Morgunblaðið - 28.11.1978, Page 36

Morgunblaðið - 28.11.1978, Page 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 GRANI GÖSLARI Ég hélt þú ættir að svæla skordýrin út? betta var ákallega hljóðlegt brúðkaup, því brúðguminn lét aldrei sjá sig. Pabbi sagði um daginn, að ég myndi aldrei læra neitt ef hann leysti heimadæmin mín. Þýðir það ekki, að hann getur það bara ekki? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Val spils þegar látið er í slag eða tekinn slagur ætti að segja sína sögu. Til dæmis er nokkuð föst og ákveðin regla. að varnar- spilari láti sitt lægsta úr röð spila. þegar félagi hans hefur spilað litnum. Með því segist hann ekki eiga lægri spil í röðinni og auðveldar þetta stað- setningu spila og talningu varn- arslaga. En venja þessi hefur þó sínar undantekningar. Gjafari austur, allir á hættu. Norður S. ÁK97 H. K6 i T. 974 ' L. ÁKD5 Vestur Austur S. 8632 S. G105 H. 1073 H. D94 T. Á62 T. G53 L. G93 L. 8762 COSPER Nákvæmlega sama afsökunin og þú gafst konunni þinni, þegar ég var einkaritarinn þinn! Niðurlæging? Kona sem kýs að nefna sig Blásokkur, skrifar hér á eftir nokkur orð þar sem einkum er rætt um fjölskylduna og heimilið: Hvað er eiginlega að gerast hér á íslandi í dag. Er fólkið búið að snúa baki við sjálfstæði eða hvað? Það er ekki hlustandi á útvarpið lengur vegna áróðurs, jafnvel barnatíminn fær ekki að vera í friði. „Eldhúsmellur" glymur í auglýsingatímanum og á götunum. Börnunum finnst þetta sniðugt, bókin er kannski að flestra mati góð, en mér finnst hún ljót. Sumir reyna að upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja aðra. Og mér finnst það fjandi hart þegar það er orðinn sjálfur frelsarinn sem verður fyrir annarri eins niður- lægingu og fram kemur í þessari bók. Allt sem er fallegt og heitir ævintýri er ekki lengur í tísku. Það er búin til klámmynd um Mjall- hvíti og dvergana sjö Og Rauð- hetta er rifin niður í einu mánaðarritinu. Það er verið að eyðileggja ímyndunarafl barnsins. Vandamálum fullorðna fólksins er troðið í barnið um leið og það hefur vit til. Enginn hefur lengur tíma til að vera með börnum sínum þeim er heldur komið fyrir á barnaheimilum. En með fullri virðingu fyrir fóstrunni, að þá getur hún aldrei komið í stað mömmu. Þá vil ég aðeins minnast á Rauðsokkur, þær halda skemmtun fyrir fólk á öllum aldri, og þá börnin líka að sjálfsögðu, ég hef heyrt að hún hafi endað með áfengisneyslu. Þá held ég að kökubakstur og saumaskapur séu ólíkt hollara fyrir börnin en fullar Rauðsokkur. Og hvað er yndir- legra fyrir barn en hlýlegt heimili og góð fyrirmynd? Er réttlátt að helstu minningar barnsins séu barnaheimili, skóli og þreyttir foreldrar? Minnkið heldur barn- eignir eða látið þær vera fyrst um sinn. Barnið á að ganga fyrir frystikistunni og vínskápnum. Munið að barnið uppsker það sem fullorðna fólkið sáir. Ég vil einnig minnast skatt- píningarinnar sem nú á sér stað. Það er verið að þrengja að okkur sem getum og viljum vera heima hjá börnum okkar, og líka hjá svokölluðu hátekjufólki. Sumt hátekjufólk var einu sinni verka- fólk en vann sig upp, með miklum dugnaði. Nú á að eyðileggja uppskeru þessa fólks. Ríkið vill fá miklá peninga frá þessu fólki, og margir verða að selja ofan af sér til að greiða því. En hvað skeður, þegar ríkið er búið að hirða allt, af þessu fólki? Það þarf meiri peninga, og þá kemur að þeim sem hafa miðlungstekjur. Allir þurfa að hafa eitthvað takmark. Það er verið að eyðileggja fólk. Duglegt fólk sem vill vinna og eignast eitthvað. Ríkið vill heldur koma með allskyns styrki fyrir aumingjalýð sem nennir ekki að vinna. Það sagði maður við mig um daginn, ég set mig bara á bæinn, fæ íbúð fyrir lítið, atvinnu- Suður S. D4 H. ÁG852 T. KD108 L. 104 Þegar spil þetta kom fyrir í sveitakeppni varð suður í öðru tilfellinu sagnhafi í sex hjörtum. Reyndist vandalaust að vinna spilið enda legan hagstæð. Sex grönd varð lokasögnin á hinu borðinu, einnig í suður. Heldur betri samningur enda gefa fleiri litir en hjartað möguleika á nægilega mörgum slögum. Vestur átti ekki gott útspil. Gat gefið slag hvar sem var en valdi spaðatvist- inn. Sagnhafi lét sjöið frá borðinu en austur brá út af venjunni og lét gosann. Suður tók slaginn, spilaði sig inn á borðið á lauf til að spila tígli á kónginn. Vestur tók á ásinn, hvort sem það var rétt eða ekki, og hafði ekkert betra að gera en spila aftur spaða. Hvað átti sagnhafi að halda? Hann hafði ekki hugmynd um hve lega hjartalitarins var hagstæð og sama gilti um tígulinn. Og varla var hægt að ásaka hann fyrir að láta austur og spaðagosann glepja sig til að svína níunni, sem hann gerði — einn niður. Já, oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Landsmönnum bodin trimmbönd Lionsklúbburinn Njörður hefir nú aftur hafið sölu á alhliða trimmböndum, sem ætl- uð eru til notkunar í hcimahús- um, jafnt sem fþróttasölum. Notkun er einföld. Þau má hengja á hurðarhún hvar sem er í íbúðinni. Leiðrétting í baksíðufrétt í Mbl. á laugar- daginn slæddist vond prentvilla, byggingarframkvæmdir Scan- house—Nigeria Ltd. voru sagðar jafnvirði 800 milljóna íslenzkra króna en átti að vera 8000 milljóna. Með trimmböndum má æfa alla líkamshluta á einfaldan og auðveldan hátt. Verð á böndum þessum er kr. 1.500.- og fást þau í flestum sportvöruverzlunum og stór- mörkuðum á Reykjavíkursvæð- inu, svo og Lionsklúbbum um land allt. Meðfylgjandi er mynd af hinum kunna íþróttafrömuði Valdimari Örnólfssyni þar sem hann gerir æfingar með trimm- bandi. Öllum ágóða af sölunni er varið til eflingar íþróttafélags fatlaðra. Formannaráðstefna FFSÍ Formannaráðstefna Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands verður haldin dagana 28. nóv, —1. des. að Borgartúni 18. Aðalmál ráðstefnunnar verða skipulag fiskveiða, verð- lagning sjávarafurða og örygg- ismál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.