Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 15 Carlos Mota Pinto Portúgals, upp á móti sér vegna gagnrýni sinnar á árangur flokks- ins í efnahagsmálum meðan flokkurinn var í ríkisstjórn. Einnig hefur Pinto ert miðdemókrata (CDS) og sósíaldemokrata (PSD) til reiði, en þessir flokkar studdu stjórn Pintos — án sérstakrar Mario Soares ánægju þó — þegar greidd voru atkvæði um stefnuskrá stjórnar- innar á þingi. Eftir að ýmsar upplýsingar varð- andi fyrirætlanir stjórnarinnar í efnahagsmálum höfðu „lekið“ út í fjölmiðla, staðfesti Daniel Proenca De Carvalho Antonio Ramalho Eanes upplýsingaráðherra að hinn fyrir- hugaði nýi skattur mundi í raun þýða 50—60% lækkun „þrettánda mánaðar" jólabónus- ar portúgalskra launþega, en það er árleg aukagreiðsla sem laun- þegum í landinu er tryggð. Carvalho sagði að séð yrði til þess, með viðeigandi lagasetn- ingum, að þeir sem stæðu í eigin atvinnurekslri færðu fórnir til jafns við aðra launþega. Hann sagði að í stað nýju skattanna yrði tekjuskattur m.a. lækkaður. En hvernig vegnar nú efnahags- stefnu stjórnarinnar af þegar til kastanna kemur á þingi? Mun Pinto og samráðherrum hans takast að sannfæra þingmenn með svörum sínum við öllum þeim tjölda spurninga sem Ijóst þykir að lagðar veröi fyrir stjórn- ina í sambandi við fyrirætlanir stjórnarinnar í efnahagsmálun- um? Allir Pórtúgalir, hvar í flokki sem þeir standa, muna vel að það var ágreiningur um efna- hagsstefnu sem felldi fyrir 14 mánuðum fyrstu stjórnina sem Mario Soares veitti forstöðu. Soares hlaut ekki suðning við efnahagstillögur sínar sem fólu í sér meinlæti, og ennfremur ríkti óánægja með samningsviðræður hans við IMF. En sú stjórn sem við tók, Soares veitti henni einnig forstöðu, lauk samningagerðinni við IMF og tryggði erlend lán að upphæð 1,3 milljörðum dollara til að rétta við mjög neikvæðan greiðslujöfnuð og til að fjármagna ýmsar opin- berar framkvæmdir. Þessi stjórn varö að leggja upp laupana í júli sl. m.a. vegna ágreinings um stefnu í heilbrigðismálum. Að henni liðinni tókst Antonio Ramalho Eanes forseta ekki að finna grundvöll fyrir nýrri meiri- hlutastjórn og fól því utanflokka- stjórn völd. Ný stjórnarkreppa í Portúgal gæti í raun þýtt að Eanes rjúfi þing og efni til kosninga. Margir stjórn- málamenn segja aö það gæti leitt til enn meiri ruglings en fyrir er í landinu á sviði efnahagsmála og stjórnmála. Þótt afdrif efnahagsstefnu stjórnar Pintos liggi ekki fyrir þykir ekki ósennilegt að innan tíðar dragi til tíðinda á stjórnmálasviðinu í Portúgal. Stjórnmálafræöingur nokkur reit t.d. nýlega að ríkis- stjórnin væri á góðri leið með að verða að n.k. ping-pong bolta sem stjórnmálaflokkarnir annars vegar og Eanes hinsvegar ættu eftir að leika sér með. Afföll á 54 tegundum bíla á 4 árum Akstur á 4 árum 48000 60000 pRenault 4 L t Mini 1000 Sp. • VW Golf LD • VW Derby LS • VW Polo LS LVW Golf GTI Opel Ascona L 1,9 • Opel Kadett 1,2 t Ford Fieata L I Ford Taunus L 1,6 - VW Passat LS —Audi 80 LS d Fiesta S p Honda Accord Cp. • Fiat 131/ 1300 (- Renault 5 GTI • Citroen 2 CV 6 i— Renault 14 TL • Honda Civic ’• Fiat 128 CL • Toyota Corolla • Alfasud L • Citroen GS 1220 l—Lada 1200 t Lancla Beta 2000 72000 • BMW 316 • Opel Rekord L 2,0 S • BMW 520 • Audi100 LS • Porsche 924 • Opel Rekord L 2.0 E' l-Ford Granada L 2,3 - Simea 1307 GLS -Fiat 132/2000 » Renault 20 TS - » Peugeot 504 GL • Toyota Cressida » Citroén CX 2400 S • Renault 16 TL Tölur frá september 1978 84000 • Mercedes 230 » Renault 30 TS 96000 • Mercedes 280 » Mercedes 280 SE • Peugeot 604 SL A þessu línuriti er hægt að sjá hversu mikil afföll verða af bílum fyrstu 4 árin, eftir því hversu mikið þeim er ekið. Tafla þessi er unnin í Þýzkalandi og sjálfsagt ekki nema að nokkru leyti marktæk hérlendis, en mætti e.t.v. gefa hugmynd um endursöluverð bfla hér og geta menn velt vöngum yfir hvað þeim finnst. Hjólbarðaskreytingar Bflaeigendum er það yfirleitt nokkurt kappsmál að bflar þeirra líti sem bezt út og fyrir þá er nú komin á markað hérlendis nýjung í þvi efni, sem er hjólbraðaskreyting. Halldór Vilhjálmsson í Keflavík hefur tekið að sér umboð fyrir bandarískt fyrirtæki er framleiðir vélar og tæki til skreytinga hjóibarða. Hér er um að ræða tveggja ára bandaríska uppfinningu og hefur náð talsverðri útbreiðslu vestra. Þegar eru komnir umboðsmenn í 45 öðrum löndum og segir Halldór að aðferðin við skreytingarnar sé einföld og að það taki um 30 mínútur að skreyta öll hjól. Nú eru í landinu 4 slíkar vélar og fleiri á leiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.