Morgunblaðið - 05.12.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978
17
kennslu í hjúkrun í heilbrigðis-
stofnunum. Það nám stunda þeir í
Landsspítalanum, Borgarspítalan-
um, Kleppsspítalanum og heilsu-
verndar- og heilsugæslustöðvum,
auk nokkura annarra stofnana.
Þetta verknám var álitið nóg og
ráðuneytið gerði enga kröfu um
frekari starfsreynslu áður en
hjúkrunarleyfi yrði veitt.
Hvaðan komvsú krafa til Kjara-
dóms? Ég leitaði upplýsinga hjá
Deild hjúkrunarfcpj^tjóra í Hjúkr-
unarfélagi Islands. Höfðu
hjúkrunarforstjórar sjúkrahúsa
farið fram á þennan reynslutíma?
Svarið var neitandi. Hinsvegar
hefur Deild hjúkrunarforstjóra
tvívegis á þessu ári gert þá
fundarsamþykkt, að hún telji
„eðlilegt og sanngjarnt, að
hjúkrunarfræðingar BS. fái metið
nám sitt eins og aðrir þeir, er lokið
hafa háskólaprófi".
Ég spurði formann Hjúkrunar-
félags íslands, vort stjórn þess
félags hefði sett fram þessa kröfu?
Svarið var neitandi. Hinsvegar
hafði stjórn Hjúkrunarfélags ís-
lands í bréfi til hjúkrunarfræðinga
BS. dags. 12. maí 1978, skrifað
eftirfarandi: „Stjórn Hjúkrunar-
félags Islands telur að nám í
hjúkrunarfræði við Háskóla Is-
lands skuli ekki metið lægra til
launa en annað sambærilegt
háskólamán."
Þá var að leita upplýsinga hjá
sjálfu fjármálaráðuneytinu þar
sem kjarasamningur sá, er hér um
ræðir, er gerður af hálfu fjármála-
ráðherra. Deildarstjóri launa-
deildar ráðuneytisins, Guðmundur
Karl Jónsson svaraði neitandi,
sagði: „Að fjármálaráðuneitið hefi
enga slíka kröfu sett fram“. í
þessu viötali upplýsti deildarstjór-
inn, að þessir hjúkrunarfræðingar
tækju laun fyrstu níu mánuðina í
starfi einum launaflokki neðar en
byrjunarlaun þeirra eru — með
öðrum orðum — nemalaun áfram!
Hver úrskurðaði það? Hver skip-
aði þeim þann sess? Hver var
samningsaðili af þeirra hálfu, er
sá „dómur“ var felldur?
Samkv. þessu hefur enginn
þeirra aðila, er málið varðar, gert
kröfu um starfsreynslu: Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið, fjármálaráðuneytið, Deild
hjúkrunarforstjóra eða stjórn
Hjúkrunarfélags Islands. Hefur
Kjaradómur sjálfur tekið sér þann
rétt að úrskurða hjúkrunarfræð-
inga BS. sem nemendur fyrstu níu
mánuðina eftir að þeir hafa lokið
prófi og hlotið hjúkrunarleyfi?
Þegar hjúkrunarfræðingar
brautskráðir frá Hjúkrunarskóla
íslands hefja starf að námi loknu
fá þeir nám sitt metið sem
..tveggja ára og átta mánaða
starfsaldur“, samkv. upplýsingum
fjármálaráðuneytisins. Við
samanburð kemur í ljós, að
hjúkrunarfræðingar frá
Hjúkrunarskóla íslands fá starf
sitt metið sem nám.
I Hjúkrunarskóla Íslands eru
nemendur fyrstu fjóra mánuðina
við nám í skólanum sjálfum, þann
tíma taka þeir ekki laun. Að því
loknu skiptist tími þeirra í bók-
nám í skólanum og verknám í
heilbrigðisstofnunum. Allan þann
tíma taka þeir laun, ákveðið
hlutfall af þeim launaflokki, er
þeir síðan byrja í. Hlutfall launa
þeirra, miðað við hjúkrunarfræð-
inga, er sem hér segir:
Nemendur á 1. ári fá 45,14% og
60% fyrir yfirvinnu.
Nemendur á 2. ári fá 49,36% og
80% fyrir yfirvinnu.
Nemendur á 3. ári fá 57,80% og
100% fyrir yfirvinnu.
Samkv. þessu er þekking þess-
ara nemenda eftir tveggja ára
skólagöngu lögð að jöfnu og
hjúkrunarfræðinga með fjögurra
ára nám frá Háskóla Islands og
níu mánaða starfsreynslu.
Ég fæ ekki betur séð en að
Kjaradómur með dómsorði sínu
hinn 8. nóv. s.l. lítilsvirði nám frá
Háskóla Islands og viðurkenningu
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins á starfsveiting
hjúkrunarfræðinga með BS. gráðu
frá þeim skóla.
Máli mínu lýk ég með fyrir-
spurnum til háttvirts formanns
Kjaradóms, Benedikts Blöndals
hæstaréttarlögmanns, og bið um
að svar hans birtist opinberlega:
Hvaðan barst Kjaradómi sú
krafa, að hjúkrunarfræðingar
brautskráðir frá Háskóla Islands,
með hjúkrunarleyfi frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, skyldu hafa níu mánaða
starfsreynslu að námi loknu?
Hvaða rök voru færð fyrir þeirri
kröfu?
Hefur Kjaradómur sjálfur tekið
sér þann rétt að úrskurða
hjúkrunarfræðinga BS. sem nem-
endur í níu mánuði að námi loknu
eða því fjallaði hann ekki um laun
þeirra þann tíma?
Ingibjörg R. Magnúsdóttir.
Islenzk fyrirtæki vöktu
athygli á sjávarút-
vegssýningunni í Osló
Þrjú íslensk fyrirtæki tóku
þátt í sjávarútvegssýningunni
Nor-Fishing í Ósló dagana 20. til
26. nóvember síðast liðinn.
Fyrirtækin voru eftirtalin:
J. Hinriksson hf. Reykjavík sem
sýndi toghlefa og blokkir, Plast-
einangrun hf. Akureyri, sem sýndi
trollkúlur og netahringi og Vél-
smiðjan Oddi hf. Akureyri, sem
sýndi bobbinga. Einnig voru
nokkrir aðrir íslenskir aðilar, sem
sýndu hjá norskum umboðsmönn-
um. Þar á meðal var Trausti
Eiríksson, sem sýndi vél til að
skilja loðnuhrogn, og Vélsmiðjan
Völundur hf. í Vestmannaeyjum,
sem sýndi fiskflokkunarvél.
Aðsókn að sýningunni var góð.
Margir gestir frá íslandi skoðuðu
sýningu þessa, en stærsti hópur-
inn, um 180 manns, var þarna í
boði Simrad-verksmiðjunnar.
A meðan sýningin fór fram voru
haldin mörg fróðleg erindi um
ýmsa þætti sjávarútvegs, þar á
meðal utn kolmunna, sem vakti
mikla athygli.
Samkvæmt upplýsingum Út-
flutningsmiðstöðvar iðnaðarins
var árangur íslensku fyrir-
tækjanna á sýningunni nokkuð
góður, þannig seldi J. Hinriksson
hf. toghlera og blokkir, Plastein-
angrun hf., sem selur nú þegar
vörur sínar í Noregi, styrkti
sambönd sín þar og náði einnig
mörgum nýjum viðskiptasam-
böndum m.a. í Svíþjóð, Þýska-
landi, Bretlandi og fleiri löndum,
sem mikils má vænta af í framtíð-
inni.
Lýsisblettur
- leiðrétting
UMSJÓNARMAÐUR Hugmynda-
pottsins misskildi meðferðina á að
ná lýsisblettum úr fötum, sem birt
var sl. sunnudag.
Skal nú ráðið birt aftur í heild.
Mylja á niöur fatakrít og blanda
vatni saman við, þannig að úr
verði eins konar kítti eða gips.
Nuddið vel blettinn og látið þorna.
En síðan er bletturinn þveginn á
venjulegan hátt.
SV-N
Gamalt mk
fólk gengur Jl hœgar
Manntal á íslandi 1801
Suðuramt.
Ættfræðifélagið gaf út.
Ein er sú bók, sem sker sig úr í
því flóði bóka, sem mörgum verður
tíðrætt um fyrir hver jól, mikil
bók og fróðleg. Það er annað elzta
heildarmanntalið, sem tekið hefur
verið á Islandi, og nú orðið 177 ára
gamalt. Ekki mun ofsagt, að þessi
bók muni mörgum kærkomin, þótt
öðrum finnist hún ekki girnileg til
lesturs, því að hún fyllir mjög í
eyður aðgengilegra heimilda í
þeirri fræöigrein, sem vinsælust er
með Islendingum, ættfræðinni.
Ungir og gamlir stunda þau fræði
af kappi, og taka fegins hendi
hverri bók um þau efni, sem
nokkur fengur er að, enda verða
þær flestar harla torgætar fyrr en
varir. Ekki er sízt mikils virði að
fá í hendur nákvæmar útgáfur
frumheimilda, sem flestar eru nú
orðnar svo máðar af mikilli
notkun, að ekki fást lengur léðar
til afnota, og þótt ljósrit séu til af
flestum þeim helztu, má það
teljast neyðarkostur að fást við
þau, og vart aðstaða til þess nema
fyrir sárafáa hverju sinni.
Ættfræðifélagið lætur nú
skammt milli stórátaka í útgáfu,
því að ekki eru nema fjögur ár
síðan það lauk útgáfu manntalsins
frá 1816, sem var mikið afrek, en
tók langan tíma. Manntalið 1801 er
að þvi leyti fyllra, að í það vantar
enga sókn landsins eða byggt ból,
en í manntalið 1816 voru miklar
e.vður vegna þess, að bækur hafa
glatazt. Um eitt var þó það
manntal nákvæmara, að þar er
getið fæðingarstaða, sem vantar í
manntaliðð 1801, en hinsvegar
greinir þetta manntal nákvæm-
•lega frá hjúskaparstöðu hvers og
eins, svo og atvinnu, auk stöðu á
heimilinu. Manntalið hefur í
öndverðu verið gert af mikilli
kostgæfni, og yfirleitt vel til þess
vandað af hendi presta, sem fengu
það hlutverk að skrifa manntalið
hver í sínu kalli.
Sá háttur er hafður á um þessa
útgáfu, að frumhandritið er prent-
að stafrétt með fáum undantekn-
ingum. Mun ýmsum finnast það
óþarfa nákvæmni, og jafnvel
bagaleg, þar sem f.vrir sumum
getur vafist um lesturinn, þar sem
ritháttur er óvenjulegur. Einnig
finnst ef til vill sumum líka galli,
að frumritið er á dönsku máii, en
úr því er bætt með orðasafni yfir
þau orð, sem helzt er ástæða til að
þýða, fyrir þá, sem ekki eru vanir
því orðafari, sem þá tíðkaðist. Þó
er þess að geta, að Geir biskup
sendi prestum að eigin frumkvæði
fyrirmæli um að skrá mannanöfn
og bæjanöfn á íslenzku í nefnifalli,
án þess að gefa þeim danskar
endingar, en ekki hafa þeir þó
hlýtt því allir til fulls, svo rík var
þá tilhneigingin til að dependera
af þeim dönsku.
Þrátt fyrir það, sem nú var sagt,
verður það þó að teljast rétt og
sjálfsögð ákvörðun að fylgja ná-
kvæmlega frumritinu, því að með
því er séð fyrir þvi, að allir geta
gengið úr skugga um, hvað í því
stendur, og þurfa ekki að hand-
fjalla það frekar til að ganga úr
skugga um það. Þörfum þeirra,
sem vilja fjalla um efni þess á
vísindalegan hátt, er því fullnægt,
og öðrum ætti að vera vandalaust
að lesa textann með þeim leiðbein-
ingum, sem veittar eru.
- Þess er að vænta, ef fjárskortur
hamlar eigi, að næsta bindi, um
vesturamtið, geti fylgt bráðlega
eftir þessu, og það þriðja, norður-
og austuramtið, áður en langt um
líður. Tekur þá að vænkast hagur
þeirra, sem lengi hafa beðið
þessara bóka, og er nú sá kostur-
inn vænstur að láta ekki dragast
að hreppa gripinn, áður en það
verður um seinan.
Björn Magnússon.
Pick-Up a verði
sem allir ráöa við
Sérfræöingarnir eru sammála. Þessi nýju pick-up MC-10 og
MC-20 gefa betri hljómgæöi en nokkur önnur gerö.
í þessu litla tæki er ótrúlega mikiö af tækninýjungum, sem
sérfræöingar okkar geta útskýrt fyrir ykkur nákvæmlega meö
sérstöku sýningar-pick-up.
Fyrirtæki Ortofon, er eitt hiö virtasta á sínu sviöi, enda
framleiöir fyrirtækið aöeins pick-up og tæki, sem notuö eru viö
plötuskurö í pressufyrirtækjum um allan heim.
Þessi nýja aöferð viö uppbyggingu á pick-up tryggir aö
flutningur tónlistarinnar veröur nákvæmari, en nokkru sinni áöur hefur
þekkst.
Skiptiö nú yfir í gott pick-up — kynnið ykkur nýja MC-10 og
MC-20 strax í dag.