Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 47
47
J
')
\
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
• Knattspyrnumadur Evrópu, Kevin Keeaan, var maðurinn á hak við stórsigur Englendinga & Wembley í
gærkvöidi, er þeir sigruðu N-íra 4—0. Hér er kappinn á fullri ferð með boltann.
Englendingar rass■
skelltu Noróur-íra
ENGLENDINGAR sigruðu Norð-
ur-íra 4—0 á Wembleyleikvang-
inum í gærkvöldi í fyrsta riðli
Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu. Það var fyrst og fremst
stórleikur hins snjalla Kevins
Keegans sem átti mestan þátt i
stórsigri Englendinga. Var Keeg
an potturinn og pannan í leik liðs
síns og sýndi snilldarleik. Þessi
nýkjörni knattspyrnumaður
Evrópu skoraði fyrsta mark
leiksins með skalla á 25. mínútu
fyrri hálfleiksins. Steve Coppeli
lék upp vinstri kantinn og sendi
vel fyrir markið og Keegan var á
réttum stað og skoraði fram hjá
fyrirliða Norður-íra, Pat Jenn-
ings markverði, sem lék sinn 75.
landsleik fyrir íra.01
Síðari hálfleikur var rétt ný-
haíinn er Bob Latchford skoraði
næsta mark eftir að vörn íra
hafði verið tætt í sundur.
Keegan og Trevor Brooking
áttu svo allan heiðurinn af næsta
marki er þeir léku vörn íranna
sundur og saman og sendu síðan
á Watson sem skoraði örugglega
þriðja mark Englands. Latchford
var svo aftur á ferðinni á 64.
mínútu og innsiglaði sigur Eng-
lands mcð hörkumarki. Ahorf-
endur á leiknum voru 92.000.
Blikarnir voru
auðveld bráð
VÍKINGAR unnu auðvcldan
sigur yfir Breiðabliki í bikar-
keppni IISÍ í gærkvöldi. Alger
einstefna og rótarburst í fyrri
hálfleik studdu að stórsigri.
30 — 17. Staðan í hálfleik var
19—6. Síðari hálfleikur endaði
því 11 — 11 og hefur slíkt kæru-
leysi og áhugaleysi vart sést í
langan tíma til íslensks liðs, eins
og sást til Víkinga í síðari hálf-
leik. En við hverju var svo sem að
búast, þegar úrslit leiksins voru
ráðin fyrir lifandis löngu. Hitt er
svo annað mál, að þegar Víkingar
slökuðu á í síðari hálfleik kom í
ljós að ýmsir Blikanna kunna
ýmislegt fyrir sér í handbolta.
En ekkert slíkt sást til þeirra í
fyrri hálfleik. Reyndu Blikarnir að
halda uppi hraðanum í leiknum og
stjórna honum. Varð það aftur til
þess að þeir réðu ekki neitt við
neitt og glopruðu boltanum hvað
eftir annað úr höndum sér yfir til
Víkinga, sem ávallt þökkuðu fyrir
sig með marki. Var munurinn á
liðunum slíkur, að eitt sinn skor-
uðu Víkingar 7 mörk í röð án
svars.
Brynjar Bjarnason bar af í liði
Blikanna, hann lék í vinstra horn-
inu og skoraði mikið af mörkum í
síðari hálfleik. Marteinn Arnason
varði mark Blikanna vel í síðari
hálfleik, en varla skot í þeim fyrri.
Þá átti Hannes Eyvindsson golf-
kóngur góðan leik í síðari hálfleik.
Þróttarar stein-
iágu fyrir ÍS
ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta sigr-
aði Þróttara 3—0 í 1. deildar
keppninni í blaki scm fram fór
ígærkvöldi í Ilagaskóla. Sigur ÍS
var bæði sanngjarn og nokkuð
öruggur. Þeir léku betur í öllum
þremur hrinunum og uppskáru
samkvæmt því.
I fyrstu hrinunni léku Þróttarar
af miklum krafti til að byrja með
og náðu forystu og um tíma var
staðan 13—10 þeim í hag en
IS-menn gáfust ekki upp og sýndu
mikla seiglu og náðu að komast
yfir og sigra 15—13. í þeirri næstu
var jafnt á öllum tölum upp að
9—9, en þá fóru ÍS-menn vel í gang
og sigruðu 16—10. Nú var að duga
eða drepast fyrir Þróttara í þriðju
hrinunni en þrátt fyrir að þeir
reyndu að stappa í sig stálinu kom
allt fyrir ekki. Byrjun hrinunnar
var góð, en svo fór allt í baklás. ÍS
breytti stöðunni úr 5—4 í 11—5 á
skömmum tíma og gat leyft sér
örlítið kæruleysi í lok hrinunnar
sem var örugglega unnin. Endaði
síðasta hrinan 15—10 fyrir ÍS
Þá fóru fram tveir aðrir leikir.
ÍS sigraði Þrótt í 1. deild kvenna
4—1. Enduðu hrinurnar sem hér
segir: 12-15, 10^15, 15-4, 4-15.
I annarri deild karla sigraði
Breiðablik svo Fram 3—0.
Alveg eins og geta Blikanna
skiptist milli hálfleika, er sama að
segja um Víkinga, þeir áttu allir
stjörnuleik í fyrri hálfleik og þá
gengu leikkerfin ágætlega upp. í
síðari hálfleik réði áhugaleysið og
lognmollan ríkjum, enda hélt þá
miðlungsliðið úr 3. deild jöfnu
gegn einu af toppliðum 1. deildar.
Þeir Eggert og Kristján stóðu í
marki Víkings hvor sinn hálfleik-
inn. Eggert varði mjög vel í þeim
fyrri, en Kristján ekki eins vel,
þokkalega þó, í þeim síðari. En
vörn Víkinga sló líka slöku við í
síðari hálfleik.
MÖRK VÍKINGA: Viegí 8. Páll 8 (4 víti).
Arni 5, Steinar 5, Olfifur Jónsson 3 og
Skarphédinn 1 mark.
MÖRK UBK: Brynjar Björnsson 6. Hannes
Eyvindsson 5 (2 víti), Höröur Már og
Kristján Gunnarsson 2 hvor, Valdemar
Valdemarsson og Sigurjón Rannversson 1
mark hvor. _
Tvö met
á sund-
móti
Ármanns
ÁGiETIS árangur náðist á sund-
móti Ármanns sem fram fór í
Sundhöll Reykjavíkur í gær-
kvöldi. Tvö ný íslandsmet voru
sett.
Ilugi Harðarson, Selfossi, setti
nýtt drengjamet í 100 metra
baksundi. synti vegalengdina á
1.06.0 mín., og Eðvarð Éðvarðs-
son, ÍBK setti nýtt sveinamet í
sama sundi, synti á 1.19.3 mín.
Besta afrek mótsins vann
Bjarni Björnsson, sundfélaginu
Ægi. en hann synti 100 metra
skriðsund á 56 sek. IHaut hann
veglegan bikar í verðlaun. Nánar
verður sagt frá mótinu á morgun.
- þr.
Kirby hafnaði góðu
tilboði Skagamanna
ENN situr allt við það sama í þjálfaramálum Skagamanna. Þeir
hafa verið að leita víða fyrir sér eftir að ljóst varð að
Hollendingurinn Janssen hafði rift samningum við þá.
Nú bíða þeir eftir upplýsingum frá ýmsum aðiljum. Þeir hafa
leitað eftir mönnum í Énglandi. Hollandi og Ungverjalandi. Mun
bráðlega skýrast hvað kemur út úr þeirri leit.
Gunnar Sigurðsson staðfesti við Mbl. að lagt hefði verið fast að
Kirby að koma aftur, þegar útséð var um að Janssen kæmi. Var
Kirby gert gott tilboð, en hann hafnaði því. Sagðist Kirby ætla sér
að vera áfram hjá Halifax. þar væri erfitt verk að vinna þar sem
þeir væru í botnsætinu, og ekki unnt að hlaupa frá liðinu eins og
ástatt væri. _ þr
Stjörnulið Ómars
gegn Harðjöxlunum
í TILEFNI 80 ára afmælis KR. gengst félagið í kvöld fyrir
hraðmóti í innanhúsknattspyrnu í Laugardalshöll. Hefst fyrsti
leikur kvöldsins klukkan 20.00.
Þau lið sem þátt taka í mótinu, eru þau sem leika munu í 1. deild
á komandi keppnistímabili, þ.á.m. íslandsmeistarar Vals og
hikarmeistarar Ákraness. Öll eru liðin farin að æfa af krafti og
má því vænta skemmtilegrar keppni.
Segja má, að hápunktur kvöldsins verði þegar stjörnulið Ómars
Ragnarssonar mætir Ilarðjöxlunum (gömlum KR-ingum). Meðal
leikmanna í liði Ómars verða kappar eins og Rúnar Júlíusson.
Hermann Gunnarsson. auk ómars. en í liði Harðjaxlanna nægir
að nefna Bjarna Felixson.
Sundknattleikurinn
að fara af stað
Á íþróttasíðu blaðsins í gær, var greint frá viðureign Ármanns
og Ægis í sundknattleik. Þar mun hafa verið á ferðinni leikur í
Reykjavíkurmótinu en ekki íslandsmótinu eins og frá var skýrt.
Áðeins þrjú lið taka þátt í keppninni, Ármann, Ægir og KR, en
leikin er tvöföld umferð. Leikur Ármenninga og Ægis í
fyrrakvöld var annar leikur mótsins. í þeim íyrsta vann Ægir KR
8—7, en síðan vann Ármann Ægi 10—6 eins og skýrt hefur verið
frá. V
Unglingameistara-
mót í badminton
UNGLINGAMEISTARAMÓT íslands í badminton fer fram um
næstu helgi. Mótið verður haldið í íþróttahúsinu á Akranesi. og
hefst það með setningarathöfn kl. 12 á laugardag. Á sunnudag kl.
10 árdegis verða undanúrslit í einliðaleik. en kl. 14 hefjast
úrslitaleikirnir.
Unglingameistaramótið er ætíð með stærstu mótum í badmint-
on. og svo er líka raunin á nú. Þátttakendur verða um 100. frá
TBIt. Val, KR. Akranesi, Garðabæ. Hafnarfirði og Siglufirði.
Á undanförnum árum hafa TBR-ingar og Akurnesingar sigrað
í flestum flokkanna, og við því er einnig að búast að svo verði nú.
Má reikna með mörgum spennandi leikjum milli Skagamanna og
Reykvíkinga um helgina. Siglfirðingar koma með stóran hóp
kcppenda á mótið. Lítið er vitað um styrk þeirra. en sú var tíðin.
að þeir sigruðu í næstum öllum flokkum á unglingameistaramót-
um. Starfsemin þar nyrðra hefur verið í nokkurri lægð að
undanförnu en með nýjum þjálfara er við því að búast, að þeir fari
að „rétta úr kútnum“.
Það verður vafalaust mikið um að vera á Akranesi um helgina,
þegar allur unglingahópurinn sækir staðinn heim. Ba-jarbúar
ættu ekki að láta þetta mót fara framhjá sér. heldur leggja leið
sína í íþróttahúsiö og kynnast þeirri fögru íþrótt.
Knattspyrnudómarar
Aöalfundur Knattspyrnudómarafélags Reykjavík-
ur veröur haldinn aö Hótel Esju (2. hæö) í kvöld
kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
Knattspyrnuþjálfarar
Knattspyrnumenn
Einherji Vópnafirði óskar að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir
keppnistímabilið 1979.
Einnig óskar félagið effir markverði fyrir meistaraflokk. (Hlunnindi).
Uppl. næstu daga milli kl. 18—20 í síma 72274 Rvk.