Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 47

Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 47 Sænski skíðagarpurinn Ingemar Stenmark i miðjunni. ásamt Neureuther Vestur-Þýskalandi og Fromellt frá Liechtenstein til hægri. Enn sigrar Stenmark SÆNSKA skíðastórstirnið Inge- mar Steinmark vann enn einn sijíur er hann sigraði í svig- keppni i' heimsbikarnum sem fram fór í Júgóslavíu í gær. Stenmark var einum tíunda úr sekúdu á undan Paul Frommeit frá Lichtenstein. Brautin var 480 metra löng með 66 hliðum. Samanlagður tími Stenmarks í báður ferðum var 1,46,57 min, Frommelt sem náði bestum tíma í síðari umferð fékk samanlagðan tíma 1,46,77 mín. Þriðji varð svo ný ítölsk stjarna Leonardo David á 1.48,00 mín. Skíðamaður frá Júgóslavíu Bojan Krizaj varð svo fjórði., hlaut tímann 1.48.00 mín. Ingemar Steinmark er nú annar í samanlagðri stigakeppni um heimsbikarinn hefur hlotið 50 stig. Peter Luescher frá Sviss er í fyrsta sæti með 65 stig. Luescher féll í fyrri umferð í svigkeppninni í Júgóslavíu og hætti keppni. 3 íslendingar leika í 1. deild í Noregi TVEIR íslenskir piltar hafa æft með og annar leikið með norska 1. deildar liðinu Grorud í vctur. Það eru þeir Baldur Svavarsson úr Stjörnunni og Óskar Gíslason úr Víkingi. Félagaskiptum þeirra félaga lauk síðla í nóvember, en þá var Oskar að byrja í prófum, en báðir eru Islendingarnir námsmenn. Baldur lék hins vegar með liðinu þá þegar og hafði fyrir skömmu leikið 2 leiki í 1. deild og einn bikarleik. Grorud mun ekki vera meðal sterkustu félaga Noregs og er í fallbaráttu ásamt Stabæk og Bækkelaget. Baldri hefur gengið bærilega með liðinu, skoraði meðal annars jöfnunarmark liðsins gegn Stabæk úr aukakasti eftir að Haukur Þjálf- ar Stjörnuna MEISTARAFLOKKUR Stjörnunnar í Garðabæ, sem leikur í 3. deild, hefur ráðið sér þjálfara fyrir komandi keppnis- tímahil. Það er Haukur Haf- stcinsson sem sjá mun um þjálfunina og vænta Stjörnumenn góðs af honum. leiktíma lauk. Magnús Guðmunds- leikur í norsku 1. deildinni, en son, landsliðsmaður úr Víkingi, er hann leikur með Bækkelaget. því ekki eini íslendingurinn sem — gg Óli Dan í Val! KNATTSPYRNUKAPPINN snjalli úr FH ólafur Danivals- son hefur nú endanlega tekið ákvörðun um félagaskipti, og mun hann ganga í Val. ólafur hefur sést á æfingum hjá hinum og þessum félögum að undanförnu og voru ýmsar getgátur á lofti um hvaða félag yrði fyrir valinu. Lið FH sem féll niður í 2. deild á síðastliðnu sumri verður fyrir miklum missi því að Ólafur var þeirra beittasti sóknarmaður. Enn mun vera óvíst hvort Janus hefur fullan hug á að komast í atvinnumennsku f knattspyrnu og hefur vérið að leita íyrir sér í þeim efnum. dvaldi meðal annars í tvær vikur hjá Stand- ard í Belgíu eins og kunnugt er. Ekki tókust samt samningar með honum og félaginu og því óljóst hvað hann mun gera. - ÞR • Ólafur Danivalsson hinn leikni framlinuleikmaður FH, hann mun leika í Valstreyju næsta kcppnistíma bil. ALLTAF eru allir að velta því fyrir sér, hverjir af „útlendingun- um“ verði notaðir í landsleiki vetrarins í handbolta og hverjir ekki. Svar við þessu fékkst á blaða- mannafundi HSI fyrir skömmu, en þá lýsti Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari því yfir, að nema eitthvað óvænt gerðist, myndi hann aðeins nota þá þrjá „útlend- inga“ sem leika gagn Dönum um helgina í undirbúningnum fyrir B-keppnina á Spáni. Jóhann sagði, að það væri sín skoðun, að aðrir leikmenn erlendis en Axel, Ólafur og Gunnar markvörður Einarsson, væru jafngóðir og leikmenn í sömu stöðum hérlendis. En hann efaðist mjög um að þeir væru nokkuð betri. Það er því næstum víst, að leikmenn eins og Björgvin Björg- vinsson, Þorbergur Aðalsteinsson og Gunnar Göppingen Einarsson eru úr leik með landsliðinu. í bili a.m.k. — gg- MaraÞonknattspyrna hjá USVS UNGMENNASAMBAND Vest- ur-SkaftafelIssýslu gengst fyrir maraþonknattspyrnukeppni með nýju sniði dagana 27. og 28. des. Leikið verður á tveimur stöðum samtímis, í félagsheimilinu Leik- skálum í Vík og í samkomuhúsinu á Kirkjubæjarklaustri og hefst keppnin kl. 22.00 þann 27. des. Fyrirkomulag keppninnar er þannig, í Leikskálum keppa félag- ar úr umf. Drangi og umf. Dyrhólaey en á Kirkjubæjar- klaustri keppa félagar úr umf. Skafta og umf. Ármanni. Hvert lið verður skipað 3 mönnum og verður keppni haldið áfram þar til fyrsti maður gefst upp á hvorum stað, en eina hvíldin sem menn fá er 5 mínútur á hverjum klukkutíma og engar skiptingar verða leyfðar. Tilgangur keppni þessarar er í fyrsta lagi fjáröflun fyrir USVS, safnað verður áheitum á liðin, þannig að fyrir hverja klukku- stund sem leikin er safnast 100 krónur. Annar tilgangur keppni þessar- ar er keppni milli ungmennafélag- anna og einnig er íslandsmetið alltaf í hættu. (Fréttatilkynning frá USVS) Pasarella og Fillol ekki til United 3nútlendingar<| með í vetur I ! ! ! AÐ undanförnu hafa verið nokkr- ar umræður um Manchester Utd. hafi mikinn hug á að kaupa argentínsku félagana Ubaldo Fillol og Daniel Passarella. Var áætlað, að MU ætlaði að snara út einni milljón sterlings- punda fyrir þá félaga, sem báðir leika með River Plate. Samkvæmt fréttaskeyti frá AP á sunnu- daginn, er hins vegar frá því greint að áform félagsins væru komin undir stól. Þar var haft eftir Dave Sexton, framkvæmda- stjóra United, að viðræður við heimsmeistarana væru komnar í strand og líklega yrði ekkert úr kaupunum. Sims fór til Watford Watford félagið hans Elton John, sem trónir á toppi 3. deildar í Englandi. keypti fyrir skömmu hinn 21 árs gamla miðvörð Leicester Steve Sims. Kaupverðið var um 200.000 sterlingspund og er það jafnframt hæsta upphæð sem lið í 3. deild hefur nokkru sinni greitt fyrir leikmann. Sims, sem leikið hefur með enska landsliðinu skipuðu leik- mönnum 21 árs og yngri, var kominn á fremsta hlunn að fara til Derby Count sem leikur í fyrstu deild eins og kunnugt er. Sims hefur hins vegar átt við meiðsl að stríða að undanförnu og hann féll á læknisskoðun hjá Derby. Fram- kvæmflastjóri Watford, Graham Taylor hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé sannfærður um að Sims hafi náð sér að fullu. Knattspyrnumenn Ert þú duglegur knattspyrnumaöur, þá ertu velkomin í toppliö í 4. deild í Svíþjóö. Góður félagsandi. Getum útvegaö vinnu í timburverksmiðju. Skrifiö til okkar: Hvetlanda GIF:s, kansli, Box 32, 57401 Vetlanda Sverige. Þjálfari UMF Súlan óskar eftir þjálfara næsta sumar. Upplýsingar í síma 97-5823, Óttar Ármannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.