Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
32. tbl. 66. árjj.
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
(vSímamynd AP)
Ungur hjúkrunarnemi í 24 tíma verkfalli við St. Andrew’s spítala í London útskýrir afstöðu sína fyrir
öldruðum hjólreiðamanni. Stöllur hennar og samstarfsfólk fylgjast með. 50 hjúkrunarkonur við
þennan spítala lögðu niður vinnu í einn sólarhring til að lýsa yfir samstöðu með verkfalli félaga í
samtökum opinberra starfsmanna.
Sjá frétt um ástandið í Bretlandi á bls. 22 í Mbl. í dag.
Yfirmaður íranshers:
Hermenn hafí ekkí af-
skipti af stjómmálum
Belgíumenn fluttir
brott frá Zaire?
Teneran, 7. februar. AP, Reuter.
YFIRMAÐUR íranska heraflans, Abbas Gharahaghi hershöfðingi,
lýsti því yfir í dag. að herinn stæði óhikað við bakið á stjórn Bakhtiars.
sem keisarinn skipaði áður en hann fór úr landi. og hvatti
hershöfðinginn alla hermenn til að láta stjórnmálin í landinu
afskiptalaus. Er talið að með þessum ummælum hafi Gharabaghi í
raun lýst því yfir, að herinn hyggist ekki gera byltingu í landinu og að
stjórnmálamönnum beri að finna iausn á vandanum í íran en ekki
hernum.
Stuðningsmenn trúarleiðtogans
Ruhollah Khomeinis voru í dag
sagðir hafa tekið við stjórn nokk-
urra borga í Iran og að auki
hermdu fréttir, að margir starfs-
menn ráðuneyta og stjórnarstofn-
ana hefðu gengið Khomeini á
hönd. Mehdi Bazargan, sem
Khomeini hefur skipað til að vera
forsætisráðherra í stjórn sinni,
sagði í dag, að hann myndi leggja
fram starfsáætlun stjórnar sinnar
og ráðherralista á föstudag.
Muammér Gaddafi leiðtogi
Líbýu sendi Khomeini í dag skila-
boð, þar sem stuðningi er lýst við
aðgerðir trúarleiðtogans, og þær
sagðar vera öðrum múhameðs-
trúarmönnum til fyrirmyndar. Er
þetta fyrsta opinbera orðsending-
in, sem berst til Khomeinis frá
þjóðarleiðtoga í múhameðstrúar-
landi, og er það haft til marks um
það, að hin róttækari Arabalönd
muni fylkja sér til stuðnings hinu
nýja lýðveldi Íslams, sem
Khomeini hyggst stofna í íran.
Búizt er við að íhaldssamari
múhameðstrúarríki eins og
Marokkó, en Iranskeisari dvelst nú
þar í landi, muni annaðhvort
styðja við bakið á stjórn Bakhtiars
eða bíða átekta þar til séð verður
hvor verður yfirsterkari, Bakhtiar
eða Khomeini.
Bakhtiar sagði í dag, að hann
hirti ekki um ríkisstjórnir sem
aðeins fyrirfyndust í hugarheimi
nokkurra manna, en ef slíkar
stjórnir færðu sig upp á skaftið
myndi hann óhikað grípa til
viðeigandi aðgerða.
Stuðningsmenn Bakhtiars komu
saman í dag, 8000 talsins, á
íþróttavelli í Teheran til að stofna
formlegan stjórnmálaflokk til
stuðnings forsætisráðherranum.
þjálfa eiga hermenn Zairestjórnar
í samræmi við samning ríkjanna
um hernaðarmál. Fréttaskýrendur
í Brussel telja þó, að hermenn
þessir séu sendir til Zaire nú, til
þess að hægt verði að grípa til
þeirra við að koma belgískum
borgurum úr landi gerist þess
þörf.
Allt var með kyrrum kjörum í
Kinshasa á yfirborðinu í dag og að
sögn Mobutus forseta er ástandið í
landinu með eðlilegum hætti og
ekkert frábrugðið því sem verið
hefur lengi.
Vetrar-
hörkur í
Banda-
ríkjunum
Brtissel, Kinshasa,
7. febrúar. AP. Reuter.
HAFT var eftir Henri Simonet
utanríkisráðherra Belgíu í dag,
að stjórnmálaástandið í Zaire
væri nú mjög hættulegt og að
ástandið í höfuðborginni,
Kinshasa, væri þannig að Evrópu-
búum, sem þar dveljast, gæti
verið bráð hætta búin. Mikill
lyfja- og matvælaskortur er í
borginni, en á hinn bóginn búa
flestir Evrópumennirnir þar og
lítill hópur innfæddra í vellyst-
ingum og er talið að fólk úr
fátækrahverfunum kunni að láta
til skarar skríða gegn þeim linni
matvælaskortinum ekki.
Belgísk stjórnvöld hafa ákveðið
að senda 250 fallhlífarhermennn
til Zaire, en samkvæmt opinberum
tilkynningum í báðum löndunum
er hér um að ræða menn sem
Sovézk f lotadeild á Tonkin-f lóa
Var mörgum stuðningsmönnum
Bakhtiars heitt í hamsi og hróp-
uðu sumir þeirra „Lengi lifi
keisarinn“.
Ráðgerðar eru' miklar fjölda-
göngur stuðningsmanna
Khomeinis á morgun, fimmtudag,
en Bakhtiar hefur gefið hernum
fyrirmæli um að láta göngumenn
óáreitta, nema tii óeirða komi.
írönsk kona heldur á loft peningaseðli þar sem skipt hefur verið á
mynd keisarans og trúarleiðtogans Ayatollah Khomeini. Seðillinn er
ekki lögmætur gjaldmiðill, en töluvert upplag af honum kom í umferð
mcðal stuðningsmanna Khomeinis um hclgina.
Teng sakar Banda-
ríkjamenn um linkind
Tokyo, 7. febrúar — AP-Reuter
KÍNVERSKI aðstoðarfor-
saetisráðherrann Teng
Hsiao-Ping hvatti Banda-
ríkjamenn í dag til þess að
draga burt herafla sinn í
Suður-Kóreu, en jafnframt
hvatti hann Bandaríkja-
menn til að koma í veg
fyrir útþenslustefnu Sovét-
manna annars staðar t
heiminum.
Teng er nú í Japan á leið sinni
frá Bandaríkjunum, en þar var
hann í níu daga i opinberri heim-
sókn. Teng átti í dag viðræður við
ýmsa japanska áhrifamenn, þ.á m.
Ohira forsætisráðherra og Tanaka
og Fukuda, sem báðir eru fyrrver-
andi forsætisráðherrar.
í viðtölum við þessa menn sagði
Teng m.a., að öryggi Suður-Kóreu
og Taiwans stafaði engin hætta af
því, þótt bandarískt herlið yrði á
burt frá Suður-Kóreu.
Teng sagði að Bandaríkjamenn
hefðu sýnt óákveðni í þeim vanda,
sem upp væri kominn í íran, en
þar væru Sovétmenn þegar búnir
að hreiðra um sig til að koma illu
til leiðar. Á sama hátt bæri
Bandaríkjamönnum að taka á sig
rögg og hemja afskipti Kúbu-
manna af málefnum Afríkulanda.
„Eg gat ekki verið of opinskár sem
opinber gestur í Bandaríkjunum,"
er Teng sagður hafa sagt við
Fukuda, „en Bandaríkjamenn hafa
leyft Sovétmönnum að stilla upp
of mörgum peðum á skákborði
heimsins."
WashinKton, Tokyo,
7. febrúar. AP.
LÍTIL sovézk flotadeild er
nú á siglingu á Tonkin-flóa
skammt undan ströndum Ví-
etnams og telja heimildir í
bandarísku leyniþjónust-
unni, að Sovétmenn hyggist
með þessu sýna bandamönn-
um sínum í Víetnam nokk-
urn stuðningsvott. í flota-
deildinni er m.a. ein íreigáta
og nokkur lítt vopnuð
birgða- og aðstoðarskip.
Skipin hafa verið á þessum
slóðum í u.þ.b. tvær vikur og
er ekki talið ólíklegt að þau
leiti brátt til hafnar í
Danang, en þar var áður ein
stærsta herstöð Bandaríkja-
manna í Suður-Víetnam.
Ekki er talið líklegt að Kínverj-
ar líti á nærveru flotadeildarinnar
sem mikla ógnun, en kínversk skip
flytja nú birgðir til Rauðu khmer-
anna í Kambódíu um siglingaleiðir
á Suður-Kínahafi, og ólíklegt þyk-
ir að Víetnamar eða Sovétmenn
hyggist reyna að hefta þá flutn-
inga.
Stórar herdeildir úr her Víet-
nams eru nú í Kambódíu og m.a. af
þeim sökum er ólíklegt að Víet-
namar áreiti Kínverja að fyrra
bragði, en Víetnamar hafa þó
fjölgað lítils háttár í liði sínu við
kínversku landamærin. Kínverjar
eru taldir hafa um eitt hundrað
þúsund hermenn v:ð landamærin,
að því er heimildir í bandarísku
leyniþjónustunni telja.
Nokkur átök hafa orðið á landa-
mærunum undanfarið og útvarpið
í Hanoi skýrði frá því í dag að sex
víetnamskir hermenn hefðu beðið
bana, þegar kínverskt herlið rudd-
ist í skyndíárás yfir landamærin í
gær.
Teng Hsiao-Ping aðst.oðarfor-
sætisráðherra Kina sagði í dag í
Tokyo að Kinverjar kynnu að
grípa til aðgerða gegn Víetnam
vegna afskipta Víetnama af mál-
efnum Kambódíu.
New Yurk. 7. febrúar.
Reuter. AP.
VERSTA veður vetrarins til
þessa gekk yfir austurströnd
liandaríkjanna í dag og kvöld.
Mikill snjór féll í New York,
Washington og öðrum borgum á
þessu sva»ði og olli hann miklum
samgöngutruflunum. Skólar
hættu störfum fyrr en vanalega
og búðum var lokað um miðjan
dag. National-flugvöllur við
Washington lokaðist vegna snjó-
komu og öngþveiti var á ýmsum
hraðbrautum við höfuðborgina
og í nærliggjandi fylkjum.