Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 48
Verzliö í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. tCC?, Skipholti 19. BUÐIN sími FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Tvö ný skipamál í rannsókn Rannsóknarlögregla ríkisins hefur á undanförn- um dögum fengið til meðferðar nokkur umfangs- mikil kærumál, sem lúta að meintu fjármálamisferli. A.m.k. tvö þessara mála hef- ur ríkissaksóknari sent ltannsóknarlögreglu ríkis- ins til meðferðar. Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri staðfesti við Mbl. í gær að stofnun hans hefðu borizt nokkur mál, sem lúta að fyrrnefndu sakarefni. Kvað Hallvarður rannsókn í þann veginn að hefjast og því ógjörningur að skýra nánar frá málunum og þeim kæru- efnum, sem hér um ræðir, á þessu stigi. Mbl. hefur fregnað að þau mál, sem ríkissaksóknari óskaði rannsóknar á, fjalli um meint misferli í sambandi við kaup á skuttogurum til landsins. Fiskiskipaflotinn: bar sem loðna er unnin til frystingar eru japanskir eftirlitsmenn ávallt nærri. Fyrsta loðnan barst til Vestmannaeyja í fyrrinótt og var hluti aflans frystur. A meðfylgjandi mynd Sigurnreirs taka japanskir sýni af hráefninu, en fleiri myndir eru á blaðsíðu 19. 20%hækkun á saltfiski til Spánar Góðar horfur með sölu á saltfiski til S-Evrópu LITLAR birgðir eru nú til af saltfiski í helztu markaðslöndum íslendinga og er m.a. þess vegna talið að hærra verð fáist fyrir saltfisk í þessum löndum en var á síðasta ári. Eins og frá var greint í Morgunblaðinu í gær voru í síðustu viku undirritaðir samningar við Spánverja um kaup á saltfiski héðan og í þeim samningi er gert ráð fyrir yfir 20% hærra verði í dollurum en fékkst í ársbyrjun í fyrra. Nú hefur verið samið um sölu á 7 þúsund tonnum á saltfiski til Spánar fyrir um 5 milljarða króna. Hvort meira magn verði selt til Spánar síðar á árinu er ckki vitað, en það, sem þcgar er selt, er meira en samið var um í ársbyrjun í fyrra. Þeir Friðrik Pálsson fram- kvæmdastjóri SIF og Tómas Þor- valdsson stjórnarformaður sam- takanna voru nýlega á ferð um helztu markaðslöndin í S-Evrópu. Sögðu þeir í gær að Portúgalar, sem væru stærsti kaupandi á saltfiski héðan, vildu ekki setjast að samningaborði fyrr en í lok þessa mánaðar. En þar sem þegar hefðu verið undirritaðir samningar um olíukaup frá Portúgal og fleira þá væri engin ástæða til annars en að ætla að Tekjurnar þyrftu að aukast um 10 milljarða — ef gasolía til fiskiskipa hækkar í 92 krónur lítrinn ÞÆR stórfelldu hækkanir, sem fyrirsjáanlegar eru á gasoliu hér innanlands á næstunni, munu hafa gífur- legan kostnaðarauka í för með sér fyrir fiskiskipaflot- ann. Olíufélögin hafa reikn- að út, að hver lítri gasolíu Viðskiptaráðherra um olíuhækkanirnar: Ekki lengur verð- lagsmál heldur stórpólitískt mál” „ÞETTA er ekki lengur mál, sem leyst verður við borð verðlagsnefndar, heldur stórpólitískt mál. sem aliir stjórnarflokk- ar og allir ráðherrar verða að taka á,“ sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í gærkvöldi, þegar Mbl. spurði hann um fyrirhugaðar stórhækkanir á olíuvörum. „Eg tel ekki við hæfi,“ sagði Svavar, „að viðskiptaráðherra segi einn, „út með þessa hækkun," með þeim afleiðingum sem það gæti haft. Olíufélögin og viðskiptabankar þeirra verða að sýna biðlund. Málið verður tekið fyrir í ríkisstjórninni á næsta fundi eða'þar næsta.“ Aðspurður um óánægju olíu- félaganna með drátt á afgreiðslu hækkunarbeiðna sagði ráð- herrann, að hann hefði ætlað að bíða eftir skýrslu verðlagsstjóra um olíuinnflutninginn og þær sjálfkrafa hækkanir, sem yrðu samhliða verðhækkunum en sú skýrsla yrði tilbúin seinna í mánuðinum. Ætlunin hefði verið að taka tillit til þessarar úttekt- ar, þegar breyta átti verðinu næst. Ennfremur hefði verið ætlunin að taka mið af þróun- inni á heimsmarkaði en það stökk, sem olíuverðið hefði nú tekið upp á við hefði breytt málinu úr venjulegu verðlags- máli í stórpólitískt mál. þurfi að hækka úr 57.50 kr. í 92 krónur í aprílmánuði, eða um tæplega 59%, til sam- ræmis við hækkanir á heims- markaðsverði. Morgunblaðið leitaði í gær til Kristjáns Ragnarssonar framkvæmdastjóra LÍÚ og spurði hann hversu mikið kostnaður fiskiskipaflotans ykist á ársgrundvelli við þessar hækkanir. Sagði Kristján, að kæmi þessi hækkun til framkvæmda þá þýddi það sex milljarða króna í aukin útgjöld fyrir fiskiskipaflotann. — En til þess að við getum fengið 6 milljarða, þarf að hækka tekjur okkar um 10 milljarða vegna hlutaskipt- Rannsóknín á lokastigi RANNSÓKNIN á láti Sunnu Hild- ar Svavarsdóttur er komin á loka- stig, að sögn Hallvarðar Einvarðs- sonar rannsóknarlögreglustjóra. Nú er aðallega unnið að úrvinnslu gagna. Pilturinn, sem situr í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, hefur samþykkt að gang- aSt undir geðrannsókn og er hún hafin. anna á flotanum, sagði Kristján. — Það þýðir að fiskverð þyrfti að hækka um 15.3% Ef slík fiskverðshækkun rynni beint til útgerðarinnar, til að mæta þessum kostnaði, þá þyrfti fiskverðið að hækka um 9.1%, sagði Kristján Ragnarsson. mögulegt yrði að selja svipað magn eða meira en þangað var selt í fyrra. í fyrra hefðu Portúgalir fengið saltfisk héðan á verði undir framleiðsluverði en þeim hefði nú verið gerð grein fyrir að slíkt væri ekki mögulegt í ár. Um Ítalíu og Grikkland sögðu þeir að búast mætti við að gengið yrði frá samningum á næstunni. Reikna mætti með að hærra verð fengist fyrir saltfiskinn í þessum löndum en í fyrra. Að sögn þeirra Friðriks Páls- Sonar og Tómasar Þorvaldssonar má ætla að enda þótt samsvarandi verðhækkanir og á Spáni fáist í þeim markaðslöndum, sem eftir er að semja við, þurfi að koma til nokkur greiðsla úr Verðjöfnunar- sjóði til að tryggja afkomu salt- fiskframleiðenda á vetrarvertíð. Þær greiðslur þurfa þó ekki að vera eins miklar og gert hafði verið ráð fyrir í ársbyrjun. Sjá bls. 25: Saltfiskur fluttur út fyrir 17 milljarða kr. Vinnuslys í Skeiðsfossi VINNUSLYS varð um borð í m.s. Skeiðsfossi í fyrrakvöld er skipið var í Þorlákshöfn. Verið var að færa til Iúgur þegar svo slysalega vildi til að hleðslustjórinn varð á milli og fótbrotnaði. Hann var fluttur til Reykjavíkur til aðgerð- Skjálfti íGrímsey -Maðurhrökk upp íMývatnssveitinni JARÐSKJÁLFTAR hafa fundizt í Grímsey 2—3 síð- ustu daga og hafa upptökin verið um 20 km frá eynni, að sögn Sveinbjörns Björnssonar jarðeðlisfræð- ings. Snarpasti kippurinn kom um klukkan tvö í fyrrinótt og mældist hann 3,2 stig á Richterkvarða. Ekki vökn- uðu Grímseyingar við skjálftann en hins vegar hrökk maður einn upp með andfælum í Mývatnssveit vegna þessa skjálfta í Grímsey. Skýringin er sú, að að- vörunarbjalla er tengd við skjálftamælinn í Reynihlíð og hringir hún ef einhver umtalsverður titringur mælist. Skjálftinn í Gríms- ey kom fram á mælinum í Reynihlíð og vaknaði um- sjónarmaður mælisins við það en Grímseyingar sváfu áfram á sitt græna eyra. Lr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.