Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Islenzkir hestar í Frakklandsreið Tveir íslenzkir hestar verða meðal þáttakenda í 13000 kíló- metra reið umhverlis Frakkland, sem laKt verður upp í 17. desemher nk. Irá Versalahliðinu. EÍRandi hestanna er Roger Bardot on mun Gunnar Bjarna- son ráðunautur íylKja honum úr hlaði og verða honum til aðstoðar og ráðuneytis fyrstu vikuna. Gunnar Bjarnason sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi að hestar Bardots væru móvindóttur hestur frá Skarði og glófextur hestur frá Hvammi í Ölfusi og sagðist Gunnar vænta mikils af hestun- um, ef ekkert óvænt kæmi upp á, sjúkdómar eða annað. „Við erum að ná fótfestu í Frakklandi fyrir íslenzka hestinn," sagði Gunnar. „Og þess vegna er það ákaflega mikils virði að hestunum gangi vel í þessari reið.“ Slík reið umhverfis Frakkland: Tour de France, var farin fyrir 100 árum og er nú endurtekin vegna þess afmælis, en Tour de France hefur oft síðan verið endurtekin á hjólum og bílum. Daginn áður en reiðin hefst verður mikil hrossasýning í París og sagði Gunnar Bjarnason að þangað væri búizt við miklum fjölda hrossa og manna og gat hann þess að Frakklandsforseti yrði meðal þeirra, sem yrðu viðstaddir, þegar hestamennirnir leggja upp frá Versölum í ferðina umhverfis Frakkland. Góð veiði um leið og veðrinu slotaði EFTIR hálfsmánaðar brælu á loðnumiðunum úti af Vestfjörðunum slotaði veðrinu aðfararnótt sunnu- dags og fékk Börkur frá Neskaupstað þá góðan afla. Aðfararnótt sunnu- dags streymdu skipin á miðin, en mörg þeirra höfðu legið af sér bræluna á höfnum á Vestfjörðum. Varð aflinn mjög góður þá nótt og tilkynntu 18 skip um afla til Loðnunefndar og vitað var um fleiri, sem fengið höfðu afla. Loðnan virðist enn halda sig á svipuðu svæði úti af Vest- fjörðum og áður, en loðnu- aflinn á sumar- og haust- vertíðinni er nú orðinn rúmlega 445 þúsund tonn. Eftirtalin skip tilkynntu um afla um helgina: Sunnudagur: Börkur 870. Mánudagur: Rauðsey 500, Óskar Halldórsson 400, Albert 560, Skarðsvík 620, Gígja 180, Grind- víkingur 960, Kap II 670, Gísli Árni 560, Hilmir 540, Hákon 620, Sigurður 1150, Huginn 500, Kefl- víkingur 400, Víkingur 600, Breki 650, Jón Finnsson 500, Árni Sigurður 850, Hrafn 620. Ný stjórnarskrárnefnd á fyrsta fund 1. des. SKIPUÐ heíur verið ný stjórnar skrárnefnd samkvæmt ályktun Alþingis 6. maí sl. og hefur forsætisráðherra kallað ncfndina til fyrsta fundar 1. desember n.k. Ályktun Alþingis kvað á um að nefndin skyldi skipuð níu mönnum af hálfu stjórnmálaflokka sem sæti hlytu á Alþingi í haust í hlutfalli við þingmannatölu flokk- anna. Alþýðubandalagið' tilnefndi Ragnar Arnalds ráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson alþingismann en til vara alþingismennina Lúð- vík Jósepsson og Gils Guðmunds- son. Alþýðuflokkurinn tilnefndi Gylfa Þ. Gíslason prófessor og Jón Baldvin Hannibalsson skóla- meistara. Framsóknarflokkurinn tilnefndi Þórarin Þórarinsson ritstjóra og Sigurð Gizurarson sýslumann. Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi alþingismennina Gunnar Thoroddsen og Matthías Bjarna- son og Tómas Tómasson spari- sjóðsstjóra. Nefndin mun sjálf kjósa sér formann. Bifreið og tjaldvagn eyðileggjast í bruna Um hádegisbil á sunnudag kom upp eldur í bflskúr við Skipasund í Reykjavík, en þar var unnið við viðgerð á fólks- bfl. sem geymdur var í skúrn- um. Tókst ekki að ná bflnum út né tjaldvagni. sem þar var einnig geymdur og urðu miklar skemmdir á hvort tveggja áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Bifreiðin var af Cortínugerð, árgerð 1971. Mikinn reyk lagði frá skúrnum yíir nærliggjandi hverfi eins og meðfylgjandi mynd Elínar Pálmadóttur ber með sér. Þá var slökkvilið ennfremur kailað að litlu mannlausu húsi við Rauðavatn aðfararnótt sunnudagsins, en bflstjóri, sem átti leið framhjá vatninu, sá hvað orðið var og gerði lögreglu og slökkviliði viðvart. Nokkrum erfiðleikum var bundið fyrir slökkviliðið að komast á staðinn vegna þungr- ar færðar en þegar þangað kom var húsið alelda og varð engu bjargað. Lítið mun hafa verið um verðmæti í húsinu. Grunur leikur á því að þarna hafi verið um íkveikju að ræða. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins: / Akvörðun Braga undir- strikar harða baráttu Alþýðu- flokks gegn verðbólgu „BRAGI er merkur maður með langa rcynslu í stjórnmálum og sterka sannfæringu. Mér kom þetta ekki á óvart, vissi hug hans í þessu efni, enda á allra manna vitorði að það voru deilur um afgreiðslu þessara mála í stjórn- inni og sérstaklega var það Alþýðuflokkurinn sem hélt þar uppi harðri baráttu fyrir því að tekið væri enn sterkari tökum á verðbólguvandanum heldur en gert er í frumvarpinU,“ sagði Bencdikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, þegar Mbl. leit- aði umsagnar hans á ákvörðun Braga Sigurjónssonar að segja af sér forsetaembætti í efri deild þingsins. Benedikt kvaðst í sjálfu sér ekki hafa neitt frekar um þetta mál að segja. Alþýðuflokkurinn hefði tekið sina ákvörðun um afstöðu í þessu máli rétt fyrir helgina, eins og þá hefði komið fram og á þeim grundvelli að af tveimur kostum, sem hvorugur var góður, hafði það þótt skárri kosturinn að sætta sig við frumvarpið með þeim fyrir- heitum, sem væru í greinargerð þess og þeir alþýðuflokksmenn myndu að sjálfsögðu fylgja eftir. Hvað snerti eftirmann Braga í forsetaembættið sagði Benedikt að málið væri til rólegrar athugunar innan þingflokksins, nóg væri af hæfum mönnum til að gegna embættinu meðal þingmanna Alþýðuflokksins í efri deild en Benedikt kvaðst að öðru leyti ekki vilja segja frekar til um hvað yrði ofan á fyrr en þingflokkurinn hefði tekið formlega atstöðu í þessu máli. Benedikt var að því spurður hvort ekki yrði að teljast töluvert áfall fyrir Alþýðuflokkinn þegar einum af virtustu þingmönnum flokksins væri svo ofboðið að hann sæi þann kostinn vænstan að segja af sér einu helzta virðingar- embætti þingsins. „Það má auðvitað segja það. Þegar hlutir gerast sem mér vitanlega hafa aldrei gerzt í þingsögunni, þá er það óneitanlega mjög athyglis- verður viðburður en ég tel hins vegar að þetta undirstriki aðeins það sem ég tel vera meginatriði þessa máls — að það var Alþýðu- flokkurinn sem hélt uppi hörðustu baráttunni gegn verðbólgunni. Við fengum ýmislegt í gegn í þessari deilu og þau munu smám saman koma í ljós — í þessari deilu og annars staðar. Við fengum setta niður að segja má endurnýjaða stefnu ríkisstjórnarinnar í verðbólgumálum fyrir næsta ár og ég vona að Bragi hafi með ákvörðun sinni aðeins valið skásta mögulega kostinn, því að stjórnar- kreppa núna og kosningar þegar veður leyfir hefði náttúrlega dembt þjóðlífinu öllu út í hreint öngþveiti. Að því leyti tel ég að Bragi hafi aðeins undirstrikað þessa afstöðu okkar, og vandinn er læknanlegur ennþá ef ríkisstjórn- in tekur við sér fyrir næsta ár. Afsagnarræóa Braga Sigur jónssonar forseta efri deildar: Vill ekki teljast samstarfstákn kjark- og þreklausrar ríkisstjórnar Háttvirta þingdeild. Eg hef ákveðið hér og nú að segja af mér forsetastarfi efri deildar Alþingis. Ákvörðun minni er ekki þeint gegn þing- deildinni, sem ég þakka af alhug fyrir umburðarlyndi og hjálp- semi í glapsömum forsetastörf- um mínum þann stutta tíma, sem ég hef sinnt þeim. Ákvörðun mín er tekin af þeim sökum, að ég vil ekki teljast samstarfstákn í forseta- stóli ríkisstjórnarflokka, sem ekki hafa kjark né þrek til að marka og koma sér saman um þannig úrlausnarstefnu í verð- bólguvanda þjóðarinnar, að til vafalausra úrbóta horfi, né heldur nýta þann fórnar- og samstarfsvilja, sem ég tel að nú hafi verið fyrir hepdi meðal •almennings |il að ráðast gegn þeim vágestli 83 Ég hef þá sannfæringu, að besta kjarabót, sem nú væri hægt að færa alþjóð manna og þó fyrst og fremst þeim, sem þrengst eiga fyrir dyrum, mundi vera umtalsverð minnkun verð- bólgu. Þá minnkun þarf að skapa úr mörgum þáttum. En frumvarp það, sem nú hefir verið ákveðið í ríkisstjórninni að bera fram á Alþingi sem vopn gegn verðbólgu, er að mínum dómi bitlaust og auk þess rangsleitið. Það beinist fyrst og Bragi Sigurjónsson. fremst að launþegum, hvað lagasetningu snertir, þó í leið- inni sé þeim klappað með lausyrtri greinargerð og hálf- kveðnum loforðum um úrbætur í lífskjörum, ef þeir eiri vísitölu- skerðingu á laun sín. Þjóðin hefir slæma reynslu af loforðum í ermi og lausatökum. Þau vinnubrögð urðu að minni hyggju fyrrverandi ríkisstjórn fyrst og fremst að falli, kjark- og úrræðaleysi beit úr henni bakfiskinn. Ég harma, að ríkis- stjórn, sem ég hefði viljað sjá vaxa og vel dafna, hafi nú lotið að sömu vinnubrögðum og sýnt samskonar kjark- og úrræða- leysi. Ég harma, að stuðnings- flokkar hennar hafi nú lotið að þeim leik að setja tilfundin ágreiningsefni ofar þjóðarþörf á röggsamlegum úrræðum, sem við öll undirniðri óskum eftir. Ég harma, að stundarhagir flokka séu af flokksforingjum bornir meir fyrir brjósti en alþjóðarheill. Ég vil ekki vera samstarfstákn slíks leiks og slíkra vinnubragða. Því segi ég af mér forsetastarfi þessarar deildar, en megi hollvættir Islands leiða forystumenn okkar ágætu þjóðar til réttrar brautar. Ég bið háttvirtan 6. þingmann Suðurlands, Jón Helgason, 2. varaforseta deildarinnar, að taka nú við fundarstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.