Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
39
IfEIICIf IDTI
VltfwlVlr 11
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Nýr eigandi
að V íkingi
Eigendaskipti urðu nú um
áramótin á Sælgætisgerðinni
Víkingi en fyrirtækið var upp-
haflega stofnað árið 1932.
Hreinn Þ. Garðarsson keypti
fyrirtækið nú fyrsta janúar og
mun hann starfrækja það áfram
í húsakynnum þess að Vatnsstíg
11, Reykjavík. Auk Víkings rek-
ur Hreinn matvæla- og niður-
lagningarverksmiðjuna Aldin
sem m.a. hefur framleitt og selt
ávaxtadrykk. Hann sagði í við-
tali við Viðskiptasíðuna að
stefnt væri að svo til óbreyttum
rekstri sælgætisgerðarinnar en
að sjálfsögðu yrði lögð áherzla á
það að fylgjast sem bezt með
vöruþróun og tækninýjungum.
Hreinn sagði að einn liður í
þeirri viðleitni væri það að fá
hingað erlendan sérfræðing til
ráðgjafar um framtíðarstefnu
fyrirtækisins og framkvæmd
hennar. Þróunin hefur verið sú
undanfarin ár, sagði Hreinn, að
fyrirtækið hefur sérhæft sig
meir og meir í ákveðnum vöru-
flokkum og ég ætla að þessi
þróun eigi einnig eftir að verða
nokkuð einkennandi í framtíð-
inni, sagði Hreinn Þ. Garðars-
son að lokum. Viðskiptasíðan
óskar Hreini til hamingju með
hans nýja fyrirtæki.
Gott
fordæmi
Viðskiptasíðunni þykir rétt
að vekja athygli lesenda sinna
á þvi góða fordæmi er Penninn
hefur sýnt með útgáfu sérstaks
fréttabréfs er nefnist Penna-
strik. Fréttabréf þetta er
skemmtilega sett upp og efnis-
meðferð góð. Þar er blandað
saman kynningu á ýmsum
rekstrarþáttum fyrirtækisins
s.s. starfsmannahaldi og einnig
er viðskiptavinum fyrirtækis-
ins bent á ýmsar þær vöruteg-
undir sem boðið er upp á. Það
kemur jafnvel fram í síðasta
fréttabréfi að sálfræðingur
blaðsins heldur því fram að ein
bezta leiðin til þess að koma sér
upp magasári sé að taka með
sér verkefni heim af skrifstof-
unni og dunda við það fram
eftir kvöldi. Fyrir þá sem endi-
Forsíða Pennastriks.
lega vilja taka verkefni hiem
með sér á kvöldin hafa þeir hjá
Pennanum fundið lausn til að
forðast magasár og er bent á
hana í blaðinu. En sem sagt,
útgáfa Pennastriks er upplýs-
ingastarfsemi sem fleiri fyrir-
tæki gætu tekið til eftirbreytni.
Þróun iðnaðarframleiðslu
OECD ganomtnitt
Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun iðnaðarframleiðslu nokkurra
landa milli 1973 og 1978, miðað við þróun iðnaðarframleiðslunnar
í OECD-löndunum í heild. Það er nokkuð athyglisvert að af þeim
fjórum löndum sem hafa minnsta aukningu á þessu tímabili eru
þrjú af Norðurlöndunum, Svíþjóð, Noregur og Finnland.
HÆKKUN DOLLARANS
Raunveru- Spá VSÍ Spá VSÍ
leiki 21.6 77 18.1. 79
1. 7. 1977 195.00 199.20 319.80
1. 3. 1978 254.60 259.60 329.00
18. 1. 1979 ? 335.00
1. 3. 1979 ? 379.00
1. 5. 1979 ? 417.00
1. 6. 1979 7 454.00
1.10. 1979 ?
1. 1. 1980 ?
í nýútkomnu hefti Vinnuveitandans, félagsblaði Vinnuveit-
endasambandsins, er m.a. að finna eftirfarandi spá um hækkun
dollarans á þessu ári.
Óhagstæður
• •• ic
jofnuður við
Oft á tíðum eru nefndar tölur um heildarvöru-
innflutning'landsmanna án þess að fjallað sé um
skiptingu þessa innflutnings eftir löndum og e.t.v.
vörutegundum. Hér á eftir munum við birta
nokkrar tölur er sýna skiptingu heildarvöruinn-
flutnings landsmanna fyrstu 11 mánuðina á
nýliðnu ári, og samanburð við sama tímabil ársins
1977. Allar tölur í cif millj. kr.
vöruskipta-
Norðurlönd
vöruskiptajöfnuður okkar við Norðurlöndin óhag-
stæður um 36668 millj. kr. á fyrrgreindu tímabili.
Sem dæmi um innflutning frá hinum ýmsu löndum
má nefna eftirfarandi dæmi:
1977 1978
Danmörk 9679 16562
Finnland 2002 3735
Noregur 8030 13517
Svíþjóð 7668 14366
1977 1978
Bandarikin 7111 12072
Bretland 11901 17460
Sovétríkin 9808 14285
V-Þýzkaland 11085 19046
Frá Norðurl. samt.:
27379
48180
Til samanburðar má geta þess að heildarútflutn-
ingur okkar f.o.b. til þessa markaðssvæðis
jan,—nóv. 1978 nam 11512 millj. kr. I heild var því
Stærstu vöruflokkar innflutningsins á þessu
tímabili voru:
Olía 18915
Rafmagnsvélar og tæki 11874
Flutningatæki á vegum 12081
og eru allar þessar tölur miðaðar við fyrstu 11
mánuðina 1978. Samtals gera þessir þrír flokkar
um 26% af heildarinnflutningnum sem nam
samtals 162.367 millj. kr. á tímabilinu jan. —
nóvember 1978.
Áfengissalan:
Sala á borðvínum og innlendri
framleiðslu hefur aukist
I upplýsingum er Viðskiptasíðan aflaði sér hjá Jóni Kjartanssyni forstjóra Áféngis- og
tóbaksverzlunar ríkisins um þróun áfengissölunnar kemur m.a. fram, að sala á áfengi mældu í lítrum,
hefur aukist úr rúmum 818 þús. lítrum 1960 í rúma 2,2 milljónir lítra á síðasta ári. Sé þetta mælt í
alkóhóllítrum nam salan tæpum 298 þús. ltr. 1960 en um 659 þús. ltr. 1978, sem gera 2,961 lítra á hvern
íbúa landsins. Er þar um nokkuð álíka tölu að ræða og verið hefur allt frá 1974. Ef litið er á skiptingu
áfengissölunnar á síðustu þremur árum kemur í ljós að innlenda framleiðslan er um 54% af sölu sterkra
drykkja á síðasta ári og hafði vaxið um 3% frá 1976. Tölurnar hér að neðan miðast við lítrafjölda.
Sterkir drykkir
þar af innlend framleiðsla
Heit vín (s.s. sherry og Vermút)
Borðvín
Samtals
1242737
637921
453770
322605
2019112
1325898
780872
482327
396633
2204858
1258978
679321
520060
429182
2208220
Einnig er athyglisvert að salan á borðvínum hefur aukist um 30% á þessum þremur árum.
ERLENDIR PUNKTAR
Whisky. Distillers Co. Ltd.
sem er einn af stærstu
whiskyframleiðendum í
heimi hefur tilkynnt verð-
hækkun á framleiðsluvör-
um sínum. Hækkunin tók
gildi frá og með 29. janúar
s.l. Markaðshlutdeild
Fiat-verksmiðjanna nam
um 55% á ítalska bílamark-
aðinum 1978. Sala þeirra
nam um 742 þús. bílum af
1,3 milljóna heildarsölu.
Austurríki. Svo virðist sem
Austurríki sé litið hýru
auga af bílaframleiðendum
þessa dagana. Nýlega voru
fulltrúar General Motors
þar til viðræðna við ráða-
menn um byggingu bíla-
verksmiðju, en áður höfðu
fulltrúar Benz- og
Fordverksmiðjanna verið móti hefur aukist um rúm
þar sömu erinda. 50%.
Kína. Áætlað er að utanrík-
isverzlun Kínverja hafi
aukist um 39% á síðasta
ári. Aukning útflutningsins
er áætluð vera um 29% en
innflutningurinn aftur á
Vörubílar. Sala vörubif-
reiða í Bandaríkjunum á
síðasta ári jókst um 12% og
nam samtals 3,91 milljónum
bíla miðað við 3,49 milljónir
1977.
Verðbólgan í helztu viðskiptalöndum okkar
Meðaltalshækkun neysluvöru- verðlags frá fyrra ári í % 1976 1977 Áætl. 1978 Spá 1979
fsland 32.2 30.4 44.0 33.00
Bandaríkin 5.8 6.5 7.0 7.0
V.-Þýskaland 4.5 3.9 3.5 3.0
Bretland 16.5 10.6 10.5 10.0
Svíþjóð 10.1 10.6 10.5 10.0
Danmörk 9.0 11.1 10.0 8.0
Á meðfylgjandi töflu ntá sjá hver meðaltalshækkun neyzluvöru-
verðlags (verðbólgan) hefur verið hér á landi og hvað er áætlað að
hún verði á þessu ári. Til samanburðar eru birtar tölur um þróun
sömu hagstærða f nokkrum af helztu viðskiptalöndum okkar.