Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Kosningabaráttan fer í gang á Spáni Madrid, 7. febrúar. AP. BARÁTTAN íyrir þing- kosningarnar á Spáni 1. marz hófst í dag og sósíalistar hafa forystuna samkvæmt skiðanakönnun- um. Laser við liðagigt? Moskvu, 7. febrúar. AP. TASS-fréttastofan skýrði frá því í gær að sovéskir vísinda- menn hefðu náð merkilegum árangri að undanförnu með því að beita iaser-geislum við með- ferð liðagigtarsjúklinga. Með þeim nýju aðferðum sem beitt hefur verið hafa 90 af hundraði sjúklinga sýnt framfarir. Að sögn TASS hafa 150 manns með króníska liðabólgu verið til meðferðar í laser-geislum. Tvisvar á hverjum degi voru sjúklingarnir í geislunum, 2—5 mínútur í senn. Áður en mánuður var liðinn áttu 9 af hverjum 10 sjúklingum auðveld- ar með að hreyfa liðamót og sársauki var miklu minni en fyrir meðferðina. Vísindamennirnir segja að ekki sé um það að ræða að meðferðin geti læknað liða- gigtarsjúklinga, heldur sé hægt að hefta sjúkdóminn um tíma og linna kvalir. Vísindamennirnir sögðu ennfremur að eins mánaðar meðferð dygði í um eitt ár, en þá væri hægt að fara í meðferð á ný til að minnka óþægindin sem sjúklingarnir ella þyrftu að líða. Lögregla í stærstu borg- um hefur fengið liðsauka og er á verði á götunum. í Baskahéruðunum hafa milljónir áróðursmiða ver- ið límdir á veggi og rétt áður en kosningabaráttan hófst myrtu aðskilnaðar- sinnar fyrrverandi bæjar- stjóra í litlum bæ nálægt San Sebastian — fimmtánda fórnarlamhið á þessu ári. Rúmlega 6.000 bjóða sig fram í kosningum um 350 sæti í neðri deild og 208 sæti í efri deild þingsins. Þótt sósíalistaflokkur Felipe Gonzales hafi örlítið meira fylgi en Miðflokkasamband Adolfo Suarez forsætisráðherra virðast sósíalistar ekki geta unnið nógu mörg þingsæti til þess að fá meirihluta á þingi. Gonzales hefur sagt að sam- steypustjórn með kommúnistum komi ekki til mála og hefur tekið kuldalega í hugmyndir um að hann myndi samsteypustjórn með Suarez. Suarez ætlar að fara til 38 af 50 héruðum Spánar í kosninga- baráttunni og aðstoðarmenn hans telja að það muni fljótlega auka fylgi hans í skoðanakönnunum. Þeir spá flokki hans sigri. Aðalbaráttumál flokks forsætis- ráðherra í kosningabaráttunni er barátta gegn hryðjuverkum og verðbólgu. Hann er andvígur til- lögum sósíalista og kommúnista um löglegar fóstureyðingar og hjónaskilnaði og er fylgjandi inn- göngu Spánar í NATO. Bæði sósíalistar og kommúnist- ar hafa einbeitt sér að baráttu gegn atvinnuleysi sem er 8,5%. Gonzales nýtur stuðnings annarra jafnaðarmannaflokka álfunnar og á áróðursspjöldum flokks hans er hvatt til sterkrar stjórnar til að sigrast á atvinnuleysi. Hann ætlar að halda 100 fundi í kosninga- Adolfo Suarez Sagt f rá ný jum sigrum Pol Pots Bankok, 7. febrúar. AP. SKÆRULIÐAR Pol Pots íyrrver- andi forsætisráðherra sögðu frá nýjum sigrum á Víetnömum í Kambódiu í dag og fréttamenn sem sigldu inn í kambódíska landhelgi sögðu frá áframhald- andi árásum vietnamskra fall- byssubáta á skotmörk í landi. Útvarp Pol Pots sagði, að um 300 Víetnamar hefðu verið drepn- ir og 19 skriðdrekar eyðilagðir í bardögum nýlega meðfram þjóðvegum og nálægt fylkishöfuðborgum. Fréttamaður AP kom með thailenzkum fiskibát frá kambódískri landhelgi í dag og kvaðst hafa séð tvo víetnamska fallbyssubáta skjóta á skotmörk í héraðinu Koh Kong nálægt eynni Koh Yor nálægt Thailandi. Thailenzkir fiskimenn hafa séð nokkra víetnamska fallbyssubáta á þessum slóðum undanfarið. í útvarpi Pol Pots var skorað á alla Kambódíumenn að „drepa að minnsta kosti þrjá eða fjóra Víet- nama á hverjum degi". Útvarpið sagði að sigrar hefðu verið unnir á sex vígvöllum dag- ana 2.-5. feb. og að þrír herflutn- ingabílar hefðu verið eyðilagðir, 84 vopn og 24 talstöðvar og símar verið teknir herfangi. Skorað var á Kambódíumenn að berjast gegn Víetnömum öllum stundum bæði með venjulegum vopnum, snörum, gildrum, bogum og örvum, sverðum og eitri. Gefnar voru fimm tilskipanir til að losna við njósnir Vietnama, hvetja alþýðuna til andspyrnu með því að leysa vanda hennar, auka landbúnaðarframleiðslu til þess að sjá hermönnum fyrir vistum og eyðileggja efnahagskerfi óvinar- Sérfræðingar telja að það muni ráða úrslitum skærustríðsins hvort Pol Pot tekst að fá stuðning þjóðarinnar með því að ala á hefðbundnum fjandskap Kambódíumanna í garð Víetnama. Felipe Gonzales baráttunni, hinn fyrsta í Galicíu þar sem atvinnuleysi er einna mest. Skoðanakannanir benda til þess að kommúnistar bæti við sig nokkrum þingmönnum í neðri deild, en þeir fengu 20 í kosningun- um í júní 1977, flokkur Suarez 165, sósíalistar 122 og íhaldsmenn 16. ERLENT Teng mátar kúrekahatt í heimsókn sinni til Bandaríkjanna fyrir skömmu. Er enginn til að taka við í Kína? Seattle, 7. febrúar. AP. VANDI Kínverja er sá að þeir hafa enga vaidamenn til að taka við af Teng Hsiao-ping og öðrum af hans kynslóð þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu, sagði einn af 74 fylgdarmönnum Tengs, sem töluðu af óvenju mikilli hreinskilni við fréttamenn þegar kínverski varaforsætisráðherrann var í heimsókn sinni í Bandaríkjunum. Hann sagði, að þetta vandamál væri sameiginlegt flestum kommúnistaríkjum, þar á meðal Sovétríkjunum, og að þörf væri á meira lýðræði, meiri samvirkri forystu svo að ekki þyrfti framvegis að treysta á einn einstakling. Ástandið í Kína er þannig að sögn Kínverjans.að breytingaher ferðin á öllum sviðum nýtur eindregins stuðnings gömlu kynslóðarinnar og þeirrar ungu en miðkynslóðin er taugaóstyrk og hikandi enda hefur hún lifað umrót menningarbyltingarinnar og hreinsanirnar sem fylgdu henni. Hann sagði, að það sem skipti mestu máli væru ekki vélar og tækniþekking heldur hugsjónafræði, ekki hugsjónafræði „fjórmenningaklíkunnar", heldur á trú á það sem væri verið að gera, sannfæring um að það væri rétt, því annars færi allt út um þúfur. Hreinskilni og vilji til að ræða það sem einu sinni mátti ekki ræða er aðalsmerki nýrrar kynslóðar Kínverja sem sjá ekki lengur aðeins svart og hvítt heldur stundum grátt. Embættismenn segja nú, að Liu Shao-chi, fyrrum forseti 'og helzta fórnarlamb menningarbyltingarinnar, hafi fengið of harkalega meðferð og engin heimild hafi verið í lögum fyrir brottvikningu hans. Þeir segja að meira að segja Lin Piao, fyrrum arftaki Maos, hafi haft sínar góðu hliðar. Þeir fyllyrða að hann hafi farizt í flugslysi eftir að upp komst um samsæri hans um að hrifsa völdin eins og sagt hefur verið. En þeir spyrja af hverju Lin Piao hafi eyðilagt fyrir sér með samsæri um að steypa Mao þar sem hann þurfti aðeins að bíða eftir að hann félli frá. Ein skýringin er sú, að Lin hafi heyrt að ákveðið hefði verið á leynilegum flokksfundi að hann yrði ekki formaður flokksins eftir dauða Maos og því hefði hann ákveðið að hefjast handa. Skæruaðgerðir gegn brezkum ráðherrum London, 7. lebrúar. AP. OPINBERIR starfsmenn í Bretlandi tilkynntu í dag, að þeir ætluðu að herða á skæruverkföllum í kjör- dæmum ráðherra ríkis- stjórnarinnar til þess að leggja áherzlu á launakröf- ur sínar. Aðaláherzlan verður lögð á kjördæmi James Callaghans forsætisráð- herra í Cardiff, höfuðborg Wales, þar sem götur eru fullar af rusli vegna verk- falls sorphreinsunar- manna og götusópara. „Við ætlum að ráðast á þá þar sem þeir eru veikastir fyrir — hjá fólkinu sem kýs þá. Við búumst við raunveru- legum árangri í vikulok- in,“ sagði einn af leiðtog- um landssambands opin- berra starfsmanna, NUPE. Tilgangurinn er að gera Bret- um lífið svo leitt að ráðherrarnir verði að láta undan kröfum þeirra eða tapa að öðrum kosti í þingkosningunum sem eiga að fara fram síðar á þessu ári. Derek Gregory, leiðtogi NUPE í Wales, sagði að verkfallsmenn mundu loka skólum, bæjarskrif- stofum, kirkjugörðum og stöðva aðra þjónustu í kjördæmi Callag- hans og annarra ráðherra. Meðal annarra kjördæma þar sem skæruaðferðum verður beitt er kjördæmi David Ennals félagsmálaráðherra í Norwich og kjördæmi Michael Foots í Wales. En Callaghan og ráðherrar hans láta engan bilbug á sér finna og leggja á það áherzlu að fallizt verði í mesta lagi á 8.8% kauphækkun. Sums staðar hefur sorp ekki verið hreinsað síðan um jól og stórir staflar hafa hrannazt upp í London. Um 1500 skólar voru lokaðir í dag og í einum þriðja eða'helmingi sjúkrahúsa er að- eins sinnt neyðartilfellum. Reiðar húsmæður í Redruth í Cornwall ráðgerðu mótmæli gegn sorphreinsunarmönnum í dag. „Við erum hundleiðar á verkföll- um — nú er kominn tími til að hefjast handa. Ekkert fær stöðv- að okkur,“ sagði leiðtogi þeirra, frú Shirley Luke.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.