Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 29 lltovgtittlritoftife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðal8træti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. „Kauprán” Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks Flokkar þeir, sem nefna sig „verkalýðsflokka" eru nú komnir í heilan hring í afstöðu sinni til kjaramála launþega. í febrúarmánuði sl. beitti ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sér fyrir lagasetningu, sem hafði þau áhrif, að kaupgjaldsvísitalan var skert um helming nema hjá hinum lægst launuðu, setn urðu að þola njun minni skerðingu. Með bráðabirgðalögum, sem sama ríkisstjórn beitti sér fyrir sl. vor, var þessi skerðing afnumin hjá lægst launaða fólkinu. Rök ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar fyrir þessum aðgerðum voru þau, að þær væru óhjákvæmilegar til þess að hægt yrði að ná tökum á verðbólgunni. „Verkalýðsflokkarnir" þ.e. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hófu heiftarlega baráttu gegn þessum efnahagsráðstöfunum fyrrverandi ríkisstjórnar. Forysta ASI og annarra helztu samtaka launafólks gekk til samstarfs við þessa tvo flokka og myndað var bandalag þeirra og forystumanna þeirra í verkalýðshreyfingunni, sem hafði það að markmiði að koma ríkisstjórninni á kné. I allan sl. vetur hljómaði krafan um „samningana í gildi". Kosningar til sveitarstjórna og til Alþingis sl. vor snerust svo til einvörðungu um þessa kröfu. Alþýðuflokkur og Alþýðubándalag hétu því, að kæmust þessir tveir flokkar til áhrifa á stjórn landsins mundu þeir umsvifalaust setja „samningana í gildi" og afnema vísitöluskerðingu þá, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímsonar beitti sér fyrir. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag unnu mikinn sigur í báðum þessum kosningum. Ætla hefði mátt, að ekki hefði þvælst fyrir þessum flokkum að setja „samningana í gildi". Fljótlega kom þó í ljós, að afgreiðsla á þessu einfalda kosningaloforði þvældist fyrir þessum flokkum. í borgarstjórn Reykjavíkur tóku þeir ákvörðun um að draga úr skerðingu vísitölunnar en engu að síður var hún veruleg. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð gaf hún út bráðabirgðalög, sem vissulega drógu úr skerðingunni, en samt var hún til staðar. Þannig lá ljóst fyrir, að hvorki í borgarstjórn Reykjavíkur né nýrri ríkisstjórn treystu „verkalýðsflokkarnir" sér til að setja „samningana í gildi“. Hrikaleg kosningasvik voru því öllum ljós, þegar í sumar og haust. Nú hafa Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hins vegar komizt að þeirri niðurstöðu, að kaupgjaldsvísitalan hafi áhrif á verðbólguþróunina í landinu. Nú hafa þessir tveir flokkar komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki verði ráðið við verðbólguna, nema skerða visitöluna verulega — fremja „kauprán", svo að þeirra eigin orð séu notuð. Nú hafa þessir tveir flokkar ákveðið að taka aftur það sem þeir þó höfðu afhent launþegum í sumar og í haust. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er nú í óða önn að skerða kaupgjaldsvísitölu borgarstarfsmanna þvert ofan í eigin samþykktir, og ríkisstjórnin, sem Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa myndað með tilstyrk Framsóknarflokksins, hefur lagt fram lagafrumvarp, sem byggir á meira en helmings skerðingu vísitölunnar. Þessir tveir flokkar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi, sem gerir ekki ráð fyrir helmings skerðingu vísitölunnar og mun minni eða engri skerðingu hjá láglaunafólki, eins og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Þessir tveir flokkar hafa lagt fram frumvarp, sem þýðir nær 60% skerðingu — 8% „kauprán" en rúmlega 6% kauphækkun. Þessi hringsnúningur Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í vísitölumálinu mun ekki fara fram hjá fólki. Hann er þess eðlis, að hann mun verða tekinn til rækilegrar umræðu á næstu vikum og mánuðum. Og alveg sérstaklega gefst tækifæri til að fjalla um hlut nokkurs hóps verkalýðsforingja í þessum efnum. Hins vegar vill Morgunblaðið nú, þegar þetta frumvarp er komið fram, ítreka ánægju sína með það, að forystumenn þessara tveggja stjórnmálaflokka og þessi hópur verkalýðsfor- ingja gera sér nú raunsærri grein fyrir því, hvað nauðsynlegt er að gera til þess að ráða við verðbólguna. Forystumenn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins og forsvarsmenn ASI og BSRB eru því boðnir velkomnir í flokk „kaupránsmanna". Þessir herrar hafa lært sína lexíu, að því leyti til að þeir hafa gert sér grein fyrir því, að ekki verður dregið úr núverandi verðbólgustigi með því vísitölukerfi, sem hér er við lýði. Fyrir þá verður ekki aftur snúið eftir að þetta frumvarp er komið fram og verkalýðssamtökin hafa lýst stuðningi við það. Hitt er svo öllu alvarlegra mál, að þær ráðstafanir, sem fylgja „kaupráninu" valda því, að núverandi ríkisstjórn mun engum tökum ná á verðbólguvandanum. Vandanum velt y fir á — segir Matthías Á. Mathiesen — Þær efnahagsráðstaíanir, sem ríkisstjórnin hefur boðað nú, eru að meginefni samskonar og hún beitti sér fyrir í septembermánuði sl. Þær einkennast fyrst og fremst af úrræðum Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum en stefnumið Alþýðuflokks- ins hafa algjörlega verið borin fyrir borð, sagði Matthías Á. Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið um frumvarp það, sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi. er áfram ríkissjóð — Þetta eru bráðabirgðaráð- stafanir, sagði Matthías Á. Mathiesen ennfremur og þær sýna, að ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að móta framtíðar- stefnu til lausnar efnahagsyand- ans en í stað þess kosið að fleyta sér áfram með ráðstöfunum, sem leiða til áframhaldandi verð- bólgu og eru jafnframt að hluta til pappírslausnir. Hluta valdans er áfram velt yfir á ríkissjóð og því ljóst, að þessar aðgerðir til viðbótar septemberráðstöfunun- um munu valda stóraukinni fjárvöntun hjá ríkissjóði á árinu 1979. Ætli ríisstjórnin að tryggja hallalausan ríkisbúskap fyrstu 16 mánuði starfstíma síns, eins og hún boðar í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, þarf hún að stórauka skatta- álögur hjá öllum almenningi í landinu, enda er það boðað í athugasemdum við frumvarpið. Hringlandaháttur ríkis stjórnarinnar í tekjuskattsmál- um er með eindæmum. Á sama tíma og talað er um lækkun skatta, er því lýst yfir, að skattar þurfi að hækka. Hér er eitt dæmið af mörgum, sem sýnir þá ringulreið, sem ríkir hjá stjórnarliðinu um leiðir til lausnar efnahagsvanda þjóðar- innar. Með þessum aðgerðum er ríkisstjórnin að staðfesta enn einu sinni réttmæti þeirra að- gerða, sem fyrrverandi ríkis- stjórn beitti sér fyrir með lögunum frá því í febrúar/maí um ráðstafanir í efnahagsmál- um, þó svo að henni takist ekki að ganga hreint til verks. Þá hafa Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag nú aftur svikið sín stærstu kosningaloforð frá því í kosningunum fyrr á þessu ári um „samningana í gildi". Lokið verdi við verkhönnun þriggja virkjunarkosta — sagði Jóhannes Nordal á fundi S.I.R. í gær „Með hliðsjón af líklegri þróun orkumarkaðarins, lítur út fyrir að taka þurfi ákvörðun um næstu virkjun eigi síðar en árið 1981,“ sagði Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar á fundi Sambands íslenskra rafveitna í gær, Sagði Jóhannes, að æskilegast sé, að ljúka verkhönnun að minnsta kosti þriggja virkjana í hinum ýmsu landshlutum á næstu þremur árum, enda sé það tvímælalaust forsenda þess að unnt verði að taka tillit til þeirra margvislegu sjónarmiða er ráði vali virkjunar, svo sem arðsemis-, byggða-, umhverfis- og öryggissjónarmiða. • Jóhannes sagði ennfremur, að Landsvirkjun sé nú að láta endur- skoða mynsturáætlanir um virkj- anir í Þjórsá og Tungnaá með það fyrir augum, að innan þriggja ára verði að minnsta kosti ein virkjun- aráætlun á verkhönnunarstigi á þessu svæði. „Benda líkur til,“ sagði Jóhannes, „að hagkvæmasta framhaldið þar verði virkjun á ármótum Tungnaár og Þjórsár, um það bil 15 km ofan við Búrfell. Þessi virkjun gæti verið staðsett utan hins virka gosbeltis, og mundi hún stórbæta rekstrarör- yggi Búrfellsvirkjunar, einkum varðandi ístruflanir, auk þess sem þessi virkjun gerði það kleift að fara í mjög hagkvæma stækkun virkjunarinnar þar.“ Síðar ræddi Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar um Blöndu, og sagði, að Orku- stofnun væri það langt komin með grunnrannsóknir þar, að í lok næsta árs verði unnt að hefja verkhönnun á þeim stað. Það sé þó háð því að þær rannsóknir sem fyrirhugaðar séu á næsta sumri, verði framkvæmdar. Jóhannes sagði, að Blönduvirkjun verði mjög vel staðsett í landskerfinu, og bendi líkur til, að sú virkjun verði mjög ódýr á framleidda orkuein- ingu. Taldi Jóhannes, að báðar þær virkjanir er hér að framan voru nefndar, komi mjög vel til greina sem næsti virkjunarkostur í landskerfinu á eftir Hrauneyjar- fossi. Þá ræddi Jóhannes um Austur- land, og kvaðst hann telja, að æskilegt væri að hraða rannsókn- um á hinum góðu virkjunarkostum þar. Kvað hann það virðast eðlilegast, að fyrst verði lögð áhersla á virkjun Jökulsár á Fljótsdal, þar sem hún virðist vera mjög hagkvæm og af viðráðanlegri stærð. Þó sagði Jóhannes, að hafa yrði í huga, að verði ráðist í virkjun Bessastaðaár, þá sé líklegt að það muni fresta ákvörðun um virkjunarframkvæmdir við fyrr- nefnda virkjun. Jóhannes Nordal sagði undir lok ræðu sinnar, að hann teldi það mjög tímabært, að hefja nú umræður um langtímastefnu í raforkumálum. Skortur á eggjum „ÞAÐ hefur verið hálfgerð vönt- un á eggjum í nokkurn ti'ma og ég hef haft spurnir af því að kaupmenn hafi orðið að grípa til skömmtunar og jafnvel skrá á biðlista,“ sagði Gunnar Snorra- son formaður kaupmannasam- takanna er Mbl. spurði hann um þetta mál í gær. Gunnar sagði að sér virtist eggjaframboðið heldur meira en var í fyrra, en samt næðu endar ekki saman og sagði hann áber- andi hvað fólk birgði sig nú tímanlega upp af eggjum fyrir jólin. I fyrra dró mjög úr eggja- framleiðslunni vegna lágs verðs, en Gunnar taldi að framleiðslan væri nú komin upp í svipað magn og áður var. í fyrra urðu kaup- menn að sögn Gunnars að grípa til harðrar skömmtunar vegna eggja- skorts, en ástæðu erfiðleikanna nú sagðist Gunnar telja fyrst og fremst þá, hvað fólk keypti mikið magn, sennilega af ótta við að jólabaksturinn kynni að fara fyrir bí eins og dæmi hefðu verið um í fyrra. Jóhannes Nordal Forstöðumannaskipti hjá varnarmáladeild Utanrikisráðherra hefur ákveðið að frá 1. janúar 1979 taki Helgi Ágústsson, deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, við forstöðu varnarmáladcildar og for- mennsku í varnarmáladeild, en Páll Ásgeir Tryggvason sendi- herra, sem gegnt hefur þessum störfum um 10 ára skeið, verður frá sama tíma fyrst um sinn sérstakur ráðunautur í utanríkis- ráðuneytinu um varnarmál o.fl. I tilkynningu utanríkisráðu- neytisins um þetta mál segir svo: Páll Ásgeir Tryggvason hefur starfað í utanríkisráðuneytinu í 30 ár. Hann hefur m.a. verið settur sendifulltrúi í Stokkhólmi, sendi- ráðunautur í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og prótokollstjóri ráðuneytisins. Hann var varafor- maður varnarmálanefndar 1953—1960 og formaður síðan 1968. Honum var veittur sendi- herra titill 1977 og skipaður í sendiherraflokk á þessu ári. Helgi Ágústsson er 37 ára að aldri og hefur starfað í utanríkis- ráðuneytinu síðan 1970. Hann var sendiráðsritari í London 1973—1977 en hefur síðan veitt forstöðu upplýsinga- og mennta- deild ráðuneytisins. Varnarmáladeild hefur skrif- stofur í utanríkisráðuneytinu, en fyrirhugað er að deildin opni einnig skrifstofu á Keflavíkurflug- velli í byrjun næsta árs, Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þarna væri einungis um eðlilega tilfærslu að ræða, eins og oft ætti sér stað í utanríkisþjón- ustunni sem byggðist á því að menn væru ekki mjög lengi í sama starfi og á sama stað. Páll Ásgeir væri búinn að vinna þarna feikna- mikið starf, vera í 10 ár samfleytt forstöðumaður varnarmáladeildar og þar áður unnið að þessum málum um nokkurra ára bil. Benedikt kvaðst því hafa viljað flytja hann til, og Helgi Ágústsson hefði staðið sig með miklum ágætum í London á þorskastríðs- árunum, svo að yfirveguðu ráði hafi verið talið að hann væri nú reiðubúinn til viðameiri verkefna, enda væri um leið ætlunin að brydda upp á nýjungum í starfi varnarmáladeildar, svo sem að opna skrifstofu á Keflavíkurflug- velli sem, fólkið, er þarna starfaði alls um tvö þúsund íslendingar, gæti leitað til með sín vandamál í föstum viðtalstímum. Páll Ásg. Tryggvason. „GERRÆÐISLEGUR fasismi“, „Krefjumst mannréttinda og lýðræðis“, „Frjáls skoðana- skipti“, „Kapítalfskt þjóðfélag er lengst á veg komið“. Eru þessi ummæli úr stefnuskrá einhvers hægri flokks á Vesturlöndum? Öðru nær. Þcssar glcfsur eru glóðvolgar af veggspjöldunum f Peking. Hinn þögli meirihluti lætur nú að sér kveða f auknum mæli. og í fyrsta sinn hafa verið bornar á það brigður opinber- lega að Hua Kuo-Feng sé réttur maður á réttum stað. Á spjöldun- um er þess ákveðið krafizt að kínverski kommúnistaflokkur inn endurmeti og rifti jafnvel ákvörðun sinni frá árinu 1976 um að Ilua Kuo-Feng tæki við formennsku og stjórn landsins að Maó látnum. Hræringarnar, sem nú fara fram í Kína, hófust fyrir alvöru fyrir nokkrum vikum, en þá komu fyrir sjónir alþýðunnar í Peking og fleiri borgum veggspjöld þar sem sú dæmalausa skoðiin var viðruð að ekki væri nú alveg öruggt að Maó formaður hefði ævinlega haft á réttu að standa. Hann hafi verið mannlegur og honum hafi orðið á mistök, rétt Peking-búar virða fyrir sér veggspjald þar sem lýðræði er lofað hástöfum Valdabar átta á veggspjöldum eins og öðrum dauðlegum mönn- um, og nú er svo komið að á spjöldunum er sagt fullum fetum, að í ellinni hafi Maó verið brugðið, og skarpskyggni hans og vizka hafi þá aðeins verið orðin svipur hjá sjón. Ekki er því útlit fyrir að goðið verði lengi á stalli sínum úr þessu, og spjaldahöfundar telja sumir hverjir að óvandaðir menn hafi kunnað að færa sér í nyt að Maó hafi verið orðinn elliær, en nú sé kominn tími til að rétta úr kútnum og losna við þá ógæfu sem menningarbyltingin hafi óum- deilanlega leitt yfir kínversku þjóðina. Og svo er spurt: Með tilliti til elliglapa og mistaka Maós, er þá ekki eins víst að val hans á Hua sem eftirmanni sínum hafi verið á röngum forsendum? Veggspjöldin títtnefndu eru vettvangur fyrir „rödd alþýðunn- ar“ í borgum og þéttbýli í Kína. Rödd Flokksins og ríkisstjórnar- innar berst um hefðbundna fjöl- miðla, sem allir eru undir opin- berri stjórn, en um veggspjöldin gegnir nokkuð öðru máli. Þar er dæmigerður boðberi „starfsmaður í hjólhestaverkstæðinu í Ping Pong-stræti“ og enda þótt fáum komi til hugar að kínversk alþýða sé látin vaða uppi og hengja upp hvaða yfirlýsingar, sem er, þá bendir margt til þess að á þessum vettvangi sé þó nokkurt frjálsræði ríkjandi. Flóttamenn, sem nýkomnir eru til Hong Kong frá Peking, hafa þá sögu að segja, að her og lögregla skipti sér lítið sem ekkert af veggspjöldunum, nema þegar um viðkvæm pólitísk mál sé að ræða. Þá sé spurt hvort leyfi hafi fengizt til að hengja spjaldið upp og það fari svo eftir ýmsu hvort það fái að standa eða sé fjarlægt. Veggspjöld ruddu sér til rúms sem vettvangur fyrir stjórnmála- umræður í upphafi menningar- byltingarinnar fyrir 12 árum, og það var sjálfur Maó sem innleiddi þau. Um þær mundir var tor- tryggni mikil á æðstu stöðum, og jafnvel Maó átti þá um skeið ekki greiðan aðgang að blöðum og fjölmiðlum til að koma því á framfæri, sem hann vildi sagt hafa. Að þessu sinni er ljóst, að það eru skoðanir Teng Hsiao-Ping hins endurreista varaforsætisráð- herra, og stuðningsmanna hans, sem eru fyrirferðarmestar á veggspjöldunum. Að sögn sjónar- votta, sem náið fylgjast með framvindu mála, láta vegfarendur óspart í ljós. ánægju sína með boðskapinn, hópast saman við spjöldin og ræða málin af miklum áhuga. Það er ekki aðeins á spjöldunum, sem þessar skoðanir eru fram settar. Fyrir fáeinum dögum birtist til að mynda grein í málgagni kpmmúnistaflokksins þar sem persónudýrkun var harð- „Áratuginn 1966 tii 1976 var Kína undir fasistastjórn og sá eini, sem þá hélt uppi vörnum fyrir okkur almúgafólkið, var Chou En-Lai.“ (Veggspjald í Peking) „Við getum ekki sætt okkur við að mannrétt- indi og lýðraéði séu einungis slagorð í munni borgarastéttarinnar á Vesturlöndum og að austrænir öreigar eigi ekki annað skilið en einræði.“ (Veggspjald). „Af hverju varstu á móti Chou forsætisráð- herra? Af hverju ertu á móti Teng varaforsætis- ráðherra? Af hverju of- sóttirðu hann?„ (Spurning á veggspjaldi, sem beint er til Wang Tung- Ilsing. Ilann var yfirmaður lífvarðar Maós og er orðlagður fyrir að trúa í blindni á ummæli hins látna foringja). „í Ameríku er kapítalískt þjóðfélag — það þjóðfélag í heiminum, sem er lengst á veg komið. Aðeins eru 200 ár liðin frá stofnun Bandaríkjanna, en framfarir þar í landi eru því að þakka að þar tíðkast hvorki persónu- dýrkun né hjátrú.“ (Veggspjald í Peking). „Af hverju getur þjóðarhagur í Kína ekki orðið á borð við það sem er á Taiwan, þar sem Chiang Kai-Shek klíkan ræður ríkjum?„ (Veggspjaid). lega gagnrýnd, og aðstandendum menningarbyltingarinnar og ein- angrunarstefnu hvers konar jafn- að við Stalín. Sagt er að Nikita Krusjeff hafi verið einn þeirra framagosa, sem hafi notfært sér ófremdarástandið, sem skapast hafi vegna ofsóknaræðis Stalíns, og telja ýmsir stjórnmáladýrkend- ur, að þessa grein beri að skilja sem gagnrýni á Hua Kuo Feng, sem hafi notað sér ástandið eftir menningarbyltinguna til að seil- ast til valda. Teng er yfirlýstur andatæðingur hvers konar persónudýrkunar og telur hana standa í vegi fyrir eðlilegri og æskilegri þróun á flestum sviðum, ekki síst í efna- hagslífinu. Teng hefur hvað eftir annað hvatt til þess að Kínverjar rjúfi einangrun sína og taki sér Vesturlönd til fyrirmyndar að ýmsu leyti, meðal annars með því að auka framleiðni og neyzlu. Frá því að hann kom inn úr kuldanum fyrir einu og hálfu ári hefur hann mjög beitt sér fyrir því að Kínverjar fengju tæknilega aðstoð frá Vesturlöndum, að hæfileika- fólk fái að njóta sín í mennta- stofnunum og að ráðstöfunarfé almennings verði aukið mjög verulega, en allt eru þetta atriði, sem jöfnuðust á við guðlast á dögum menningarbyltingarinnar. Enn eru áhrifamikil öfl í Kína, sem ekki sætta sig við gildismat af þessu tagi, en telja hina æðstu köllun öreiganna vera þá að una glaðir við vinnu sína, vinnunnar sjálfrar vegna, spyrja einskis og krefjast einskis, heldur láta Flokkinn sjá fyrir þörfum sínum. Þessi ágreiningur er án efa ein helzta undirrót þeirra átaka, sem nú eiga sér stað í landinu. Þáttur Hua Kuo-Fengs i þessum deilum er næsta óljós. Hann reynir að því er virðist að komast hjá opinberum árekstrum, en þó má telja að hánn skipi sér í flokk með þeim, sem ekki vilja flana að neinu, heldur telja vænlegast að viðhalda enn um sinn Maó-dýrkun og hæfilegri einangrunarstefnu. Yfirleitt, eru þeir, sem gerst fylgjast með málum í Kína, tregir til að spá um lyktir þeirra átaka, sem nú eiga sér stað, en flestir eru þó þeirrar skoðunar, að senn verði gengið hreint til verks og boðaður fundur flokksforystunnar, þar sem málin verði útkljáð. Ekki er ólíklegt að á slíkum fundi verði dregið mjög úr helgi Maós, án þess þó að lýst verði beinni vanþóknun á minningu hans, og einnig, að Hua og fleiri háttsettum valda- mönnum verði skorður settar, án þess þó að beinar hreinsanir eigi sér stað. — Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.