig. En hann sýnir, betur en margt annað, ósamræmið og „heilindin" í málflutningi þessara manna — annars vegar utan stjórnar — hins vegar í ríkisstjórn. Staða atvinnuveganna og ríkissjóðs Hvern veg eru undirstöðuatvinnu- vegir í stakk búnir til að mæta kauphækkunum nú. Frystiiðnaður- inn er rekinn á núlli, ef svo má segja, saltfiskverkunin með miklum halla, útgerðin sömuleiðis. í kjölfar 6% kauphækkunar má gera ráð fyrir 6—12% fiskverðshækkun um ára- mót, án þess að ég vilji ýta undir kröfur í þá átt. Þá virðist ljóst að stefnt er í gengislækkun fljótlega upp úr áramótum. Ekki verður rekstrarstaða þeirra bætt með „fjár- magnsflutningi frá fyrirtækjum" eða nýjum veltuskatti, eins og Alþýðubandalagið krefst, samhliða hugsuðum fjárfestingarskatti og hækkun eignaskatta. Stefnt er í 4'A milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs á þessu ári. Ráð Framsóknarflokksins er að framlengja árið úr 12 mánuðum í 16 17 milljarða loforðasyrpa menn“ í Seðlabanka, sem láta gengið síga. Til þess þarf samþykki banka- málaráðherra Alþýðubandalagsins. Sú venja hefur gilt að slíkt leyfi er bundið við 2% sig hið mesta í einu. Eftir því hefur þessi ráðherra heimilað gengissig þrívegis. Hvern veg stendur Alþýðuvandalagið að gengismálum eftir áramótin? Já, það er stundum hægara um að tala en í að komast — það sannast hér á talsmönnum Alþýðubandalagsins. Efnisatriði frumvarpsins Síðan fjallaði Geir Hallgrímsson ítarlega um efnisatriði frumvarps- ins. Hann sagði meginatriði þess felast í 4. grein þar sem kveðið væri á um að á tímabilinu 1/12/78 til 1/3/79 „skuli greiða verðbætur skv. verðbótavísitölu 151 stig“. Þetta ákvæði héldi gildi, ef frumvarpið yrði samþykkt, hvern veg sem til tækist um ákvæði 1., 2. og 3. gr. frumvarpsins, þ.e. fyrirheitin um niðurgreiðslur, skattaiækkun á lág- tekjur og félagslegar umbætur. í 1. gr. frv. væri þó gert ráð fyrir því að Kauplagsnefnd reiknaði út jafngildi niðurgreiðsluaukningar í verðbóta- stigum. En hver á að meta fyrirheit- in í 2. og 3. grein? Af hverju kemur Kauplagsnefnd ekki þar við sögu? Talsmenn núv. ríkisstjórnar segja að „kauprán" þessa frumvarps verði endurgreitt í hliðarráðstöfunum. Heildarlaun í landinu eru um 300 milljarðar, raunar um 340 milljarðar að viðbættum tekjum bænda og sjómanna. Ef þessar tölur eru hafðar til viðmiðunar þyrfti að verja 27,5 milljörðum króna skv. 1. til 3. gr. frv., ef „kjaraskerðingu" á að bæta að fullu. En förum varlegar í sakir. Útgjöld skv. 1. gr. frv. hafa verið Fjölbreytt- arskatta- hugmyndir væru athyglisverð. Beindi hann tilmælum til forsætisráðherra þess efnis, að þessi drög yrðu birt og gerð opinber grein fyrir þeim. Þar væri m.a. drepið á ýmis atriði, sem fyrri ríkisstjórn hefði viðrað, en ekki fengið nægilegar undirtektir, s.s. hugmyndin um viðmiðun við viðskiptakjör. — Stefnumótandi þörf af hendi ríkisstjórnarinnar í þessu efni. Boðað frumvarp um tekjuöflun Boðað væri frumvarp um tekjuöfl- un, sem m.a. ætti að ná til hátekjuskatts, veltuskatts, fjárfest- ingarskatts og hækkunar eigna- skatts. Um það sagði G.H. efnislega: • Hátekjuskattur er tvíbent skatta- leið. Þegar tekjuskattur er kominn í eða yfir 70% af jaðartekjum hamlar hann gegn vinnuframlagi manna og þar með verðmætasköpun, sem endanlega rís undir lífskjörum þjóðarheildarinnar. Slíkur skattur yki heldur ekki á skattasiðferði í landinu. Hér þyrfti því að fara með gát. • Veltuskattur (veltuútsvar) er tekjupóstur, sem sveitarfélög hafa haft fyrir sig til þessa. Varhugavert er að fara inn á skattaleið, markaða sveitarfélögum. Einkennilegt er og að viðurkenna í öðru orðinu að atvinnuvegirnir þoli ekki hærri laun en krefjast frekari skattlagningar þeirra í leiðinni. Skattlagning, án tillits til afkomu fyrirtækja, er meir en lítið vafasamur og óvíða, ef nokkurs staðar viðhafður. - Fjárfestingarskattur er og hæpin Lánsfjár- S kreppa framundan? til launaupphæðar, eins og frum- varpið bæri með sér að gera ætti. Þá væri talað um aðhaldssemi í peningamálum, útlánaþak og bindi- skyldu Seðlabanká. Meginatriði væri í þessu sambandi að efla sparifjár- myndun í landinu, m.a. með eðlilegri ávöxtun sparifjár. Ef bindiskylda væri hækkuð úr 25% í .d. 35%, næði það til um 40% innlánsaukningar lánastofnana til Seðlabankans. Myndi það ekki loka bönkum fyrir öðrum lánum en afurðalánum, t.d. til einstaklinga? — Hvað líður af- greiðslu ríkisstjórnar á vaxtatillög- um Seðlabanka?, spurði G.H. Þá vék G.H. að ákvæðum um strangari verðlagshöft — sem allar nágrannaþjóðir hefðu lagt fyrir róða fyrir löngu. Nær væri að hrinda í framkvæmd 8. gr. nýrrar verðlags- löggjafar um frjálsa verðmyndun þar sem samkeppni væri næg. Slíkt hefði gefið góða raun hvarvetna. Hann minnti og á yfirlýsingar SÍS um stöðu smásöluverzlunar í land- inu, sem hann líkti við neyðarkall. Hann minnti og á reynslu núv. viðskiptaráðherra varðandi fram- kvæmd hafta á verðlag smjörlíkis og öls — og afstöðu verkalýðssamtaka þar um. Einnig á staðhæfingu vísitölunefndar, þess efnis, að hlutur matvöru væri ofmetinn í heildarút- gjöldum heimila, varðandi kaup- gjaldsvísitölu. Það þýddi að hlutur niðurgreiðslna væri ofmetinn í því dæmi, sem hér væri til umræðu. Þá sagði G.H. að ekki hefði verið haft það samráð við aðila vinnu- markaðarins, sem af væri látið. Ekki hefðu verið haldnir nema einn eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.