Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 UmHORP Umsjón« Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Sigurbjörn Magnússon Tryggvi Gunnarsson Um þetta leyti vetrar er venjulega hvað mest gróska í starfsemi félags ungra sjálfstæðismanna, haldnir eru fundir af margvíslegu tagi, námskeið eru í gangi og unnið er að útgáfumálum. Til þess að fá uppiýsingar um það helsta í starfinu nú leitaði Umhorfssíðan til þeirra Jóns Magnússonar, formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Kjartans Gunnarssonar, formanns Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og spurði þá um það helsta í starfinu um þessar mundir. Stefnt að kappræðufundum við ungliðahreyfingar stjómarflokk- anna í sem flestum kjördæmum Rætt við Jón Magnússon formann S.U.S. Jón Magnússon sagði að starf stjórnar S.U.S. væri fyrst og fremst að sam- ræma störf allra aðildarfé- laganna, reka skrifstofu S.U.S. í því sambandi, standa að útgáfu tímarits- ins Stefnis og fleira í þeim dúr, en einnig gengist S.U.S. fyrir fundum, nám- skeiðum og ýmissi annarri starfsemi. Væri það þá ýmist í samvinnu við hin einstöku félög, eða þá að unnið væri sjálfstætt að einstökum verkefnum. Kappkostað væri að hafa sem nánast og best sam- hand við öll aðildarfélög S.U.S. og að veita þeim þá aðstoð sem væri á valdi Sambandsins. Einkum sagði Jón það vera hin smærri félög úti á landi sem S.U.S. kæmi þannig til aðstoðar, stærri aðildarfélögin væru eðli- lega frekar sjálfu sér nóg. „Það sem við erum eink- um að vinna að núna þessa stundina," sagði Jón, „ er námskeiðahald sem við göngumst fyrir, bæði um fundarsköp og ræðu- mennsku, og svo einnig um hina ýmsu þætti stjórnmál- anna. Þá fer af stað núna í febrúar leshringur um Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Þá vinnum við að útgáfu- málum, og erum núna til dæmis að gefa út rit um sósíalisma, en þá útgáfu hafa Sveinn Guðjónsson og Róbert T. Árnason annast. Þá mun stjórn S.U.S. ann- ast útgáfu dreifirita í vetur, þar sem kynnt verða helstu stefnu- og baráttumál Sam- bandsins, en eitt slíkt hefur þegar komið út, helgað skattamálum." Þá sagðist Jón vilja nefna að snar þáttur í starfi S.U.S. væru funda- « I Kjartan Gunnarsson höld víða um land, venju- lega í samvinnu við við- komandi félag á hverjum stað. Hafa stjórnarmenn S.U.S. farið á nokkra fundi, svo sem aðalfundi kjör- dæmissamtakanna og enn- fremur almenna félags- fundi. Ungir sjálfstæðis- menn hafa einnig verið meðal ræðumanna á fund- um Sjálfstæðisflokksins sem haldnir hafa verið víða um land að undanförnu, og nú sagði Jón að í undirbún- ingi væri að koma á kapp- ræðufundum við ungliða- hreyfingar stjórnarflokk- anna í sem flestum kjör- dæmum landsins. „Þá erum við einnig farin að undirbúa landsfund flokksins í vor, bæði með fundahöldum og undirbún- ingi stefnumótunar," sagði Jón, „en ungir sjálfstæðis- menn hafa á undanförnum árum jafnan haft mikil áhrif á mótun stefnu flokksins sem ákveðin er á landsfundum hans annað hvert ár.“ Margt fleira sagði Jón að mætti nefna úr starfsemi S.U.S. þessa stundina, svo sem erlend samskipti við unga lýðræðissinna á Norð- urlöndum og víðar í Evrópu, þá stendur Sam- band ungra sjálfstæðis- manna að útgáfu tímarits- ins Stefnis, en það hefur nú komið út í tæplega 40 ár. „Á þessu ári munu væntan- lega koma út sex sjálfstæð tölublöð," sagði Jón, „það fyrsta er væntanlegt nú um miðjan febrúar, og verður það tölublað helgað frjáls- hyggju og alræðishyggju. Breytingar standa nú yfir á Stefni, og má meðal annars nefna að næsta tölublað verður offsetprentað, en hingað til hefur verið not- ast við eldri aðferðir. „Það er því ýmislegt um að vera í okkar röðum um þessar mundir," sagði Jón að lokum, „ungt fólk hefur nú í vetur eins og áður laðast að störfum innan Sjálfstæðisflokksins, og er það vissa mín að svo muni verða áfram. Við yngri mennirnar erum staðráðnir í að halda merki sjálfstæð- isstefnunnar hátt á loft enda ekki öðrum en sjálf- stæðismönnum treystandi til að standa vörð um menningarlega og stjórn- málalega arfleifð okkar svo öruggt geti talist." Heimdallur gefur út bók um grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins — Rætt við Kjartan Gunnarsson formann félagsins „ÞEIRRA áfaila sem við urðum fyrir í kosningun- um sfðast liðið vor hefur furðu lftið gætt í starfi Heimdallar nú f vetur,“ sagði Kjartan Gunnars- son, er hann var inntur eftir starfsemi félagsins í vetur. „Starfið hefur eflst í vetur, og við höfum fengið ungt fólk til starfa. Það hefur verið stefna stjórnarinnar að halda ekki mjög marga fundi,“ sagði Kjartan ennfremur, „við höfum frekar viljað hafa fundina fáa en góða, samanber kappræðufund- inn f fyrra, en hann sóttu um 1300 manns, og svo fund um Sjálfstæðisflokk- inn hinn 26. júlí. Á þeim fundi áttu sér stað hrein- skilnustu umræður um flokksmál f manna minn- um, og hratt hún af stað þeirri miklu umræðu og endurbótavinnu sem unnið hefur verið að.“ Sagði Kjartan, að hann teldi þá gagnrýni sem fram hefði komið, og beint væri að því að félagið gengist ekki fyrir nógu mörgum fundum, ekki eiga við rök að styðjast, mest væri um vert að hafa fundina góða og árangursríka, en ekki væri alltaf að marka fjölda auglýsinga í dagblöðum. Kjartan sagði að starf Heimdallar í vetur hefði nokkuð borið keim af þeirri stefnu sinni, að félagið ætti að einbeita sér að starfi meðal yngstu félaganna, og þá helst með margvíslegu fræðslustarfi. „Það er núna nýlega afstaðið þrumugott félagsmála- og ræðunám- skeið," sagði Kjartan, „en mikill fjöldi fólks tók þátt í því. Þá stendur núna yfir mjög athyglisvert nám- skeið um alþjóðastjórnmál, þar sem alþjóðastjórnmálin eru tekin í víðu samhengi, svo og staða Islands í um- heiminum, ákvörðunar- valdar í utanríkismálum okkar Islendinga verða ræddir, og yfirleitt fjallað um alþjóðamál á sem breið- ustum grunni. Fjöldi fólks tekur þátt í þessu nám- skeiði. Þá vil ég minna á fyrir- hugað námskeið um stefnu Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna, svo og um málefni atvinnuveganna og atvinnumál. Enn má nefna fyrirhug- aða ráðstefnu í lok febrúar um atvinnumál og atvinnu- möguleika ungs fólks í framtíðinni. — Þetta er að mínum dómi afar athyglis- vert efni, og er vonandi að sem flestir sjái sér fært að sækja ráðstefnuna. Þá erum við með í undir- búningi baráttuherferð fyr- ir frjálsu útvarpi, og einnig sérstaka frjálshyggjuviku, sem verður í tengslum vð félagasöfnunarherferð. Einnig er rétt að minnast á það, að við höfum skorað á félög ungra framsóknar- manna, jafnaðarmanna og Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins til sameigin- legs kappræðufundar um störf og stefnu ríkisstjórn- arinnar. — Félögin hafa öll tjáð sig fús til þátttöku, en komið með mismunandi skiyrði. Þannig hafa jafn- aðarmenn getað fallist á að mæta okkur á jafnræðis- grundvelli, það er að segja að skipta upp stjórn og stjórnarandstöðu. Yrðu þá þrír ræðumenn frá okkur og þrír sameiginlega frá hinum flokkunum. Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn hafa ekki getað fallist á þetta fyrirkomulag, en við- ræður standa nú yfir um það á hvern hátt koma Jón Magnússon megi fundinum á. — Kappræðufundir eru vin- sælir fundir og því er æski- legt að gefa fólki kost á að hlýða á málflutning mannaá slíkum fundum. Nú, þá verður bráðlega farið af stað með starfs- hópa til að undirbúa starf vegna landsfundar Sjálf- stæðisflokksins sem verður í vor. Af öðru starfi má nefna að félagið hefur tekið þátt í fullveldisfagnaði hinn 1. desember síðastliðinn, og einnig hefur Heimdallur aðstoðað „Hróa hött“ við að útdeila heitri súpu og kakói á Hallærisplaninu. Allt hefur þetta starf að mikl- um hluta byggst á og miðast við þátttöku yngri félagsmanna í framhalds- skólunum. Síðast en ekki síst er Hemdallur að gefa út veg- lega bók um sjálfstæðis- stefnuna. Þessi bók er safn ritgerða eftir leiðtoga flokksins, vísindamenn og rithöfunda. Bókin spannar 50 ár af sögu flokksins, frá 1929 til 1979, og er, ef svo má segja, afmælisgjöf Heimdallar til ' Sjálfstæðisflokksins. Stjórn félagsins lítur svo á, að nauðsynlegt sé að gefa út rit með upplýsingum um meginstefnu Sjálfstæðis- flokksins, enda er sífellt nauðsyn á að hafa í að- gengilegu formi upplýsing- ar um þær grundvalla- skoðanir sem flokkurinn er byggður á. Þessi bók mun væntanlega verða góð námsbók og handbók fyrir þá sem vilja kynna sér stefnu flokksins," sagði Kjartan. Að lokum sagði Kjartan, að hann vildi leggja áherslu á þann lærdóm sem þjóðin mætti draga af sviknum kosningaloforðum vinstri flokkanna, gagnstætt því sem segja megi um Sjálf- stæðisflokkinn, sem segi ekki eitt fyrir kosningar og annað eftir kosningar. Vinstri stjórnin hafi vegið að frelsi manna með skatt- píningu, og unga fólkið muni sjá í gegnum þann blekkingarvef og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning í auknum mæli í framtíðinni. - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.