Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
11
ótt?
Grípa verður
til frekari Mð-
unaraðgerða
— Ljóst er að grípa verður til
frekari friðunaraðgerða en gcrt
hefur verið fram til þessa, sagði
Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra er Morgunblaðið
bar undir hann tillögur Hafrann-
Kjartan Jóhannsson.
sóknastofnunar um að þorskafl-
inn fari ekki yfir 250 þúsund
tonn hér við land á árinu.
— Ég vil taka fram að það
verður að gera með þeim hætti að
afkoma sjómanna, útvegs og þjóð-
arinnar í heild skerðist ekki nema
sem allra minnst og jafnframt
þannig að það stuðli að aukinni
sókn í aðra stofna, sagði Kjartan.
Hann gat þess að viðræður hefðu
farið fram við fiskifræðinga um
þessi efni og ennfremur að í
undirbúningi væru viðræður við
hagsmunaaðila um það hvaða ráða
hægt væri að leita í þessum efnum.
Aðspurður um loðnustofninn og
takmarkanir á veiðum á vetrar-
vertíðinni, en í skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar er lagt til að hann
fari ekki yfir 350 þúsund tonn,
sagði Kjartan að beðið væri eftir
niðurstöðum í mælingum fiski-
fræðinga á loðnusvæðunum úti af
Austfjörðum. Akvörðun um hvað
yrði sagði ráðherrann að yrði ekki
tekin fyrr en að niðurstöðum
þeirra rannsókna fengnum.
Þorlákshöfn:
1388tonn bárust
á land í janúar
Þorlákshöfn 6. febrúar.
AFLI hefur verið sæmilegur það
sem af er þessari vertíð miðað við
t.d. það sem gerðist árið á undan.
Bátarnir byrjuðu fyrr nú og sóknin
hefur verið meiri, enda hagstæðari
tíð til sjávarins þó svo kalt hafi
verið. Afli kominn á land það sem
af er ársins. Bátaafli 1139 tonn,
togaraafli 279,5 tonn, samtals 1388
tonn.
Meðalafli í bátalöndun í 162 róðr-
um er rétt tæp 7 tonn. Meðalafli á
togara í þremur sjóferðum er 83
tonn.
Til samanburðar var bátaafli á
sama tíma 1978 829 tonn, togaraafli
226 tonn. Meðalafli í bátalöndun var
þá 7 tonn, meðalafli á togara var 75
tonn. Hjá bátunum var meðalaflinn
1977 5,8 tonn í róðri, 1976 9,5 tonn,
1975 var meðalaflinn í róðri hjá
bátunum 9,7 tonn.
Aflahæstir bátanna nú eru Jón á
Hofi með 150 tonn í 8 róðrum,
Höfrungur III149 tonn í 8 róðrum og
Jóhann Gíslason með 140 tonn,
einnig i 8 róðrum.
— Ragnheiður.
V arúðarráðstafan-
ir við bílalökkun
Gísli Jónsson & co Sundaborg 41
hefur sett upp sýningu til að sýna
mönnum sem vinna við að sprauta
bíla ýmis tæki og efni sem eiga að
auðvelda þeim lffið og gera þeim
vinnuna þægilegri og heilsusam-
legri.
A sýningunni eru ýmsar gerðir af
rykgrímum, síur, sloppar* pappír,
límbönd, slípirokkar og skífur, slípi-
efni, sandblásarar, sprautukönnur,
handverkfæri ýmiss konar, auk bíla-
lakka.
Forsvarsmenn Gísla Jónssonar &
co sögðu að þeim hefðu orðið ljósir
ýmsir erfiðleikar við bílalökkun og
eitt það alvarlegasta að efnin sem
sprautað er á bílana geta verið
hættuleg nema varúðarráðstafanir
séu gerðar og að sögn þeirra er það
þess vegna að þessi sýning hefur
verið sett upp.
Sýningin er öllum opin og stendur
frá 8.30 til 17.30 alla virka daga fram
til 16. febrúar.
Þessi maður er varinn gegn hinu eitraða lofti sem myndast getur er bílar
eru lakkaðir. Ljósm. Kristján.
Dr. Guðni Harðarson
Doktorsritgerð um
nitumám belgjurta
NÝLEGA varði Guðni Harðarson
doktorsritgerð í jarðvegsörveru-
fræði við háskólann í Wales.
Ritgerðin fjallar um rannsóknir
á niturnámsbakteríum í samlífi
við hvítsmára. Sýna var aflað á
Islandi sumarið 1975 og jarðrækt-
artilraunir gerðar hér á landi
sumrin 1976 og 1977. Einnig voru
athuguð áhrif umhverfisþátta á
val hvítsmára á bakteríustofnum.
Belgjurtir í samlífi við niturnáms-
bakterkíur hafa þann eiginleika að
geta numið nitur (köfnunarefni)
úr lofti og þurfa þær því ekki á
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
köfnunarefnisáburði að halda.
Guðni lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík vorið
1970, B.S. prófi í líffræði við
Háskóla íslands 1974 og doktors-
prófi í ágúst síðastliðnum.
Guðni hefur verið ráðinn við
Háskólann í Minnesota til þess að
annast rannsóknir á niturnátns-
bakteríum í samlífi við
alfalfa-plöntur. Er einkum stefnt
að því að auka niturnám þessara
jurta og auka skilning á samlífi
niturnámsbaktería og belgjurta.
Rannsóknir á þessu sviði hafa
mikið aukist að undanförnu um
allan heim vegna aukins kostnaðar
við framleiðslu köfnunarefnisá-
burðar.
Guðni er fæddur í Reykjavík
árið 1950, sonur Kristrúnar
Guðnadóttur og Harðar
Guðmundssonar.
F / A T
128
sem
lir kr
hinna vandlátu
Eigum nú fyrirliggjandi FIAT 128 2ja og 4ra
dyra á ótrúlega hagstæðu verði:
0000128
er framhjóladrifinn og hefur einstaka aksturseigin-
leika í snjó og á slæmum vegum.
annn m
er sparneytinn.
annn 128
er vel búinn af nauðsynlegum aukahlutum, sem
auka öryggið og þægindin eins og t.d.
★ Bakkljós ★ Vel stoppuð og mjúk sæti ★
Færanlegt bak í framsætum ★ Kveikjari ★
Rafknúin rúöusprauta ★ Vatnshitamælir ★
Kortavasar í framhurðum ★ Læsanlegt bensín-
lok ★ Teppalagðir og fleira sem vert er aö kynna sér.
annn 128
er bíll sem borgar sig.
Verö m/ryövörn 2ja dyra 2.819.1
4ra dyra Comfort de luxe 3.078.
Gódir
greidsluskilmálar
Til afgreidslu strax
Komid
og skodid.
FÍAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI
DAVÍÐ S/GURÐSSON hf.
SÍÐUMÚLA 35, SÍMI 85855.