Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Guðmundur Þórisson Hléskógum: Húsnæði Lagmetisiðjunnar hf. Fjölbreytt hráefna- val Lagmetisiðj- unnar hf. í Garði Stutt svar vegna fyrirspurna Elsu G. Vilmundardóttur Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Manneldisráði: í Morgunblaðinu 25. þ.m. birtist grein með fyrirsögninni: „Nokkrar spurningar til Manneldisráðs", eftir Elsu G. Vilmundardóttur. Tilefni þessara skrifa virðast vera þau ákvæði nýrra lyfjalaga, sem taka til takmarkana á innflutningi vörutegunda sem innihalda ýmis næringarefni. Rétt er að taka strax fram, að Manneldisráð hefur engan hlut átt að ákvæðum laga þessara eða viðkomandi reglugerðum sem í gildi eru. Meðal annars af þeirri ástæðu er rétt að taka fram ýmis þau atriði sem greinarhöfundur leitar svara við og heyra ekki undir verksvið Manneldisráðs. Manneidisráð var upphaflega stofnað með lögum 1945. Ný lög um Manneldisráð tóku síðan gildi 29. apríl 1978 og samkv. ákvæðum þeirra laga endurskipað í ráðið s.l. vor. Ráðið skipa nú fimm menn og fimm varamenn. Samkv. 1. gr. hinna nýju laga er verksvið Manneldisráðs eftirfar- andi: „Manneldisráð skal undir stjórn heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra vinna að samræm- ingu rannsókna og fræðslu á sviði manneldisfræði, nánara samstarfi milli framleiðenda og neytenda og vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðuneytis um manneldismál." Samkv. 2. gr. laganna getur Mann- eldisráð jafnframt annast ráðgjöf til annarra aðila. Eins og greinarhöfundur bendir réttilega á, ber Manneldisráði að ákveða hver sé hæfilegur dag- skammtur vítamína og steinefna miðað við íslenskar aðstæður (4. gr. lyfjalaga nr. 49, sem toku gildi 1. janúar 1979). Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur nú falið ráðinu að vinna að þessu verkefni. Ráðið vinnur nú að gagnasöfnun um áætlaða næring- arþörf manna á vítamínum og steinefnum og hyggst í því efni taka mið af niðurstöðum næring- arfræðinga í nágrannalöndum og víðar í því efni og taka síðan tillit til sérstöðu íslendinga á þessu sviði. Það verður því óhjákvæmi- lega nokkur bið á að þessar niður- stöður liggi fyrir. Greinarhöfundur spyr um það, hvort fjölvitamín- og steinefna- töflur geti valdið heilsutjóni. Því er til að svara, að Manneldisráð telur að gera verði greinarmun á annars vegar neyslu næringarefna til að fullnægja þörfum líkamans og hins vegar notkun slíkra efna í margfalt meira magni í lækninga- skyni. Ráðleggingar Manneldis- ráðs verða miðaðar við þarfir heilbrigðra einstaklinga. Ráðið getur ekki mælt með að heilbrigt fólk neyti að staðaldri margfalt stærri skammta af einstökum næringarefnum en sérfræðingar telja hæfilega, enda er kunnugt um skaðleg áhrif sumra vítamína og steinefna, sé þeirra neytt í óhófi. Ráðið leggst hins vegar ekki gegn hóflegri notkun bætiefna. Manneldisráð vinnur nú að undirbúningi neyslukönnunar meðal landsmanna og hyggst þannig bæta úr þekkingarskorti á þessu sviði. Niðurstöður þeirrar könnunar munu verða grundvöllur fyrir ráðleggingar Manneldisráðs um bætt mataræði. Manneldisráð hefur þegar gert könnun á neyslu skólabarna og hafa niðurstöður verið kynntar í fjölmiðlum, en fullnaðarniður- stöður þessarar könnunar verða væntanlega gefnar út á þessu ári. Ráðið telur ekki grundvöll til frekari svara við fyrirspurnum Elsu G. Vilmundardóttur að svo stöddu, en fagnar allri jákvæðri umræðu um manneldismál á opin- berum vettvangi. F.h. Manneldisráðs, Snorri P. Snorrason, form. Páli Zóphóníasson bæjarstjóri ávarpar börn í Kirkjugerði og gesti. Leikskólinn Kirkjugerði Garði, 6. febrúar. Sl. mánudag hóf Lagmetis- iðjan hf. framleiðslu á remólaði og mæjónesi fyrir innanlands- markað en áður hafði fyrir- tækið eingöngu verið með niðursuðu á rækju sem seld hefir verið til Þýzkalands. Er hér um að ræða danska uppskrift og hráefni sem á að vera í afbragðs gæðaflokki. Einnig eru sölupakkningar danskar og þykja þær mjög hentugar. Fyrirtækið Kristján Ó. Skagfjörð í Reykjavík sér um dreifingu framieiðslunnar. Þá hefir fyrirtækið í huga að auka enn á fjölbreytni vinnsl- unnar og er í athugun fram- leiðsla á rækjukokteil svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið framleiðir nú um 100 þúsund dósir af niðursoðinni rækju á viku, en alls starfa nú 15 konur í heilsdagsvinnu við framleiðsluna. Lagmetisiðjan er í leiguhús- næði en ýmis áform eru uppi í húsnæðismálum. Fréttaritari. Úr vinnslusal Lagmetisiðjunnar hf. — Rækjan vigtuð. FJÁRMAGN sem Hjálparstofnun kirkjunnar safnaði á sínum tíma vegna eldgossins í Eyjum var m.a. varið til byggingar leikskóla fyrir um 40 börn í Eyjum. Hlaut leik- skólinn nafnið Kirkjugerði, en um síðustu mánaðamót fór fram at- höfn þar í sambandi við formlega afhendingu. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson Eyjaklerkur afhenti húsið, en Páll Zóphónías- son bæjarstjóri veitti því viðtöku. Séra Kjartan Örn Eyjaklerkur flytur orð úr Biblíunni í Kirkjugerði. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. Hver er tilgangurinn? Eitt er það áhyggjuefni sem íslenzkum bændum hefur bætzt í viðbót við óþurrka, vorharðindi og fleira þess háttar, en það eru bjargráð þau, sem forystumenn þeirra hyggjast beita til lausnar á þeim vandamálum, sem við blasa í málum landbúnaðarins. Er þetta að verða nokkuð árviss uppákoma. Það síðasta, sem yfir hefur dunið af þessum stofni, er hið margróm- aða sjö-manna nefndar álit og lagafrumvarp það, sem af því fæddist. Athyglisvert er það hversu lítið höfundar þessara tillagna hafa gert að því að rökstyðja þær opinberlega. Ef til'vill er það ekki svo einkennilegt, þegar á allt er litið. Hæstvirtur búnaðarmálastjóri Halldór Pálsson ræddi nokkuð tillögurnar og viðbrögð bænda við þeim á einkar hógværan hátt í fjölmiðlum nú eftir áramótin. Taldi hann það mikla ógæfu að nokkrir heimskir og skammsýnir menn úr röðum bænda hefðu verið með hávaða í þessum málum. Svo langt gengi þetta jafnvel að þing- menn hefðu glæpzt til þess að hlusta á þessa óhappamenn og væri það hinu virðulega Alþingi sízt til sóma. Síðar í máli sínu fór búnaðarmálastjóri að ræða tillög- urnar nánar og komst þá að þeirri niðurstöðu, að engar likur væru fyrir því, að þær aðgerðir, sem gert væri ráð fyrir leystu nokkurn vanda í sambandi við offramleiðsl- una. Er hann þar með orðinn á sama máli og þeir skammsýnu. Og má segja að þar hafi lagzt lítið fyrir góðan dreng. Er þarna er komið að kjarna málsins. Það eru engar líkur fyrir því, að framkvæmd þessara tillagna eða annarra hlið- stæðra dragi neitt úr framleiðl- unni heldur þvert á móti. Þarna er gert ráð fyrir svo hrikalegri tekju- skerðingu án þess nokkuð komi á móti, að viðbrögð fjölda bænda hljóta óhjákvæmilega að verða þau að auka framleiðsluna jafnvei þótt þeir viti að það geti reynzt tvíeggjað þegar til lengdar lætur. Hver er þá tilgangurinn með þessum aðgerðum? Mér virðist hann vera nokkuð augljós. Það er að halda áfram svipaðri búvöru- framleiðslu á kostnað bænda sjálfra með nýjum álögum. Þetta sjónarmið kom nokkuð greinilega fram hjá formanni stéttarsambandsins, þegar hann var spurður hvort þessar aðgerðir gætu ekki leitt til þess að bændur mundu fækka búfé sínu. Hann kvaðst einmitt óttast þann mögu- leika og hafa bent viðkomandi yfirvöldum á þessa hættu. Sem sagt, bændur eiga að halda óbreyttri bústærð, en láta kýrnar mjólka minna og lömbin verða léttari. Engum getum skal að því leitt, hverra hagsmuna slík stefna á að þjóna, en örugglega er það ekki bændanna. Þeir verða enn að auka vinnu sína jafnframt því sem tekjurnar lækka og er vandséð hvar sú þróun endar. Ef hins vegar væri tekin upp sú stefna að minnka framléiðsluna skipulaga með ákveðnu kvótakerfi og jafnframt taka fjármagn það, sem nú er veitt til ýmissa fram- leiðsluaukandi aðgerða og nota það til þess að auka hagræðingu í landbúnaði, þá væri hægt að losna við offramleiðsluna, en samt tryggja bændum svipaðar nettó- tekjur og mun hærri vinnulaun. Ef slík stefna yrði upp tekin mundi það þjóna hagsmunum bæði bænda og neytenda. Grund- vallaratriði þess að fullur árangur náist með þessum aðgerðum er að verði á öllum rekstrarvörum land- búnaðarins sé haldið eins lágu og unnt er. Verður að teljast furðuleg sú árátta margra forystumanna bænda að koma á kjarnfóðurskatti hvað sem það kostar. Virðist sem þessir menn hafi slitnað úr tengsl- um við íslenzkan landbúnað fyrir mörgum árum meðan hirðingjabú- skapur var enn ráðandi stefna. Bíða menn í ofvæni eftir því að boðaður verði skattur á tilbúinn áburð og vélar til þess að þrýsta bændum betur á vit fortíðarinnar, enda þyrfti þá ekki eftir það að hafa neinar áhyggjur af offram- leiðslunni. Þetta þykja nú kannski óraun- hæfar vangaveltur, en sannleikur- inn er sá, að það er stigsmunur en ekki eðlis á þessu og ýmsum öðrum aðgerðum sem boðaðar hafa verið. Eitt finnst mér áberandi, hve mjög gleymist í áróðrinum fyrir kjarnfóðurskatti, en það er hversu harkalega hann kemur við þá, sem orðið hafa fyrir áföllum vegna slæms tíðarfars. Á það ekki síður við ef farið yrði út í skömmtun á kjarnfóðri, en hugmyndir um það eru nú mjög til umræðu. • Verður að teljast lítið réttlæti í því að gera sér óhöpp annarra þannig að féþúfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.