Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Ragnar Þorkelsson fíugvélstjóri -Minning Fæddur 7. október 1923 Dáinn 15. nóvember 1978 Við sólarupprás að nýjum degi, í nýjum heimi, þá vil ég óska vini mínum, Ragnari Þorkelssyni, allr- ar blessunar, eftir að hafa kvatt þennan heim, svo skyndilega, á svo sviplegan hátt. Umskiptin verða honum án efa snögg og óvænt, en öll eigum við eftir að ganga yfir þessi landamæri, þó svo að ei(*i verði það kannski á svo óvæntan og óundirbúinn hátt sem hjá Ragnari vini mínum. Hugur manns hvarflar aftur í tímann, þegar svo góður félagi og vinur hverfur svo skyndilega af sjónarsviði voru. Arið 1947 hóf undirritaður störf hjá Loftleiðum h.f., sem viðgerðarmaður flugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Þar voru samankomnir ungir og áhugasam- ir menn. Loftleiðir voru þá ungt félag sem hafði ekki úr auði að moða, en baráttuvilji starfsfólks fyrir velferð þess ótvíræður. Þar var í hópi Ragnar, sem mér er í fersku minni, sem einn stundvís- asti maður, sem ég hefi kynnst. Alltaf var hann mættur á vinnu- stað löngu fyrir áætlaðan vinnu- tíma, í vinnuföt var hann kominn án stundar — gamanyrði fuku, þar til á mínútunni er starf átti að hefjast, þá var Ragnar genginn út úr dyrunum og til verks. Oft var kalt og hráslagalegt að vinna í óupphituðum flugskýlunum á veturna en það lét pilturinn ekki á sig fá. Hann hafði lært það í uppvexti sínum að maður á að standa sína „plikt", og það gerði hann. Seinna hóf Ragnar störf sem flugvélstjóri hjá sama félagi, og eigi efa ég að stundvísi hans hafi verið söm þar. Það tímabil sem við unnum saman í flugskýlinu kynntist ég Ragnari vel. Það tókst með okkur vinskapur góður, sem ég vildi ógjarnan hafa verið án. Hann var ósvikinn vinur vina sinna, fremur hlédrægur við fyrstu kynni, en því traustari. Eiginkonu sinni Viggu Svövu Gísladóttur og börnum þeirra, Reyni Má, Gísla og Margréti hafði Ragnar með aðstoð sinnar góðu konu byggt sér fagurt heimili. Ég kveð vin minn að sinni í þeirri von að hann reyni að taka hinum snöggu umskiptum með hugarró. Með honum fóru trúaðir og tryggir vinir, og ég veit að þeir haldast í hendur og fylgjast að, meðan þeir bíða eftir ókomnum ástvinum. Blessun fylgi þeim öllum, með þökk fyrir allt. Konu Ragnars og börnum bið ég einnig blessunar, svo og öllum ástvinum þeirra er urðu honum samferða yfir hin óþekktu landa- mæri. Aðalmundur Magnússon. Ragnari kynntist, ég fyrst, er leiðir okkar lágu saman við flugvirkjanám á Spartan-skólan- um í Oklahoma í Bandaríkjunum árið 1946. Síðan höfum við starfað saman nær látlaust hjá Loftleiðum við flugvirkja- og flugvélstjórastörf, þar til hann var kallaður burt svo snögglega, sem alþjóð veit. Kynning og samstarf svo margra ára hlýtur að skilja eftir sig spor, og í tilfelli Ragnars eru þau spor minninganna öll góð. Ragnar var góður drengur, í þess orðs fyllstu merkingu. Aldrei vildi hann gera nokkuð á hlut annars — hann var góður verka- maður í iðn sinni, glaðvær og ljúfmenni hið mesta. Allir, sem kynntust Ragnari, lærðu að meta og dást að þessum frábæru eiginleikum hans. Veit ég, að hér tala ég fyrir munn ailra starfsfélaga hans og vina. Það fer ekki hjá því að á svo löngu árabili, sem við þekktumst, hafi maður ekki kynnst fjölskyldu Ragnars að einhverju leyti. Það er mikill missir að sjá á bak mönnum sem Ragnari. Það veit fjölskylda hans bezt, en ég vil þar við bæta, að við vinnufélagar hans og vinir finnum þann missi einnig. Ég kveð Ragnar með þakklæti í huga fyrir öll þau ár, er við störfuðum saman, og einnig fyrir vináttu hans. Guð styrki eiginkonu hans og fjölskyldu á þessum sorgartímum. Ég syrgi líka góðan dreng. Baldur Bjarnasen. Enginn veit hvenær kallið kem- ur og enginn veit heldur hvar staðar nemur í þessu lífi varð mér hugsað er harmafregnin barst um hið sorglega flugslys í Sri Lanka þann 15. nóvember síðastliðinn, og einn æskuvinur minn og stéttar- bróðir var einn meðal þeirra er þar létu lífið, Ragnar Þorkelsson flugvélstjóri. Við slíkan atburð sem hér átti sér stað setur mann hljóðan og finnur næstum engin orð til að lýsa tilfinningum sínum, æskuvinur, góður eiginmaður og faðir, ógleymanlegur samferða- maður er horfinn. Ragnar var fæddur í Reykjavík 7. október 1923, sonur hjónanna Árnýjar Ágústsdóttur og Þorkels Guðmundssonar. Foreldrar hans voru með þeim fyrstu er byggðu sér hús í austurhluta Kleppsholts- ins og nefndu það Vegamót. Afi minn og amma áttu hús á næstu lóð, Sunnuból. Oft dvaldi ég hjá þeim og þar hófust kynni okkar Ragnars, hann stór í mínum augum, 8 ára en ég aðeins 5 ára og allar götur síðan hefur vinátta okkar verið fölskvalaus og traust eins og í upphafi var til stofnað. Við vorum saman í sveit í Borgarfirðinum og við vorum sammála um, eins og svo oft á lífsleiðinni, að hvergi væri betra fólk en þar og engin sveit jafnfög- ur sem Borgarfjörðurinn. Leiðir okkar á æskuárum lágu ótrúlega mikið saman, og sem ungir menn höfðum við ýmsar framtíðaráætl- anir í huga, og árið 1946 tókum við þá ákvörðun að fara til Bandaríkj- anna til náms í flugvirkjun. Þessari ákvörðun okkar var ekki tekið með neinum fögnuði af foreldrum okkar né vinum, töldu þetta mesta flan, en við vorum ákveðnir í okkar áætlun, og í ágústmánuði þetta ár fórum við með herflugvél bandaríska flug- hersins á íslandi, en í þá daga var ekki um flug miíli landa að ræða eins og nú er. I september innrituðumst við svo í Spartan School of Aeronautics. Þegar heim kom að loknu prófi í flugvirkjun haustið 1947 hóf Ragn- ar störf hjá Loftleiðum sem flugvirki og síðan er hann gerður að flugvélstjóra á flugvélum félagsins og starfaði við það til hinstu stundar. í rúm þrjátíu ár vinnur hann hjá Loftleiðum og má af því marka hve miklum hæfileikum hann var búinn til þessa ábyrgðarmikla starfs sem honum var trúað fyrir, enda þótti hann öruggur og traustur í öllu því er hann tók að sér að gera. Það verður aldrei ofþakkað að hafa átt þennan góða mann að vini allt frá því við vorum litlir drengir. Ragnar var alla tíð lítillátur, barst ekki mikið á en kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var sanngjarn, heiðarlegur og mikill drengskap- armaður, sem öllum vildi gott gera. í starfi sem í leik áttum við margar ánægjulegar stundir sam- an, atvinna okkar var þó á þann veg að oft var erfitt að stilla samverustundunum saman, en þegar við gátum fundið tíma, þá var margs að minnast frá liðnum árum. Ekki alls fyrir löngú sagði Ragnar, við þurfum að taka okkur góðan tíma og rifja upp gömlu góðu dagana því það hefur margt drifið á daga okkar sem gaman er að minnast. Það hljóta að koma bráðlega hvíldartímar svo við getum hist. Hvíldartími míns góða æskuvinar er upprunninn, en við höfum ekki rætt málin til fulln- ustu. Það bíður betri tíma. Það var stór dagur í lífi Ragnars, 9. apríl 1949, er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Viggu Gísladóttur, mikla og góða mannkostakonu. í hamingju- sömu hjónabandi varð þeim þriggja barna auðið, sem öll eru hin mannvænlegustu. Þau eru Reynir, Gísli og Margrét. Faðir Ragnars er látinn fyrir all mörg- um árum, en móðir hans Árný dvelur nú hjá dætrum sínum tveim, sem búsettar eru í Banda- ríkjunum. Nú er við kveðjum þennan góða samferðamann mun ég, kona mín og allir þeir sem höfðu af honum kynni minnast hans með söknuði. Minnast trygglyndis hans og vinfengis. Við hjónin sendum eiginkonu og börnum hans, móður hans og ástvinum hans öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu góðs drengs. Gunnar Loftsson. Ragnar fæddist að Brekku á Seltjarnarnesi 7. október 1923. Foreldrar hans voru Árný Ágústs- dóttir og Þorkell Guðmundssön, bæði úr Borgarfirði. Hann ólst upp, ásamt þrem systrum sínum, í foreldrahúsum, þá í Reykjavík. Með Þórólfi Gíslasyni er í valinn fallin mikil kempa, hreystimenni, er hvergi hlífði sér um ævina, einn þeirra er settu svip á byggðarlag okkar um áratugi. Hann var mikill Reyðfirðingur, þar fæddist hann og ólst upp, þar reisti hann sér heimili, þar bjó hann allt undir það allra síðasta. Sannarlega var byggðin honum kær, hvort sem var í sólskini hásumars eða hríðakófi vetrarins. Því Þórólfur Gíslason gerði þar ekki á ýkja mikinn mun, hraustmenni sem hann var lét ekki fjúk né froststorma aftra sér, heldur ekki sviptibylji lífsins né mótlæti þess buga sig. Mér fannst ætíð sem þar færi verðugur afrtaki þeirra kynslóða, sem þraukuðu i þessu landi myrkar aldir, án þess að missa kjarkinn, af mikilli reisn mitt í harðri lífsbaráttu. Hann var traustur liðsmaður hvers þess, er hann lagði lið, hafhleypa til verka og ákafamað- ur, ef svo bauð við að horfa, enda lágu að baki við leiðarlok mörg vel unnin störf, því hann var maður vinnunnar og naut þess að helga sig erfiðu starfi, því hlutskipti, sem löngum hefur verið aðall vinnandi fólks við sjó og í sveit á þessu landi. Hann hafði ákveðnar, fastmót- aöar skoðanir og fór hvergi dult Strax á unglingsárum fór að bera á því, að hugur Ragnars hneigðist til tæknilegra hluta, svo ungur að árum réðst hann til Strætisvagna Reykjavíkur og starfaði þar við bifvélavirkjun um tíma. En hugur hans stefndi hærra, og varð úr, að hann fór utan, til náms í flugvirkjun árið 1946. Varð fyrir valinu Spartan-skól- inn í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkj- unum. Var sá skóli þá, — og er enn, — viðurkenndur, sem einn bezti skóli sinnar tegundar, og hafa margir Islendingar hlotið menntun sína þar, bæði sem flugvirkjar og flugmenn. í-tíð Ragnars á skólanum voru þar flestir íslendingar saman komnir um 20 talsins í hinum ýmsu greinum flugsins. Það var á þeim árum, sem neisti áhugans fyrir fluginu hafði kviknað fyrir alvöru og ungir menn flykktust til þess náms. Ekki veitti af, þar eð flugið var af bernskuskeiði á íslandi og á hraðri vaxtarleið. Vantaði dugandi menn við upp- bygginguna, og varð Ragnar einn í þeirra hópi. Við heimkomu sína 1947 réðst Ragnar til Loftleiða og starfaði þar sem flugvirki á árunum 1947-1950. Þá fóru í hönd erfiðir tímar hjá Loftleiðum og varð Ragnar að hverfa frá því félagi um hríð og leita sér starfa annars staðar, ásamt mörgum öðrum. Starfaði hann um hríð á Kefla- víkurflugvelli hjá varnarliðinu en síðar hjá Flugfélagi Islands í Reykjavík. Árið 1955 urðu svo aftur þátta- skil hjá Ragnari hvað áhrærði atvinnuna, en þá ræðst hann aftur til Loftleiða, og byrjar þá fljótlega að fljúga sem flugvélstjóri á Skymaster (Douglas DC-4) vélum félagsins í utanlandsflugi. Síðan hefur Ragnar verið óslitið í hópi flugvélstjóra félagsins allar götur til dauðadags, og flogið á öllum þeim tegundum flugvéla sem hafa verið í notkun þessi ár, — DC-4, DC-6, CL-44 og nú síðast DC-8. Hér má til með að bæta við, að hann er líka einn þeirra fáu, er flugu sem vélstjórar á „Catalina" flugbátum Loftleiða fyrir 1950, rétt áður en hann þurfti að hætta störfum hjá Loftleiðum þá. Hinn 9. apríl 1949 giftist Ragnar eftirlifandi eiginkonu sinni Viggu Svövu Gísladóttur, og eignuðust þau þrjú börn, — Reyni Má, Gísla Ragnar og Margréti. Eitt barna- með, greindur og athugull og fylgdist vel með framvindu mála hverju sinni. Ungur hóf hann sjósókn og þótti hinn ágætasti sjómaður, áræðinn og traustur, fylginn sér við það sem annað og fiskinn vel. Sjómennska og almenn verkamannavinna voru hans aðal- störf um ævina, en smávegis búskap hafði hann einnig leng3t af sem fleiri á Reyðarfirði. barn átti Ragnar, tveggja ára barn Gísla Ragnars. Þegar við lítum yfir lífsleið Ragnars, er ekki annað hægt að segja, en að hér hafi verið á ferð farsæll maður, bæði í starfi og einkalífi. Hann var vel fær í sínu starfi og samvizkusamur. Geðprýði hans og glaðværð gerði að verkum að hann var allra manna hugljúfi. Um það er allt samstarfsfólk hans sammála, svo og allir vinir í flugvirkjastétt. Fjölskyldumaður var Ragnar mikill, ástríkur og tillitssamur eiginmaður, faðir og afi. Er við lítum yfir allt það, er hér hefur verið nefnt, — og þó hefur verið aðeins stiklað á stóru, — sjáum við að mikill missir er að slíkum manni. Er það bæði missir þrautþjálfaðs og góðs starfs- manns, — en þó sér í lagi eiginmanns og fjölskylduföður. En enginn getur umflúið örlög sín, — allir eigum við eftir að ganga sömu götu og Ragnar, — inn í eilífðina, þó e.t.v. undir öðrum kringumstæðum. Hann lét lífið við starf sitt, gerandi skyldu sína til hins síðasta. Er hægt að fara fram á meira? Meðlimir Flugvirkjafélags ís- lands votta konu hans og fjöl- skyldu sina dýpstu samúð í sorg þeirra og biðja Guð að styrkja þau um ókomna framtíð. Flugvirkjafélag íslands. Kveðja frá Félagi Loftleiðaflugmanna í dag kveðjum við hinsta sinni einn af okkar reyndustu og bestu flugvélstjórum, Ragnar Þorkels- son. Hann var einn af þeim flugvélstjórum Loftleiða sem mesta reynslu hafði, því að hann hafði starfað hjá félaginu frá stofnun þess. Það var því gott fyrir okkur sem yngri vorum að leita til Ragnars, því að hann var ávallt reiðubúinn að miðla okkur af sinni þekkingu. Hann stundaði starf sitt alltaf af mikilli alúð og virtist oft sem hann hefði ekki mikið fyrir því að gegna þessu vandasama starfi. Hann var hvers manns hugljúfi og vildi leysa öll vanda- mál í vinsemd. Fjölskyldu Ragnars allri send- um við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félag Loftleiðaflugmanna. Frá bernsku eru mér þeir bræður minnisstæðir: Björn i Gröf, Sigurjón í Bakkagerði og Þórólfur í Sjólyst og ljóst, að þar fóru engir meðalmenn að atgervi, enda hver öðrum meiri hraust- menni. Nú eru þeir allir úr hópnum horfnir. Þórólfur kvaddi þeirra síðastur hinn 17. nóvember s.l. eftir stutta legu. Fæddur var hann á Reyðarfirði 22. ágúst 1889 og skorti því innan við ár í nírætt, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin María Sigfúsdóttir og Gísli Nikulásson bóndi í Bakkagerði á Reyðarfirði. Hann bjó á Reyðarfirði alla tíð, utan tvö ár á Akureyri, fyrstu hjúskaparár sín 1910 og 1911, en kona hans, Katrín Jóhannesdóttir, var frá Akureyri. Hún lézt á bezta aldri árið 1947. Til Reyðarfjarðar munu þau hjón svo hafa flutzt árið 1912 og lengst bjuggu þau í Sjólyst sem Þórólfur byggði 1914, enda Þórólfur gjarnan þar við kenndur. Þau hjón eignuðust sjö börn, sem öll komust til fullorðinsára. Af þeim eru nú fimm á lífi. Ljóst er það hverjum, sem kynnt hefur sér kjör alþýðufólks á þeim árum, sem þau Katrín og Þórólfur komu á legg sínum stóra barna- hóp, tíma fátæktar, atvinnuleysis og kreppu, að ekki var það auðvelt eða átakalaust að sjá sér farborða með stórt heimili, þó aðeins væri til fæðis, klæða og húsaskjóls horft. Þessu hlutverki skiluðu þau hjón með miklum ágætum. Þórólf- ur var ekki aðeins ötull, heldur úrræðagóður, með óbilandi kjark og nýtti til hins ýtrasta- hvert Þórólfur Gíslason frá Sjólyst - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.