Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Fréttaskýring: Stjóm Pintos stend- ur tæpt og ný stjóm- arkreppa þykir blasa við í Portúgal Utanflokkastjórn Carlosar Mota Pinto í Portúgal er nú í bráðri hættu vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum, að þvt' er stjórnmálafræðingar telja. Ennfremur fara nú í hönd viðræður stjórnvalda og fulltrúa Alþjóöagjaldeyrissjóösins (IMF) varöandi lánafyrirgreiöslur til Portúgals, og er búist við erfið- um og afdrifaríkum viðræöum fyrir Pinto og stjórn hans. Þessar vangaveltur hafa nú skotið upp kollinum í kjölfar þess að hin 10 vikna gamla stjórn Pintos kunngerði nýverið mjög umþrátt- aöar áætlanir í efnahagsmálum, en þar er m.a. gert ráð fyrir því aö allar launahækkanir veröi takmarkaöar og miöaöar við þaö að verðbólga fari ekki yfir 18 af hundraði á árinu í landinu, og ennfremur að lagöur verði á íbúa sérstakur nýr skattur sem ætlaö er aö tryggja hailalaus fjárlög fyrir 1979. Báöar þessar hugmyndir stjórnar Pintos hafa hlotið mikla gagn- rýni. Þrjár helztu verkalýðshreyf- ingar landsins hafa lýst því að þak á launahækkanir sé óað- gengilegt og óframkvæmanlegt, og að stjórnin muni alls ekki ná því marki sem hún ætlar sér í viðureigninni við verðbólguna. Þá hafa ýmsir stjórnmálaflokkar, allt frá kommúnistum til miö- demókrata (CDS) sagt nýju stefnu stjórnarinnar í mótsögn við stefnuskrá stjórnarinnar sem þingið samþykkti fyrir síöustu jól. Nýju tillögur stjórnarinnar fara fyrir þingið 15. febrúar næstkomandi. FeHi þingiö þær, en miklar líkur þykja benda til þess, gæti Pinto neyöst til aö segja af sér. Þýddi það 11. stjórnarkreþþu Portúgals frá byltingunni 1974. Prófessor Mota Pinto, sem er 42 ára og þar með yngsti forsætis- ráðherra Evrópuríkis, sagði nýlega í sjónvarpi að viðræður stjórnarinnar við IMF yrðu „mjög erfiðar". Sagöi Pinto þá blátt áfram að Portúgalir yrðu að nýta erlend Ián til fjárfestingar á úrvinnslu og framleiðsiugreinum svo og til aö örfa útflutning, í staö þess aö nota þau til aö auka neyzluna heima fyrir. Pinto kvaöst ekki mundu hika við að grípa til aðgeröa sem fælu í sér meinlæti fyrir íbúana, en búist er við því að IMF setji sem skilyrði fyrir erlendum lánveitingum til Portúgals, að opinberar fram- kvæmdir og eyðsla verði tak- markaöar verulega. Ennfremur er búist viö því aö möguleikar Portúgala á erlendum lánveiting- um veröi áfram verulega skertir. Vandi Pintos er fyrst og fremst í því fólginn að hann hét því að ríkissjóöur yrði rekinn með jöfnuði á þessu ári, en hann var rekinn með um 500 milljón doll- ara halla á síðasta ári. Jafnframt því verður Pinto að leysa deilu sem upp er risin í sambandi viö útgjöld sveitarfélaga, en um er aö ræöa útgjöld sem á fyrsta ári munu nema a.m.k. 300 milljónum dala fyrir ríkið. Pinto vísaði í síöustu viku á bug öllum fregnum um að stjórn hans kynni aö biöjast lausnar vegna deilunnar um útgjöld sveitar- félaganna. Hann sagði að fregnir • um alvarlega öröugleika á stjórnarheimilinu væru runnar undan rótum ímyndunaraflsins og hugarburöur einn, sem ætlað væri að gera stjórninni erfiðar fyrir í starfi. Og í viðtali við íhaldssamt viku- blað, Tempo, fyrir skömmu, sakaöi Pinto kommúnista um að þeir stæðu á bak viö hreyfingu sem heföi það að markmiði að koma stjórn hans frá völdum á þeirri forsendu að hún væri andsnúin hinum vinnandi stétt- um. Sagði Pinto þær forsendur vera rangar. Pinto hefur hálfvegis fariö fram á stuðning frá öðrum flokkum en kommúnistum við efnahagstil- lögur sínar, og sagt að ósigur stjórnarinnar í þessu máli yrði einungis til þess að leggja drög að nýrri og hættulegri stjórnar- kreppu, og til þess aö skaöa lýðræðisímynd Portúgals og mál- stað landsins heima fyrir og erlendis til ógagns. Ljóst er þó að Pinto mun eiga erfiðar stundir fyrir höndum því hann hefur fengið sósíalistaflokk Mario Soaresar, stærsta flokk iWf - . tr mm 'Wi m mvm rmm m, fimú /mœ*t Greater New York Automobile Show mestu bflasýningu veraldar er nú nýlega lokið. Þessi Oldsmobile vakti strax athygli okkar fyrir sérstæða hönnun. Hann er með tvær farangursgeymslur eins og sjá má og tvö varadekk sem bæði eru staðsett utan á bflnum. Ljósm. Mbi. RAX. Jeppar frá Benz og Volkswagen TVEIR nýir jeppar hafa litið dagsins ljós í Þýzkalandi og eru þeir framleiddir hjá Volkswagen verksmiðjunum og Daimler-Benz og bera þeir nöfnin „Póiar- köttur“ og „G“. Á efri myndinni er „Pólarkött- ur“ Benz-verksmiðjanna og á að kynna hann í næsta mánuði, þannig að ekki hafa borizt enn nánari fréttir af honum. Neðri myndin er af jeppa Volkswag- en-verksmiðjanna „G“, en hann hefur 75 hestafla 1,7 lítra vél, sem á að skila bílnum allt upp í 130 km hraða. Hann ber 500 kg og er sagður geta ekið í 60 cm djúpu vatni án erfiðleika. Hjólbarðarnir eru 16“ og hæð undir lægsta punkt 22,5 cm. & Vestur-I>ýzkir bílar eru ósamkeppnishæf ir segir formadur Daimler-Benz — JOACHIM Zahn formaður fram- kvæmdastjórnar Daimler-Benz- bifreiðaframleiðendanna vestur-þýzku sem framlciða m.a. Mercedes Benz sagði á fundi með fréttamönnum í gær að bfla- iðnaður í Vestur-Þýzkalandi yrði að breytast veruiega á næstu árum ef hann ætti hreinlega ekki að detta upp fyrir í hinni hörðu samkeppni sem er á markaðnum f dag. Hann sagði að til viðbótar þeirri Bílar Verður þínum bíl stolið næst? Á 32. sekúndna fresti er stolið bfl einhversstaðar í Banda- rfkjunum, og á hverju ári er stolið nærri einni milljón bfla. Þessar upplýsingar koma fram í bæklingi er dreift var á bfla- sýningunni í New York á dögun- um og þar segir að einn af hverjum fimm bflum séu að jafnaði ólæstir og jafnvei með lyklunum í, þannig að segja megi að margir bjóði þjófunum heim. Talið er að 1,6 milljarðar dala fari í súginn vegna þessara mörgu bílaþjófnaða. Tveir þriðju hlutar þjófnaðanna fara fram að næturlagi. í bæklingnum er talað um að til að sporna nokkuð við þjófnuðum af þessu tagi verði að koma til samvinna borgaranna og opinberra aðila svo sem lögreglu, dómara og bílaframleiðenda. Þá eru talin upp ýmis heilræði sem eiga að varna bílþjófnaði svo sem að læsa bílum tryggilega, geyma ekki verðmæti í þeim og læsa bílgeymslum einnig sé um þær að ræða. Einnig er mönnum ráðlagt að merkja bíla sína á einhvern hátt þar sem á stolnum bílum sé oftlega breytt um lit og öðrum einkennum breytt þannig að erfitt geti stundum reynst að þekkja rétta bílinn aftur. Er t.d. bent á að rista nafn og heimilis- fang einhvers staðar í vélarhús bílsins eða á öðrum lítt áberandi stöðum, t.d. að renna nafnspjaldi niður með bílrúðunni, niður í hurðina. Á þessi atriði mætti benda hér þótt ekki séu bílaþjófnaðir orðnir „atvinnugrein" eins og í Banda- ríkjunum, en full ástæða er til að minna fólk á að læsa bílum sínum og geyma ekki í þeim verðmæti. umsjon JOHANNES TÓMAS- SON og SIGHVAT- UR BLÖNDAL miklu samkeppni sem komið hefur frá Japan á undanförnum árum væru Bandaríkjamenn nú að bætast í hópinn vegna stöðu dollarans og svo vegna tilkomu fleiri millistórra bíla vegna orku- sparnaðar. Zahn sagði að afkoma Daiml- er-Benz á síðasta ári hefði verið skárri en flestra annarra vestur-þýzkra bílaframleiðenda svo að þeir stæðu nokkuð sæmi- lega að vígi til að gera breytingar og mæta hinni auknu samkeppni. Þá sagði hann að reynsla Daiml- er-Benz í framleiðslu bíla með dieselvélum kæmi þeim til góða á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.