Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Leikmenn Kaiserslautern: ÞAÐ LIÐ sem óumdeil- anlega hefur vakið mestu athyglina í vest* ur-þýzku knattspyrn- unni er lið l.FC Kais- erlautern. Liðið trónir nú eitt á toppi deildar- innar þar í landi. Önn- ur lið eins og Ham- burger og Stuttgart eru skammt undan, en það eitt að Kaiserslaut- ern skuli vera meðal toppliðanna, hvað þá efst, er saga til næsta bæjar. Liðið er tap- laust eftir 15 fyrstu leiki sína og sú trú er ríkjandi í herbúðum liðsins, að enn hafi liðið ekki sýnt allt það besta sem í því býr. Kaiserslautern hefur leikið í Búndeslínunni allt frá stofnun hennar, en aldrei hefur félagið sýnt neitt sérstakt né verið líklegt til þess fyrr en nú. I gegnum árin hefur liðið fengið á sig illt orð fyrir grófan leik, sem fylgdi því að vera stöðugt í fallbaráttu. Það hefði hæft liðinu vel að heita Kickers, en það nafn var þá þegar frátekið fyrir Offenbach-liðið Kickers. Síðustu tveir þjálfararnir, Diet- rich Weise og Erich Ribbech, þóttust sjá, að lið þetta gæti líklega leikið dálitla knatt- spyrnu jafnframt því að halda þeim grófa stimpli sem við það loddi. Síðan tók við liðinu Karl Heinz Feldkamp og hann full- • Aðal markaskorarinn Klaus Toppmiiller (t.h.) sést hér kljást við Udo Horsman hjá Bayern. Toppmiiller er einn markhæsti leikmaður Búndeslígunnar eins og er. komnaði sköpunarverk þeirra Weise og Ribþech. Liðið fórnaði miklu af þeim bolaskap sem það beitti, í staðinn var knattspyrn- an látin sitja í fyrirrúmi. Það urðu einnig afdrifaríkar breytingar innan stjórnar fé- lagsins. Fyrir ári var Júrgen nokkur Friedrich kosinn forseti félagsins, 35 ára gamall. Hann innleiddi hálfgert lýðræði innan félagsins og það kunnu leik- menn liðsins að meta. Fæstir þeirra eru nú samningsbundnir og sumir eru jafnvel áhuga- menn. Um síðustu helgi var fyrrum risaveldið Bayern Múnchen í heimsókn og við það tækifæri viðhafði Paul Breitner, hinn frægi tengiliður Bayern, ýmis niðrandi ummæli um gestgjaf- ana. Hann sagði m.a.: „Þetta eru sveitamenn og þetta er skítalið, við hjá Bayern erum aðalsmenn á knattspyrnuvellinum.“ Síðan gerðist það, að sveitalýðurinn sigraði aðalsmennina 2—1 og var sá sigur minni en efni stóðu til. Og greifinn Paul Breitner var í slíkri járngæslu hjá áhugamanni, að hann gat sig hvergi hrært. Leikmenn Kaiser- slautern ráku sem sagt hrokann öfugan ofan í Bayern-liðið. Eitt er þó rétt, sem Breitner sagði, og það er, að liðið er úr dreifbýli. Samstundis er félagið þá titlað sveitadurgar. Það hefur samt sem áður reynst einn mesti styrkur liðsins, að það skuli vera úr dreifbýli. Það þýðir það, að varla hafa verið til peningar til þess að eyða gegnd- arlaust í stórstjörnur. Félagið hefur orðið að ala upp sína eigin leikmenn, auk þess sem gamlar kempur frá öðrum félögum hafa gjarnan lokið ferli sínum hjá Kaiserslautern, eftir að þeir Smeykari við hála velli en mótherjana • Ronnie Hellström... besti markvörður heims? komust ekki lengur í lið hjá sínum fyrri félögum. Til saman- burðar má geta þess, að Bayern hefur eytt svo miklum pening- um i leikmenn siðustu tvö árin, að nægt hefði til að kaupa allt Kaiserslautern-liðið mörgum sinnum, svo lítið kostuðu leik- menn þess. Eigi að síður er Kaiserslautern 7 stigum á und- an hinu vellauðuga Bayern. Það er fátt um stjörnur í liði Kaiserslautern, þó eru þær til. T.d. hefur liðið hugsanlega á að skipa fremsta markverði heims, Svíanum Ronnie Hellström. Annar HM-Svíi er í röðum félagsins, Benny Wendt. Hannes Bongarts, keyptur frá Schalke, stjórnar miðvallarspilinu og gerir það vel og unglingur að nafni Peter Briegel hefur slegið í gegn í stöðu miðvarðar. Eins og er leikur liðið eins og það sé þegar þýskur meistari, en þó hefur þjálfarinn Feldkamp miklar áhyggjur af einu atriði. Það er ekki félögin hin sem valda áhyggjum stjórans,.heldur veturinn sem framundan er. Liðsmennirnir eru nefnilega upp til hópa í hávaxnara lagi og þegar snjór og frost fer að hylja vellina, sem eru rennvotir fyrif, kemur það verr niður á hávöxn- um leikmönnum heldur en hin- um minni. Það sýnir það sjálfs- öryggi sem upp er komið hjá félaginu, að það skuli óttast veturinn meira en það óttast alla rhótherjana. Ekki síst þegar forysta liðsins er aðeins 2 stig og ekkert má útaf bregða til þess, að draumurinn verði á enda. Drap dóm- arann! ÞEGAR talað er um misþyrming- ar á dómurum, hvarflar hugur- inn gjarna til Suður-Ameríku. En það kunna fleiri að drepa dómar- ann en hinir blóðheitu SuðurAmeríkumenn. í Júgó- slavíu var nýlega handtekinn fimmtugur kanttspyrnuað- dáandi, sakaður um að hafa myrt dómara að nafni Miljan Tomasic. Það sem gerðist var þetta; Tomasic var að dæma leik áhuga- manna (og nágrannajliða. Manninum líkaði ekki dómgæslan og hreytti fúkyrðum og klámi gegndarlaust í veslings dómarann. Eftir leikinn vatt dómarinn sér að klámkjaftinum og vildi tuska hann til.'Sá var ekki aldeilis á því, dró hníf úr pússi sínu og stakk dómarann á hol. Hlaut hann þegar bana af, en lögreglan gómaði fantinn. Okrað á minja- gripum Það er mjög vinsælt á Norður- löndum að skreppa suður til Englands um helgar og horfa á einhverja leiki i 1. deildinni þar. Það fylgir slíkum ferðum og að kaupa minjagripi frá viðkomandi félögum, cnda cru það miklir áhugamenn um enska knatt- spyrnu, sem taka sér á hendur ferðir þessar. í haust hefur verið töluvert um það, að braskarar selji hinum fávísu norrænu mönn- um minjagripi á uppsprcngdu verði. Sem dæmi má nefna, að keyptir hafa verið liðstreflar hjá bröskur- unum fyrir 8 sterlingspund, trefl- ar, sem kaupa má fyrir 3 sterlings- pund inni á leikvöllunum. Vinnu- brögð svindlaranna eru í því fólgin að bíða eftir rútunum sem flytja víkingana á vellina, og bjóða þar fram vöru sína. Það er ekki fyrr en inn á völlinn er komið, að sannleikurinn kemur í ljós. Það eina, sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir svindlið, er að auka löggæslu og eftirlit í kringum leikvellina. 18 gul spjöld á einu sumri! SUMIR leikmenn eru grófir. En til þess eru dómarar að halda slíkum mönnum í skefjum. Sumir segja. að ruddalegasta knatt- spyrnan sé leikin í Suður- Ameríku, en heyri þeir það, reiðast þeir og segja knattspyrn- una í Evrópu vera síst prúðmannlegri. Ekki skal um það deilt, en gaman er að skoða lista yfir grófustu leikmenn Chile og hvað þeim hafa oft verið sýnd spjöldin tvö, það gula og það rauða, á undanförnum árum. Fjórir mestu syndaselirnir heita Veliz, Messen, Paez og Yavar. Veliz hefur skoðað rauða spjaldið 20 sinnum á síðustu árum og það gula 96 sinnum (þar af 18 síðasta keppnistímabil.) Messen héfur fengið 18 rauð og 56 gul, Paez 12 rauð og 76 gul og loks hefur Yavar séð 12 rauð spjöld og 71 gult spjald. Það hefur vakið umtal, að Veliz var aldrei dæmdur í leikbann á síðasta keppnistímabili, þrátt fyr- ir 18 bókanir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.