Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 5 „Hornid nýtur vaxandi vin- sælda sem einleikshljóðfæri” Stjórnandinn Walter Gillessen og Hermann Baumann hornleikari ræða saman á æfingu Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í gær. Ljósm. Kristján. TVEIR erlendir tónlistarmenn koma við sögu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 20:30, stjórnandinn Walter Gillessen og Hermann Baumann horn- leikari. Mbl. ræddi við þá stutt- lega í gærmorgun þar sem þeir voru á æfingu með hljómsveit- inni. — Þetta er þriðja æfing mín með hijómsveitina, sagði Walter Gillessen stjórnandi, þannig að erfitt er fyrir mig að segja nokkuð ákveðið um gæði hljóm- sveitarinnar, en þó finnst mér hún nokkuð sambærileg við Borgarsinfóníuhljómsveitina í Ulm, sem ég stjórnaði í nokkur ár. Mér finnst þó að sinfóníu- hljómsveit verði að hafa á að skipa 75 hljóðfæraleikurum og má e.t.v. segja að helzt komi það fram í verkum er reyna mikið á blásturshljóðfærin þegar hljóm- sveitir eru of litlar. En þar sem ég er gestastjórnandi finnst mér ekki rétt að dæma hljómsveit- ina, það er hlutverk þeirra sem stjórna henni að staðaldri. — Segja má að það sé líka nauðsynlegt hverri hljómsveit að hafa einn fastan stjórnanda, það kemur fljótt fram í gæðum ef hann er ekki fyrir hendi og getur ekki farið yfir sömu atrið- in aftur og aftur og tekið sveit- ina í samfellda meðferð og kennslu ef svo má segja. Þetta hefur komið í ljós erlendis að þegar jafnvel góðar hljómsveitir hafa ekki sinn fasta stjórnanda minnka gæði þeirra. En hér er margt ungt fólk að ræða sem vill vinna vel undir góðri stjórn og þá er mikið fengið. Gillessen hefur leikið sem fyrsti óbóleikari í hljómsveit í Hamborg en fór síðan út í hljómsveitarstjórn og vann m.a. fyrstu verðlaun í keppni hljóm- sveitarstjóra í Stresa. Hann var varahljómsveitarstjóri í Washington D.C. og stofnaði National Chamber Orchestra. — Þegar ég var aðalstjórn- andi borgarhljómsveitarinnar í Ulm hafði Herbert von Karajan samband við mig og bauð mér að gerast aðstoðarhljómsveitar- stjóri sinn í Berlín og Salzburg og starfaði ég með honum í 3 ár. Ég lærði mikið af honum um ýmislegt í sambandi við hljóm- sveitarstjórn. En síðan 1976 hefi ég verið tónlistarstjóri í Kiel. Mér fellur vel að stjórna öllum tegundum tónlistar og tek ekki heina eina tegund fram yfir aðra, enda verður stjórnandi að taka að sér öll svið tónlistarinn- ar. — Mér finnst gaman að hafa komið hingað og þótt ég þekki ekki annað en hótelið og salinn hér þá get ég sagt að fólkið er vinalegt og væri gaman að geta komizt einhvern tíma út á land og kynnst sveitafólki og helzt borðað með því, sagði Walter Gillessen að lokurn. Hermann Baumann hornleik- ari hefur komið nokkrum sinn- um áður til landsins: — Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað sem einleikari, en ég kom hingað t.d. árið 1973 með sænsku útvarpshljómsveitinni þegar mér var boðið að leika með henni sem fyrsti hornisti undir stjórn Sixtens Erlings. Þá hefi ég nokkrum sinnum komið við á leið milli Evrópu og Ame- ríku, en nú ætlum við hjónin að vera um kyrrt fram á föstudag og reyna að skoða okkur örlítið um, því ég hefi aðeins séð Þingvelli og Gullfoss og Geysi að sumarlagi, en gaman væri að sjá örlítið af landinu í vetrar- búningi. — Hornið sem ég leik á annað verkið er 200 ára gamalt „Natur-horn“ og er það frá- brugðið enska horninu að því leyti að á því eru engir ventlar. Það mun vera í fyrsta sinn sem leikið er á slíkt horn hérlendis, en það verður í verki Haydns, hornkonsert nr. 2. Baumann hefur fengið ýmis tónskáld til að semja verk fyrir horn og er taiinn eiga þátt í því að endurvekja það sem einleiks- hljóðfæri. Hann hefur verið prófessor við Folkwang-háskól- ann í Essen síðan 1967. — Hornið er smám saman að verða æ vinsælla einleikshljóð- færi þótt enn sé það ekki eins vinsælt og píanó. Mér finnst gaman að leika tónlist frá öllum tímum, allt frá barokk til nú- tímatónlistar og vil helzt hafa efnisskrána sem mest biandaða. Ég reyni að hafa um það bil 30 efnisskrár til að velja úr á tónleikaferðum, en hjá mér fer mikill tími í ferðalög. Héðan fer ég heim og síðan eftir tvær vikur til Málmeyjar þar sem ég kenni og síðan Helsingjaeyrar þar sem ég verð með tónleika. — Mér finnst mun skemmti- legra að leika fyrir áheyrendur en á plötur, þá nýtur maður viðbragða áheyrenda, en þó ég sé í stúdíói reyni ég að gera andrúmsloftið sem líkast því sem það er í hljómleikasal t.d. með því að endurtaka sem minnst. .— Veitum U /Oafslatt af nýjum vörum sem teknar eru fram í dag. einna storkostlegustu útsölu sem haldin_____ hefur verið /Zjml Allt nyjar og nýlegar vörur. .áfSZL. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS 'WKARNABÆR Uiucjaveg 66 Austursu*n 2? Gl<rsibm Sim. 281S5 faa Laugavegi 20. Sími Irá tkiptiborði 28155. Austurstræti 22 2. hæð y jJ J vj ^ Auslurstræti 22. simi fra skiptiborói 28155 EJjpjÍa imi 28155 ......■» iiMiiiviwimiiii ................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.