Morgunblaðið - 22.12.1978, Síða 40
40___________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978_
Miklar umræður um Félagsmálaskóla alþýðu;
Erum ekki að setja
á fót fræðslustofnun
til að móta skoðanir
UMRÆÐUR um Félagsmálaskóla alþýðu haía orðið allmiklar í efri
deild Alþingis. Þorvaldur Garðar Kristjánsson taldi hér hreyft merku
máli. en spurning væri, hvort hagkvæmara væri að hafa þessa fræðslu
innan skólakerfisins. Ólafur Ragnar Grímsson taldi „stéttarlegt og
baráttulegt uppeldi“ á verkefnaskrá skólans til þess að manna
verkalýðsfélögin á þann veg, að þau geti náð betri árangri „gegn
fjandsamlegu ríkisvaldi*4, sem þeir Ilalldór Blöndal og Vilhjálmur
Iljálmarsson gagnrýndu harðlega og sagði fyrrnefndi í því sambandi.
„Eg er þeirrar skoðunar, að við séum ekki að setja á fót
fræðslustofnanir til þess að móta skoðanir þeirra, sem í þessa skóla
fara. Við viljum, að menn afli sér þekkingar með frjálsum hætti, þeir
fái að kynnast málinu frá báðum hliðum, en séu ekki mataðar á
upplýsingum.“
Sammála tilgangi
frumvarpsins
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
sagði .m.a.: Hér er um að ræða
viðfangsefni, sem er þess eðlis, að
það er rétt að sinna því og fá lausn
á því. I mínum huga orkar það
ekki tvímælis, að það sé rétt að
verða meðlimum verkalýðsfélag-
anna úti um ýmsa þekkingu, sem
varðar starf verkalýðsfélaganna
og kaupgjaldsbaráttuna og ég lýsi
mig fullkomlega samþykkan til-
gangi þessa frumvarps.
Hann vakti athygli á, að til
fræðslumála er varið yfir 30
milljörðum króna á þessu ári. —
Það vaknar sú spurning, hvort það
gæti verið hyggilegri og hag-
kvæmari leið að koma þessari
kennslu fvrir innan skólakerfisins,
sagði þingmaðurinn, bæði frá
fjárhagslegu sjónarmiði, en einnig
til þess að ná tilgangi frumvarps-
ins.
Saman fari
skyldur og ábyrgð
Þingmaðurinn vék að því, að í
frumvarpinu væri gert ráð fyrir,
að ríkið kostaði rekstur skólans, en
hins vegar yrði sérstök skólanefnd
skipuð, sem færi með stjórn
skólans — Mér finnst, að þetta sé
svo ekki sé meira sagt nokkuð
vafasamt. Ég held að það sé
ákaflega þýðingarmikið, að það
fari saman ábyrgð og skyldur í
þessu efni eins og jafnan og
spurningin sé þá, hvort það sé ekki
eðlilegt, að ríkið hafi alfarið stjórn
skólans.
Þingmaðurinn taldi, að ef gefa
ætti launþegum aðild að stjórn
skólans, þyrfti hún að vera víðtæk-
ari og nefndi til Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja og Far-
manna- og fiskimannasambandið,
en einnig væri eðlilegt að hinn
aðili vinnumarkaðarins, Vinnu-
veitendasambandið, ætti fulltrúa í
stjórn skólans.
Skynji stöðu sína
í þjóðfélaginu
Ilelgi Seljan (Abl) taldi að
nokkur misbrestur væri á því, að
verkalýðsfélögin veittu meðlimum
sínum næga fræðslu um rétt sinn
samkvæmt samningum. Þess
vegna þyrfti að leiðbeina forystu-
mönnunum um, hvernig þeir gætu
látið slíka fræðslu í té.
Ilann taldi, að félagslegum
þætti skólanámsins væri betur
sinnt í grunnskólanum en áður, en
á hinn bóginn gætu ríkisskólar
ekki sinnt þeirri fræðslu, sem
frumvarpið gerði ráð fyrir. Hún
yrði að vera í höndum verkalýðs-
hreyfingarinnar og veigamesti
þátturinn til að bæta hana væri sá
að koma slíkum skóla í fast form
til þess að fólk viti betur bakgrunn
sinnar hreyfingar og skilji eðli
hennar, — „og skynji um leið stöðu
sína í þjóðfélaginu, þar sem
auðstéttin ræður ríkjum að eins
miklu leyti og hún mögulega
getur,“ eins og þingmaðurinn
komst að orði.
Angi af
stærra máli.
Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
sagði, að þetta væri angi af miklu
stærra máli, sem við kölluðuir
fræðslu fullorðinna, sem við
hefðum orðið höndum seinni að
skipuleggja í þessu landi.
Hann rifjaði upp, að sérstök
nefnd hefði tekið þau mál til
athugunar og skilað tillögum, sem
lagðar hefðu verið fram í frum-
varpsformi, en alþingismönnum
þótt málið full viðamikið. Fyrir-
myndin var sótt til Norðurlanda,
einkum Noregs.
Ástæðurnar fyrir, að hann hefði
ekki sem menntamálaráðherra
sótt málið fastar og látið nýja
nefnd í málið hefðu verið þær, að
það hillti undir afgreiðslu á nýjum
lögum um framhaldsskóla. Menn
hefðu látið sér detta í hug, hvort
ekki væri hægt að leysa fullorðins-
fræðslumálin innan hans eða
jafnvel innan háskólans, eftir því
sem við ætti.
Þingmaðurinn taldi, að frum-
varpið um Félagsmálaskóla alþýðu
fjallaði um að flýta einum þætti
fullorðinsfræðslunnar, og vissu-
lega merkum þætti hennar. Sjálf-
sagt væri, að þetta frumvarp yrði
vandlega athugað og þá m.a.
gaumgæft, hvort skynsamlegt
þætti að flýta um leið með löggjöf
aukinni þátttöku ríkisins og skipu-
legri en áður með stuðningi við
einhverja aðra þætti fullorðins-
fræðslunnar og nefndi þingmaður-
inn sérstaklega bréfaskólana og
námsflokkana í því sambandi.
Stéttarlegt
uppeldi
Olafur Ragnar Grímsson (Abl.)
sagðist óttast að gera mennta-
stofnun alþýðu að ríkisstofnun
með hliðsjón af því, hverjir hefðu
verið félagsmálaráðherrar á und-
anförnum áratugum. Alþýðusam-
tökin yrðu að halda fast við það að
sá þáttur í fræðslustarfsemi
launafólks sem væri helgaður
„hinu stéttarlega og faglega"
uppeldi í samtökum launafólks
væri í sínum höndum. Fræðsla um
sögu, starf og stjórn stéttarfélaga,
baráttu þeirra fyrir bættum lífs-
kjörum, um hagsmunasamtök
atvinnurekenda og innra eðli
þeirra, starfshætti og markmið,
gæti aldrei til lengdar, svo að vel
væri, verið í ríkisskóla af því tagi,
sem frumvarpið gerði ráð fyrir.
Baráttutæki
fyrir breyttu
þjóðfélagi
Ólafur Ragnar Grímsson lagði
áherzlu á, að Félagsmálaskóli
alþýðu yrði ekki liður í fræðslu-
kerfi landsmanna, — „heldur
hefur honum hingað til verið og
verður í framtíðinni fyrst og
fremst ætlað það hlutverk að vera
baráttutæki samtaka launafólks
fyrir breyttu þjóðfélagi fyrst og
fremst til þess að manna verka-
lýðsfélögin á þann veg með
þekkingu og þjálfun að þau geti
náð betri árangri í baráttu gegn
samtökum atvinnurekenda, í bar-
áttu gegn fjandsamlegu ríkisvaldi
heldur en þau hafa nað hingað til.
Þess vegna held ég að það sé
höfuðatriði fyrir alþýðusamtökin í
þessu landi að þau fari sjálf með
óskorað forræði yfir menntunar-
málum meðlima sinna.“ í fram-
haldi af þessu lagði hann til, að
a.m.k. 100 miilj. kr. yrði varið til
Félagsmálaskóla alþýðu eða
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu þegar á þessu ári. Hann
sagði, að sér væri kunnugt um, að
fjölmargir forsvarsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar væru sama
sinnis og hann um þessi efni, sem
óttuðust, að Félagsmálaskóli
alþýðu yrði ónýttur sem baráttu-
tæki verkalýðshreyfingarinnar, ef
hann yrði gerður að ríkisskóla.
Vil óbreytt
frumvarp
Bragi Níelsson (A) sagði frum-
varpið mjög gott og taldi jafnfrá-
leitt að atvinnurekendur ættu
aðild að Félagsmálaskóla alþýðu
eins og að „ASÍ færi að kássast í
stjórn bændaskólanna". Hann
taldi engan veginn koma til greina
að fella þessa fræðslu inn í
fullorðinsfræðsluna, en hins vegar
væri brýnt að gefa launþegum kost
á að fá félagslega fræðslu um og
eftir miðjan aldur.
Að nota laun-
þegahr ey f i nguna
Ilalldór Blöndal (S) sagðist ekki
þurfa að taka það fram að hann
bæri hag launafólks fyrir brjósti.
— Ég hef tekið virkan þátt í
starfsemi launþegahreyfingarinn-
ar, sagði hann, og þarf ekki eins og
Ólafur R. Grímsson að taka mér
þau orð í munn í annarri hverri
setningu, að hagsmunir þessa
fólks standi mér nærri hjarta.
Enda held ég, að mér sé óhætt að
segja, að ég hef aldrei reynt að
lyfta sjálfum mér á því að nota
mér baráttu þessa fólks fyrir betri
hag og bættum lífskjörum hér í
landinu. Þessi þingmaður skrifaði
um það mikla grein í Þjóðviljann á
sl. ári, með hvaða hætti Alþýðu-
bandalagið gæti misnotað þessi
samtök sér til pólitísks framdrátt-
ar. Hann talaði um það í því
sambandi, að það væri rétt fyrir
Alþýðubandalagið að leggja hart
að sínum verkalýðsforingjum að
beita verkalýðshreyfingunni gegn
ákvörðunum Alþingis, stofna til
alþingis götunnar, eins og hann
sjálfur sagði. Og það er ástæða til
að rifja það einnig upp, að hæstv.
viðskiptaráðherra hafði það að
fyrirsögn í einni af forystugrein-
um í Þjóðviljanum með hvaða
hætti rétt þætti að óvirða þessa
æðstu stofnun íslenzku þjóðarinn-
ar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
orðalag og umr.æður af þessu tagi
koma upp hér á landi og ævinlega
að undirlagi þeirra manna, sem
mest og bezt hafa misnotað
verkalýðshreyfinguna sjálfum sér
til' framdráttar, fyrst Sameining-
arflokkur alþýðu, sósíalis4 'Vikk-
urinn og nú Alþýðubandalagið.
Það hljómar dálítið undarlega, að
sú ríkisstjórn, sem nú situr, eigi að
vera einhver sérstök ríkisstjórn
hinna vinnandi stétta í landinu.
Það er ekki einn einasti maður í
henni, sem hefur svo kunnugt sé
a.m.k., gegnt trúnaðarstöðum hjá
verkalýðshreyfingunni né komizt
þar á blað.
Halldór Blöndal vakti athygli á,
að ÓRG hefði hvað eftir annað í
ræðu sinni talað um, að Félags-
málaskóli alþýðu ætti að hafa
„stéttarlegt og faglegt uppeldi“
með höndum eða jafnvel „stéttar-
legt og baráttulegt uppeldi". — Ég
er þeirrar skoðunar, sagði þing-
maðurinn, að við séum ekki að
setja á fót fræðslustofnanir til
þess að móta skoðanir þeirra, sem
í þessa skóla fara. Við viljum, að
menn afli sér þekkingar með
frjálsum hætti, þeir fái að kynnast
inciMMnGiMÞ
fliÞincifliÞinci
Frjáls upplýsing
eða matreiðsla?
0