Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Enn um glæp Maj Sjöwall og Per Wahlöö: MAÐURINN A SVÖLUNUM. Skáldsaga um glæp. Þráinn Bertelsson þýddi. Mál og menning 1978. Að þessu sinni lýsa þau Maj Sjöwall og Per Wahlöö leit þeirra Martins Becks rannsóknarlögreglumanns og félaga að kynferðisglæpamanni sem stundar iðju sína í lysti- görðum Stokkhólmsborgar. * Eins og allar bækur Sjöwalls og Wahlöös styðst þessi að nokkru leyti við sannsögulega atburði. Nákvæmar umhverfis- lýsingar þeirra eru með fádæmum og í heild sinni eru bækur þeirra glæpasögur af því tagi sem í senn eru samfélags- lýsing og listræn skáldverk. Maðurinn á svölunum Maj Sjöwall og Per Wahlöö Maðurinn á svölunum er þriðja bókin sem kemur út í íslenskri þýðingu í bókaflokkn- um Skáldsaga um glæp. Þráinn Bertelsson hefur þýtt þessar bækur á lipurt mál. Þýðingar staðarnafna mætti ef til vill gagnrýna svo og ýmislegt sem orkar tvímælis, en aðalatriðið er að Þráni hefur tekist að miðla hinum rétta andblæ sagnanna. Maðurinn á svölunum segir frá því hvernig ósköp venju- legur maður, meira að segja viðkunnanlegur, fremur sví- virðilega glæpi. Fórnarlömbin eru stúlkubörn. Til skýringar er þess freistað að skoða æviferil hans, ekki síst það sem mestu hefur valdið um að gera hann einrænan. Sjöwall og Wahlöö eru þekkt fyrir að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar og gera það einnig að þessu sinni. Miskunnarlaust er flett ofan af hrokagikknum Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Gunvald Larsson sem er ljóshærður og afturkembdur með vatnsblá tortryggin augu. Þessi lögreglufulltrúi sést ekki fyrir í starfi sínu og liggur við að hann eyðileggi allt fyrir þeim sem hafa meiri greind til að bera. I þeim hópi er Martin Beck sem kemur fólki þannig fyrir sjónir að hann sé sveita- maður á ferð í höfuðstaðnum. Annar er Kolberg sem skilur vel að það skuli vera erfitt að fá menn til starfa í lögreglunni: „Maður hlýtur að vera ruglaður að gerast lögga“. Meðal þeirra bóka Sjöwalls og Wahlöös þar sem hvað harðast er deilt á lögregluna er Maður- inn á þakinu sem Ólafur Jóns- son hefur lesið í þýðingu sinni í útvarp. Einnig sýndi Austur- bæjarbíó samnefnda kvikmynd fyrir nokkru. Að mínu mati er Maðurinn á svölunum sú bók í bókaflokkn- um Skáldsaga um glæp sem er hvað mest spennandi. Hún er hnitmiðuð og vel byggð saga samin af mikilli innsýn í heim lögreglumanna, sakamanna og hins almenna borgara. Hún er m.a. athyglisverð fyrir það að vara við því uppátæki fólks að taka lögin í sínar hendur, sýnir hvað tilfinningasöm afstaða fjöldans er oft vanhugsuð og hættuleg. I sakamálasögum er okkur oft sýnt fram á það hvernig smá- vægilegir hlutir, lítilfjörleg atvik, geta orðið til þess að upplýsa glæp. Þannig kemst upp um manninn á svölunum að gömul lasburða kona gerir sér það til dundurs að kíkja út um gluggann sinn með sjónauka. Það er hún sem gefur þá vísbendingu sem úrslitum ræður. Bækur þeirra Sjöwalls og Wahlöös eru einmitt fullar af smáatriðum sem mynda þá heild sem gerir góða sögu. Bækur þeirra svipta menn hetjuljóma, en í lýsingu sinni á kostum manna og göllum, styrkleika og veikleika verða sögupersónurnar fólk sem vert er að kynnast og enginn fær leið á. Félagasamtök 1000 fm Til sölu er byggingaréttur fyrir 1000 fm hæö á góöum staö í austurborg. Öll gjöld greidd. Teikningar fyrir hendi. Sérstaklega hentug fyrir félagastarfsemi. Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofunni. Magnús Hreggviösson viðskiptafræöingur. Síðumúla 33. Símar 86888 og 86868. Jóhann J.E. Kúld> í STILLU OG STORMI. Upphaf Kúldsævintýra. Ægisútgáfan 1977. Jóhann J.E. Kúld. SVÍFÐU SEGLUM ÞÖNDUM ÍSIIAFSÆVINTÝRI. Ægisútgáfan 1978. Upphaf Kúldsævintýra er undirtitill minninga Jóhanns J.E. Kúlds sem hann kallar í stillu og stormi. Bókin segir frá bernsku og æsku Jóhanns á Ökrum í Mýra- Jóhann J. E. Kúld. norskum skipum, lýsa veiðum við Grænland og víðar og eru kryddaðar með lýsingum sjó- manna á svaðilförum og skemmtunum í landi. Ekki verður sagt að stíll Jóhanns sé skipulegur eða málið fágað að hætti fagurkera, en í staðinn fáum við lýsingu manns sem þekkir sögusviðið og er umhug- að um að sýna okkur rétta mynd af lífi sjómanna. Ég las Svífðu seglum þöndum og íshafsævintýri mér til ánægju. Einkum vil ég nefna kaflann Norðurförin sem er litrík frásögn af lífi atvinnu- Kúldsævintýri sýslu, lýsir fyrstu sjómennsku- árum hans og dvöl í Reykjavík þar sem hann m.a. lærði bók- band og lýkur á því að skútuöld- in er kvödd árið 1923. En áður hafði Jóhann kynnst skútulífinu sem var oft „harður en lær- dómsríkur skóli" eins og hann kemst að orði. Eins og að líkum lætur fjallar Jóhann um minnisstætt fólk sem hann kynntist. Hann var til dæmis hestasveinn hjá Jóhann- esi Nordal, föður Sigurðar, sem hafði farið með tvær hendur tómar til Ameríku, en snúið aftur eftir sjö ár efnalega sjálfstæður. Jóhannes kenndi Jóhanni þá lífsspeki sem rúmast í eftirfarandi orðum: „Vonbrigði eru til að sigrast á þeim, vinur minn, og lífið er þess virði að því sé lifað og fyrir því barist.“ Þessara heilræða segist Jóhann oft hafa minnst á andvökunótt- um lífs síns. Skemmtilega er sagt frá Birni Kristjánssyni kaupmanni og alþingismanni sem dvaldist hjá foreldrum Jóhanns á Ökrum við málmleit. Björn hélt að gull leyndist í klettum framan við Akurhól. Svo reyndist ekki vera. En Björn lét ekki bugast heldur leitaði lengi gulls víða um land. Jóhann J.E. Kúld lætur sam- ferðamenn sína njóta sannmæl- is, hrífst af þróttmiklum ein- staklingum eins og Birni Kristj- ánssyni til dæmis. En samúð hans er með alþýðufólkinu, hinum hljóðlátu sem ekki mikl- ast af störfum sínum og vinna mörg afrek á sjó og landi í kyrrþei. Fáar myndir hans af fólki eru beinlínis eftirminnileg- ar, en þær eru sumar hverjar laglega dregnar. Meira um vert er að lesa um samskipti ungs drengs við náttúruna: sjóinn og fjöruna og við dýr og fugla. Jóhanni verður tíðrætt um hesta og hann tekur upp vörn fyrir svartbakinn vin sinn. Sérstaklega dáist Jóhann að því hvernig fuglinn veiðir rauð- maga, heldur honum föstum með fótunum og heggur goggn- um inn í lifrina og byrjar að éta. í nánd við sellátur bregst ekki að hann varar selinn við hættu sjái hann til mannaferða. Um óþekkt dýr á Akrafjörum hefur Jóhann einnig sitthvað að segja. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON í kaflanum Grjótvinna og vopnaðir hvítliðar segir frá haustinu 1921 í Reykjavík, en þá var mikið atvinnuleysi og bolsar farnir að láta til sín taka. Jóhann lýsir deginum þegar aðförin var gerð að Ólafi Frið- rikssyni og rússneska drengnum ítarlega og er fróðlegt að kynnast viðhorfum hans. At- burðum þessa dags má helst líkja við hernaðarástand. Bækurnar Svífðu seglum þöndum og íshafsævintýri komu fyrst út 1939 og 1940, en eru nú endurprentaðar sem hluti rit- safns Jóhanns J. E. Kúlds. Frásagnargáfa Jóhanns nýtur sín vel í þessum bókum sem einkum fjalla um vist hans á lausra manna sem leita gæfunn- ar á Siglufirði, en verður lítið ágengt. Útgerðarsaga þeirra er grátbrosleg, glettin frásögn sem sannar að Jóhanni J. E. Kúld er ekki alltaf alvara efst í hug. Það sem annars einkennir frásagn- armáta hans er einlægni sem gerir hann kannski hreinskilinn um of á kostnað sögu, ef til vill hefði dálítil meinfýsi ekki sakað þegar hann er að segja frá mönnum og málefnum.Hennar gætir kannski helst í lýsingu síldarbraskaranna sem voru „uppstroknir með gilda maga og glampandi gullfestar framan á vestunum. Sumir reiknandi í huganum gróðann af seinustu síldarförmum, en aðrir slapp- legir eftir fyllerí og kvennafar síðustu sólarhringa". Gaman er að þessari lýsingu hvort sem hún er sönn eða ekki: „Einhversstaðar í fornum sögum, er sagt frá einum guði, sem kom niður á jörðina, til þess að hafa samfarir við mennska konu. Síldarguðirnir voeu held- ur ekki frásneyddir mannlegri náttúru og þess vegna leigðu þeir sér konur, ekki bara til þess að salta síld, heldur og til einkaþjónustu að kvöld- og næturlagi. Þessir tveir vinnu- flokkar, annar, er saltaði síldina fyrir guðina, og hinn, sem veitti þeim kvenlega aðstoð sína í einkaherbergjum, svo þeir gætu fullnægt helgustu þörfum sín- um, þeir áttu það eitt sameigin- legt, að vinnan var unnin í akkorði, enda þótt síðari flokk- urinn fengi hærri greiðslu." Ýmsar frásagnir Jóhanns J.E. Kúlds eins og til dæmist Lissie minna mig á bækur annars sjómanns, Cæsars Mar, sem er nýlátinn. Það var eitthvað upprunalegt við sögur hans þótt margt mætti að vinnubrögðum hans finna. Lausn kennaradeilunnar: Misskilningur segja sérkennarar LAUNA- og kjaranefnd Félags íslcnskra sérkennara hefur látið frá sér fara yfirlýsingu vegna þeirrar fréttar er borist hefur launamönnum um að kennara- deilan sé leyst. Telja þessir kennar- ar, sem kenna börnum er rétt eiga á sérstakri kennslu vegna einhvers konar fötlunar, rétt að vekja athygli á cftirfarandii 1. Til þess að geta sinnt kennslu þessara barna hafa þeir farið í eins til fjögurra ára framhaldsnám að loknu kennaraprófi. Aðeins er unnt að vera eitt ár í slíku námi hérlendis, þannig að margir þeirra hafi farið erlendis til náms. Námsárin eru ekki metin sem starfsár og tveggja ára tekjutap kennara er nú á 6. millj. kr. 2. Nú er staðan sú að tveggja ára framhaldsnám í sérkennslu veitir ekki launahækkun skv. núgildandi röðun í launaflokka. Jafnvel getur kennari að loknu framhaldsnámi lent í lægri launaflokki en sá sem á meðan vann á fullum launum við kennslustörf. 3. Eftirfarandi dæmi um námskostn- að má taka af einstaklingi sem hóf tveggja ára framhaldsnám erlendis haustið 1976: Skuld v. námsláns og vísitölutrygg- ingar þess Framlag einstakl- ings sjálfs ér til framfærslu Tekjutap kennara þessi tvö ár Samtals kr. 4.500.000.- Þarna hefur hann því kostað til 4Vfe millj. kr. sem hann fær ekki endurgreidda að neinu leyti og er jafnvel refsað fyrir með því að vera settur í lægri launaflokk en hann væri kominn í hefði hann -setið heima og kennt. 4. Þar sem skortur er á sérmenntuð- um kennurum á þessu sviði lýsa þeir áhyggjum sínum af þessari þróun mála og óttast að sá skortur verði áfram, og þau börn sem lögum samkvæmt eiga rétt á slíkri kennslu fái ekki nauðsynlega þjónustu. Tæpast er að vænta þess að nokkur kennari fari í framhaldsnám upp á þessi býti, og eina leið þeirra sem þegar hafa lokið námi til að endurheimta eitthvað af útlögðum kostnaði er að hverfa til starfa erlendis. Telja sérkennarar víst að hér sé um að ræða einhvern misskilning, sem verði leiðréttur snarlega, enda trúi þeir því ekki að óreyndu að mál þeirra og nemenda þeirra hafi verið fellt út úr samningagerðinni, það er milli L.S.F.K. og S.G.K. annars vegar og fjármálaráðuneytisins hins vegar. Þess vegna hafi þeir tekið það ráð að skrifa fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra í von um úrbætur. kr. 1.800.000- kr. 300.000- kr. 2.400.000-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.