Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 4978
41
fclk í
fréttum
+ NIXON fyrrum Bandaríkja-
forseti kemur nú æ oftar fram í
fréttum. — Og nú er hann
kominn til Evrópu. Hann er
sagður hafa hug á því er hann
kemur til Bretlands, að eiga
þess kost að hitta brezka
frammámenn. — Þar í landi,
herma blaðafregnir, eru yfir
völdin að velta því fyrir sér
hvernig eigi að standa að
málum. Blöð segja að Verka-
mannastjórnin sé ekki sérlega
hress. — Þess hefur og verið
getið, að vafasamt sé að James
Challaghan forsætisráðherra
muni leggja hart að sér auk
daglegra anna, við að gefa sér
tíma til að ná fundum Nixons.
Þessi seinasta mynd af Nixon
er tekin suður í Missisippi á
pólitískum útifundi. Hann
hrópar til fundarmanna, sem
höfðu hyllt hann mjög innilega.
J.R.R. Tolkien.
Hobbit
Almenna
bókafélagið
Austurstrœti 18, — sími 19707.
Skemmuvegi 36, Kópavogi — sími 73055.
Fáar nútímabækur hafa hlotið jafn
almenna aðdáun^ og vinsældir í
Evrópu og skáldsagan Hobbit eftir
enska prófessorinn J.R.R. Tolkien; á
það jafnt viö um foreldra, kennara
og ritdómara, en umfram allt börn
og unglinga.
Söguhetjan Bilbo Baggason er oröin
ódauðleg persóna ævintýraheimsins
meö sínum viöfelldnu tilhneigingum
og mannlegu viðhorfum.
Hobbit er saga um ævintýri sem
dvergarnir steypa sér út í.
Þarna kemur fyrir dvergagull og
dreki sem liggur á því eins og í
forníslenzkum goðsögum. Bilbo
Baggason er félagi dverganna í
þessum háskalegu tiltektum þeirra
og eru þær honum þó þvert um geð.
Hann er í eðli sínu makráöur og
værukær hobbi, sem langar alls ekki
til að drýgja neinar dáðir, og hann
verður jafnvel undrandi þegar hann
kemst að því hversu ráöagóður hann
er og slyngur.
Hér eiga sér staö hatrammir bardag-
ar við durtálfa í Dimmufjöllum, stríö
viö risaköngulær í Svartaskógi,
gátukeppni við Snák og rökræður
viö drekann. Og einnig koma fyrir
viðfelldnari þættir, samfylgd góðra
félaga, ágætar máltíöir, hlátrar og
söngvar, töfrandi aödráttarafl
ósnortins lands fyrri alda.
Hobbit fjallar um ævintýri. En sagan
fjallar einnig um vináttu og lífsgleði,
sigur góöra afla yfir illum öflum og
umfram allt sigur vits og réttlætis yfir
blindum þjösnahætti og ofbeldi.
Lærið
vélritun
Ný námskeið byrja fimmtudaginn 30. nóvember.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.
Vélritimarskólinn
Suðurlandsbraut 20
Qompton Parkimon
Enskir rafmótorar
einfasa 0.33—3 HÖ
þrífasa 0.5—25 HÖ
VÖNDUÐ VARA
HAGSTÆTT VERÐ