Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 25 'kskot. Árni iékk óblíða meðferð á línunni í leiknum. Ljósm. Emilía. |i eitt mark? lanna í Evrópukeppni bikarhafa í ingjarn og hefði eftir atvikum getað tur voru eftir af leiknum að þjálfari örð liðsins inn á. Stóð Eggert sig varsla Víkinga gat ekki versnað frá átta mörk skoruð í einum hálfleik sýnir hversu hraður leikurinn var og markvarsla hjá báðum liðum slök. Víkingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og náðu þriggja marka forystu, en tókst ekki að hrista Svíana alveg af sér. Þegar 40 mínútur eru liðnar af leiknum kom slæmur kafli hjá Víkingi og Ystad jafnar leikinn 19—19 á 46. ínín. En með dugnaði og krafti tekst Víkingi að ná aftur tveggja marka forystu og hafði góða möguleika að bæta því þriðja við en þess í stað náðu Svíar að hafa lokaorðið og veganesti Víkinga í Svíaríki varð aðeins eitt mark. LIÐIN Lið Víkings kom allvel frá leiknum ef markvarslan er undan skilin. Sóknarleikur var hraður og mörg ágæt leikkerfi voru reynd, sum með ágætum árangri. Bestu menn Víkings í leiknum voru þeir Viggó Sigurðsson, Páll Björgvins- son sem hélt spilinu vel gangandi, Sigurður Gunnarsson og Ólafur Einarsson sem ógnaði verulega og náði að skora falleg mörk. I vörninni var Árni Indriðason að venju sterkur svo og Skarphéðinn Óskarsson. Eggert stóð vel fyrir sínu þann stutta tíma sem hann var í markinu. Lið Ystad sýndi þokkalegan leik, en varla meir. Þeir höfðu lipra knattmeðferð og voru fljótir, en ekki sáust neinar fallegar leik- fléttur hjá liðinu. Þeir hljóta að eiga eitthvað í pokahorninu sem gerir þá svo sterka á heimavelli. Bestu menn liðsins voru þeir Lars Eriksson og Basti Rasmussen. í STUTTU MALI. Evrópubikarkeppnin í handknattleik. LauKardalshöli 25. nóv. VíkinKur — Ystad 24 -23(15-13) MÖRK VÍKINGS, VigKÓ Sigurðsson 7 (2v), ólafur Einarsson 5 (2v), Sigurður Gunnars- son 4, Ólafur Jónsson 3. Árni Indriðason 3, (lv), Páll Björgvinsson 1, Eriendur Her- mannsson 1. MÖRK YSTAD. Basti Rasmussen 8, (4v), Lars Eriksson 5, Björn Jonsson 4, Sven Ake Frick 2. Bengt Arne 1. Anders Dahlberg 1, Kenneth Persson 1, Gösta Andersson 1. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST. Árni Indriða son skaut yfir á 14. mfn, Óiafur Einarsson og Víkkó Sigurðsson létu verja hjá sér sitt vítið hvor. BROTTVfSANIR AF VELLI, Ólafur Jóns- son í 4 min, Páll Björgvinsson í 2 mín. Sven Áke f 2 mín. og Hemme í2 mfn. — bR jftir leikinn: skutum viö of fljótt í síðari hálfleikn- um. Það verður erfitt að vinna þá á útivelli. Þjálfari Ystad: — Þetta var erfiður leikur. Við vorum taugaóstyrkir fyrstu 15 mínút- ur leiksins, svo fór að ganga betur. — Ég átti ekki von á Víkingsliðinu svo sterku sem raun bar vitni. Viggó Sigurósson: — Við vinnum þá úti og komumst áfram. Hefði markvarslan verið betri þá hefði þetta orðið stórsigur. Kristjin Sigmundsson mark- vörður: — Ég hef ekki getað æft nægiiega mikiö að undanförnu og því ekki fundið mig í leikjunum. Ég margbað um að fá að fara út af, en einhverra hluta vegna fékkst þaö ekki. Til hvers er verið með varamarkvörð ef ekki má nota hann. Loks er hann fékk tækifæri stóð hann sig eins og hetja. Basti Rasmussen lyrirliöi Ystad: — Heimaleikur gefur alltaf betri árangur svo að ég hef trú á því að við komumst áfram í keppninni og förum í átta liða úrslitin. — í dag tókum við of mikinn þátt í hraðanum sem Víkingar léku á. Þeir voru mun betri en ég átti von á. Þetta var skemmti- legur leikur fyrir áhorfendur, mikið skoraö og mikill hraði. — ÞR. Skoraði jöfnunarmarkið eftir að leiktíma lauk ÁRMANN 15 mörk Þór 14 klukkan stöóvuó, Þórsurum dæmt aukakast og Þrjir sekúndur til leiksloka. Aukakastið tekió og berst út í hornið til Gunnars Gunnarssonar, sem svífur inn og skorar, 15 gegn 15, en var markið skoraó eftir aó tímavöróur hafói gefiö merki um leikslok. Dómarar gðfu til kynna aó markíö væri löglegt, en efi greip síöan um sig og pinguöu dómarar og tímaverðir og úrskuröuðu loks að markið væri löglegt og úrslitin 15 mörk gegn 15. Armenningar ætla ser að kanna málið og munu aö líkindum kæra úrslit leiksins, aö því er Ragnar Gunnarsson, markvörður Ármanns og einn stjórnarmanna í handknatt- leiksdeild Ármanns, tjáði Morgun- blaöinu. Kæran mundi þá reist á því aö útilokaö sé aö boltinn geti borist á milli þriggja manna og mark síöan skorað á þremur sekúndum. Einnig mun þá á þaö bent aö tímaveröirnir eru báöir félagsbundnir Þórsarar og hafa báöir leikiö meö 2. deildarliöi Þórs í vetur. Það er aö sjálfsögöu ófært aö leikmenn annars félagsins sitji viö klukkuna þegar sekúndubrot geta breytt úrslitum. Alls ekki er þó verið aö kasta rýrð á störf þessara manna, heldur aöeins bent á þá hættu sem fyrir hendi er. Fróölegt verður að fylgjast með úrslitum þessa máls. Ármenningar byrjuðu þennan leik af mikilli hörku, rétt eins og kvöldið áður gegn KA, en Þórsarar voru ekki á þeim buxunum að láta Ármenninga kaffæra sig með hörku og tóku hraustlega á móti. Raunar er vart hægt aö tala um góöan varnarleik, þótt mörkin yrðu fá, því að meira líktist leikurinn nautaati en hand- knattleik og í upphaf8 voru dómar- arnir Bjarni Hákonarson og Jón Magnússon alltof vægir við að vísa mönnum af velli og leikurinn var lengst af ein allsherjar slagsmál og er afar leitt að sjá þá þróun sem á sér stað í handknattleiknum og verður að stööva þessa þróun mála ef ekki á illa aö fara fyrir íþróttinni. Armenningar höfðu lengst af frum- kvæðið í leiknum, raunar komust Þórsarar aidrei fram úr Ármanni. Mestur var munurinn fjögur mörk, 14 gegn 10, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka, en Þórsarar tóku sig verulega á síöustu mínúturnar og náðu að jafna sem fyrr greinar. Staöan í leikhléi var 8 mörk gegn 7 fyrir Ármann. Undirritaöur getur aöeins hælt markvörðum liöanna, Ragnari Gunn- arssyni í Ármannsmarkinu og Tryggvi Gunnarssyni hjá Þór, fyrir frammi- stöðuna. Aðrir leikmenn eiga skömm fyrir framlag sitt í þessum Ijóta leik. Mörk Ármanns: Pétur Ingólfsson 5 (1), Jón Viðar 3, Björn Jóhannsson 3 (3), Jón Ástvaldsson og Ragnar Jónsson eitt mark hvor. Mörk Þórs: Sigtryggur Guðlaugs- son 6 (5), Sigurður Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson 3 hvor, Jón Sigurðsson, Arnar Guðlaugsson og Guðmundur Skarphéðinsson eitt mark hver. Sigb. G. Armann vann KA EINS og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag sigraði Ármann KA með 18 mörkum gegn 15 í 2. deildinni í handknattleik og fór leikurinn fram nyröra. Leikurinn var afar harður, sem sjá má af Því að Ármenningar voru kældir í alls 16 mín. en KA-menn í 6 mín. Þrátt fyrir Það voru menn á Því að ef vel hefði átt aö vera hefðu dómararnir átt að beita frekari brottvísunum Því á köflum var leikurinn líkari rugby en handknattleik. Armenningar léku mjög gróft frá upphafi og KA-menn tóku alls ekki nógu fast á móti og Ármenningum tókst því að sigra fyrst og fremst á grófum leik. Þá var annaö sem mjög fór úrskeiðis hjá KA, en þaö var framkvæmd vítaskota. Hvorki fleiri né færri en fimm vítaköst mistókust hjá KA. Ragnar Gunnarsson mark- vörður Ármanns var í miklu stuði í þessum leik og geta Ármenningar þakkað honum stigin tvö sem þeir hlutu. MÖRK KA: Alfreð Gíslason 4, Gunnar Gíslason 3, Guðmundur Lárusson 2, Jón Hauksson 2 (1), Jón Árni 2 (2), Hermann Haraldsson og Jóhann Einarsson eitt mark hvor. MORK ARMANNS: Friðrik Jóhannsson 7, Björn Jóhannsson 5 (3), Óskar Ásmundsson 2, Jón Viðar 2, Pétur Ingólfsson 2 (1). GG. ! § • Við erum vanari þvi að sjá þennan kappa á knattspyrnuvellinum. Ingi Björn Albertsson á þarna skot á W mark Þróttar. Ilann skoraði tvö mörk í leiknum. Ljósm. Emilía. Konráð skaut Leikni í kaf ÞAÐ VAR ekki margt sem gladdi Þá 27 áhorfendur sem voru til staöar, Þegar Þróttur lék við Leikni í 2. deildinni á sunnudagskvöldið. Þróttarar unnu öruggan sigur 24:18 í mjög slökum leik. Þróttararnir voru með mun betra lið en Þeím tókst Þó ekki að hrista slakt Leiknisliðið af sér Þótt Þeir reyndu Það mjög. Markakóngur Þróttar, Konráð Jóns- son, skoraöi að venju mest, alls 14 mörk en Þrátt fyrir Það var skot- nýtingin ekki góð hjá Konráð. En allt um pað, hann bar höfuö og herðar yfir aðra leikmenn í pessum leik. Leiknisliðiö er vafalaust þaö slak- asta í 2. deild nú sem stendur. Mjög margir af máttarstólpum liðsins s.l. ár eru hættir og þeir sem enn æfa eru einfaldlega ekki nógu góöir til þess að halda uppi merkinu eða þá í engri æfingu. Nýr maður lék með Leikni í þessum leik, Ingi Björn Albertsson, betur þekktur sem knattspyrnu- maður með Val og lands*liöinu. Ingi gerði margt laglega en greinilegt var aö hann hefur ekki lagt mikla rækt viö þessa íþróttagrein um dagana. Um leikinn sjáltan er það að segja að Þróttarar náðu snemma góðri forystu, fyrst 4:1 og síðan 8:3. En Þróttararnir juku muninn aldrei neitt verulega umfram þessi fimm mörk, mestur varð hann 8 mörk í byrjun seinni hálfleiks, en í lokin varð hann 6 mörk. Konráð var atkvæöamestur Þróttara ásamt Sigurði Ragnarssyni markverði. Einar Sveinsson var lipur í spilinu en óheppinn með skot sín. Hjá Leikni var Hafliði Kristinsson í sérflokki en aðrir leikmenn voru slakir. MÖRK ÞRÓTTAR: Konráð 14 (1v), Halldór Harðarson 3, Einar Sveins- son 2, Jóhann Frímannsson 2, Sveinlaugur Kristjánsson 2, Lárus Lárusson 1 mark. MÖRK LEIKNIS: Hafliöi 8, Guömundur Kristinsson 4, Ingi Björn Albertsson 2, Ásmundur Kristinsson 2 (2v), Ragnar Gunnarsson (mark- vörður) mark. 1 og Örn Guðmundsson 1 —SS. 2,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.