Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1979
23
Mál Ali Bhuttos:
Nýrra leiða leit-
að til að hnekkja
dauðadóminum
Rawalpindi, 7. febrúar, Reuter—AP.
LÖGFRÆÐINGAR Ali
Bhuttos, fyrrverandi for-
sætisráðherra Pakistans,
öttu í dag kappi við klukk-
una til að reyna að finna
nýjar hliðar á máli Bhuttos
svo að hægt yrði að
hnekkja dauðadómi yfir
honum.
Hæstiréttur Pakistans
hefur veitt lögfræðingun-
um frest fram á næstkom-
Korchnoi
fær skák-
verðlaun
Barcelona, 7. febrúar. AP.
ALÞJÓÐASAMBAND skákrithöf-
unda (IACHW) veitti í dag Viktor
Korchnoi Óskarsverðlaunin í skák
1978 að því er tilkynnt var í
Barcelona í dag.
Alls tóku 64 skákrithöfundar 22
landa í sambandinu þátt í kosningu
um úthlutunina sem nú fer fram í
tólfta sinn. Korchnoi hlaut 707 stig,
heimsmeistarinn Anatoli Karpov,
sem hefur fengið verðlaunin í síð-
ustu fimm skipti, hlaut 689 stig.
Jan Timman, Hollandi, varð þriðji
með 587 stig, og Boris Spassky,
Sovétríkjunum, fimmti með 432 stig.
Valið var um skákmenn sem tefldu
að minnsta kosti 24 skákir gegn
stórmeisturum á árinu.
Aðrir í röð tíu beztu skákmanna
andi miðvikudag til að
undirbúa nýja vörn, en
hæstiréttur dæmdi Bhutto í
gær til dauða sem kunnugt
er.
Fimm Iögfræðingar leituðu í dag
að smugum í dómsúrskurðinum
sem telur 800 vélritaðar síður.
Lögfræðingarnir heimsóttu enn-
fremur Bhutto í dýflissuna og
sögðu hann hinn hressasta. Bhutto
hefur sagt að hann ætli ekki að
sækja um náðun til Zia-Ul-Haq
forseta sem steypti Bhutto í bylt-
ingu hersins fyrir 18 mánuðum.
Bhutto hefur ennfremur bannað
fjölskyldu sinni að biðja forsetann
um náðun.
Fjöldi erlendra ríkisstjórna
harmaði í dag dómsúrskurð
hæstaréttar Pakistans og kunn-
gerðu yfirvöldum í Pakistan að
það yrði litið alvarlegum augum ef
Bhutto yrði tekinn af lífi.
voru samkvæmt atkvæðagreiðslunni:
6. Bent Larsen, Danmörk (208 STIG),
7. Dzindzhihasvili, ísrael (193 stig),
8. Ulf Andersson, Svíþjóð (182 stig),
9. Anthony Miles, Englandi (159
stig), 10. Mikhail Tal, Sovétríkjunum
(152 stig).
Fyrri handhafar skákóskarsins
eru: Larsen 1965, Spassky 1968 og
1969, Bobby Fischer, Bandaríkjunum
1970, 1971 og 1972, og Karpov
1973-1977.
Veður
víða um heim
Akureyri -14 léttskýjaó
Amsterdam 2 skýjað
Apena 12 skýjaó
Barcelona 18 skýjaó
Berlín 0 léttskýjaó
Brttssel 3 rigning
Chícago -5 skýjaó
Frankturt 4 rigníng
Genf 8 skýjaó
Helsinki -5 skýjað
Jerúsalem 16 rigning
Jóhannesarborg 29 skýjaö
Kaupmannahöfn 0 skýjaö
Lissabon 15 rigning
London ' 5 rigning
Los Angeles 20 léttskýjaó
Madríd 15 rigning
Malaga 18 skýjað
Mallorca 20 skýjaö
Miami 24 skýjaó
Moskva -4 skýjaó
New York -2 léttskýjaö
Ósló -5 skýjaö
Reykjavík -2 skýjað
Rio De Janeiro 32 skýjaö
Rómaborg 12 skýjaó
Stokkhólmur 0 skýjaó
Tel Aviv 18 rigning
Tókýó 13 heiðskírt
Vancouver 7 lóttskýjaó
Vínarborg 3 skýjaö
Þetta gerðist
1976 — Gjafir Lockheed til
Bernharðs Hollandsprins af-
hjúpaðar.
1975 — Sameiginlegar æfingar
sovézkra og bandarískra geim-
fara byrja.
1974 — Lengstu geimferðinni
lýkur (84 daga Skylabferð).
1971 — Suður-Víetnamar sækja
inn í Laos.
1968 — Robert Kennedy for-
dæmir stríðið í Víetnam.
1964 — írena Hollandsprins-
essa afsalar sér rétti til krún-
unnar og giftist Carlos Hugo
prins af Bourbon-Parma.
1963 — Kassem veginn í Bagdad
og Aref tekur við.
1955 — Malenkov segir af sér og
Bulganin tekur við.
1943 — Rússar taka Kursk.
1937 — Spænskir þjóöernissinn-
ar taka Malaga með aðstoð
ítaia.
1920 — Bolsévíkar taka Odessa.
1910 — Bandaríska skátahreyf-
ingin stofnuð.
1904 — Rússnesk-japanska
stríðið hefst með umsátri Jap-
ana um Port Arthur.
1872 — Jarlinn af Mayo, vísi-
konungur Indlands, myrtur.
1861 — Suðurríkjasambandið
stofnað.
1863 — Rússar og Prússar
sameinast um að bæla niður
uppreisn Pólverja.
1807 — Orrustan við Eylau milii
Frakka og hers Rússa og Prússa.
1725 — Katrín, ekkja Péturs
mikla, verður keisaraynja.
1587 — Maria Skotadrottning
hálshöggvin.
Afmæli: Robert Burton, enskur
höfundur (1577—1640) — John
Ruskin, brezkur rithöfundur
(1819-1900) - W.T. Sherman,
bandarískur hermaður
Abel Muzorewa biskup á einum mesta útifundi sem haldinn hefur verið í Rhódesíu. Við þetta tækifæri
hvatti Muzorewa svarta þegna landsins til að kjósa í kosningunum 20. apríl nk., en að þeim
kosningum loknum tekur meirihlutastjórn svartra við völdum í Rhódesíu. í gær bauð
bráðabirgðastjórnin í Salisbury stjórnum Bandaríkjanna og Bretlands að senda fulltrúa sína til að
vera viðstáddir ofangreindar kosningar.
Nýjum flóttamönnum
úthýst í Hong Kong
Hong Kong, 7. febrúar. AP
ANNAÐ vöruflutninga-
skip hlaðið Víetnömum
kom til Hong Kong í dag.
Embættismenn sögðu að
það gæti haldið kyrru fyrir
í óákveðinn tíma en drógu í
efa að 3.000 farþegar
skipsins væru raunveruleg-
ir flóttamenn og gáfu í
skyn að þeir hefðu keypt
sér far.
Þeir sögðu að Víetnam-
arnir fengju ekki að fara í
land þar sem flóttamanna-
búðir í Hong Kong væru
fullar og að þeim væri sýnd
meiri mannúð með því að
láta þá vera um kyrrt í
skipinu Skylock sem kom
með þá þar sem það væri
tiltölulega rúmgott en að
færa þá í flóttamanna-
búðirnar. Matvæli voru
send um borð.
Skipið er frá Taiwan og lagðist
við akkeri við eyna Lamma um 4
km suðvestur af Hong Kong. Um
30 lögreglumenn gengu um borð,
yfirheyrðu farþega og áhöfn og
lögðu hald á skjöl.
Starfsmenn stjórnarinnar sögðu
að dvöl flóttamannanna í skipinu
mundi vekja alþjóða athygli og
stuðla að því að aðrar þjóðir gerðu
eitthvað til að hjálpa tugum
þúsunda flóttamanna sem flýja
frá Víetnam.
I gær komu 224 aðrir flóttamenn
frá Víetnam til Hong Kong á
fiskibátum. Alls er talið að rúm-
lega 15.000 víetnamskir flótta-
menn séu í Hong Kong. Rúmlega
3.000 komu með taiwanska
flutningaskipinu Huey Fong 19.
janúar og skipstjórinn hefur verið
ákærður fyrir að flytja of marga
farþega.
Embættismenn í Singapore
segja, að Skylock hafi farið þaðan
12. janúar með enga farþega og
tilkynnt að næsti ákvörðunar-
staður skipsins væri Hong Kong.
Árásum á vígi í
Erítreu hrundið
Róm, 7. febrúar. AP.
SKÆRULIÐAR í Erítreu haía
hrundið árás sem Eþiópíumenn
hafa gert undir forystu Rússa á
vígi þeirra í norðanverðu hérað-
inu og valdið miklu manntjóni að
sögn talsmanns hreyfingarinnar
EPLF í Róm í dag.
(1820-1891) - Jules Verne,
franskur rithöfundur
(1828—1905) — Lana Turner,
bandarísk leikkona (1920— —)
— Edith Evans, brezk leikkona
(1888-1976).
Andlát: Pétur mikli 1725 — Sir
Victor Gollancz, útgefandi, 1967.
Innlent: Sjóslysið mikla á Hala-
miðum 1925 — d. Jón Árnason
biskup 1743 — Gísli Hákonarson
lögmaður 1631 — Louis Arm-
strong í heimsókn 1965 — „Um-
sátur" um Harry Eddon á ísa-
firði 1968.
Orð dagsins: Bjartsýni: heimur-
inn getur ekki verið betri og
heiminum er allt illt nauðsyn —
F.H. Bradley, enskur heimspek-
ingur (1846—1924).
Erítreumenn segjast hafa fellt
900 Eþíópíumenn í orrustunni
sem lauk f lok síðustu viku og
sært 1.000, eyðilagt fjóra sovézk-
smíðaða skriðdreka og átta bryn-
varða bíla og auk þess tekið
nokkur vopn herfangi, þar á
meðal 540 AK-47 vélbyssur og 41
meðaldræga vélbyssu.
Talsmaður segir, að Eþíópíu-
menn hafi hafið sókn gegn stórum
bæjum sem eru á valdi hreyfingar-
innar — Afabet, Nacfa og Karora
— en sókninni verið hrundið.
Önnur deild Eþíópíuhermanna
réðst undir forystu þriggja
sovézkra hershöfðingja og 250
ráðunauta á Mahmiet frá hafnar-
bænum Tekley og voru hraktir á
flótta eftir harða bardaga sem
geisuðu í marga daga að sögn
talsmannsins.
McQueen
slœr met
í launum
Hollywood, 7. íebrúar. AP.
STEVE McQueen fær þrjár
milljónir dollara og að auki
prósentur af hagnaði fyrir að
leika í 40 milljóna dollara stór-
mynd, „Tai Pan“, byggðri á sögu
eftir James Clavell um ævintýra-
mann sem kvænist kínverskri
konu í Hong Kong.
betta eru sennilega hæstu
laun sem kvikmyndaleikari hef-
ur samið um og slá við launum
Marlon Brandos sem fékk 2.8
milljónir dollara að viðbættum
prósentum fyrir að leika í
„Superman“.
Moróin í Guyana:
Sonur Jones sýknaður
Geogetown, Guyana. 7. feb. Reuter.
DÓMSTÓLL í Guyana sýknaði í
dag Stephan Jones, son Jim Jones
leiðtoga Musterisreglunnar, af
þeim sökum að hafa borið ábyrgð
á morðunum í Guyana í nóvember
sl., en þá létust yfir 900 manns.
Stephan var grunaður um að
hafa tekið af lífi fjóra meðlimi
safnaðarins og reynt að myrða
þann fimmta. Hyggst Stephan nú
skrifa bók og lýsa atburðunum í
Guyana frá eigin brjósti, en hann
sagði í dag, að atburðirnir hefðu
miklu fremur líkst fjöldamorði en
sjálfsmorðum í stórum stíl.