Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÖVEMBER 1978 13 Gúmmíhöggvari (stuöari), , sem varnar skemmdum . rekist ryksugan í. Þægiiegt handfang. Lítið til beggja hliða þegar vísindi skapandi greindar auk hagnýtu hlið þeirra, tækninni Innhverf íhugun, er bætt við námsefnið finnst námsfólki gjarn- an sem ljósi sé varpað á öll önnur fög, og að með rannsókn sinni á tærri greind finni það grundvöll allra námsgreina. Örugg leiö Þessar hugleiðingar um að með notkun kerfisins Innhverf íhugun megi bæta nemann, auka skýrleika huga hans og losa streitu eru nú dyggilega studdar víindalegum rökum. Fjölmargar rannsóknir gerðar víða um lönd hafa t.d. sýnt að greindarvísitala eykst tiltölu- lega hraðast hjá unglingum sem lært hafa Innhvefa íhugun og að námsárangur hjá t.d. háskóla- nemum eykst. Sálfræðilegar prófanir hafa einnig sýnt fram á heilsteypta þróun persónuleikans hjá iðkendum Innhverfrar íhugun- ar og aukningu skapandi greindar. Vísindi skapandi greindar eru nú þegar kennd í mörgum skólum á öllum skólastigum víða erlendis. Sá árangur sem fæst við upptöku þessara fræða, og sem ég hef drepið á hér að framan, hefur þegar verið staðfestur af vísinda- mönnum víða um heim og því er ekkert því til fyrirstöðu að fara að huga að upptöku þessara fræða í skólum okkar hérlendis. Miðvikudaginn 29. nóv. kl. 20.30 verður flutt erindi í sal Islenska íhugunarfélagsins, þar sem gagn- semi vísinda skapandi greindar fyrir einstaklinginn, þroska hans og fyrir samfélagið í heild verða kynntar nánar en gert hefur verið hér í þessari stuttu grein og er öllum sem frekari áhuga hafa á efninu boðið að koma á kynninguna. meðal þeirra var Jón Finnboga- son, trúnaðarmaður Frakka á Fáskrúðsfirði. Hann „var venju- lega fyrstur út í skúturnar þegar þær komu inn. Var hvorttveggja að hann hlakkaði til að dreypa þar á víni og láta vita hvað hann hefði af söluvarningi". Þessi þáttur Eiríks Sigurðs- sonar er fróðlegur svo langt sem hann nær. En ég hefði kosið að fá meira að vita. Það sem háir Eiríki Sigurðs- syni eins og mörgum öðrum íslenskum fræðimönnum er of mikill ættfærðiáhugi og til- hneiging til hvers kyns yfir- borðsfróðleiks. Til dæmis er kaflinn um Blöndalshjónin á Hallormsstað sem vissulega voru hið merkasta fólk ofhlaðinn af ættartölum og hástemmdum lýsingum á ágæti hjónanna og margra annarra. Það fer yfir- leitt betur á því að draga upp myndir sem sannfæra lesandann og leyfa honum sjálfum að taka afstöðu. Loftunga sögumanns nær skammt ef rökstuðning vantar. Þetta gildir almennt um þættina í Af Héraði og úr Fjörðum en á ekki sérstaklega við um Blöndalshjónin á Hall- ormsstað. Töluvert er um ljóðasýnishorn og tilvitnanir í vísur og kvæði í Af Héraði og úr Fjörðum. Skáldskaparsmekkur Eiríks Sigurðssonar ■ er ekki upp á marga fiska, en þó má segja að nokkurs sé um vert að kynnast til dæmis kveðskap séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað, föður Páls Ólafssonar. Það sem löngum hefur einkennt austfirsk skáld er ljóðræn tilfinning fyrir hinu daglega amstri sem önnur skáld töldu ekki þess virði að yrkja um. Til að mynda orti séra Ólafur „um daglega viðburði á heimilinu" að sögn Eiríks, en fátt náttúruljóða. Meðal þátta sem ber að þakka er langur kafli um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara. Þegar á allt er litið mun sú ósk höfundar í Formálsorðum rætast að „þættirnir hafi nokkurt heimildargildi". Stúdentaráð: Vegið að háskóla- menntun Á fundi stúdentaráðs II.Í. sem haldinn var 23. nóvember 1978 var eftirfarandi samþykkt samhljóða: Á Stúdentaráðsfundi sem haldinn var 23. nóvember 1978 var svohljóðandi samþykkt gerð sam- hljóða: Kjaradómur féll í máli hjúkrunarfræðinga B.Sc. þann 8. nóvember s.l. í þeim kjaradómi er vegið að háskólamenntun. Sú regla að menntun sé lögð til grundvallar við röðun í launaflokka innan BHM er þverbrotin á þessum hóp háskólamenntaðra manna. Nám í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands er þar sett skör lægra en annað nám við Háskól- ann, þar sem hjúkrunarfræðingar B.Sc. útskrifaðir frá H.I. eru settir fjórum launaflokkum neðar en aðrir með sambærilegt nám. í kjarasamningum er tekin viðmið- un af hóp sem þiggur laun skv. kjarasamningum BSRB, en venjan er innan BHM að miða launa- flokkaröðun við menntun. Þessi stefna kjaradóms býður þeirri hættu heim að annað nám innan Háskólans verði vanmetið. Vilja stúdentar því lýsa vanþókn- un sinni á þessum úrskurði, sem vegur að hagsmunum þeirra. ,, Heiður sbor gar- ar” á Húsavík Húsavík 27. nóvember LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýndi s.l. laugardagskvöld írska sjónleik- inn HEIÐURSBORGARA eftir Brian Friel í þýðingu Jakbos S. Jónssonar. Sögusvið leiksins er Londonderry á Norður-írlandi 1972 — tími borgarastyrjaldar. — Kveikjan að lcikritinu eru atburðir er gerðust „Hinn blóðuga sunnudag“. Mannréttindahreyfingin írska á sína fulltrúa í verkinu þar sem eru LILY leikin af Herdísi Birgisdóttur, SKINNER leikinn af Jóni Fr. Benonýssyni og MICHEL leikinn af Karli Hjartarsyni: persónugervingar hinna ýmsu skoðana innan hreyfingarinnar og kaþólska minni- hlutans. Leikstjóri er María Kristjánsdótt- ir en leikmynd og búninga hannaði Messiana Tómasdóttir og er hvort- tveggja vel vandað og ágætlega af hendi leyst við erfiðar aðstæður. Aðrir leikarar en að framan greinir eru: Þórunn Pálsdóttir, Ingimundur Jónsson, Kristján Elís Jónasson, Anna Jeppesen, Sigurður Hallmarsson, Þorkell Björnsson, Jóhanna Ásmundsdóttir, Benedikta Steingrímsdóttir og Jón Aðalsteins- son. Færri komust á frumsýninguna en óskuðu, og þeir sem þar voru fögnuðu leiknum og leikstjóra ákaft í sýningarlok með lófataki og blóm- um. Leikurinn telst vel léikinn af áhugafólki að vera og hvergi eru á honum „brotalöm". Herdís Birgis- dóttir, er senuvön hér á Húsavík og einn okkar bezti leikari, en hlutverki Lilyar tel ég að hún skili bezt af öllu sem hún hefur hér áður gert. Leikstjórinn, María Kristjánsdótt- ir er flutt til Húsavíkur og mun vera fyrsti lærði leikstjórinn, sem hér tekur sér búsetu og fagna Hús- víkingar komu hennar. Stjórnun hennar á „Heiðursborgurunum" gefur og glæstar vonir um að hún eigi eftir að efla og styrkja leikstarf- semi Húsvíkinga, sem þó hefur verið umtalsverð á undanförnum áratug- uhi. Fréttaritari. 850 W mótor. Einstaklega þægilegt grip með innbyggöum sogstiili og mæli, sem sýnir þegar' ryksugupokinn er fullur. Stillanlegur sogkraftur. Nýja Philips ryksugan sameinar hvoru tveggja, fallegt útlit og alla kosti góörar ryksugu. 850 W mótor myndar sterkan sogkraft, þéttar slöngur og samskeyti sjá um aö allur sog- krafturinn nýtist. Nýjung frá Philips er stykkiö, er tengir barkann viö ryksuguna. Þaö snýst 360° og kemur í veg fyrir aö slangan snúi upp á sig eöa ryksugan velti viö átak. Þrátt fyrir mikið afl hinnar nýju ryksugu kemur manni á óvart hve hljóölát hún er. Stór hjól gera ryksuguna einkar lipra í snúningum, auk þess sem hún er sérlega fyrir- feröalítil í geymslu. Skipting á rykpokum er mjög auöveld. Rofi Inndregin snura. PHIIIPS Snúningstengi eru nýjung hjá Philips. Barkinn snýst hring eftir hring án þess aö ryksugan hreyfist Meöal 6 fylgihluta er stór ryksuguhaus, sem hægt er aö stilla eftir því hvort ryksuguö eru teppi eöa gólf. Philips býöur upp á 4 mismunandi geröir a: ryksugum, sem henta bæði fyrir heimiii og vinnustaöi. PHILIPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 - SÆTÚN 8 — 15655 Ryklaus heimili með nýju Philips ryksugunni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.