Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Jón Halldór Hannesson kennari: Menntun— og ávextir menntunar Tilgangur menntunar Eðlilegt er að miklu fé og miklum tíma sé varið til mennta- mála, því þekking er undirstaða athafna og athafnir framkvæmum við til að ná árangri og öðlast fullnægju, hamingju. Endanlegur tilgangur menntunar er því að færa manninum aukna hamingju. En nú vitum við að fram til þessa virðist hamingja ekki hafa verið ríkjandi með mönnum og menntun hefur oftast litlu breytt þar um. Öll sú gífurlega þekking sem menntakerfi okkar miðlar hefur vissulega gert okkur kleift að lifa þægilegra lífi en áður, en samt var það svo að þjáningar, þreyta og vandamál virtust ekki fara minnk- andi. Sú þekking sem við höfum búið yfir virðist því ekki hafa skilað nógu góðum ávöxtum. Af sama gamla fræinu kemur sami ávöxturinn. Ef við viljum nýja betri ávexti þurfum við að sá nýju fræi. Þess vegna þurfum við nýja þekkingu, þekkingu úr annarri átt en við höfum vanist. Þekktu sjálfan þig Menntakerfi okkar hefur skort þekkingu um grunnsvið hugans, tæra vitund, ásamt aðferð til að fá reynslu af þessu sviði. Öll þekking sem við öðlumst varpast á vitund- ina. Ef vitundin er óskýr og hulin manninum verða þekkingaratrið- in, sem á hana varpast, brengluð. Gildi þekkingar er þannig alltaf fyrst og fremst háð þeim sem öðlast þekkinguna. Ef við setjúm upp græn gleraugu virðist allt grænt. Ef við setjum upp gul gleraugu virðist állt gult. A sama hátt er þekking misjöfn eftir því hver öðlast hana. Ákveðið þekk- ingaratriði getur verið áhugavert fyrir suma og aukið á gleði þeirra, en etv. virðist náunganum sem þekkingaratriðið sé aðeins þurr og leiðinlegur bókstafur. Það er því ekki nóg fyrir skólakerfið að miðla þekkingaratriðum, heldur verður jafnhliða að víkka út vitund þess sem öðlast þekkinguna svo að þekkingarinnar sé alltaf notið í sínu fyllsta gildi. Menntakerfi um heim allan búa yfir ýmsum leiðum til að miðla þekkingu til nemans og í grund- vallaratriðum er ekkert rangt við þær né heldur við þá þekkingu sem miðluð er. Allar tilraunir og umbætur á kennsluaðferðum eru virðingarverðar en duga þó skammt til að gera nám fullnægj- andi því, eins og áður sagði, er þekking fyrst og fremst háð vitund þess sem fær þekkinguna, og ekkert menntakerfi fram að þessu hefur meðhöndlað vitundina beint. Það sem vantar til að menntun verði fullnægjandi er að span meðvitaða hugans sé aukið, þ.e. „ílát" þekkingarinnar verði víkkað, þannig að grunnsvið vitundarinn- ar sé þekkt. Þróa þarf alla falda möguleika hugans. Það hafa margir sagt það á undan mér að maðurinn þurfi fyrst að þekkja sjálfan sig og að þá sé kominn grundvöllur fyrir aðra þekkingu. I dag er hins vegar auðvelt að ná þessu markmiði með því að taka upp kennslu í vísindum skapandi greindar í skólum og sem víðast annars staðar. Bein reynsla og bættar athafnir Hagnýti þáttur þessara vísinda er tæknin Innhverf íhugun (the Transcendental Meditation technique), sem felst í því að leyfa athyglinni að skynja sífellt minna örvuð eða hljóðari stig hugarstarfs þar til farið er handan við fíngerðasta stig hugsana og tær vitund, þ.e. vitundin óbundin af nokkurri hugsun, er skynjuð. í þessu ástandi minnstrar örvunar vitundar skynjar vitundin sig sjálfa, þ.e. sá sem þekkir þekkir sig sjálfan og er þetta því fyrsta reynsla af sjálfsuppgötvun. En þar sem hugur og líkami eru í nákvæmum gagnverkandi tensl- um færist jafnframt kyrrð yfir starfsemi líkamans þegar hugur- inn verður minna örvaður. Þessi hvíld líkamans leiðir til þess að hann endurnýjar sig, losar sig við streitu, eða óeðli, sem safnast hefur fyrir í taugakerfinu. Við reglulega iðkun Innhverfrar íhug- unar fer svo taugakerfið að verða Jón Halldór Hannesson eðlilegra, þ.e. streituminna, og á þeim grundvelli helst reynslan af tærri vitund meir og meir meðan á athöfnum stendur. Þetta hefur afgerandi áhrif á athafnir manna, því eiginleikar grunnsviðs hugans virðist þeir sömu og eiginleikar grunnsviðs efnisins skv. skammta- fræði eðlisfræðinnar. Þar er m.a. talað um að í grunnsviðinu séu öll náttúrulögmálin til staðar í óvirku formi, að allar breytingar, sem eigi sér stað í náttúrunni, séu upprunnar þaðan og að af fullkom- inni þekkingu á grunnsviðinu megi leiða út öll náttúrulögmálin. Menntakerfi þar sem vísindi skapandi greindar væri ein af námsgreinunum hefði því þau áhrif að bæta athafnir nemenda, því hugsanir þeirra væru sjálf- krafa meira í samræmi við náttúrulögmálin og væru eingöngu lífuppbyggjandi. Athafnir í auknu samræmi við náttúrulögmálin reka sig auk þess ekki á hindranir og leiða því skjótt til árangurs og þar af leiðandi til aukinnar hamingju einstaklingsins og skapa honum og öðrum ekki vandamál. Kjarni allra námsgreina í nýútkominni bók „Holl er hugarró" eftir breska sálfræðing- inn og stærðfræðinginn Peter Russell er m.a. fjallað um gagn- semi vísinda skapandi greindar fyrir menntun frá öðrum sjónar- hóli. Russell bendir á að algengt sé að námsfólki finnist nám lítt tengt sér og sé sér jafnvel óviðkomandi. En með vísindum skapandi greind- ar skapist tengsl milli þess sem þekkir og þekkingaratriðanna, því með hagnýtu hlið vísindanna, Innhverfri íhugun, verði tært svið skapandi greindar, grunnsvið hugans, sífellt meir meðvitað. Þetta er svið minnstrar örvunar hugans en öll örvuðu sviðin, þ.e. allt hugarstarf, er grundvallað á þessu sviði og má því segja að það sé uppruni hugsananna eða upp- runi allrar greindar sem maðurinn sýnir í verki. Hinar ýmsu náms- greinar fjalla líka um greind. Það er í raun sameiginlegt einkenni allra námsgreina að „lesa út“ greind, eða skipulag í fyrirbærum náttúrunnar. Áf þessu leiðir að úk Olík öfíum öðrum hljóm- plötum Dreifing: Steinar h.f. símar 19490 og 28155. AF HÉRAÐI OG ÚR FJÖRÐUM Austfirskir þættir. Eiríkur Sigurðsson safnaði og skráði. Skuggsjá 1978. í þætti sem nefnist Ævibraut vinnukonunnar lýsir Eiríkur Sigurðsson örlögum konu sem lífið leikur grátt. Þessi kona er ein af mörgum sem orðið hafa að sætta sig við að þjóna öðrum og hljóta stundum litla þökk fyrir. Eiríkur Sigurðsson gerir þátt sinn ekki dramatískari en efni standa til. Hann hefur samúð með þessari konu og gerir sér far Biskvi for votaling um að skyggnast inn í hugar- heim hennar um leið og hann lýsir þeim ytri aðstæðum sem mótuðu líf hennar. Einkum er frásögnin af dótturinni ungu minnisstæð. í kaflanum Fransmenn á Fáskrúðsfirði er sagt frá viðskiptum franskra sjómanna við Austfirðinga. Talið var að mörg þúsund franskir sjómenn væru við veiðar fyrir austan á hverju sumri: „Kona sem ólst upp í Hafnarnesi segir að það hafi verið tignarleg sjón að sjá 30—40 skútur á siglingu sunnan Skrúðs þegar þær komu inn í fjarðarmynnið. Þegar logn var komust þær ekkert og komu þá frönsku sjómennirnir oft á land í Hafnarnesi meðan beðið var byrjar". Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Frönsku sjómennirnir sóttust eftir prjónavörum, vettlingum, sokkum og peysum að sögn Eiríks Sigurðssnar. Þegar Is- lendingar vildu fá franskt kex fyrir vettlinga var sagt: „Biskvi for votaling". Þétta skildu Frakkarnir. Handapat og svip- breytingar urðu oft að duga í þessum viðskiptum, en til voru þeir sem urðu sleipir í frönsku, Eiríkur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.