Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
Yfirlitsmynd frá Jonestown í Guyana, þar sem rúmlega 900 manns frömdu sjálfsmorð
myndinni má sjá nokkra tugi lika ligttja scm hráviði á svæðinu.
sfðustu viku með því að bergja á eiturmiði. Á
Símamynd AP
Jones ætlaði að flytja
söfnuðinn tíl Rússlands
Georgetown, Guyana,
27. nóvember. AP — Reuter.
LIK þeirra, sem frömdu sjálfs-
morð í hænum Jonestown í
Guyana. eru nú komin til
Bandan'kjanna. en komið
hefur í ljós að þeir, sem létu
lífið í Jonestown eftir að hafa
innbyrt eiturefni. eru alls um
910. eða rúmlcga 500 fleiri en í
fyrstu var talið.
I skógunum umhverfis Jones-
town fundust 32 íbúar á lífi, en
þeim hafði tekist að flýja til
skógarins um þær mundir sem
þorpsbúar innbyrtu eitrið. Til
viðbótar voru 46 íbúar Jones-
town staddir í Georgetown, svo
að flestir þorpsbúa hafa farist,
þar sem íbúatalan var um 1.000.
Haft er eftir eftirlifandi
þorpsbúum, að flestir hinna
látnu hafi drukkið Cyan-
íð-blöndðna af frjálsum og
fúsum vilja, en margir hafi þó
verið neyddir til að innbyrða
eitrið.
Ennfremur skýrði einn með-
limur í sértrúarflokki Jim Jones
frá því að Jones hefði haft í
hyggju að flytja söfnuð sinn til
Rússlands. Sagði maðurinn,
Tim Carter, að Jones hefði oft
rætt um að flytja söfnuðinn til
annars lands. Fyrir þremur
mánuðum ræddi Jones mikið
um Sovétríkin í þessu sambandi
og néfndi þau „hið fyrirheitna
land.“ Carter sagði, að tvívegis
a.m.k. hefðu sovéskir sendiráðs-
menn heimsótt Jonestown. Aðr-
ir þeir sem komust undan
skýrðu frá því um helgina, að
Jones hefði oft haldið langa
fyrirlestra um „dyggðir"
kommúnismans.
Jimmie Jones leiðtogi sértrúar-
flokksins í Guyana á fundi með
fréttamönnum. Kvikmynda-
tökumaður bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC, scm er
að taka myndir af Jones, féll
fyrir kúlum sértrúarmanna
Jones skömmu eftir að þessi
mynd var tekin.
Símamynd AP
Lfk hinna látnu sértrúarmanna flutt til Bandarfkjanna. Á
myndinni má sjá kistu merkta Jimmie Jones presti, leiðtoga
sértrúarsafnaðarins. Símamynd AP.
Bandarfskir hermenn búa lfk sértrúarmannanna f flokki Jimmie
Jones undir flutning frá Guyana til Bandarfkjanna. Símamynd AP
Dollarinn
styrkist
verulega
London, 27. nóv. AP. Reutcr.
STAÐA dollars styrktist verulega
á gjaldeyrismörkuðum víða um
heim í morgun í kjölfar tilkynn-
ingar nokkurra stærstu viðskipta-
banka Bandarfkjanna fyrir helgi
þar sem scgir að vextir muni
hækka um VA%.
Staða dollarans í dag er sú
sterkasta frá því að Carter Banda-
ríkjaforseti tilkynnti um aðgerðir
honum til styrktar 1. nóvember s.l.
Sérstaklega styrktist dollarinn
gagnvart japanska jeninu og var
hver dollar seldur á 197 jen í
morgun sem er um 20 jenum hærra
en fyrir mánuði síðan.
Á sama tíma og dollar styrkist
lækkar verð á gulli víðast hvar og
var gullúnsan seld á aðeins 198
dollara við opnun markaða í morg-
un en komst hæst í tæplega 250
dollara fyrir rúmum mánuði síðan.
Bandaríkin:
483 fórust í
umferðinni
New York, 27. nóvember AP
ALLS létu 483 manns lífið í
umferðarslysum í Bandarfkjun-
um um helgina, en um sömu helgi
í fyrra létu 490 manns lífið.
Almennur frídagur var í Banda-
ríkjunum á fimmtudag, og helgin
því „löng“, en hinir 483 fórust á
tímabilinu frá því klukkan 6 á
miðvikudagskvöld þar til á mið-
nætti á sunnudagskvöld.
Almannavarnanefnd Banda-
ríkjanna hafði spáð því að
470—570 manns færust í um-
ferðarslysum í landinu um
helgina.
Mannskæðir
bardagar í
Rhódesíu
Salisbury, 27. nóvember. AP
STRÍÐIÐ í Rhódesíu hefur kostað
a.m.k. 51 mann lffið á sfðustu
þremur dögum segir í frétt fá
Rhódesíuher. Þar segir ennfremur
að 25 hinna látnu hafi vcrið
þjóðernissinnaðir skæruliðar.
Hin fórnarlömbin voru allt svartir
íbúar landsins nema einn hvítur
bóndi sem var skotinn til bana í
morgun á búgarði sínum.
Frá því að stríðið í Rhódesíu hófst
fyrir um sex árum hafa um 10.500
manns látið lífið og þar af í kringum
3900 óbreyttir borgarar.
Mikil átök hafa verið undanfarna
daga milli stúdenta og lögreglu, en
stúdentarnir hafa efnt til mótmæla-
aðgerða vegna frestunar almennra
kosninga fram í apríl á næsta ári.
Enginn hefur þó fallið í þessum
átökum.
Myndin er af tveimur fyrrv.erandi
skæruliðum úr fylkingu Mugabes
leiðtoga þjóðernissinnaðra
Rhódesfumanna ásamt milligöngu-
manni stjórnarinnar í Salisbury.
Skæruliðarnir hafa veitt liðsinni
tilraunum stjórnarinnar til að
koma á vopnahléi f Rhódesfu.
Símamynd AP.
Fangelsisstjóri var
myrtur á N-Irlandi
Belfast, 27. nóv. AP
ALBERT Miles, aðstoðarfangelsis-
stjóri Maze-fangelsisins í SuðurBel-
fast. var skotinn til bana á heimili
sínu í gær af tveimur vopnuðum
mönnum sem komust undan, að þvf
er segir í frétt frá lögreglunni í
Belfast.
Lögreglan fullyrðir að morðið sé í
tengslum við mótmæli sem staðið
hafa í tvö ár vegna meintra slæmra
aðstæðna í Maze-fangelsinu, og írski
lýðveldisherinn beri ábyrgð á morð-
inu.
Tveir grímuklæddir menn bönk-
uðu upp á hjá Miles um miðjan dag á
sunnudag og skutu á hann sam-
stundis og flýðu síðan í bíl á braut.
Með morðinu á Miles er tala þeirra
sem látið hafa lífið í róstunum á
írlandi síðan 1969 komin upp í 1872.
Mikil ólga hefur verið í Maze-fang-
elsinu eins og áður sagði og hafa t.d.
um 300 félagar í írska lýðveldishern-
um neitað að vera í sérstökum
fangafötum og hungurverkföll eru
tíð.