Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
Einstœður atburður íþingsögunni:
Forseti efri deildarsegir
afsér vegna andstöðu við
efnahagsmálafrumvarpið
SÁ EINSTÆÐI atburður í þingsögunni gerðist á Alþingi í gær, að Bragi
Sigurjónsson, þingmaður Alþýðuflokksins og forseti efri deildar, lýsti því yfir í
upphafi þingfundar í deildinni að hann hefði ákveðið að segja af sér
forsetastarfinu, því að hann vildi ekki teljast samstarfstákn í forsetastóli
ríkisstjórnarflokka, sem ekki hefðu kjark né þrek til að marka og koma sér saman
um þannig úrlausnarstefnu í verðbólguvanda þjóðarinnar að til vafalausra úrbóta
horfði.
„Ég harma, að stundarhagir
flokka séu af flokksforingjum
bornir meir fyrir brjósti en
alþjóðarheill," sagði Bragi í
niðurlagi yfirlýsingar sinnar.
„Ég vil ekki vera samstarfstákn
slíks leiks og slíkra vinnu-
bragða. Því segi ég af mér
forsetastarfi þessarar deildar,
en megi hollvættir Islands leiða
forystumenn okkar ágætu þjóð-
ar til réttrar brautar."
Bragi bað síðan Jón Helgason
2. varaforseta deildarinnar að
taka við fundarstjórn þar eð
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
1. varaforseti, var fjarstaddur.
* Frumvarpið ósam-
boðið Alþingi
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
kvaddi sér þá hljóðs utan
dagskrár og kvaðst vildu vekja
athygli á því hversu einstæður
atburður í þingsögunni væri hér
að gerast. Forseti hefði að vísu
flutt svo merka ræðu að engu
væri við hana að bæta, en hann
hefði aftur á móti ekki lýst
nánar frumvarpi því sem í
vændum væri. Gæfuleysi ríkis-
stjórnarinnar væri slíkt, að
frumvarpið væri að formi til alls
ekki samboðið löggjafarsam-
kundunni, þar sem 1. grein þess
væri gagnslaus og 2. og 3.
greinin' hreinar endaleysur.
Ljóst væri að þingstörfin yrðu
erfið á næstunni en sjálfstæðis-
menn myndu leitast við að
hjálpa til að greiða fyrir málum
sem til heilla mættu horfa. Hins
vegar væri ekki hægt að horfa
fram hjá þeirri staðreynd, að
stóri sigurvegarinn úr síðustu
kosningum gengi klofinn til
afgreiðslu á þessum erfiðu
viðfangsefnum, þar sem sam-
starfsflokkar hans hefðu ekki
tekið tillit til eins eða neins er
hann hefði haft fram að færa
heldur farið þveröfugar leiðir.
Þess vegna væru þessi tíðindi nú
að gerast í þingsölum.
* Afgreiðslu frestað
í máli Jóns Helgasonar, 2.
varaforseta, kom fram að sam-
kvæmt þingsköpum er einstök-
um embættismönnum þing-
deilda heimilt að leggja niður
störf ef meirihluti heimilar
slíkt. Hann gat þess síðan, að
borin hefði verið fram sú ósk að
fresta frekari afgreiðslu málsins
og var síðan þingfundi frestað.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Bragi Sigurjónsson,
að hann hefði tilkynnt flokks-
mönnum þessa ákvörðun sína
þegar á þingflokksfundi sl.
miðvikudag og ítrekað hana á
almennum flokksstjórnarfundi
sl. laugardag. Bragi gaf í skyn
að hann hefði ekki í hyggju að
segja af sér nefndarstörfum, og
svaraði spurningum þar að
lútandi á þá leið að hann væri til
Bragi Sigurjónsson les yfirlýs-
ingu sína.
nefndarstarfa kjörinn af þing-
flokki, sem hann ætti ekkert
sökótt við. Bragi var þá spurður
að því hvort hann væri formlega
kominn í stjórnarandstöðu með
þessari ákvörðun sinni, en hann
kvaðst áfram myndu styðja
stjórnina til allra góðra verka.
Bragi kvaðst ekki vera reiðubú-
inn að segja til um það á þessari
stundu hvort hann myndi greiða
atkvæði gegn eða sitja hjá við
afgreiðslu á efnahagsmálafrum-
varpi ríkisstjórnarinnar, því að
það færi mjög eftir því hvaða
breytingum frumvarpið kynni
að taka í meðförum þingsins.
Yfirlýsing Braga er birt í
heild á bls. 30 svo og umsögn
Benedikts Gröndal um þessi
tíðindi.
Keflvíkingur
hirti rúmar
1,3 milljónir
í getraunum
METUPPIIÆÐ kom á 12 rétta í
getraununum að þessu sinni.
Starfsmenn getrauna grófu upp
einn seðil með 12 réttum og þar
sem ekki fundust fleiri slíkir,
hlaut eigandinn metupphæð fyrir
getspekina. Það var Ómar
Magnússon. 26 ára gamall Kefl-
víkingur. sem hreppti hnossið,
1.360.000 krónur. Morgunblaðið
spjallaði lítillega við Ómar í
gærkveldi og spurði hann fyrst
hvort hann notaði flókið kerfi.
— Ég hef tippað í nokkur ár og
nota alls ekki kerfi, heldur tippa ég
af handahófi Að þessu sinni var ég
aðeins með einn seðil með fjórum
röðum, en ég er yfirleitt ekki með
meira en 8 raðir í gangi í einu,
svaraði Ómar.
— Nei, ég hef aldrei unnið áður,
mest verið með 10 rétta. Ég veit
varla enn það hvað ég geri við
fúlguna, en ég verð örugglega
fljótur að eyða peningunum —
bætti hann við, er hann var spurður
um hvort hann hefði unnið í
getraunum áður og hvað hann hefði
hugsað sér að gera við alla
peningana.
Mbl. spurði Ómar að lokum
hvernig honum hefði orðið við
þegar ljóst var að hann hefði 12
rétta leiki á seðlinum.
— Ég veit það varla, ég sá þetta í
sjónvarpinu á laugardaginn, en
hafði þá enga hugmynd um hver
upphæðin yrði. Annars er gaman
að verða einu sinni fyrir slíku
happi.
Ný bók frá Skuggsjá:
Bókín um Jón á Akri
í dag kemur út ný bók í bókaflokknum „Man ég þann mann“ og að
þessu sinni er það Bókin um Jón á Akri. Jón Pálmason hefði orðið
níræður í dag, en hann var fæddur 28. nóvember 1888 að Ytri —
Löngumýri í Blöndudal.
í bókina skrifa 17 menn þætti
um Jón á Akri og er fyrsti hluti
hennar viðtal sem Matthías
Johannessen átti við Jón, drög að
ævisögu hans. Aðrir sem eiga efni
í bókinni eru: Ágúst Þorvaldssori
fyrrum alþingismaður, Björn
Bergmann kennari, frú Brynhildur
H. Jóhannsdóttir og Hjörtur
Kristmundsson fyrrum skóla-
stjóri, Gunnar Thoroddsen
alþingismaður, Halldór Jónsson
bóndi, Jóhann Hafstein fyrrum
ráðherra, Ingólfur Jónsson fyrrum
ráðherra, Jónas B. Jónsson fyrrv.
fræðslustjóri, Magnús Þorgeirsson
stórkaupmaður, sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson prófastur, Sigurður
Bjarnason sendiherra og
Þorsteinn Bernharðsson stórkaup-
maður.
Á bókarkápu segir m.a. svo:
„Jón Pálmason á Akri var óefað
í hópi svipmestu og merkustu
manna sinnar samtíðar. Þrek
hans, kjarkur og dugnaður gæti
verið öðrum leiðarljós, hjá honum
var reisn íslands alltaf í fyrirrúmi.
Saga hans á því erindi við okkur
öll. Menn eins og Jón á Akri hljóta
að verða öðrum hvatning til dáða
og drengilegrar framgöngu í þágu
þjóðarinnar og forusta hans mun
seint gleymask þeim, sem kynni
höfðu af þessari glaðbeittu kempu.
Vinsældir Jóns á Akri voru með
eindæmum. Hann var mikill vinur
og tryggur, sannkaUað tryggðar-
tröll og svik voru ekki fundin í
hans munni."
Hersteinn Pálsson bjó bókina til
prentunar og segir m.a. í aðfarar-
orðum bókarinnar að verkefnið
hafi verið hið ánægjulegasta m.a.
fyrir þær sakir að það hafi orðið
MAN ÉG ÞANN MANN
. BÓKINUM JONAAKRI SKUGGSJÁ
JT, \
til upprifjunar margs í kynnum
þeirra Jóns Pálmasonar.
Bókin um Jón á Akri er fjórða
bókin í bókaflokknum Man ég
þann mann, en áður hafa komið út
Bókin um séra Friðrik, Bókin um
Pétur Ottesen og Bókin um
Sigvalda Kaldalóns. Útgefandi er
Skuggsjá, setningu og prentun
hefur Víkurprent annast og Bók-
fell bókband.
Bílasalanum sleppt
úr gæzlu í gær
BILASALINN sem setið hefur í
gæzluvarðhaldi að undanförnu
grunaður um fjársvik í bíla-
viðskiptum, var leystur úr haldi í
gær. Hann hafði setið 8 daga í
gæzluvarðhaldi.
Bílasalinn var sem kunnugt er
handtekinn á Keflavíkurflugvclli
um fyrri helgi við komu frá
útlöndum. Ilann hefur síðan verið
í stöðugum yfirheyrslum og eftir
því sem Mbl. kemst næst hefur
hann játað á sig ýmsar sakir.
Þetta er þriðji bílasalinn, sem
settur er inn á skömmum tíma
vegna meintra fjársvika. Mál allra
bílasalanna munu vera keimlík, en
þau skipta tugum. Eru mennirnir
grunaðir um að hafa haft fé af
fólki, sem leitað hefur til þeirra
með bíla sína. Leikur grunur á því
að þeir hafi með ýmsu móti blekkt
fólkið og fengið það til þess að
selja bílana undir markaðsverði og
kaupendurnir hafi verið menn á
vegum bílasalana. Síðan hafa
bílarnir verið seldir skömmu síðar
á mun hærra verði. Algengast
mun vera að bílasalarnir hafi á
þennan hátt haft 4—500 þúsund
krónur upp úr krafsinu en mest
eina milljón króna.
Ekkert mun liggja fyrir um
frekari rannsóknir á verzlun með
notaða bíla en væntanlega verða
mál þessara þriggja bílasala send
ríkissaksóknara til ákvörðunar.
Vitniyantar
ÞRIÐJUDAGINN 21. nóvcmber s.l.
rétt fyrir klukkan 8 að morgni var
fólksbiíreið ekið á litia stúlku á
Réttarholtsvegi rétt við Ilæðargarð.
Slasaðist stúlkan talsvert. Skömmu
eftir atburðinn gaf maður sig á tal
við ökumanninn og kvaðst hafa séð
hvað gerðist en ökumanninum láðist
að taka niður nafn mannsins. Eru
það tilmæli slysarannsóknadeildar
lögreglunnar að maðurinn hafi
samband við deildina hið fyrsta í
síma 10200.
Björg Einarsdóttir
formaður Hvatar
Björg Einarsdóttir var kosinn
formaður Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Hvatar á aðalfundi
félagsins í gærkvöldi. Við kosn-
ingu um formann félagsins
hlaut Björg Einarsdóttir 169
atkvæði en fráfarandi formaður.
Jónina Þorfinnsdóttir hlaut 109
atkvæði. 3 atkvæðaseðlar voru
auðir. Stjórnarkosningu að öðru
leyti var ekki lokið, þegar
Morgunblaðið fór f prentun.
Utvarps-
umræður
Útvarpsumræður verða um
frumvarp ríkisstjórnar-
innar um aðgerðir í efna-
hagsmálum og þá væntan-
lega á miðvikudagskvöld.
Gils Guðmundsson forseti Sameinaðs Alþingis:
Boðar þingsályktunartillögu
um framhald á þjóðargjöfínni
„ÉG TEL að það þurfi undir
öllum kringumstæðum að
halda þessu áfram af ekki
minni þrótti en verið hefur og
mér finnst mjög líklegt að á
þessu þingi verði horin fram
þingsályktunartillaga þess efn-
is.“ sagði Gils Guðmundsson,
forseti Sameinaðs þings, er
Mbl. spurði hann í gær, hvort
hann teldi að Alþingi myndi
láta framkvæmd þjóðargjafar-
innar og framhald á henni til
sín taka. „Það er svo annað
mál, hvort og hve mikið menn
treysta sér til að hæta fyrir
það, sem hefur farið úrskeiðis
varðandi verðba*turnar en ég
fullyrði að af hálfu þeirra
manna, sem undirbjuggu málið
fyrir hátiðarfundinn 1974 var
það eitt meginatriðið að þjóðar
gjöfin héldi sínu fulla verð-
gildi.“
*■ Gils sagðist ekki vilja fara út í
það nú, hvers vegna þannig
hefur til tekizt með verðbóta-
þáttinn að á fyrstu þremur
árunum hefur hann rýrnað sem
svarar 247 milljónum króna
vegna þess að verðbætur hafa
verið greiddar eftir á en ekki
jafnóðum. „Það kann að vera að
ekki hafi verið nægilega tryggi-
lega um hnútana búið af hálfu
Alþingis, enda þótt viljinn væri
ótvíræður," sagði Gils. „Ég man
ekki til þess að þetta mál hafi
komið til umræðu á Alþingi,
þannig að mér er ekki ljóst,
hvort alþingismenn vissu af
þessu eða ekki.
En aðalmálið er að þessu
verði haldið áfram eftir 1979 og
þá ekki af minni þrótti en þó
hefur verið. Og ég reikna með að
það verði haft í huga að setja nú
tryggilega verðbótaákvæði á
framhaldið."
Mbl. bar undir Gils, að þrátt
fyrir samþykkt Alþingis á
hátíðarfundinum 1974 hefðu
önnur framlög ti landgræðslu-
mála dregizt saman. „Það er
auðvitað alltaf viss hætta á því
að svo verði, þegar sérstakar
áætlanir til lengri tíma eru
samþykktar,“ svaraði Gils.
„Persónulega er ég á þeirri
skoðun að ástæða sé til að gera
bragarbót varðandi fjárhags-
lega framkvæmd þjóðargjafar-
innar, en aðalmálið er að þessu
verði haldið áfram.“