Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
35
Rauðu hunda far-
aldur í gangi hér
„ÞESSI rauAu hunda faraldur sem hér hefur verið í gangi síðan í haust
virðist vægur enn sem komið er, en þessi hvatning okkar til þungaðra
kvenna um að mæta til skoðunar og mælinga á mótefnum gegn
rauðum hundum er fyrst og fremst hugsuð til að flýta slíkum
skoðunum vegna þeirra möguleika sem við höfum til að koma í veg
fyrir það að hér þurfi að fæðast sködduð börn vcgna rauðu hundanna.4*
sagði ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Mbl. f gær.
sem mótast af hugmyndum um
landsorkuveitu og að standa Gísli
Blöndal, Helgi Bergs, Jakob
Björnsson, Magnús E. Guðjónsson
og Steingrímur Hermannsson.
Hins vegar er kafli, er mótast af
hugmyndum um Samvirkjunarráð
og að standa Aðalsteinn Guðjohn-
sen, Páll Flygenring og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson. Það skal
tekið fram, að í þeim tilfellum,
þar sem ég hefi getið þess áður, að
skiptar skoðanir hafi verið innan
nefndarinnar um tiltekin efni, þá
hefir þar verið um að ræða atriði,
sem varða skipulag raforku-
vinnslunnar. Skal ég nú gera grein
fyrir báðum tillögunum um skipan
raforkuvinnslunnar og tek þá fyrst
þá, sem mótast af hugmyndum um
landsorkuveitu.
Landsorkuveita
Með tillögunni um landsorku-
veitu er mörkuð sú meginstefna
varðandi raforkuiðnaðinn í land-.
inu, þ.e.a.s. vinnsluv flutning,
dreifingu og sölu raforku, að þessi
starfsemi skuli vera samvinnu-
verkefni ríkis og sveitarfélaga, þar
sem hvor um sig annist þann hluta
þess, sem hann er bezt fallinn til.
Þannig er gert ráð fyrir, að
dreifing raforkunnar sé verkefni
sveitarfélaga alls staðar, þar sem
því verður við komið, þar eð hún sé
sá hluti raforkuiðnaðarins, sem
næstur er einstökum notendum og
því æskilegt, að stjórn og umsjón
hennar fari fram sem næst þeim.
Öðru máli gegni um raforku-
vinnslu og meginflutning. Með
samtengingu landsins í eitt raf-
orkukerfi sé vinnsla og megin-
flutningur í raun og veru orðin ein
samræmd heild, er nái um allt
land, en sé ekki á svipaðan hátt og
dreifingin bundin við takmörkuð
svæði, jafnvel einstök sveitarfélög.
Af þessari ástæðu, svo og þeirri, að
vinnsla og flutningur sé mjög
fjármagnsfrek starfsemi, sem
ríkið verði óhjákvæmilega að eiga
verulegan hlut að við hérlendar
aðstæður, þyki eðlilegt, að ríkið sé
beinn þátttakandi í þessum hluta
raforkuiðnaðarins á móti sveitar-
félögunum.
Auk þess er lagt til, að stefnt
skuli að því að vinnsla raforku,
sem seld er almenningsrafveitum í
heildsölu og stórnotendum eftir
sérsamningum, flutningur hennar
um meginorkuflutningskerfi
landsins og sala raforku til þeirra
aðila verði í höndum eins fyrir-
tækis, landsorkuveitu. Fyrirtækið
verði sameign ríkisins og þeirra
rafveitna sveitarfélaga, sem vilja
gerast eignaraðilar að því. Dreifi-
veitur í eign svéitarfélaga eða
sameignarfélaga þeirra sem sam-
anlagðan íbúafjölda yfir 5000
manns geta gerzt eignaraðilar að
landsorkuvéitunni, hafi þær til-
kynnt slíka ákvörðun með eins árs
fyrirvara. Þegar landsorkuveita
hefur verið stofnuð hafi hún
einkarétt á vinnslu raforku og sölu
hennar í heildsölu eða eftir
sérsamningum. Þó skuli orkuveit-
um, sem starfandi eru við gildis-
töku laga þessara, heimilt að feka
áfram raforkuver sín, enda hafi
þær gert samning um raforkuvið-
skipti við landsorkuveituna, þar
sem m.a. skuli kveðið á um
tilhögun á rekstri þessara orku-
vera. Landsorkuveitan sjái um að
jafnan sé tiltæk raforka til að
mæta þörfum viðskiptaaðila sinna
og að öryggi orkuafhendingarinn-
ar sé svipað á öllum viðtökustöð-
um frá stofnlínukerfinu eftir því
sem við verður komið.
Samkvæmt þessari tillögu er
mörkuð sú stefna, að öll meiri
háttar raforkuvinnsla í landinu,
flutningur raforkunnar eftir meg-
influtningskerfinu og sala hennar
í heildsölu til almenningsrafveitna
og eftir sérsamningum til stórnot-
enda verði í höndum eins fyrirtæk-
is, landsorkuveitu, sem jafnframt
gegni því hlutverki að sjá lands-
mönnum fyrir nægri raforku.
Þetta er talið af tillögumönnum
einfaldasta skipan þessara mála
eftir að landið allt sé orðið ein
heild í þessu tilliti, alveg sérstak-
lega hér á landi, þar sem raforku-
markaðurinn sé í rauninni tæplega
til skiptanna milli margra
vinnslufyrirtækja. Gert er ráð
fyrir, að dreifiveitur sveitarféflaga
eða sameignarfélaga þeirra geti
orðið eignaraðili að landsorkuveit-
unni. Það þykir heppilegt að
dreifiveiturnar, fremur en sveitar-
félögin sjálf, verði eignaraðilar.
Þær séu viðskiptaaðilar lands-
orkuveitunnar og eigi því beinna
hagsmuna að gæta gagnvart
henni, sem eignaraðildin gefi gott
færi á að rekja. Þess vegna er
vænzt, að margar dreifiveitur
verði sameign sveitarfélaga, Slíkar
víðfeðmari einingar eru taldar
heppilegri sem eignaraðilar og
með því móti gefist sveitarfélög-
um, sem vegna smæðar yrðu
áhrifalítill sem einstakir eingarað-
ilar, kostur á að ná meiri áhrifum í
samvinnu við nágranna'sína, sem
starfa með þeim að dreifingunni.
Ætlazt er tíl, að dreifiveitur geti
hvenær sem er orðið eignaraðilar
að landsorkuveitunni með eins árs
fyrirvara og þannig valið þann
tíma til inngöngu, sem þeim sé
hentugastur. Enda þótt öll meiri
háttar raforkuvinnsla verði á
einni hendi samkvæmt tillögu
þessari, er gert ráð fyrir, að
einstökum orkuveitum, sem reka
orkuver við gildistöku þessara
ákvæða eða eignast kunni meiri
háttar orkuver, sem nú er í eigu
Rafmagnsveitna ríkisins sé heim-
ilt að reka þau áfram, en þau verði
ekki skylduð til að ganga inn í
landsorkuveituna. Hér er tekið
tillit til sögulegra staðreynda, og
þykir það málinu frekar til
framdráttar að knýja ekki fram
niðurlagningu þessa rekstrar með
lagabreytingu. Það er þó skilyrði,
að þessar orkuveitur hafi gert
samning við landsorkuveituna um
raforkuviðskipti, þar sem m.a. sé
kveðið á um tilhögun á rekstri
orkuveranna. Þetta skilyrði er sett
til að tryggja heildarhagkvæmni í
raforkuvinnslunni í landinu, þrátt
fyrir fleiri eigendur orkuvera.
Ekki er ráðgert að þessi heimild
nái til Laxárvirkjunar, sem ætlast
er til að sameinist Landsvirkjun,
né heldur til meiri háttar orkuvera
Rafmagnsveitna ríkisins, sem á að
afhenda hinu sameinaða fyrirtæki.
Eftir sem áður hefur landsorku-
veitan einkarétt á sölu á raforku í
heildsölu og til stórnotenda. Óski
önnur orkuveita eftir að vinna
raforku umfram eigin þarfir,
verður hún að selja landsorkuveit-
unni það, sem umfram er.
Gert er ráð fyrir í þessari tillögu
um landsorkuveitu, að ráðherrar
skuli vinna að því, að sú skipan
orkuvinnslu, sem fylgir landsorku-
veitu, komistá með því að beita sér
fyrir sameiningu Landsvirkjunar
og Laxárvirkjunar á grundvelli
gildandi laga um Landsvirkjun. Að
lokinni slíkri sameiningu sé heim-
ilt að afhenda hinu sameinaða
fyrirtæki orkuver Rafmagnsveitna
ríkisins og önnur orkuver í eigu
ríkisins ásamt stofnlínakerfi með
132 kV spennu og þar yfir með
skilmálum, sem um semst. Þó sé
heimilt að afhenda orkuveitum,
sem starfandi eru fyrir, minni
háttar orkuver, þegar hagkvæmt
þykir. Að lokinni slíkri samein-
ingu leggi ráðherra fyrir Alþingi
frumvarp til laga um landsorku-
veituna, sem verði stjórnunarlega
og fjárhagslega sjálfstætt fyrir-
tæki, þannig að tryggt verði að
fjármagn, sem í því er bundið, skili
eðlilegum arði.
I tillögu þessari er ráðgert, að
stofninn í væntanlegri landsorku-
veitu verði Landsvirkjun og Lax-
árvirkjun. Ráðherra sé falið að
beita sér fyrir sameiningu þessara
fyrirtækja á grundvelli gildandi
laga um Landsvirkjun, en þau
veita Laxárvirkjun heimild til að
ganga inn í Landsvirkjun. Síðan er
gert ráð fyrir víkkun slíks samein-
aðs fyrirtækis með yfirtöku þess á
orkuverum og meginflutningslín-
um í eigu ríkisins, og er ráðherra
veitt heimild til eignayfirfærslu í
því skyni með skilmálum, er um
semst. Er þá gert ráð fyrir, að
ráðherra setji slíka skilmála með
það fyrir augum að greiða fyrir því
að landsorkuveitan komist á lagg-
irnar. Endanlega verði það að
sjálfsögðu Alþingis að taka af-
stöðu til málsins í formi frum-
varps um landsorkuveitu. Þetta
þyki tillögumönnum vænlegasta
leiðin til að koma landsorkuveit-
unni á, enda hafi þessir þrír aðilar,
Landsvirkjun, Laxárvirkjun og
Rafmagnsveitur ríkisins, að orku-
verum á Vestfjörðum frátöldum,
unnið 92,9% allrar raforku í
landinu árið 1977. Ekkert er talið
því til fyrirstöðu, að eigendur
annarra orkuvera geti orðið aðilar
að landsorkuveitunni þegar í
upphafi, ef um það semst. Mörkuð
er sú stefna, að landsorkuveita
skuli vera stjórnunarlega og fjár-
hagslega sjálfstætt fyrirtæki,
þannig að tryggt verði að fjár-
magn, sem í því er bundið, skili
eðlilegum arði. Gert er ráð fyrir.
að landsveitan geri í samráði við
Orkustofnun áætlanir til langs
tíma urn raforkuver og megin-
flutningslínur, er verði þáttur í
orkumálaáætlun, sem ráðherra
leggi fyrir Alþingi.
I kafla þeim, er fjallar um
landsorkuveitu, er að finna tillögu
um, að vinnsla á heitu vatni úr
jörðu eða í sérstökum kyndistöðv-
um til dreifingar og sölu til
almennra nota skuli vera í hönd-
um sveitarfélaga eða sameignarfé-
laga þeirra.
Tilkynning landlæknis er svo-
hljóðandi:
„Nú gengur yfir rauðu hunda
faraldur á Islandi. í því tiiefni vill
landlæknisembættið eindregið
hvetja allar þungaðar konur á
fyrstu mánuðum meðgöngu, sem
enn hafa ekki hlotið mæðraskoð-
un, til að koma sem fyrst til
skoðunar og mælinga á mótefnum
gegn rauðum hundum á heilsu-
gæslustöðvum og heilsuverndar-
stöðvum."
Landlæknir sagði að síðasti
alvarlegi rauðu hunda faraldurinn
hér á landi hefði gengið 1964 og
vægur faraldur á árunum 1972 og
73. „Þetta er sjúkdómur sem
gengur í faröldrum með vissu
millibili, en er alltaf eitthvað í
gangi," sagði landlæknir. „Og þessi
veiki er dálítið lúmsk að því
leytinu til að í allt upp í 25%
tilfella fá konurnar ekki útbrot, en
hættan á skemmdum á fóstri er
mest fyrstu 3 mánuði meðgöngu-
tímans.
Á síðari árum höfum við fengið
betri mælingar á mótefnamyndun
og þess vegna teljum við svo
Sæsímastrengurinn frá íslandi
vestur um haf, Icecan slitnaði
klukkan 8:20 á sunnudagsmorgun.
í ljós kom að bilunin var á landi,
um 4 km frá sæsímastöðinni í
Fredriksstad á Grænlandi. Mikið
óveður var í Grænlandi og þess
vegna óvíst, hvenær strengurinn
kæmist aftur í lag. Póstur og sími
fékk þá aðgang að fjarskiptakerfi
varnarliðsins til Bretlands og var
unnið að því að tengja þar inn 4
talrásir. Auk þess eru svo tvær
stuttbylgjurásir til London í gegn
um Gufunes og fékk flugumferðar-
stjórnin aðra, en hin var tekin
undir símtöl. í Danmörku fékkst
svo leyfi til að nota tvær talsíma-
• rásir í gegn um jarðstöð í Græn-
landi og í gegn um Svíþjóð til
nauðsynlegt að herða nú á konun-
um með að mæta, enda þótt
vanfærar konur eigi að koma
reglulega til skoðunar," sagði
landlæknir.
Fyrir 3 árum var hafin bólusetn-
ing 12—13 ára stúlkna í skólum
gegn rauðum hundum.
Vardskiphjá
lodnuflotanum
VARÐSKIP er til taks nálægt
loðnuflotanum ef eitthvað skyldi
út af bregða, að því er Pétur
Sigurðsson forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar tjáði Mbl. í gær.
Er þetta í samræmi við vilja
þeirra aðila, sem hlut eiga að máli,
enda allra veðra von út af
Norðurlandi á þessum árstíma. Að
sögn Péturs heldur flotinn sig nú
nálægt miðlínu íslands og Græn-
lands, þ.e. 60—70 mílur út af
Barða.
Danmerkur og var önnur notuð
fyrir telexsamband og hin fyrir
tal. í þann mund sem verið var að
ljúka tengingunni inn á kerfi
varnarliðsins komst Icecan aftur í
lag, en það var laust fyrir klukkan
19 á sunnudagskvöld.
Sem fyrr segir eru nú 3 vikur
liðnar síðan sæsímastrengurinn
frá Islandi til Skotlands, Scotice,
slitnaði. Viðgerðaskip hefur legið í
Færeyjum vegna veðurs, en þegar
til átti að taka kom í ljós að mótor
í spili skipsins var bilaður og
verður skipið að fara til Leirvíkur
til viðgerðarinnar. Verður viðgerð
á sæsímastrengnum að bíða
skipsins, því að ekki hefur tekizt
að fá annað skip til viðgerðarinn-
ar.
Kaplaskipið íris í höfn í Færeyjum. Nú verður skipið að fara til
Leirvíkur vegna bilunar og horfir því þunglega um viðgerð á Scotice,
sem slitinn er í sjónum vestur af Mykinesi í Færeyjum, en nú eru þrjár
vikur síðan strengurinn slitnaði.
Scotice slitinn í 3 vikur:
ICECAN úr sam-
bandi á sunnudag
„VIÐ erum nú aftur í sömu sporum og fyrir helgina, hvað varðar
sambandið við útlönd, þar sem unnt reyndist að skipta yfir á
annan streng í Grænlandi þegar Icecan slitnaði þar." sagði Jón
Kr. Valdimarsson deildartæknifræðingur hjá Pósti og síma í
samtali við Mbl. í gæ. „Hins vegar horfir þunglega með viðgerð á
Scotice en hann hefur nú verið slitinn í þrjár vikur sem er
langsamlega lengsta stopp, sem verið hefur á honum.“